Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞAÐ er viðurkennd staðreynd að
2/3 hlutar þess fjár, sem lífeyris-
sjóðir greiða lífeyrisþegum, eru
fjármagnstekjur. Yfirvöld neita
þessum staðreyndum með því að
skattleggja þessar tekjur eins og at-
vinnutekjur, en ekki að hluta til sem
fjármagnstekjur. Með síðustu
breytingum á almannatrygginga-
lögum er enginn greinarmunur
gerður á atvinnutekjum og greiðsl-
um úr lífeyrissjóðum. Þeir lög-
hlýðnu borgarar, sem greiddu í líf-
eyrissjóði í áratugi, eru að engu
leyti verðlaunaðir fyrir að hafa farið
að lögum. Þvert á móti eru þeir sem
ekki fylgdu lögum og fjárfestu í öðr-
um hlutum settir ofar lífeyrisþegum
og eru skattlagðir með aðeins 10%
skatti af þeirra fjármagnstekjum.
Þetta er ekki sú eina mismunun,
sem eldri borgarar búa við, og er af
mörgu að taka. Lítum til dæmis á
lög Alþingis um tekjutryggingu.
Setjum svo að hjón hafi „háan“ líf-
eyri úr lífeyrissjóði vegna þess að
þau hafa sem löghlýðnir borgarar
borgað í lífeyrissjóð í marga ára-
tugi. Gefum okkur dæmi um að
hvort þeirra fái 60.000 krónur á
mánuði frá lífeyrissjóðum, eftir að
hafa skipt þessum tekjum jafnt á
milli sín. Á síðasta ári seldu þau
eign með góðum hagnaði og fengu
þar að auki góða ávöxtun af hluta-
bréfum, samtals eina milljón króna í
fjármagnstekjur. Litlar tekjur hafa
þau samt og fá ellilífeyri. En þegar
kemur að tekjutryggingunni breyt-
ast hlutirnir. Vegna fjármagnstekna
skerðist þeirra hlutdeild í tekju-
tryggingu um 225 þúsundir króna á
ári. Sem sagt þau „borga“ 325 þús-
und krónur á ári fyrir að hafa haft
eina milljón í fjármagnstekjur þetta
ár, eða 32,5%, þegar aðrir borgarar
greiða 10%. Við eldri borgarar biðj-
um aðeins um réttlæti, engar íviln-
anir. Ríkisvaldið líður það greini-
lega ekki, án sérstakrar skatt-
lagningar, að eldri borgarar selji
sínar eignir til þess að njóta betra
ævikvölds.
Hvað er til varnar? Aldraðir eru
um 13% kjósenda og það kjörfylgi
samsvarar 8 þingmönnum. Það er
athyglisverð staðreynd. Þó að
margir hafi kosið sinn flokk alla æv-
ina og vildu sennilega helst hafa
listabókstafinn á kistulokinu treysti
ég því að þeir geti á gamals aldri
farið að hugsa svolítið upp á nýtt.
Hvað um framboð aldraðra til sveit-
arstjórna og seinna meir til Alþing-
is? Er það ekki það eina, sem við
eigum eftir í pokahorninu?
Getur núverandi Alþingi leiðrétt
þessa og fleiri galla á sinni löggjöf?
Eða þurfa þegnarnir ennþá einu
sinni að fara í mál við ríkisvaldið til
að ná fram sínum rétti, sem þó er
vel skilgreindur í okkar stjórnar-
skrá?
PÉTUR GUÐMUNDSSON,
verkfræðingur og í stjórn
Félags eldri borgara
í Reykjavík og nágrenni.
Er þetta þitt
réttlæti?
Frá Pétri Guðmundssyni:
ALLIR eiga sér þann draum að
geta gengið til daglegra verka án
verkja eða vera með áhyggjur af
heilsu sinni. Því
miður eru marg-
ir sem hafa verið
teknir úr dag-
legu starfi vegna
þess að líkaminn
segir stopp.
Þannig var með
mig, ég sem hef
unnið frá því ég
man eftir og rek-
ið eigið fyrir-
tæki. Einn dag var ég ekki lengur
með í hringiðu atvinnulífsins. Slit-
gigt fór að hrjá mig auk þess sem
ég var með háan blóðþrýsting og
sykursýki á háu stigi. Árið 1999
greindist ég með krabbamein og
varð að fjarlæga annað brjóstið.
Það verður að segjast eins og er að
þetta var í raun alveg nægjanlegur
skammtur fyrir mig. Mér féllust
hendur í fyrstu en það var einmitt
það sem ekki mátti henda. Vinir og
vandamenn hvöttu mig til að takast
á við þessi nýju verkefni sem ég
hafði ekki valið mér en varð að
vinna. Ég fór að leita mér upplýs-
inga hvað ég gæti gert til þess að
byggja mig upp. Mér var bent á
birkiöskuna eftir aðgerðina og tek
hana inn daglega. Birkiaskan hefur
gagnast mér frábærlega. Blóð-
þrýstingurinn og sykursýkin eru í
jafnvægi og ég er laus við hið stöð-
uga verkjaástand. Birkiaskan hef-
ur verið framleidd og notuð í Finn-
landi í hálfa öld og hjálpað fjöl-
mörgum. Daglega fór ég í göngu-
túra er urðu stöðugt lengri og nú
ferðast ég um allt fótgangandi eða
með strætó. Ég fer í sund og ræði
við samferðamenn í heita pottinum
um það sem er eftst á baugi hverju
sinni.
Nú líður mér vel og get tekist á
við dagleg verk eins og frísk mann-
eskja. Ég skrifa þessar línur til
þess að hvetja þá sem eru í svip-
aðri stöðu og ég var að gefast ekki
upp. Sjálf var ég svo heppin að fá
aðstoð og hvatningu til að takast á
við mína sjúkdóma.
HJÖRDÍS INGVARSDÓTTIR,
Hraunbæ 107d,
Reykjavík.
Birkiaskan
gagnaðist vel
Frá Hjördísi Ingvarsdóttur:
Hjördís
Ingvarsdóttir