Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 29 HVER óperusýning er ný upp- færsla, jafnvel þó hin leikræna upp- bygging sé ávallt sú sama og sömu flytjendur. Frumsýning- in var í daufara lagi en sýningin sl. sunnudag var mun líflegri og sem fyrr, var Ólafur Kjartan Sigurðarson sá sem hélt uppi fjörinu í leik og með frábærum söng og voru t.d. atriðin á móti kerl- ingunni, sem leikin var af Bryndísi Jónsdóttur, kostulega útfærð og hér tilfærð, því í umsögninni um frumsýninguna, gleymdist að geta þessa atriðis, sem hvað leik- framvinduna varðar hef- ur nokkra þýðingu. Auður Gunnarsdóttir söng hlutverk Pamínu og gerði margt mjög fallega og átti m.a. sérlega vel sunginn dúett (Bei Männern, welche Liebe fühlen) með Ólafi (Papageno) og náði einnig að túlka örvæntingu Pamínu þar sem hún ætlar að fyrirfara sér. Rödd Auðar er hrein og falleg en í heild var leikur hennar í samræmi við lát- lausa heildarmynd sýningarinnar. Eins og fyrr segir er hver sýning ný uppfærsla og frammistaða flytj- enda oft með sérlega ólíkum hætti frá einni sýningu til annarrar. Guð- jón Óskarsson (Sarastro) söng glæsilega In diesen heil’gen Hallen. Guðrún Ingimarsdóttir náði ekki því stóra út úr hlutverki Nætur- drottningarinnar, að þessu sinni og skortir enn öryggi og raddkraft til að bera fyllilega uppi þetta erfiða hlutverk. Dömurnar þrjár voru skemmtilega samtaka í söng sínum og höfðu greinilega sungið sig sam- an. Drengirnir fóru sem fyrr, nokk- uð varlega með sín hlutverk en sungu fallega „sálminn“ fræga, sem Íslendingar þekkja sem „Nú er glatt í döprum hjörtum“. Loftur Erlingsson var góður sem prestur og varðmaður og Skarphéð- inn Þ. Hjartarson hefur tekið sig töluvert á, frá því á frumsýningunni og var söngur varðmannanna í sálm- inum Ach Gott, vom Himmel sieh’darein, mun tilþrifameiri en á frumsýningunni. Finnur Bjarnason söng fallega og sér- staklega vel og inni- lega fystu aríuna sína, Dies Bildniss ist be- zaubernd schön en leikur hans er enn einum of hlutlaus og átríðulaus. Hljómsveitin var að mörgu leyti nokkuð góð, þótt flautleikur- inn nærri niðurlagi óperunnar hafi hlaup- ið í „hnökra“ og það oftar en einu sinni, er var mjög áberandi, þar sem flautan leikur í þessu atriði mikil- vægan einleik er tengist sjálfri töfraflautunni. Í heild var sýningin jöfn og Auður Gunnarsdóttir féll mjög vel inn í sýninguna en svo sem einnig á frumsýningunni náði Ólafur Kjartan oft stóru, bæði í söng og leik, út úr sínu og var að því leyti til svolítið sér á báti í sýningu sem að mörgu leyti er áferðarfallegt ævin- týri. Það er ljóst að Töfraflautan lifir fyrst og fremst og eingöngu fyrir ótrúlega fagra tónlist eins mesta snillings í sögu tónlistarinnar, tónlist sem allir, bæði leikir og lærðir, kunna að meta, kunna að syngja og kunna að njóta. Jón Ásgeirsson Ný Pamína TÓNLIST Í s l e n s k a ó p e r a n Ný rödd, Auður Gunnarsdóttir tekur við hlutverki Pamínu. Sunnudagurinn 30. september, 2001. TÖFRAFLAUTAN EFTIR MOZART Auður Gunnarsdóttir ÞEIR sem búast við framtíðar- spennuþrylli eða hugljúfri mynd í anda E.T þegar þeir skella sér á kvikmyndina A.I. verða sjálfsagt fyrir vonbrigðum. Hér erum að ræða átakanlegt og myrkt framtíðar- drama með siðferðilegum spurning- um um eðli mannsins, framtíð hans og tækninnar. Í framtíðinni eru menn komnir svo langt með þróun vélmenna, að þeir eru farnir að sinna öllum þörfum mannsins, og ekki síst þeim kynferð- islegu. David litli er þá skapaður í nafni vísindanna, sem fyrsta vél- mennið sem getur elskað. Hann fær alvöru mennska foreldra, en heldur brátt í leit að einhverjum sem getur breytt honum í alvöru strák. Sagan er sögð í þremur hlutum. Fyrsti fjallar um tilurð hans og lífið með foreldrunum. Annar um leitina í myrkum mannheimum og sá þriðji um framtíðina. Mér fannst þriðja hlutanum algjörlega ofaukið, eins og væri verið að reyna að koma til móts við áhorfendur með góðum endi sem er það samt ekki, en er auk þess langdreginn og algjörlega úr takti við myndina. Ef Spielberg hefði stoppað eftir annan hluta hefði myndin verið mun rökréttari og lík- ari ævíntýrinu um hann Gosa, sem myndin er framtíðarútfærsla á. Þar sem Kubrick hafði velt sér upp úr þessu verkefni í tvo áratugi eða svo, er freistandi að reyna að giska á hvaða áhrifa gætir frá honum og hvað Spielberg á einn. Eitthvað glittir í stílinn frá Kubrick og ryþm- inn er líka hægari, í hans anda. Ann- ars fannst mér útlitslega séð myndin helst minna á framtíðarmyndina Blade Runner. Sumir vilja meina að þessi myrka sýn á mannkynið komi frá Kubrick, en mér finnst þetta mjög mikil Spiel- berg mynd. Hann hefur alltaf verið upptekinn af eðli mannsins, grimmd- hans, því að vera öðruvísi, þörfinni að vera elskaður, og ekki síst örlög- um kynþátta. Og í rauninni eru þessi vélmenni ekkert nema „óæðri“ kyn- þáttur framtíðarinnar. Eins og ein- hver segir í myndinni „Sagan end- urtekur sig“. Það er auðvitað ekki að spyrja að því þegar Spielberg er nærri að tæknilega og myndrænt er myndin meistaralega unnin og hún er einnig sérlega falleg á köflum, þótt drungi sé yfir henni. Spielberg hefur alltaf tekist vel til með leikara, og litli snillingurinn Haley Joel Osment er hreint ótrú- legur í þessari mynd, eins og öðrum. Hann sýnir svo næman leik milli þess að vera algjört vélmenni og þegar hann síðan byrjar að elska. Jude Law er skemmtileg persóna og tekur sig einnig vel út, þeir fé- lagar eru mjög skemmtilegir saman. Ástralska leikkonan Frances O’Connor er mjög fín sem mamman sem þarf að berjast við allar þessar erfiðu tilfinningar. Fyrir utan það að endirinn er frekar misheppnaður, fannst mér A.I. mjög áhrifamikil mynd og hún hélt mér algjörlega. Hún er einnig áhugaverð, það er skemmtileg til- breyting falin í því að horfa á kvik- mynd þar sem ætlast er til einhvers af áhorfendum. Kynþáttur framtíðarinnar KVIKMYNDIR S a m b í ó i n o g H á s k ó l a b í ó Leikstjórn og handrit: Steven Spiel- berg eftir smásögu Brian Aldiss. Aðalhlutverk: Haley Joel Osment, Jude Law, Frances O’Connor og William Hurt. 145 mín. Dream- works 2001. A. I . ARTIFICIAL INTELLIGENCE  Hildur Loftsdótt ir HELGA Kristmundsdóttir sýnir um þessar myndir olíumálverk undir yfirskriftinni „Heimkoma“ í Gall- eríi Fold. Hún hefur búið og starfað í Danmörku um árabil, og er sýn- ingin sú fyrsta sem hún heldur hér á landi. Verkin sem Helga sýnir eru 29 að tölu og vann hún þau öll í sumar. Bera þau keim af íslensku landslagi, enda bera þau titla á borð við „Óður um grjót og mosa“, „Óður um klett og vatn“, „Stemmn- ing“, „Fjallaljóð“ og „Hillingar“. Helga segist ekki beinlínis vinna meðvitað með íslenskt landslag í verkum sínum, þó svo að það komi gjarnan fram í myndunum. „Ég er nú alltaf að reyna að vera afstrakt, og er fyrst og fremst að vinna með form og liti. En það er eins og nátt- úran komi mjög oft fram í því sem ég er að mála. Þótt ég búi og starfi erlendis er ég alin upp í íslenskri sveit og þetta liggur því djúpt í mér,“ segir Helga. Gaman að sýna loks heima Helga flutti til Danmerkur árið 1989 og settist að í Árósum ásamt eiginmanni sínum. Hún hafði áður stundað nám í keramik og vefnaði við Myndlistar- og handíðaskóla Ís- lands, en innritaðist árið 1991 í mál- aradeild Listaakademíunnar í Ár- ósum og lauk þaðan námi árið 1995. „Ég var fremur óviss um hvar ég vildi staðsetja mig í listsköpuninni, og hafði lært keramik og vefnað í myndlistarskólanum heima. En þegar ég byrjaði loksins að mála fann ég um leið að þetta var það sem ég hafði alltaf verið að leita að. Eftir á að hyggja held ég að þetta hafi verið rétta leiðin að málverk- inu, þótt hún hafi verið löng. Bæði nýtist það vel að hafa unnið með aðra miðla, auk þess sem ég er ekk- ert viss um að ég hafi verið tilbúin í málverkið fyrr.“ Helga starfar alfarið að myndlist og hefur haldið fjölda einkasýninga víðsvegar í Danmörku, en einnig í Þýskalandi, Austurríki, Færeyjum, Noregi, Belgíu og Svíþjóð. Í Dan- mörku sýnir Helga hjá föstum gall- eríum, m.a. annars hjá Galleri Sct. Gertrud í Kaupmannahöfn. „Það er í raun alveg nóg að gera hjá mér, enda er ég komin á þá hillu í mynd- listinni að vera orðin laus við allt basl við að koma mér á framfæri. Víða er fólk farið að þekkja mig og spyrja eftir verkum mínum. Þetta verður til þess að ég þarf að halda mig vel að verki, og þannig lærir maður best. Það er hins vegar mjög gaman að sýna loksins hérna heima, enda hef ég fengið mjög góð viðbrögð hjá sýningargestum,“ seg- ir Helga að lokum. Sýningin Heimkoma stendur til 7. október næstkomandi. Óður um íslenskt landslag Morgunblaðið/Þorkell Helga Kristmundsdóttir mynd- listarmaður starfar í Danmörku. BÓKAKAFFI verður í Gunn- arshúsi í kvöld kl. 20. Þá til- kynnir Börn og bækur – Ís- landsdeild IBBY hverjir verði tilnefndir til H.C. Andersen- verðlaunanna og á heiðurslista IBBY-samtakanna árið 2002. Dagný Kristjánsdóttir veltir upp spurningunni: Er ævintýr- ið úti? Í framhaldi af því verður rabbað fram eftir kvöldi. Bókakaffi í Gunn- arshúsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.