Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 19 Kosmeta Síðumúla 17 • Sími 588 3630 Hárið glampar og glansar STANGVEIÐIFÉLAG Selfoss lýs- ir nú eftir stangveiðimönnum, með flugustangir, sem eru til- búnir að koma á veiðisvæði félags- ins í Ölfusá á Selfossi og veiða lax í klak, nú eftir að veiðitímabilinu lýkur. Fyrirhugað er síðan að ala seiði og setja þau næsta vor í kví- ar á veiðisvæðunum og sleppa þeim síðan þegar þau eru tilbúin. Þessar aðgerðir félagsins eru lið- ur í því að auka laxagengd á veiði- svæðin og efla stangveiðina. Ágúst Morthens, kaupmaður í Veiðisporti á Selfossi, sem hefur umsjón með veiðisvæðunum á Sel- fossi, segir að settar hafi verið laxakistur í ána á veiðisvæðunum þar sem hægt sé að geyma laxinn sem veiddur er í klak. Hann sagði miklar vonir bundnar við þessar aðgerðir til að efla stangveiðina en til þess að það gæti orðið þyrfti að hjálpa ánni. Alls veiddust í sumar 136 laxar en í fyrra veiddust ríflega 200. Ágúst sagði að á einu veiðisvæð- inu hefðu verið settir út steinar til þess að fá laxinn til að stöðvast og svo virtist sem það hefði skilað ár- angri því laxinn hefði tekið rétt neðan við steinana. Þeir stang- veiðimenn sem vilja munda flugu- stöngina og taka þátt í klakveið- inni geta haft samband við Ágúst, sem sagði að laxinn væri nú lagst- ur á veiðisvæðunum. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ágúst Morthens í Veiðisporti bendir á eina laxakistuna í Ölf- usá, á miðsvæðinu á Selfossi. Veiða lax á flugu í klak Selfoss VERULEGUR vöxtur varð í Norð- fjarðará í miklu rigningarveðri sem gekk yfir um helgina. Við það grófst undan þeim stöpli brúar- innar sem skemmdist í vatnavöxt- unum í lok ágúst og búið var að gera við til bráðabirgða. Stöpullinn seig um nokkra senti- metra og varð að takmarka umferð yfir brúna við 7 tonna öxulþunga. Vegagerðin brást skjótt við og hóf að koma fyrir grjóti við stöpulinn til að beina vatnsflaumnum frá. Í gær- kvöldi var brúnni lokað til morguns. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Hér má sjá hvernig stöpullinn hefur losnað frá brúargólfinu. Brúin yfir Norðfjarðará skemmist aftur Neskaupstaður VERIÐ er að kanna hvort koma eigi fyrir fjarfundabúnaði í Grunnskól- anum á Finnbogastöðum í Árnes- hreppi. Að sögn Gunnsteins Gísla- sonar, oddvita í Árneshreppi, er ekki endanlega ákveðið hvenær eða hvort af þessu verður en líklegt að ef af því verður verði það fljótlega. Inntur eftir því hvaða kennslu- greinar yrðu þá kenndar með slík- um hætti segir hann enn eiga eftir að móta það. Hann segir fimm nem- endur vera í Grunnskólanum á Finnbogastöðum. Ekki segir hann ákveðið hvaðan kennt yrði. Fjarkennsla hefur farið fram í um tvö ár í Grunnskólanum á Hólmavík og gefist mjög vel að sögn skóla- stjórans Victors Arnar Victorsson- ar. „Þetta hófst sem tilraun fyrir um tveimur árum á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga,“ segir Vic- tor og bætir við að skólinn fjarkenni yfir á Broddanes, sem er í um 50 km fjarlægð. Á þessari önn er það tungumálakennsla, enska og danska, sem fer fram með fjar- kennslu og segir Victor þrjár stúlk- ur nýta sér þetta í dag. Hann segir þó breytilegt eftir önnum hvaða námsgreinar séu kenndar með þessu hætti. Hann segir einn aðaltilgang fjar- kennslunnar vera félagslega þátt- inn. Aðspurðurhvort Grunnskólinn á Hólmavík sé eini grunnskólinn sem bjóði upp á fjarkennslu í dag segist hann ekki hafa heyrt um annan grunnskóla og telur það því mjög líklegt. Fjarkennsla í grunnskól- unum tengir byggðirnar Strandir UNDANFARIÐ hefur verið unnið við að steypa upp fjórar brýr í Fljótsdal á vegum Malarvinnslunnar á Egilsstöðum. Eru þær yfir Jök- ulsá, sem er langstærsta brúin, Hengifossá, Bessastaðaá og Gilsá. Sigurþór Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Malarvinnslunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að á tæpum þremur sólarhringum yrði fyrsti áfangi brúar yfir Jökulsá steyptur upp. Hún verður alls 250 metra löng, en fyrsti áfangi upp- steypunnar felst í 112 lengdarmetr- um í brúargólfi. Byrjað er á miðjunni og þá á endum og fara um 730 rúm- metrar af steypu í þennan áfanga, en alls verða þeir 2.063. Hafliði Hjarð- ar, verkstjóri á staðnum, segir mannskapinn ná að steypa um 17,5 rúmmetra á klukkustund, en yfir 60 manns koma að verkinu í þessari lotu og er unnið á vöktum allan sóla- hringinn. Steypan í brúna yfir Jökulsá er flutt um 35 km veg frá steypustöð Malarvinnslunnar á Egilsstöðum og fara steypubílarnir í kringum 140 ferðir með steypu. Samkvæmt útboðsgögnum á Jök- ulsárbrúin að vera tilbúin 1. júní á næsta ári. Annar áfangi verksins, 70 lengdarmetrar, er ráðgerður eigi síðar en í nóvember og þriðji áfangi í janúar nk. Verklok eru sett á 1. júní sama ár. Hengifossár- og Bessastaðaár- brýr eru tilbúnar, en jafnhliða öðrum áfanga brúarinnar yfir Jökulsá, verður farið í byggingu Gilsárbrúar. Um 270 milljónir króna kostar að byggja brýrnar fjórar í Fljótsdal. Brúin yfir Jökulsá í Fljótsdal er stærsta einstaka verkefni Malar- vinnslunnar hingað til, en á döfinni hjá fyrirtækinu er bygging blokkar og einbýlishúsa í nýju hverfi í Egils- staðabæ. Morgunblaðið/Steinunn Ásmunds Starfsmenn Malarvinnslunnar á Egilsstöðum leggja nótt við dag í upp- steypu 250 m langrar brúar yfir Jökulsá í Fljótsdal. Steypa upp fjórar brýr í sama dalnum Egilsstaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.