Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI Íslend- inga, 127. löggjaf- arþing, var sett í gær að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Halldór Blöndal, Sjálfstæðisflokki, var endurkjörinn forseti Alþingis á fyrsta fundi þings- ins. Í ávarpi sínu sagði Halldór m.a. að þingfrestun að vori sé áformuð í fyrra lagi á þessu þingi vegna sveit- arstjórnarkosninga sem halda á 25. maí nk. Þingsetningin hófst með guðs- þjónustu í Dómkirkjunni þar sem sr. Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæ, prédikaði og þjónaði fyrir altari ásamt biskupi Íslands hr. Karli Sigurbjörnssyni. Síðan gengu forseti Íslands, al- þingismenn, biskup og aðrir gestir til Alþingishússins. Þar lýsti forseti Alþingis þingið sett og eftir að þing- heimur hafði minnst fósturjarðar- innar með húrrahrópum, tók aldurs- forseti þingsins, Páll Pétursson, við fundarstjórn og bauð þingmenn vel- komna til starfa að nýju. Fór svo fram kjör forseta Alþingis og var Halldór Blöndal einn í kjöri. Í leyni- legri atkvæðagreiðslu fékk hann 42 atkvæði, en 19 greiddu ekki at- kvæði. Þingfrestun áformuð í fyrra lagi Nýkjörinn forseti Alþingis þakk- aði í ávarpi sínu alþingismönnum það traust sem þeir sýndu sér með kjörinu. Sagðist hann meta það traust mikils. Sagði forseti forsætisnefnd hafa, að venju, samþykkt starfsáætlun fyrir það þing sem nú væri að hefjast. Þing- frestun að vori væri áformuð í fyrra lagi á þessu þingi vegna sveit- arstjórnarkosn- inga 25. maí nk. Sagði hann að á seinasta þingi hefði tekist að standa við starfs- áætlunina og ljúka þingstörfum á tilsettum tíma og hann vænti þess að svo megi einnig verða á þessu þingi. Fram kom í ávarpinu að útboð í 2. áfanga framkvæmda við skála Al- þingis hafi farið fram í sumar og til- boði Íslenskra aðalverktaka í verkið hafi verið tekið. Samningurinn kveð- ur á um að framkvæmdum ljúki 23. ágúst á næsta ári og er gert ráð fyr- ir að byggingin verði tekin í notkun fyrir upphaf þings það ár. Miðað er við að taka bílastæði í kjallara Skál- ans í notkun nokkuð fyrr, eða í mars eða apríl á næsta ári. „Eins og kunnugt er verður tengi- bygging milli Skálans og Alþingis- hússins og leiðir af því að gera þarf nokkrar breytingar á þinghúsinu. Auk þeirra breytinga er fyrirhugað að ráðast í ýmsar aðrar breytingar í Alþingishúsinu á sumri komandi er miða að því að færa þinghúsið meira í upprunalegt horf. Það má til gam- ans geta þess að bygging Skálans er fyrsta byggingaframkvæmdin sem Alþingi ræðst í síðan viðbygging, sem við nefnum Kringlu, var reist við Alþingishúsið árið 1908,“ sagði Halldór. Eftir að forseti hafði lokið máli sínu var gert hlé á fundinum vegna þingflokksfunda. Að þeim loknum fór fram kosning fjögurra varafor- seta Alþingis. Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingu, var end- urkjörinn 1. varaforseti, Guðjón Guðmundsson, Sjálfstæðisflokki, verður áfram annar varaforseti, þriðji varaforseti er Ísólfur Gylfi Pálmason, Framsóknarflokki, og fjórði varaforseti Árni Steinar Jó- hannsson, Vinstri grænum. Á fundinum var einnig gengið frá kjöri í fastanefndir og alþjóðanefnd- ir Alþingis og síðan hlutað um sæti þingmanna. Færa á þing- húsið meira í uppruna- legt horf Tveir nýir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Sigríður Ingvarsdóttir og Kjart- an Ólafsson t.h., ganga til þingsetningarfundar. Forseti Íslands, forsætisráðherra og biskup Íslands gengu ásamt alþingismönnum og gestum frá Dómkirkju að lokinni guðsþjónustu yfir í Alþingishúsið þar sem 127. löggjafarþing var sett í gær. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, við setningu 127. löggjafarþings í gær ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, sagði m.a. í ávarpi við setningu Alþingis, 127. löggjafar- þings, í gær að Alþingi komi nú saman við aðstæður sem breytt hafi heimsmyndinni meira en nokkurn gat órað fyrir. Hann gerði hryðju- verkin í Bandaríkjunum mjög að umtalsefni og sagði að með þeim hafi ekki aðeins verið gerð atlaga að þjóðinni sem þar býr, heldur einnig atlaga að mannkyni öllu og þeim gildum sem verið hafa burðar- ásar í samfélagi siðaðra manna. Mikilvægt að sáttmálar al- þjóðasamfélagsins séu virtir „Íslendingar hafa einhuga vottað bandarísku þjóðinni samúð og hlut- tekningu og hugur okkar hefur dvalið hjá ættingjum og vinum þeirra sem lífið létu. Sú samstaða er ítrekuð hér þegar Alþingi Ís- lendinga, elsta stofnun þjóðar okk- ar, kemur saman á ný. Við biðjum og vonum að ódæð- isöflin sem verkið frömdu verði í fyllingu tímans látin sæta dómi og dregin til ábyrgðar á þann hátt sem ótvíræður verður talinn. Aðeins með órofa samstöðu þjóða heims mun okkur takast að glíma við þessa nýju ógn,“ sagði forsetinn m.a. í ræðu sinni. Hann sagði nú skýrar en oftast áður hve samofin örlög þjóða væru orðin og hve mikilvægt væri að sáttmálar alþjóðasamfélagsins séu virtir. „Rætur vandans liggja víða og vafalaust mun taka langan tíma að komast fyrir þær að öllu leyti. Fá- fræði og fátækt hafa löngum verið jarðvegur öfgaafla og gæðum heims er því miður svo misjafnlega skipt að hætta er á að hryðjuverkasam- tök geti áfram náð að endurnýja raðir sínar. Því skiptir miklu að sýna þolinmæði og forðast að ein- falda vandann um of.“ Ólafur Ragnar sagði að um leið og við leggjum baráttunni gegn hryðjuverkum það lið sem við megnum sé ljóst að vatnaskil hafi orðið í veröldinni og leiðin fram- undan sé að flestu leyti ókunn. Ógnin sem birtist heiminum á sept- embermorgni hafi svipt okkur ör- yggi og fótfestu sem við áður nut- um. „Framundan er tími óvissu og erfiðra ákvarðana, vegferð um slóð- ir sem þjóðir heims hafa aldrei þurft að feta áður. Ekkert okkar getur á þessari stundu skilið til hlít- ar eðli þeirra tímamóta sem hryðju- verkin mörkuðu en eitt er víst að veröldin verður aldrei söm og áð- ur,“ sagði hann. „Við höfum þegar fundið hvernig voðaverkin hafa með afgerandi hætti haft áhrif á efnahagslíf, hag- sæld og lífskjör um heiminn allan. Enginn veit hve djúpstæð eða lang- varandi slík áhrif kunna að verða og því er brýnt að við sýnum nú enn meiri varkárni og fyrirhyggju. Íslenskt efnahagslíf hefur löngum haft tilhneigingu til að fara úr böndum þegar ytri áföll eða kappsemin í okkur sjálfum hafa skapað álag sem leitt hefur til verð- bólgu og raskað viðkvæmu jafn- vægi. Það má ekki gerast nú. Við verðum umfram allt að varðveita árangur og stöðugleika sem náðst hafði að festa í sessi á undanförnum áratug. Hið opna hagkerfi og alþjóðleg samskipti í fjármálum og viðskipta- lífi hafa skapað stjórnvöldum að- stæður og skilyrði sem að mörgu leyti þrengja kostina til aðgerða á hverjum tíma. Því er brýnt að sam- ræma vel markmiðin sem að er stefnt einkum þegar saman fara ýmis hættumerki hjá okkur sjálfum og mikill óvissutími í efnahagsmál- um heimsins alls. Við þurfum nú að vega og meta á nýjan hátt hve langt má ganga í fjárfrekum fjárfestingum eigi verð- lag og gengi að haldast stöðugt. Við þurfum að finna það meðalhóf sem fylgja má til að auka hagsæld og þjóðartekjur án þess að glata þeim stöðugleika sem tókst að ná með miklum fórnum.“ Ábyrgð Alþingis jafnan mikil Forseti Íslands sagði að í slíku mati verði ábyrgð Alþingis jafnan mikil og sagðist vita að þingheimur muni á komandi vetri vanda það verk og hafa í huga þær aðstæður sem nú hafa skapast um heiminn allan. „Það hefur verið okkar gæfa að hafa á umliðnum áratugum náð að leggja traustan grundvöll að velferð og hagsæld þjóðarinnar og vonandi mun það lán áfram fylgja okkur þótt veröldin sé orðin vályndari.“ Forseti Íslands óskaði alþingis- mönnum að lokum velfarnaðar í vandasömum verkum sem bíði Al- þingis á komandi vetri og bað þing- heim rísa á fæstur og minnast ætt- jarðarinnar. Meta þarf hve langt má ganga í fjárfrek- um fjárfestingum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í ávarpi við þingsetningu KOSIÐ var í fastanefndir Alþingis og alþjóðanefndir á setningardegi Al- þingis í gær, en einnig hlutað um sæti þingmanna. Ljóst er að í fastanefnd- um verða kosnir þrír nýir formenn. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins sögðu af sér þingmennsku í sum- ar, þeir Árni Johnsen og Hjálmar Jónsson. Í þeirra stað koma þau Kjartan Ólafsson, sem verður 4. þing- maður Suðurlands, og Sigríður Ing- varsdóttir, sem verður 4. þingmaður Norðurlands vestra. Árni Johnsen var formaður sam- göngunefndar Alþingis og hefur verið ákveðið að Guðmundur Hallvarðsson taki við formennsku í þeirri nefnd. Þá tekur Drífa Hjartardóttir við for- mennsku í landbúnaðarnefnd. Framsóknarmenn hafa ákveðið að Magnús Stefánsson, þingmaður Vest- urlands, taki við formennsku í um- hverfisnefnd, en formaður hennar Ólafur Örn Haraldsson var kosinn formaður fjárlaganefndar undir lok þings sl. vor. Verður þetta formlega staðfest á fyrsta fundi fastanefndanna. Þrír nýir formenn fastanefnda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.