Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BÆTA þarf stjórn fiskveiðavíðast hvar í heiminum,enda er um helmingurallra fiskistofna í heims- höfunum fullnýttur og um fjórðung- ur þeirra ofveiddur. Þetta kom fram við setningu alþjóðlegrar ráðstefnu um ábyrgar fiskveiðar sem hófst í Reykjavík í gær. Þar sagði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, að þrátt fyrir augljós merki ofveiða á mörgum fiskistofnum mætti ekki draga þá ályktun að stjórn fiskveiða væri alls staðar í lamasessi. Mörgum þjóðum hafi tekist vel til og mikilvægt væri að miðla reynslu þeirra þangað sem ástandið er hvað verst. Megintilgangur ráðstefnunnar er að bæta framkvæmd á siðareglum FAO um ábyrgð í fiskveiðum, eink- um með því að auka vistkerfisnálg- un við stjórn á nýtingu á lifandi auð- lindum hafsins. Stefnt er að því að yfirlýsing ráð- stefnunnar feli í sér stefnumörkun á því sviði. Yfirlýsingin verður lögð fyrir leiðtogafund FAO um fæðuör- yggi síðar í haust og leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem haldin verður í Jóhann- esarborg á næsta ári í tilefni af því að tíu ár verða liðin frá Ríóráðstefn- unni um umhverfi og þróun. Ráð- stefnan í Reykjavík þykir sérstak- lega mikilvæg í ljósi þess að hún er eina þjóðaráðstefnan um sjávarút- vegsmál sem haldin er á vegum Sameinuðu þjóðanna fyrir leiðtoga- fundinn í Jóhannesarborg. Undirbúningur ráðstefnunnar hefur staðið í rúm tvö ár en hug- myndin að henni kom fram í heim- sókn forseta Íslands og þáverandi sjávarútvegsráðherra til höfuð- stöðva Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) í Róm í nóvember 1998. Helstu fiskveiðiþjóðir heims eiga fulltrúa á ráðstefnunni en alls taka fjórtán ráðherrar sjávarútvegsmála þátt í ráðstefnunni. Ráðstefnan er í þremur megin- hlutum. Setningarathöfn ráðstefn- unnar í gær var tvískipt, en dr. Jacq- ues Diouf, forseti FAO, setti hana með formlegum hætti. Hann sagði að til að þjóðir heims gætu með sam- stilltu átaki bætt nýtingu fiskistofna þyrfti að leyfa fiskistofnunum að endurnýjast, draga úr brottkasti og bæta fiskveiðistjórnun. „Eftir áratuga þróun í fiskveið- um, þurfum við nú að festa í sessi ár- angursríkari fiskveiðistjórnun. Þannig þarf að auka fjármagn til rannsókna og stjórnunar, útdeila veiðiréttindum og bæta eftirlit og upplýsingaöflun. Margar þjóðir hafa þegar stigið stórt skref í þessa átt og miðla þarf reynslu þeirra til annarra landa sem tengjast fiskveiðum. FAO mun leggja sitt af mörkum hvað það varðar.“ Diouf sagði að auðlindir hafsins væru ekki óþrjótandi. Þrátt fyrir að meirihluti allra fiskistofna heimsins væru nú fullnýttir, væri aðgangur að þeim ennþá opinn í alltof mörgum löndum. „Þar af leiðandi eru alltof mörg skip að eltast við of fáa fiska. Offjárfesting í fiskveiðum hefur get- ið af sér ofveiði, ný og bætt fiskveiði- tækni verður sífellt aðgengilegri sem verður til þess að fiskistofnarn- ir eiga sér engrar undankomu auðið og fá því ekki að vaxa og dafna.“ Forðast ber alhæfingar og einfaldanir Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, ávarpaði ráðstefnugesti við setningu ráðstefnunnar í gær. Hann sagði að alls staðar í heimin- um hefðu menn vaxandi áhyggjur af ofveiði og stöðu fiskistofna, enda væru fiskveiðar mikilvægar í fæðu- öflun allra þjóða heimsins. Hinsveg- ar yrði að forðast alhæfingar og ein- faldanir í þessu sambandi, staða fiskistofna væri vissulega víða slæm en annars staðar væri vel að málum staðið. Margar þjóðir hafi sýnt fram á að hægt er að stjórna fiskveiðum með sjálfbærum hætti og mikilvægt að aðrar þjóðir fylgi í fótspor þeirra. Halldór sagði þörf á alþjóðlegu samstarfi til að stuðla að sjálfbærum fiskveiðum þar sem þörf er á. Í mörgum tilfellum væri staða fiski- stofna hvað verst í iðnríkjum, sem mörg hver hafi ofveitt helstu stofna sína og önnur nánast útrýmt sjáv- arspendýrastofnum. Afkastageta fiskveiðiflota sumra þessara alltof mikil og því verði þau skip sín á fjarlæg mið til vei Halldór sagði að þessa ættu hinsvegar ekki að h vanda sinn á önnur ríki eð þær ályktanir að önnur r gera samskonar mistök í f stjórnun sinni. Vandi þessa þýði ekki að nýtingu á lifa lindum hafsins sé ekki stjór sjálfbærum hætti annars heiminum. Halldór sagði að alþjóðl starf um ábyrgar fiskvei einkum að taka mið af sam sviði tækniþekkingar og Eins væri mikilvægt að heim aður fyrir sjávarafurðir stu sjálfbærum fiskveiðum. J væri áríðandi að auka stuð fiskveiðar í þróunarríkjunu fremur þyrfti að efla skilnin valda, fiskiðnaðarins, um samtaka og almennin mikilvægi sjálfbærrar ný auðlindum hafsins. Otto Gregussen, sjávarút herra Noregs, ávarpaði ein stefnuna við setningu henn Hann sagði vaxandi eftirsp sjávarfangi og stöðugar tæ farir leiða af sér sífellt mei hinar lifandi auðlindir hafsi sagðist vona að á ráðstefn uðust þjóðir heims betri sk vistkerfi sjávar og hvernig auðlinda hafsins yrði best st Verndun fiskistofn hefur mistekist Í síðari hluta setningara innar gerðu fimm fyrirlesa jafnframt eru fulltrúar ólík Alþjóðleg ráðstefna FAO um ábyrgar fiskveiðar h „Of mörg ski ast við of fáa f Alþjóðleg ráðstefna um ábyrgar fiskveiðar hófst í Reykjavík í gær. Ráðstefnan er haldin á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) í boði íslenskra og norskra stjórnvalda. Alls taka um 450 manns þátt í ráðstefnunni, þar af um 380 er- lendir frá 85 ríkjum. Helgi Mar Árnason var viðstaddur setningarathöfn ráðstefnunnar sem er ein umfangsmesta alþjóðaráðstefna sem haldin hefur verið hér á landi. Halldór Ásgrímsson ut isráðherra ávarpar ráð FAO um ábyrgar fiskve Við setningu alþjóðlegrar ráðstefnu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) í gær. F.v. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, dr. Jacqes Diouf, aðalframkvæmdastjóri FAO, Á forseti ráðstefnunnar, Ichiro Nomura, yfirmaður fiskideildar FAO, og Grímur Valdimarss SKATTALÆKKANIR OG SAMDRÁTTUR ÚTGJALDA Fjárlagafrumvarp ríkisstjórn-arinnar, sem Geir H.Haarde fjármálaráðherra lagði fram í gær, ber breyttu ástandi í efnahagsmálum þjóðar- innar vitni. Það er að hægja á þeirri miklu þenslu og umsvifum, sem ver- ið hafa í efnahagslífinu og ríkissjóð- ur verður að laga sig að þeirri stað- reynd eins og aðrir. Við þessar aðstæður hlýtur að draga úr tekjum ríkissjóðs og þess vegna er út af fyrir sig eðlilegt að tekjuafgangur á fjárlögum næsta árs verði minni en í ár. Þó er áfram gert ráð fyrir myndarlegum tekjuafgangi á fjár- lögunum, tæplega 19 milljörðum, sem nota á til að greiða áfram niður skuldir þjóðarinnar. Þetta sýnir að á undanförnum árum hefur staða ríkissjóðs styrkzt og hann er í stakk búinn að mæta samdrætti í efna- hagslífinu. Þótt staða ríkisfjármála sé góð, er auðvitað engin ástæða til annars en að draga úr útgjöldum ríkisins þegar harðnar á dalnum. Það er því jákvætt að í fjárlagafrumvarpinu skuli gert ráð fyrir raunlækkun rík- isútgjalda upp á 0,5% frá áætlaðri útkomu þessa árs, sem samsvarar því að þau lækki um 1% sem hlutfall af landsframleiðslu. Þetta er ekki veruleg lækkun og sjálfsagt þarf lít- ið út af að bera til þess að útgjöldin haldi áfram að hækka, ef marka má reynslu umliðinna ára, en sýnir þó viðleitni ríkisstjórnarinnar til að snúa af braut þenslu ríkisútgjalda. Jákvæðasti þátturinn í fjárlaga- frumvarpinu er einmitt að ríkis- stjórnin virðist hafa gert það ræki- lega upp við sig að takast á við dekkri horfur í efnahags- og at- vinnumálum með lækkun skatta og samdrætti í umsvifum ríkisins, fremur en að þenja út ríkisbáknið eins og einu sinni þótti góð og gild aðferð til að mæta slaka í efnahags- málunum. Í greinargerð með fjár- lagafrumvarpinu kemur fram að við núverandi aðstæður í efnahagsmál- unum séu veigamikil og „afar sterk“ efnahagsleg rök fyrir því að lækka skatta, bæði á fyrirtækjum og einstaklingum. Ljóst er að enn er ekki samkomulag á milli stjórn- arflokkanna um skattabreytingar, en þau atriði sem sögð eru til um- ræðu, eru veruleg lækkun tekju- skatts fyrirtækja, lækkun eignar- skatta og stimpilgjalda og hækkun viðmiðunarmarka hátekjuskattsins svokallaða. Þá er rætt um að af- nema verðbólgureikningsskil og gera fyrirtækjum kleift að færa bókhald og ársreikninga í erlendri mynt. Breytingar af þessu tagi munu styrkja íslenzk fyrirtæki í al- þjóðlegri samkeppni, laða hingað erlenda fjárfestingu og – sem er kannski enn brýnna og nærtækara – stuðla að því að ýmis hreyfanleg þekkingarfyrirtæki kjósi að hafa höfuðstöðvar sínar áfram á Íslandi í stað þess að flytja sig þangað sem skatta- og rekstrarumhverfi er hag- stæðara. Eins og bent er á í grein- argerð fjárlagafrumvarpsins þurf- um við í raun að búa fyrirtækjum enn betra umhverfi hér á landi en tíðkast í samkeppnislöndunum til að vega upp á móti smæð markaðar- ins og fjarlægð frá erlendum mörk- uðum. Svo virðist af lestri fjárlagafrum- varpsins sem ríkisstjórnin horfi einkum til breytinga á skattalegu umhverfi fyrirtækjanna, a.m.k. í fyrsta áfanga skattabreytinga, en tekið er fram að skattalækkanirnar eigi að koma fram í nokkrum áföng- um á næstu árum. Ýmsar aðgerðir eru þó tilgreindar, sem eiga að bæta hag heimilanna og hækka ráðstöf- unartekjur einstaklinga. Áður ákveðin lækkun á tekjuskattshlut- fallinu um þriðjung úr prósentu- stigi kemur til framkvæmda. Rík- isstjórnin hyggst koma í veg fyrir að hækkun fasteignamats leiði til hækkunar fasteignaskatta, með lækkun skatthlutfalls eða hækkun fríeignamarka. Barnabætur verða hækkaðar og dregið úr jaðaráhrif- um þeirra með því að taka upp á ný ótekjutengdar bætur, dregið er úr skerðingu bóta vegna tekna og skerðing vegna eigna felld niður. Þá verður stigið næstsíðasta skrefið í að persónuafsláttur verði að fullu færanlegur milli maka. Allt hefur þetta sín áhrif, en þó er full ástæða til að minna á að starfsmenn fyr- irtækja eru ekki síður hreyfanlegir á milli landa núorðið en fyrirtækin sjálf og ef skattalegt umhverfi heimila hér á landi er lakara en ann- ars staðar getur það þýtt að verð- mætir starfskraftar hverfi úr landi. Hvað sem því líður, er ljóst að rík- isstjórnin hefur markað þá stefnu að örva og hvetja efnahagslífið með aðgerðum, sem annars vegar styrkja samkeppnisstöðu fyrir- tækja og auka hins vegar ráðstöf- unartekjur heimila og efla þannig eftirspurn. Það er skynsamleg stefna. Aukinheldur verður haldið áfram á braut sölu ríkisfyrirtækja, sem mun skila ríkissjóði tekjum og stuðla að því að hægt verði að greiða niður skuldir. En jafnframt á einkavæðingin að stuðla að auknum hlutabréfaviðskiptum og efla sam- keppni, sem er efnahagslífinu sömuleiðis til framdráttar. Það er full ástæða til að hvetja Al- þingi, sem var sett í gær, til að fylgja rækilega eftir þeirri stefnu- mörkun, sem lagt er upp með í fjár- lagafrumvarpinu, og hnykkja á henni ef eitthvað er. Því miður eru alltof mörg dæmi þess frá liðnum árum að útgjaldahlið fjárlagafrum- varpsins hækki í meðförum Alþing- is án þess að tekjur komi á móti, þegar kapphlaup þingmanna um að fá fé til alls konar góðverka heima í héraði hefst. Þingmenn verða nú að axla ábyrgðina við erfiðar aðstæður og gera frekar tillögur til útgjalda- lækkunar en hitt, til að snúa af braut útþenslu ríkisins og skapa enn frekara svigrúm fyrir skatta- lækkanir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.