Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 13
FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 13 óbreyttur milli ára. Hinsvegar er tal- ið að einkaneysluútgjöld á mann dragist lítillega saman og að sparn- aður heimilanna muni því aukast. Að öllu samanlögðu er gert ráð fyrir að hagvöxtur geti aukist um sem næst 1% á árinu 2002, segir í greinargerð frumvarpsins. Um næstu áramót kemur annar áfangi af þremur í hækkun barna- bóta til framkvæmda og munu barnabætur því hækka um 500 millj- ónir kr. að því er fram kemur í fjár- lagafrumvarpinu. Upphæð vaxtabóta verður hins vegar óbreytt á næsta ári frá yfir- standandi ári. Útgjöld ríkisins dragast saman um 0,5% að raungildi milli ára Heildargjöld ríkisins á næsta ári eru áætluð 239 milljarðar kr., eða um 7 milljörðum hærri en áætluð út- koma á yfirstandandi ári og um 20 milljörðum kr. meiri en í fjárlögum ársins 2001. Hækka þau um 3,1% frá áætlaðri útkomu á yfirstandandi ári. Að raungildi dragast útgjöldin þó saman um 0,5% eftir að tekið hefur verið tillit til lækkunar lífeyrisskuld- bindinga. Á mælikvarða landsfram- leiðslu lækka útgjöldin um 1% frá út- komu þessa árs. Almennur rekstrarkostnaður lækkar um 1,4% að raungildi en á móti hækka tekjutilfærslur ríkisins um 2,3%. Í greinargerð frumvarps- ins kemur fram að í kjölfar aukins kostnaðar vegna meiri launa-, geng- is- og verðlagsbreytinga en gert hafði verið ráð fyrir ákvað ríkis- stjórnin að rekstrarútgjöld í römm- um fyrir árið 2002 skyldu lækkuð um 2% frá því sem annars hefði orðið. ,,Að teknu tilliti til nýrra rekstr- arverkefna, svo sem hjúkrunarheim- ila, fjölgunar nemenda o.fl., lækka rekstrargjöldin að raungildi frá áætl- aðri útkomu þessa árs. Áfram verður hert eftirlit með framkvæmd fjárlaga og stefnt að því að nýjum útgjaldatil- efnum verði mætt með lækkun kostnaðar á öðrum sviðum eins og kostur er, segir í greinargerð. Launakostnaður eykst um 11,5% Sértekjur ríkisins eru áætlaðar 16,6 milljarðar á næsta ári og hækka um 5,3 milljarða frá fjárlögum yfir- standandi árs. Launagjöld eru áætl- uð 71,6 milljarðar og er hækkun launakostnaðar ríkisins frá fjárlög- um ársins 2001 11,5% vegna áhrifa kjarasamninga við launþegafélög op- inberra starfsmanna. Tekjutilfærslur aukast einnig á milli ára skv. frumvarpinu. Stafar það fyrst og fremst af hækkun út- gjalda almannatrygginga sem tóku gildi um mitt þetta ár en bætur al- mannatrygginga hækka um ríflega 7% í upphafi næsta árs. Tilfærslur aukast einnig vegna hækkunar barnabóta og aukinna greiðslna Fæðingarorlofssjóðs en út- gjöld sjóðsins hækka um 2 milljarða kr. á næsta ári. Sjóðurinn verður þá í fyrsta skipti rekinn í heilt ár auk þess sem einn mánuður bætist við rétt ferða til töku fæðingarorlofs. Samtals nema neyslu- og rekstr- artilfærslur 98,5 milljörðum kr. og hækka um 11,3% frá fjárlögum og um 6,5% umfram áætlaða útkomu ársins 2001. Á móti lækka hins vegar sjúkratryggingar frá áætlun ársins þar sem hluti lyfjaútgjalda verður færður til sjúkrahúsa en þar er um að ræða kostnað vegna lyfja sem ein- göngu eru veitt á sjúkrahúsum. Þá lækka framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við að tímabundið 700 millj. kr. framlag samkvæmt sam- komulagi tekjustofnanefndar fellur niður. Framlög til búvöruframleiðslu lækka einnig á næsta ári um 517 milljónir vegna þess að tímabundin uppkaup á framleiðslumarki í sauð- fjárframleiðslu falla niður. 1.461 millj. kr. lægri framlög til vegagerðar en á vegaáætlun Heildarkostnaður við fjárfestingu A-hluta ríkisins nemur 17,2 milljörð- um kr. skv. frumvarpinu og eykst hann um 2,6% frá fjárlögum. Fram- lög til stofnkostnaðar Vegagerðar- innar hækka nokkuð umfram verðlag eða um tæplega 400 milljónir kr. Í greinargerð með gjöldum sam- gönguráðuneytis kemur fram að var- ið verður 5,8 milljörðum til nýfram- kvæmda í vegamálum en vegna sérstakra aðgerða sem ríkisstjórnin hefur gripið til vegna breyttra að- stæðna, er gert ráð fyrir að framlög til Vegagerðarinnar verði 1.461 millj- ónum kr. lægri en vegaáætlun gerir ráð fyrir. ,,Þá hækka útgjöld til hafnarfram- kvæmda um 200 m.kr. vegna áforma um hafnaraðstöðu fyrir ferju á Seyð- isfirði og um rúmlega 60 m.kr. til stóriðjuhafnar á Reyðarfirði. Áform- að er að ljúka við byggingu skála við Alþingi og byggingu Barnaspítala á næsta ári. Framlag til bygginga há- skóla, m.a. til að ljúka við nýbygg- ingu Kennaraháskólans, hækka um 200 m.kr. Stofnkostnaður flugvalla lækkar um 250 m.kr. á næsta ári þar sem samkomulag var gert við verktaka um að flýta framkvæmdum við Reykjavíkurflugvöll á þessu ári án kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. Á móti koma aukin framlög í samræmi við flugmálaáætlun. Loks má nefna að tímabundið framlag til nýrra fjár- hagskerfa ríksins nemur 480 m.kr. á næsta ári. Niður fellur tímabundið 265 m.kr. framlag sem fært var undir jöfnunarsjóð sveitarfélaga vegna ein- setningar grunnskóla, segir í grein- argerð frumvarpsins. Áætlaðar skatttekjur 222 milljarðar Gert er ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári verði 257,9 milljarðar kr. og skatttekjurnar 222 milljörðum kr. eða 5% meiri en á yf- irstandandi ári. Áætlað er að tekju- skattar einstaklinga verði 59 millj- arðar samanborið við tæplega 54 milljarða á yfirstandandi ári en vegna versnandi afkomu í atvinnulíf- inu er reiknað með að tekjur ríkis- sjóðs af tekjuskatti lögaðila lækki úr 8 milljörðum á þessu ári í 6 milljarða á næsta ári. Áætlað er að tekjur af virðisauka- skatti verði 79 milljarðar á næsta ári en áætlanir fjármálaráðuneytisins gera ráð fyrir að 1–2% samdráttur verði í einkaneyslu á þessu ári og að á næsta ári verði einkaneyslan svipuð að raungildi og í ár. 25 milljarðar í niðurgreiðslu skulda umfram ný lán Það markmið er sett fram í frum- varpinu að af lánsfjárafgangi ársins verði 25 milljörðum kr. varið til að greiða niður skuldir umfram ný lán, 9 milljarðar verði greiddir inn á skuld- bindingu B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og staðan við Seðlabankann batni um tæplega 7,5 milljarða kr. Lántökur A-hluta ríkissjóðs eru áætlaðar 15 milljarðar kr. á næsta ári en þær nema 55 milljörðum á yfir- standandi ári og áætlað er að greidd- ar afborganir ríkissjóðs af teknum lánum verði 40,2 milljarðar kr. á næsta ári en þær eru áætlaðar 22,1 milljarður í ár. Nettóafborganir lána verði því 25 milljarðar kr. á árinu 2002.     !,     #   !,  -# $ . $    $ / 0## # #,- 1 #     !2-   #3, 4$           4 $#  $   #  #, ) 5 ,  # $  # , 60   # 0 #,- 4 $   +,!  -#  ! ,$ % 0 #  !"## $% &'     ' $'   # +     # +    $, # $(      $'  !(  $,   /*'(/) 3'4)) ('(/4 ()'()0 *)'.5. *(('0.0 /./  *'345 *('04( 0'015 4(0   5)3   (1/'41/  /1'4.) 5'))) ('454 (*')33 **'5(0 **1'/3. *')/.  3(1 *1'*.4 1'5*0 /5(   5(/   ((/'/4.   /5'35) .'))) ('*54 (('/./ *('550 **5'0/1 *'*44   *'043 *('3/( 0'150 .33  .(*   (0.'.))    6/'(() 7('))) 7.)) 6*'0.. 6*').) 60'5/4 6*(*   6//. 7(*/ 6/4) 6**4  7()0  6(*')(0     7  #,- +,!  #   $ 60   #    "  ) $% +,!   # # $ )                                              $ # $ * + * ,+   83. 834 835 833 8)) 8)* 8)( 8 8 8 8 8 8 8 -. .  Boðaðar eru breytingar á fyr- irkomulagi þungaskatts í fjárlaga- frumvarpinu með það að markmiði að jafna samkeppnisstöðu dísil- og bensínbíla. Eru þessar breytingar nú til skoðunar en í greinargerð frumvarpsins segir að þrátt fyrir fjölgun dísilbíla sé hlutfall þeirra af heildarbílaflotanum lágt hér á landi samanborið við nágrannalöndin. ,,Ástæðan er fyrst og fremst sú að núverandi þungaskattskerfi dregur úr hagkvæmni þess að velja dísilbíla fyrir fjölskyldufólk fremur en bens- ínbíla,“ segir í frumvarpinu.  Ákveðið hefur verið að fresta framkvæmdum við framhaldsskóla fyrir 91 milljón kr. vegna markmiða ríkisstjórnarinnar um aðhald í rík- isrekstri. Heildargjöld vegna stofn- kostnaðar í framhaldsskólum eru áætluð 388 millj. kr. sem er 106 millj. kr. lækkun frá fjárlögum yf- irstandandi árs. Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að til að mæta sparnaðarmarkmiði ríkisstjórnarinnar lækkar framlag menntamálaráðuneytis vegna nem- endafjölgunar og óvissra útgjalda framhaldsskólanna um 82 millj. kr. á næsta ári, framlag til framkvæmda nýrrar skólastefnu lækkar um 15 millj. kr. og framlag til símennt- unarstöðva lækkar um 10 millj. kr.  Heildarframlag ríkisins til sendi- ráða og fastanefnda Íslands verður 1.470 millj. kr. á næsta ári og hækk- ar um 241 millj. kr. eða um 19,7%. Þá er lagt til að framlag til Þróun- arsamvinnustofnunar hækki um 100 milljónir og framlög til þróunarmála og alþjóðlegrar hjálparstarfsemi hækka um 32,2 millj. kr. Framlag til alþjóðastofnana mun nema 787 millj. á næsta ári og hækkar um 182 millj- ónir króna. Stafar það aðallega af fjölgun íslenskra starfsmanna í frið- argæslu og uppbyggingarstarfi.  Rekstrargjöld dóms- og kirkju- málaráðuneytisins eru áætluð 10,3 milljarðar á næsta ári og hækka um 1.479 milljónir frá fjárlögum þessa árs. Auk launa- og verðlagshækk- ana munar þar mest um 135 millj. kr. hækkun framlags vegna máls- kostnaðar í opinberum málum en hann hefur aukist mjög undanfarin ár. Áætlað er að gjaldfærður máls- kostnaður nemi 352 millj. á næsta ári. Á móti er hins vegar áætlað að sértekjur af endurkröfðum máls- kostnaði hjá brotamönnum hækki um 86 millj. kr. Sérstök nefnd dóms- málaráðuneytisins hefur gert tillögu um að bæta innheimtu vegna þessa kostnaðar hjá brotamönnum. Þá kemur fram í frumvarpinu að út- gjöld til stofnana og verkefna á sviði löggæslu og öryggismála aukast alls um 745 millj. kr. á næsta ári. Að frá- töldum launa- og verðlagsbótum eykst framlagið um 170 millj. kr. frá fjárlögum 2001.  Dómsmálaráðuneytið gerir ráð fyrir auknum útgjöldum á næsta ári eða um 4,7 millj. kr. í kjölfar nýrra laga um erfðaefnisskrá lögreglu. ,,Fyrirhugað er að á vegum ríkislög- reglustjóra verði komið á fót skrám með upplýsingum um erfðaefni ein- staklinga. Kostnaður, sem fellur á fjárlagalið málskostnaðar í opinber- um málum, er vegna rannsókna á lífsýnum til geymslu í erfðaefn- isskránni, m.a. DNA-greiningar,“ segir í fjárlagafrumvarpi.  Lagt er til að framkvæmdum fyr- ir 42 millj. kr. á vegum Ofanflóða- sjóðs verði frestað á næsta ári vegna aðhaldsmarkmiðs ríkisstjórn- arinnar. Framlag til sjóðsins verður 358 millj. kr. samanborið við 400 millj. kr. á fjárlögum 2001.  Ráðist verður í tilraunaverkefni um rafrænar kosningar á vegum dómsmálaráðuneytisins á næsta ári. Varið verður 3 milljónum til þessa af fjárlagaliðnum Íslenska upplýsinga- samfélagið og mótframlag ráðu- neytisins verður 6 millj. kr.  Viðskiptaráðuneytið fer fram á 10 millj. kr. fjárheimild frá Alþingi í fjárlagafrumvaprinu til að stofna evrópska neytendamiðstöð á Íslandi. Er henni ætlað að tryggja skilvirk- ari upplýsingagjöf og aðstoð til neytenda um málefni hins sameig- inlega innri markaðar og tryggja virk tengsl neytenda sem eiga aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. FARIÐ er fram á 70 milljóna kr. framlag til rannsókna á mörkum landgrunns Íslands utan efna- hagslögsögunnar í fjárlaga- frumvarpi næsta árs. Skv. hafréttarsamningi Samein- uðu þjóðanna geta strandríki gert tilkall til kolefnissetlaga sem eru innan svæðis sem falla undir landgrunn hvers ríkis en talið er mögulegt að finna megi olíu eða gas á Hatton-Rockall svæðinu, Jan Mayen hryggnum og í kring- um landgrunn Norðurlands. Gert er ráð fyrir að kröfugerð vegna þessa verði lokið 2006 og að heildarkostnaður verði 703 millj. kr. 70 millj. vegna rannsókna á mörkum landgrunnsins VEGNA ákvörðunar ríkisstjórnar um lækkun út- gjalda vegna breyttra aðstæðna, er gert ráð fyrir að framlög til hafnarmannvirkja verði 90,9 millj- ónum kr. lægri á næsta ári en hafnaáætlun gerir ráð fyrir. Þær framkvæmdir, sem fyrirhugað er að fresta, eru þurrkví í Vestmannaeyjum upp á 44,5 millj. kr., stálþil við suðurbryggju í Sandgerði, 19,6 millj. kr., loðnulöndunarkantur í Ólafsfirði, 14,9 millj. kr. frestun og viðgerðarbryggja skipasmíðastöðvar á Ísafirði, frestun upp á 11,9 m.kr. Til viðbótar við hafnaáætlun er lagt til að veitt verði 200 millj. kr. tímabundið framlag í eitt ár til hafnarframkvæmda á Seyðisfirði vegna nýrrar ferju. Heildarkostnaður er áætlaður 611 m.kr. og þar af er 85 m.kr. vegagerð sem greiðist af vegafé. Hlutur ríkissjóðs af heildarkostnaði er áætlaður 312. Framlög til hafnarmannvirkja skorin niður FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ áætlar að rekstrarútgjöld vaxi að jafnaði um rúm 2% árlega á næstu fjórum árum, skv. yfirliti yfir útgjaldahorfum til næstu fjögurra ár. Á sama tíma má gera ráð fyrir að rekstrar- og neyslu- tilfærslur hækki að jafnaði um 2-3%, en stofnkostnaður aukist talsvert árið 2003 og lækki síðan um 4-5% á árin æstu tvö árin þar á eftir. Reiknað er með að viðhald aukist um 2-3% árlega. Loks lækka vaxtagjöld um 15% ár hvert skv. spánni. Að öllu samanlögðu er því gert ráð fyrir að heildarútgjöldin vaxi um tæplega 1% að raungildi. Í kafla frumvarpsins um þróun efnahagsmála kemur fram að gert er ráð fyrir að samneyslan vaxi heldur hægar á næsta ári en á undanförnum árum, eða um 2,5% að raun- gildi. ,,Þetta stafar meðal annars af því að gert er ráð fyrir mun minni aukningu lífeyrisskuldbindinga en tiltölulega ör vöxtur samneyslunnar að undanförnu stafar ekki hvað síst af auknum lífeyrisskuldbindingum opinberra starfs- manna,“ segir í frumvarpinu. Spá 2% árlegum vexti rekstrar- gjalda ÁKVEÐIÐ er í fjárlagafrumvarp- inu að hækka innritunargjald sem heimilt er að innheimta af nemendum framhaldsskóla úr 6.000 kr. í 8.500 kr. fyrir hvern nemanda og að hámarksgjald fyr- ir efniskostnað hækki í 50 þús. fyrir hvern nemanda í stað 25 þús. kr. eins og verið hefur. Með sama hætti verður heimilt að hækka skráningargjald í Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri og Kennaraháskóla Íslands í 35 þús. kr. á hvern nemanda í stað 25.000 kr. Í greinargerð um útgjöld menntamálaráðuneytis segir að hækkun innritunargjalda, sem skólar innheimta, komi í stað þess að dregið verði saman í rekstri þeirra, enda hafi þessi gjöld staðið óbreytt í mörg ár. Hækkun innritunargjalda er talin skila háskólunum 56,6 millj. kr tekjuauka og framhaldsskólum 38,4 millj. kr. Innritunar- gjöld hækka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.