Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 37
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 37 LISTASAFN Háskóla Ís-lands var stofnað fyrir21 ári í framhaldi afstórri listaverkagjöf at- hafnamannsins og listaverkasafn- arans Sverris Sigurðssonar og konu hans Ingibjargar Guðmunds- dóttur. Þau höfðu um áratugaskeið safnað markvisst verkum eftir ís- lenska myndlistarmenn, mest eftir abstraktkynslóðina svokölluðu sem kom fram um 1950, ekki hvað síst eftir heimilisvininn, Þorvald Skúla- son listmálara. Stofngjöfin árið 1980 nam alls 140 listaverkum, þar af voru 115 verk eftir Þorvald Skúlason og 25 verk eftir aðra listamenn. Fáeinum árum síðar færði Sverrir háskólasafninu aftur 101 verk, þar af 75 eftir Þorvald. Hann er enn að kaupa og safna myndlist, orðinn 92 ára. Síðast gaf hann safninu verk nú í sumar í til- efni 90 ára afmælis Háskóla Ís- lands en hann hefur alls gefið safninu vel á þriðja hundrað verk, þar af nær 200 eftir einn og sama listamanninn, Þorvald Skúlason. „Ég hygg að það sé einsdæmi að menn safni hundruðum verka eftir sama listamanninn, í dag teldist sá líklega safnari sem ætti 10 verk eftir sama listamanninn,“ segir Auður Ólafsdóttir forstöðumaður safnsins. Í stofnskrá Listasafns Háskóla Íslands er raunar kveðið á um að Þorvaldssafn skuli vera sérstök deild innan safnsins. Veturinn áð- ur en Listasafnið var stofnað, sóttu þau Ingibjörg og Sverrir tíma í listasögu við heimspekideild Háskóla Íslands. Þar kynntust þau Birni Th. Björnssyni listfræðingi sem var þeim innan handar við ráðstöfun hins stóra einkasafns þeirra til háskólans. Háskólasöfn víða um heim eru mörg hver meðal þekktari listasafna, einkum vest- anhafs, sbr. safn við Yale-háskóla í New Haven og listasafn Princeton- háskóla í New Jersey svo dæmi séu tekin. Söfn þessi byggja eign sína á kaupum en einnig á verð- mætum gjöfum velunnara háskól- anna. Listasafn háskólans hefur til kaupa á nýjum verkum og viðhalds þeirra 1% af því fé sem árlega rennur til nýbygginga á vegum há- skólans. Yfirbygging er eins lítil og hægt er, starfsmaður er aðeins einn, en á síðustu árum hefur að jafnaði verið unnt að kaupa inn 5- 10 ný samtímaverk til safnsins ár- lega. Í ljósi sveiflukenndra tekna hefur nokkuð verið rætt um það í stjórn Listasafnsins að safnið sér- hæfi sig í innkaupum, mögulega með því að byggja áfram á þeim abstraktgrunni sem lagður var með stofngjöf. Með listina í vinnuna til fólksins Listasafn háskólans er að stofni til einkasafn sem ber persónulegt svipmót safnarans og mætti lík- lega helst kenna háskólasafnið við það sem á ensku er kallað „collec- tion“. Gjafir eru meir en helm- ingur listaverkaeignar safnsins en segja má að safnið sé að upplagi abstraktsafn. Nær helmingur verka safnsins er eftir Þorvald Skúlason listmálara, olíumálverk, vatnslitamyndir, teikningar, frá öllum tímabilum ferils hans, þar á meðal eru flest lykilverka hans. Elsta mynd safnsins er lítil vatns- litamynd eftir Þorvald frá árinu 1921 þegar Þorvaldur var þrettán ára en annars á safnið sárafá verk sem gerð eru fyrir 1940. Sérstaða safnsins felst því m.a. í því að það á nær engin verk eftir brautryðj- endur íslenskrar málaralistar frá fyrstu áratugum aldarinnar, fyrir bragðið á það sjálfsagt minnst allra listasafna af hefðbundnum landslagsmálverkum. Listasafn háskólans er safn án eiginlegs sýningarsalar en segja má að það komi í staðinn með listina í vinnuna til fólksins. „Þannig eru sett upp verk, nokkur saman í litlum einingum – sem við köllum reyndar sýningar – vítt og breitt um stofnanir og deildir há- skólans og skipt um reglulega til að verkin fari ekki að verða hluti af innréttingunni,“ segir Auður Ólafsdóttir. (www.listasafn.hi.is). Listasafn HÍ/ Á 90 ára afmæli Háskóla Íslands eru margir viðburðir. Listasafn Háskólans tekur þátt í afmælinu. Auður Ólafsdóttir forstöðumaður þess var spurð um safnið og þátttöku þess í afmælinu í vikunni. Landslag á veggjum Háskólans Listin vítt og breitt um stofnanir og deildir háskólans Morgunblaðið/Ásdís Auður hefur m.a. sett upp sýningu á á abstraktverkum HÍ í matsalnum í Odda. Sýningin verður opnuð í dag.  Þátttaka Listasafnsins í afmælisviku Háskóla Íslands er þrenns konar. Í dag, þriðjudaginn 2. október, verður opnuð sýning í Odda á abstraktverkum úr eigu safns- ins eftir eldri og yngri lista- menn. Þar er byggt á málverka- grunni safnsins en ætlunin er að skoða saman á þremur hæðum í Odda verk abstraktkynslóðar- innar sem kom fram í íslenskum myndlistarheimi um 1950 og verk yngri myndlistarmanna sem gerð eru í kringum alda- mótin 2000 og hafa „útlitsleg“ einkenni abstraktverka en byggjast í flestum tilvikum á allt annars konar hugmyndafræði.  Í dag fer einnig fram önnur út- hlutun úr styrktarsjóði Lista- safns háskólans og eru styrk- þegarnir þrír í ár.  Miðvikudaginn 3. október kl. 17 verður Auður Ólafsdóttir, for- stöðumaður Listasafns HÍ, með opinn fyrirlestur í hátíðasal há- skólans. Fyrirlesturinn sem verður með skyggnumyndum heitir Thjodlegt.is og er titillinn vísun í nokkurra missera gam- alt verk eftir Daníel Magnússon myndlistarmann, stækkaða póstkortaljósmynd frá Þingvöll- um með ofangreindum texta prentuðum efst á myndina. Fyr- irlesturinn fjallar um samspil hugmynda um þjóðerni og fag- urfræði í íslenskri myndlist á 20. öld og breytingar á inntaki þeirrar hugmyndar að vera „þjóðlegur“ í gegnum tíðina. Hún mun m.a. skoða réttmæti þeirrar hugmyndar sem banda- rískur gagnrýnandi henti ný- lega á lofti að íslenskir samtíma- myndlistarmenn væru með Ísland á heilanum og skoða hvernig hugmyndin „Ísland“ hefur líka breyst inntakslega séð. „Ég hef hugsað mér að taka dæmi af eldri og yngri myndlist, allt frá aldamótunum 1900 til út- skriftarverka Listaháskóla- nema vorið 2001,“ segir Auður, „en viðfangsefni tengd hug- myndum um þjóðerni hafa verið ofarlega á baugi hjá fræðimönn- um í ýmsum greinum upp á síð- kastið, sbr. t.d. fyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins í vetur; Þjóð – óþjóð.“ Háskólinn var stofnaður á afmæli Jóns Sig- urðssonar og fyrirlesturinn er tileinkaður Ingibjörgu, konu Jóns.“ Listasafnið og afmæli HÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.