Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN
36 ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HINN 24.8. 2001.
ritar Einar Oddur
grein í Morgunblaðið
þar sem vísað er til
þess að menn eigi að
standa við gerða
samninga. Í blaðinu
sama dag svarar Árni
Mathiesen honum
fullum hálsi og segir
hreint út að hann fari
með rangt mál og
kveður uppúr með
það að ef heiðurs-
menn segi rangt frá
eigi þeir að segja af
sér.
Nú skil ég vel geð-
illsku ráðherra og þau
vandræði sem hann er komin í,
hann gefur skipanir til hægri
vinstri, allt eftir því hvernig stend-
ur í bólið hjá honum þá stundina,
ýmist á fisktegund að vera í kvóta
eða ekki. Vinnubrögð æðstu
manna þjóðarinnar af þessu tagi
eru verulega ámælisverð, svo ekki
sé meira sagt, og þessum mála-
flokki ekki til framdráttar.
Ólafur Rögnvaldsson fram-
kvæmdastjóri fer mikinn í viðtali
við Fréttablaðið og telur að þar
ætli Vestfirðingar að ríða öllu til
helvítis í smábátakerfinu, ég held
að Óli Rögg ætti að líta aðeins í
kringum sig og skoða sitt nánasta
umhverfi og reyna að vera meðvit-
aður um hvað er að gerast í kring-
um hann, stór hluti trillukarla býr
á Snæfellsnesi þannig að Hrað-
frystihús Hellissands hefur sjálf-
sagt unnið mikið af þeim fiski sem
kemur þar í land af þessum bátum.
Ég held að við ættum ekki að vera
með stóryrtar yfirlýsingar, heldur
snúa okkur að því að leysa málið,
ég veit að Ólafur er vel af guði
gerður og ef hann leggst á árina
munum við ná lendingu.
Í skoðun í Fiskifréttum kemur
Einar Kristinn Guðfinnsson fram
og veltir því upp hvort menn séu
nokkuð að gleyma aðalatriðunum í
þessu máli. Það er verið að takast
á um 5–6 þúsund tonn af ýsu, það
er allt og sumt.
Undirritaður er einn þeirra aðila
sem ritaði undir áskorun til sjáv-
arútvegsráðherra um að stækka
þann pott sem boðinn hafði verið í
málamiðlunartillögu ráðherra, ekki
hvarflaði annað að mér en að það
yrði komið til móts
við þessar óskir okk-
ar, því tillagan miðaði
að því að sem flestir
gætu komist frá þessu
en þó yrðu alltaf ein-
hverjir útundan eins-
og gengur og gerist.
Tillagan hljóðaði uppá
að það yrði úthlutað
6.710 tonnum af ýsu,
5.057 tonnum af stein-
bít og 1.755 tonnum af
ufsa. Með þessu var
um verulega tilslökun
að ræða af hálfu okk-
ar smábátamanna
miðað við það sem
verið er að veiða í
dag, en við vitum hvað ráðherra
lagði til og það er algerlega ófull-
nægjandi.
Hvað þýðir það ef þetta verður
niðurstaðan? Það þýðir að braskið
flyst yfir í smábátakerfið, ef við
tökum sem dæmi ýsuna enn og
aftur. Úthlutunin er u.þ.b. helm-
ingur þess afla sem verið er að
veiða á þessu ári. Hlutfall stórýsu
á Vestfjarðamiðum er u.þ.b. 30–
35%, þannig að ljóst má vera að
hún kemur öll í land en ekki nema
hluti þeirrar smáýsu sem verið er
að veiða í dag, þetta er einn fylgi-
fiskurinn. Fólkinu, sem byggt hef-
ur afkomu sína á að vinna aflann,
er því enn og aftur kastað út og
ekkert kemur í staðinn. Hversu
lengi ætla menn að halda áfram að
berja höfðinu við steininn og segja
að þetta reddist? Stóriðja Vestfirð-
inga er og verður sjávarútvegur,
þó er það reyndar svo að fleiri
landshlutar hafa hagsmuna að
gæta í þessu máli og er rétt að
benda á Suðurnes og Snæfellsnes í
þessu sambandi.
Menn hafa réttilega bent á að
verði þessi breyting að veruleika
þýði hún það að kvótinn í Vest-
mannaeyjum minnkar í ýsunni og
þá mun Hraðfrystihús Hellissands
missa spón úr aski sínum, hins
vegar hvarflaði það aldrei að mér
að aðrir yrðu skertir því ég stóð í
þeirri meiningu að bætt yrði við
kvótann til þess að mæta þessu,
því það er jú verið að veiða þetta
magn í dag. Ég held að menn ættu
alvarlega að fara að velta fyrir sér
trúverðugleika fiskifræðinga og
ráðgjöf þeirra.
En hvað er þá til ráða? Það er
skoðun mín að það er aldrei hægt
að ofveiða fisk frá líffræðilegu
sjónarmiði, eingöngu hagfræði-
lega. Ég vil að úthlutað verði krók-
aflahlutdeild sem byggð var á
samkomulagi frá 1999 í ýsu, ufsa
og steinbít. Þessari hlutdeild verði
úthlutað til aflamarksskipa yfir 5,9
tonn og með þessu móti verði leið-
rétt að hluta það ranglæti sem
aflamarksskipin hafa orðið fyrir á
undanförnum árum vegna þorsk-
aflahámarksbátanna. Þorskaflahá-
markið verði áfram við lýði og
frjáls sókn verði í aðrar tegundir,
þó vil ég setja ákveðnar takmark-
anir á þessa báta, t.d með línu-
lengd og fleira í þeim dúr, því það
er jú guð sem skammtar þessari
stærð af bátum róðrafjölda. Þetta
kerfi er gott fyrir Vestfirðinga og
ef það er gott fyrir þá, er það gott
fyrir Íslendinga alla.
Ef tillögur ráðherra verða að
veruleika mun það, að mínu mati,
þýða endalok kvótakerfisins á Ís-
landi.
Í fyrstu grein laga um stjórn
fiskveiða er kveðið á um að mark-
mið þessara laga sé að stuðla að
verndun og hagkvæmri nýtingu
fiskistofna og tryggja með því
trausta atvinnu og byggð í landinu.
Þetta er einmitt lykilatriðið í því
að það þorskaflahámarkinu skuli
viðhaldið.
Ef við skoðum atvinnurétt og
sjáum hver nýtur verndar í skjóli
þessara laga, þá held ég að menn
geti verið sammála um að það er
eingöngu verndaður atvinnuréttur
útgerðarmanna þeirra sem eiga
viðkomandi skip og geta gert það
sem þeir vilja við þau. Fisk-
vinnslumaðurinn hefur ekkert um
málið að segja, sjómaðurinn ekk-
ert, fiskverkandinn ekkert. Þorsk-
aflahámarkið er eina leið löggjaf-
ans til þess að viðhalda
aflamarkskerfinu og tryggja að
markmið laganna náist.
Um heiðurs-
menn og fleira
Óðinn
Gestsson
Fiskveiðistjórn
Ef tillögur ráðherra
verða að veruleika,
segir Óðinn Gestsson,
mun það að mínu mati
þýða endalok kvóta-
kerfisins á Íslandi.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf.
á Suðureyri.
ÞETTA var yfirskrift hádegisverð-
arfundar sem haldinn var í leik-og
listaskólanum Listakoti fimmtudag-
inn 30. ágúst sl.
Við pallborðið sátu:
Guðný Halldórsdóttir kvikmynda-
leikstjóri, Guðrún Gunnarsdóttir
dagskrárgerðarmaður, Jón Ólafsson
tónlistarmaður og Sigurjón Kjart-
ansson dagskrárgerðarmaður.
Fundarstjóri var Þorsteinn J. Vil-
hjálmsson.
Ástæða þess að þetta umræðuefni
var tekið til umfjöllunnar er sú að
hraði, álag, óöryggi og samviskubit
hrjáir marga foreldra í dag. Tími til
samveru er oft knappur og þegar að
samverustundunum kemur verða
væntingarnar stundum svo miklar að
allt fer úr böndunum og samveran
verður að örvæntingarfullri leit að af-
þreyingu með það markmið fyrst og
fremst að koma í veg fyrir að barninu
leiðist.
Fundargestir virtust sammála um
að við eigum að leyfa barninu sjálfu
að finna lausn á leiða sínum. Lítum á
það sem jákvætt tækifæri fyrir heil-
brigt barn til að þjálfa þann með-
fædda hæfileika sinn að finna sjálft
lausn á vandanum. Foreldrarnir geta
stutt barnið og hlustað á það án þess
að koma með beinar lausnir fyrir það.
Tökum ekki frumkvæðið frá barninu.
Það barn sem sífellt er matað með til-
boðum um afþreyingu á erfiðara með
að verða virkur og sjálfstæður ein-
staklingur. Margt fleira áhugavert
bar á góma á fundinum sem ekki veit-
ist tækifæri til að gera frekari skil
hér. Full ástæða virðist til að foreldr-
ar komi oftar saman til umræðu um
málefni varðandi uppeldishlutverkið.
Við þökkum öllu því fólki, sem átti
með okkur góða stund, fyrir komuna.
Í Listakoti er boðið upp á marg-
breytilega kennslu, s.s ballett, leik-
list, myndlist, píanó, fornám/blokk-
flautu, kór/tónmennt, stærðfræði,
náttúrufræði, íslensku/lestur. Það
sem er í boði í Listakoti er ekki möt-
un heldur byggist kennslan og starfið
allt fyrst og fremst á áhugahvöt og
virkni barnsins. Reynt er að skapa
barninu ákjósanlegar aðstæður til
vinnu sinnar, menntunar og leiks.
Borin er virðing fyrir vinnu barnsins
og þá virðingu okkar sýnum við m.a.
með því að hafa sérmenntaða kenn-
ara á hverju sviði, bæði í list og
grunngreinum.
Rannsókn sem Lilja Úlfarsdóttir
gerði m.a. á börnum í Listakoti árið
1999 styður mikilvægi tónlistarnáms.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru
birtar í tímaritinu Arts in Psychot-
herapy. Rannsóknin sýndi ótvírætt
að það er marktækur munur (og í
raun töluvert mikill munur) á færni í
ákveðinni tegund af hugsun hjá börn-
um sem iðka tónlist í leikskóla miðað
við önnur börn. Hugsunarþættir sem
athugaðir voru eru færni í að sjá
margar lausnir á hverjum vanda og
að geta séð fyrir hugsanlegar afleið-
ingar gerða sinna. Þessir þættir voru
valdir til mælinga þar sem þeir eru
taldir vera mjög mikilvægir fé-
lagslegri færni og þroska barnanna.
Alls tóku þrír hópar þátt í rann-
sókninni. Í fyrsta lagi var saman-
burðarhópur þar sem ekki var lögð
sérstök áhersla á tónlistariðkun út yf-
ir það sem gengur og gerist í faglegu
starfi í leikskólum. Í öðru lagi var far-
ið inn í samskonar leikskóla með
skammtíma tónlistarnámskeið og í
þriðja lagi voru það börnin í Listakoti
sem fá stöðugt tónlistaruppeldi á
lista- og leikskólanum sínum og njóta
því langtímaáhrifa frá slíkri æfingu.
Hópurinn sem tók þátt í skammtíma
tónlistarnámskeiðinu sýndi meiri
færni í þeim hugsunarþáttum sem
mældir voru en samanburðarhópur-
inn (marktækur munur) og hópurinn
frá Listakoti sýndi langmesta færni í
þessum hugsunarþáttum. Þessi rann-
sókn styður þá skoðun okkar að full
ástæða er til að huga að stöðu list-
menntunar almennt í dag þegar sú
menntun á undir högg að sækja og
verkfall vofir yfir hjá tónlistarkenn-
urum. Með því að stuðla að meiri list-
menntun gerum við ekki of mikið fyr-
ir börnin okkar heldur stuðlum að því
að þau verði skapandi og virkir ein-
staklingar í síbreytilegu samfélagi.
Gerum við of mikið
fyrir börnin okkar?
Sigríður Hulda
Sveinsdóttir
Listmenntun
Þessi rannsókn styður
þá skoðun okkar, segja
Heiður Þorsteinsdóttir,
Margrét Sveinsdóttir
og Sigríður Hulda
Sveinsdóttir, að full
ástæða er til að huga
að stöðu listmenntunar
almennt í dag.
Heiður er grunnskólakennari,
Margrét er myndlistarkennari og
Sigríður Hulda er leik- og
grunnskólakennari.
Heiður
Þorsteinsdóttir
Margrét
Sveinsdóttir
VIÐ höfum báðar átt
við geðræn vandamál
að stríða. Önnur okkar
hefur þjáðst af geð-
hvörfum en hin af þung-
lyndi. Þrátt fyrir ólíkan
bakgrunn höfum við
einangrast vegna veik-
inda okkar en slíkt hef-
ur hingað til óhjá-
kvæmilega fylgt geð-
rænum veikindum. Ein-
angrunin eykur síðan
hættuna á að veikjast
aftur. Við þetta mynd-
ast vítahringur sem erf-
itt getur reynst að rjúfa.
Enda þótt við höfum
reynt ýmis úrræði hefur starfið í
Klúbbnum Geysi algera sérstöðu. Þar
er ekki litið á okkur sem sjúklinga
heldur félaga. Hver og einn einstak-
lingur fær að njóta sín í samræmi við
eigin getu. Andrúmsloftið er afar já-
kvætt og hvetjandi og þar fer fram
mjög merkilegt uppbyggingarstarf.
Staðurinn líkist mun frekar stóru
heimili en stofnun.
Í Geysi velja félagar sér starf eftir
eigin getu og allir eru virkir á ein-
hvern hátt. Ætíð er nóg að starfa og
allar ákvarðanir teknar í sameiningu.
Er það í samræmi við alþjóðlega hug-
myndafræði Fountain House, sem
Klúbburinn Geysir starfar eftir.
Stofnaðir hafa verið klúbbar sam-
kvæmt þeirri hugmyndafræði í 27
löndum.
Vinnan í klúbbnum er fjölbreytt.
Félagar vinna skrifstofustörf, eldhús-
störf eða í móttöku. Það skal tekið
fram að við sjáum um öll þrif húsnæð-
isins sjálf. Aðrir fá aðstoð klúbbsins
til að fá starf á almennum vinnumark-
aði eða til að hefja nám. Loks sækjum
við ýmsa menningarviðburði utan
venjulegs starfstíma klúbbsins.
Ein af ánægjustundum okkar í
klúbbnum er að matreiða og snæða
saman hádegisverð en hann er seldur
félögum á vægu verði. Í þessu felst
bæði líkamleg og andleg næring.
Það er samdóma álit okkar að eftir
að við byrjuðum að starfa innan
klúbbsins höfum við öðlast aukið
sjálfstraust, eignast nýja vini og fund-
ið til samkenndar með öðrum, sem
eiga við svipuð vandamál að stríða.
Við erum sammála um að vinnan hef-
ur orðið til þess að okkur líður nú mun
betur. Mikilvægast er að við teljum
nú að minni hætta sé á frekari veik-
indum.
Klúbburinn hefur þurft að leigja
mjög ófullnægjandi húsnæði á al-
mennum leigumarkaði og nýlega var
honum sagt upp þeim húsakynnum.
Ekki þarf að fjölyrða um hversu
bagalegt það er fyrir starfsemina að
skipta oft um húsnæði. Mikill áhugi er
þess vegna á því að komast í eigið hús-
næði.
Kiwanishreyfingin hefur ákveðið
að styrkja Geysi með því að verja
hluta af ágóða af sölu K-lykilsins til
húsnæðiskaupa fyrir klúbbinn. Nýtt
framtíðarhúsnæði mun skipta sköp-
um fyrir starfsemi klúbbsins. Við
skorum á alla, sem sjá sér það fært, að
leggja Geysi lið og kaupa K-lykilinn.
K-lykillinn verður seldur alla þessa
viku en sölunni lýkur 6. október.
Margir þekkja geðræn veikindi af
eigin raun eða hjá nánustu ættingjum
og vinum. Það getur raunar komið
fyrir alla að veikjast einhvern tímann
á lífsleiðinni. Því ætti það að vera í
þágu allra að styðja þessa merku
starfsemi.
Vítahring-
urinn rofinn
Björg
Kristjánsdóttir
Höfundar eru félagar í Klúbbnum
Geysi.
K-lykillinn
Vinnan í klúbbnum er
fjölbreytt, segja Björg
Kristjánsdóttir og Inga
Hanna Guðmunds-
dóttir. Félagar vinna
skrifstofustörf, eldhús-
störf eða í móttöku.
Inga Hanna
Guðmundsdóttir