Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 11
ÞRÁTT fyrir samdráttarmerki í efnahagslífinu
er gert ráð fyrir að ríkissjóður skili myndarleg-
um afgangi á næsta ári og að áfram verði haldið
á þeirri braut að greiða niður skuldir. Skynsam-
leg stjórn ríkisfjármála á undanförnum árum
hefur gert stjórnvöldum kleift að takast á við
tímabundnar sveiflur í efnahagslífinu án þess að
stefna árangri fyrri ára í hættu og fjárlagafrum-
varpið vegna ársins 2002 ber þessa merki, að því
er fram kom á blaðamannafundi fjármálaráð-
herra í gær þar sem fjárlagafrumvarp ársins
2002 var kynnt.
Fram kom að eftir kröftuga uppsveiflu síð-
ustu ára hafi hagkerfið færst nær jafnvægi á
nýjan leik. Mikilvægt sé að áfram verði fylgt að-
haldssamri stefnu í ríkisfjármálum jafnhliða því
sem megináherslur í hagstjórn hljóti að miða að
því að bæta rekstrarskilyrði atvinnulífsins með-
al annars með því að hamla gegn verðbólgu,
stuðla að auknum hagvexti og bæta lífsskilyrðin
í landinu.
Aðgerðir sem boðaðar séu í frumvarpinu taki
mið af þessum sjónarmiðum. Lækkun skatta og
einkavæðingaráform ríkisstjórnarinnar sé mik-
ilvægt framlag til þess að renna styrkum stoð-
um undir efnahagslífið og treysta atvinnu og al-
menn lífskjör í landinu og það séu
meginmarkmið frumvarpsins.
Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, sagði að
þrátt fyrir vissa niðursveiflu í efnahagslífinu
væri staða ríkissjóðs traust og það sem búið
væri að gera í ríkisfjármálum á undanförnum
árum kæmi í góðar þarfir nú.
Fram kom að gert sé ráð fyrir að rekstraraf-
gangur ríkissjóðs á næsta ári verði 18,6 millj-
arðar króna sem er 2,5% af landframleiðslu.
Lánsfjárafgangur er áætlaður enn meiri eða 41
milljarður kr. Útgjöld ríkissjóðs dragist saman
að raungildi um 0,5% frá áætlaðri útkomu ársins
í ár og hafi þá verið leiðrétt fyrir lífeyrisskuld-
bindingum. Sem hlutfall af landsframleiðslu
lækki útgjöldin um 1% frá áætlaðri útkomu
þessa árs og sé það í samræmi við stefnumörkun
ríkisstjórnarinnar. Almennur rekstrarkostnað-
ur ríkisins lækki um 1,4% að raungildi milli ára,
en tekjutilfærslur hækki um 2,3% vegna hækk-
unar almannatryggingabóta og aukinna fram-
laga til barnabóta í samræmi við ákvörðun þar
um.
Samanlagður lánsfjárafgangur
100 milljarðar króna 1998–2002
Þá kom fram að samanlagður lánsfjárafgang-
ur áranna 1998–2002 sé áætlaður um 100 millj-
arðar króna og verði stærstum hluta hans áfram
varið til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs
og draga úr framtíðarskuldbindingum hans. Að-
haldssöm stefna undanfarinna ára hafi skilað
sér í mikilli lækkun skulda, sem sýni sig í því að
hreinar skuldir ríkissjóðs í hlutfalli af lands-
framleiðslu hafi lækkað úr 34% árið 1995 í 22%
samkvæmt áætlun í ár og talið sé að hlutfallið
geti farið niður í rúmlega 14% í lok næsta árs. Af
þessum sökum hafi vaxtakostnaður ríkissjóðs
lækkað að raungildi á síðustu árum, en varlega
áætlað megi gera ráð fyrir að vaxtalegur ávinn-
ingur af 100 milljarða kr. lánsfjárafgangi nemi 5
milljörðum kr.
Þá kom fram að tekjuafgangur á næsta ári er
áætlaður 13,2 milljarðar kr. þegar litið er
framhjá óreglulegum tekjum og gjöldum. Sam-
bærileg útkoma samkvæmt áætlun í ár er 13,5
milljarðar kr, en var tæpir 29 milljarðar sam-
kvæmt fjárlögum ársins 2001, 29,5 milljarðar
samkvæmt ríkisreikningi ársins 2000, tæpir 24
milljarðar samkvæmt fjárlögum 2000 og 26,6
milljarðar samkvæmt ríkisreikningi ársins 1999.
Veigamikil rök fyrir
skattalækkunum
Hvað varðar skattalækkanir kom fram að við
núverandi aðstæður séu veigamikil rök fyrir því
að lækka skatta jafnt á fyrirtæki sem einstak-
linga. Það sé til ítarlegrar skoðunar á vegum rík-
isstjórnarflokkanna, en með skynsamlegum
skattaaðgerðum sé hægt að koma í veg fyrir nei-
kvæða keðjuverkun í efnahagslífinu og ríkis-
valdið geti þannig orðið aflvaki í jákvæðum við-
brögðum hagkerfisins við niðursveiflunni.
Meðal annars hafi verið rætt um lækkun tekju-
skatts fyrirtækja, lækkun eignarskatta, lækkun
stimpilgjalds og hækkun viðmiðunarmarka í
sérstökum tekjuskatti einstaklinga, auk þess
sem rætt hafi verið um afnám verðbólgureikn-
ingsskila.
Fram kom að ákvarðanir í þessum efnum
liggi ekki fyrir en unnið verði áfram að þeim á
næstunni og að umbætur komi til framkvæmda í
áföngum á næstu árum. Áætlaðar séu 600 millj-
ónir kr. vegna þessa á næsta ári og komi skatta-
breytingar ekki til framkvæmda á næsta ári
hækki afgangur af rekstri ríkissjóðs á næsta ári
sem því nemi.
Tekjuskattsprósentan lækkar
um 0,33% um áramót
Jafnframt var á það bent að samkvæmt
ákvörðunum sem þegar hafa verið teknar lækk-
ar tekjuskattsprósentan um 0,33% um næstu
áramót, auk þess sem þá gangi í gildi næstsíð-
asti áfangi þess að persónuafsláttur verður að
fullu millifæranlegur milli hjóna. Þá muni rík-
isstjórnin beita sér fyrir því að hækkun fast-
eignamats leiði ekki til hækkunar eignaskatta.
Einnig kom fram að heildartekjur ríkissjóðs
séu áætlaðar tæpir 258 milljarðar kr. sem sé um
5 milljörðum kr. hærri en í ár. Tekjurnar lækki
hins vegar um tæplega 8 milljarða kr. að raun-
gildi milli ára sem einkum megi rekja til minni
tekna af sölu eigna. Hlutfall skatttekna af lands-
framleiðslu hafi farið lækkandi að undanförnu
og lækki enn á næsta ári um 0,5%.
Loks er á það bent að við aðstæður sem
ríkjandi séu hér á landi þar sem frelsi ríki á fjár-
magnsmarkaði sé hlutverk ríkisfjármála í hag-
stjórn breytt frá því sem áður var. Þeim sé ekki
hægt að beita með sama hætti og áður var til að
breyta raunstærðum í efnahagslífinu með skjót-
virkum hætti.
„Þess í stað verður hlutverk ríkisfjármála í
ríkari mæli en áður að tryggja stöðugleika í
efnahagsmálum þegar til lengri tíma er litið.
Þetta verður best gert með því að tryggja við-
unandi afgang á rekstri ríkissjóðs og að skatta-
legt umhverfi í landinu miði að því ná fram sem
mestri hagkvæmni hvort sem er í rekstri heim-
ila eða fyrirtækja. Þróun síðustu ára gefur
glöggt merki um þann árangur sem náðst hef-
ur,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu sem
dreift var á fundinum.
Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 18,6 milljarða króna rekstrarafgangi ríkissjóðs á næsta ári
Morgunblaðið/RAX
Geir H. Haarde fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ársins 2002 í gær.
Mikilvægt að
fylgja áfram að-
haldssamri stefnu
UMHVERFISMÁL, stjórnfesta í
stjórnsýslu og stjórn fiskveiða verða
helstu áherslumál þingflokks Sam-
fylkingarinnar við upphaf 127. lög-
gjafarþings sem hófst í gær. Sam-
fylkingin kynnti þessi helstu mál sín
að loknum flokksstjórnarfundi um
helgina á sérstökum kynningarfundi í
Þjóðmenningarhúsinu á sunnudag,
þar sem jafnframt var ítrekað að
fleiri mál verði lögð fram síðar í vetur
og þá kynnt sérstaklega.
Bryndís Hlöðversdóttir, formaður
þingflokks Samfylkingarinnar,
kynnti á fundinum tvær þingsálykt-
unartillögur varðandi umhverfismál
en Samfylkingin vill fá fram skýrar
leikreglur þegar ákvarðanir eru
teknar um nýtingu auðlinda. Önnur
þingsályktunartillagan fjallar um
kortlagningu á náttúru landsins og
verður Össur Skarphéðinsson, for-
maður flokksins, fyrsti flutningsmað-
ur tillögunnar.
Bryndís sagði að slík vinna væri
grundvöllur þess að unnt sé að meta
þau verðmæti sem felast í náttúru
landsins. Samkvæmt tillögunni á út-
gáfu náttúrufarskorta í mælikvarð-
anum 1:250.000 að vera lokið á næstu
fjórum árum en nákvæmari vinnu,
kortagerð í mælikvarða 1:50.000,
verði lokið á næstu tíu árum. Bryndís
benti á að í nágrannalöndunum hafi
slík grunnvinna verið unnin og sé for-
senda þess að mat á umhverfisáhrif-
um virki, því með þessum hætti byrji
allir á sama grunni.
Þá kynnti Jóhann Ársælsson
þingsályktunartillögu Samfylkingar-
innar um að hópur sem vinnur að
rammaáætlun um mat á virkjana-
kostum skili bráðabirgðaskýrslu sem
fyrst, en ekki stendur til að ljúka
þeirri vinnu fyrr en undir lok næsta
árs. Að mati Samfylkingarinnar er
nauðsynlegt að vinnuhópurinn skili
bráðabirgðaskýrslu þar sem fram
komi hvaða virkjanakostir sem til
skoðunar eru geti ótvírætt farið í um-
hverfismat, hverjir þyrftu frekari
umfjöllun og hverjum væri nú þegar
hafnað.
Framkvæmdasýsla styrkt
og eftirlitshlutverk aukið
Varðandi stjórnfestu í stjórnsýslu
verða vald, ábyrgð og eftirlit ein-
kennisorð fimm nýrra mála Samfylk-
ingarinnar sem ætlað er að stuðla að
bættri meðferð valds og mála í
stjórnsýslu landsins. Jóhanna Sig-
urðardóttir kynnti þau mál og sagði
að lagt yrði fram frumvarp um breyt-
ingar á lögum um skipan opinberra
framkvæmda.
Í máli Jóhönnu kom fram að á
þennan hátt sé hægt að tryggja
traustari og vandaðri undirbúning á
opinberum framkvæmdum og skil-
greina betur hvar vald, ábyrgð og eft-
irlit liggi í stjórnsýslunni. Hún lagði
áherslu á að framkvæmdasýsla verði
verulega styrkt og eftirlitshlutverk
aukið.
Þá mun Samfylkingin leggja fram
þingsályktunartillögur um siðareglur
í stjórnsýslunni og fyrir alþingis-
menn. Tilgangur fyrri tillögunnar er
að tryggja meiri aga, vandaðri vinnu-
brögð og ábyrgari meðferð fjármuna
í stjórnsýslunni. Hvað siðareglur
þingmanna varðar er lagt til að skoð-
að verði sérstaklega að alþingismenn
leggi reglulega fram lista yfir öll störf
og setu í stjórnum, ráðum og nefnd-
um utan þings og launakjör þeim
tengd. Einnig má nefna að Samfylk-
ingin vill skoða hvort skrá eigi hluta-
bréfaeign þingmanna.
Ennfremur verður lögð fram til-
laga um að heildarendurskoðun fari
fram á lögum um Landsdóm og ráð-
herraábyrgð en lögin eru nærri 30
ára gömul. Jóhanna sagði nauðsyn-
legt að færa ráðherraábyrgð í sam-
bærilegt horf og er í nágrannalönd-
unum og skilgreina þurfi lagalega og
pólitíska ábyrgð ráðherra.
Jóhanna benti einnig á að vinna
muni haldi áfram að öðrum málum
innan þessa málaflokks. Sem dæmi
verður lagt fram frumvarp hvað
varðar fjárreiður stjórnmálasamtaka
og frambjóðenda í kosningum í sjö-
unda sinn, en þingmaður Frjálslynda
flokksins mun taka þátt í flutningi
frumvarpsins.
Fyrningarleiðin komi á
réttlæti í sjávarútvegi
Að sögn Jóhanns Ársælssonar ætl-
ar Samfylkingin að leggja sérstaka
áherslu á sjávarútvegsmál og leggja
fram heildarstefnu í sjávarútvegi þar
sem gert er ráð fyrir að tekin verði
upp hin svokallaða fyrningarleið.
Þetta verður í þriðja sinn sem flokk-
urinn flytur tillögu sína í þessum mál-
um. Samfylkingin telur að sú leið miði
að því að koma á réttlæti í meðferð
auðlindarinnar í stað „þess gjafa-
kvótafyrirkomulags sem nú ríkir“.
Jóhann sagði ennfremur mikil-
vægt að „tryggja okkar sameiginlegu
réttindi í stjórnarskránni“ en flokk-
urinn ætlar að leggja til að stjórn-
arskránni verði breytt og sérstakt
ákvæði um auðlindir í þjóðareign
verði sett í hana. Slíkt ákvæði myndi
jafnframt tryggja að í næstu kosn-
ingum yrði kosið um þetta stóra
átakamál.
Jóhann kynnti einnig nýtt mál sem
verið er að undibúa og lýtur að því að
óska eftir skýrslu „þar sem það verði
sett upp á borðið hvað hin ýmsu
byggðarlög hafa verið að borga fyrir
afnot af auðlindinni á síðustu fimm
árum“. Jóhann telur að þessi skýrsla
verði ekki í samræmi við mynd LÍÚ
af málinu og skýrslan eigi eftir að
sýna „hærri tölur og meira óréttlæti
en LÍÚ hefur sýnt“.
Samfylkingin kynnir helstu áherslumál flokksins að loknum flokkstjórnarfundi við upphaf þings
Stjórnfesta, um-
hverfismál og breytt
stjórn fiskveiða
Morgunblaðið/Kristinn
Helgi Hjörvar borgarfulltrúi, Össur Skarphéðinsson, formaður Sam-
fylkingarinnar, og Bryndís Hlöðversdóttir, formaður þingflokks Sam-
fylkingar, á flokkstjórnarfundi um helgina.