Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 23 RÍKISKAUP fyrir hönd Vegagerðar- innar buðu nýverið út uppbyggingu á símkerfi sem innleiða á í umdæmum og hjá rekstrarstjórum um land allt. Sjö aðilar lögðu fram tilboð í verkið en samið var við Grunn ehf. um heild- arlausn sem, auk hagstæðs verðs, er talin uppfylla best þær kröfur sem gerðar voru til búnaðarins. Gunnur, sem er í eigu Landssímans og Opinna kerfa, var í nánu samstarfi við Alcatel í Danmörku um hönnun lausnarinnar sem þykir byggjast á nýjustu tækni en á jafnframt að tryggja mikið rekstraröryggi á álags- tímum. Settir verða upp 20 talmiðl- arar af gerðinni Alcatel OmniPCX um land allt og eru þeir allir samtengdir yfir nýtt og öflugt IP-gagnaflutnings- net Landssímans. Tengingar við al- menna símkerfið verða á tveimur stöðum, í Reykjavík og á Ísafirði, en auk þess verða varaleiðir um almenna kerfið á mikilvægum stöðum. Meðal nýjunga í kerfinu má nefna að sameiginleg innri símaskrá fyrir allt landið verður öllum starfsmönn- um aðgengileg bæði á símtækjum og á tölvuskjám ásamt því að fullkominn hugbúnaður mun tryggja að auðvelt verður að ná til starfsmanna sama í hvaða síma (borð, þráðlausum, eða GSM) viðkomandi er á hverjum tíma. Kerfið byggist allt á blöndun tals og gagna á Internet-staðli og því fell- ur beinn kostnaður við símtöl milli umdæma niður. Þetta gerir Vega- gerðinni mögulegt að ná fram veru- legri hagræðingu en jafnframt er aukið við möguleika starfsstöðva úti á landi hvaða varðar tölvutengingar. Tæknin opnar þannig möguleika á dreifingu verkefna milli umdæma þar sem staðsetja má símsvörun og skiptiborð nánast hvar sem er án mik- ils aukakostnaðar. „Kerfi Vegagerðarinnar mun verða eitt viðamesta fjarskiptakerfi lands- ins eftir að það verður tekið í notkun. Segja má að með innleiðingu þessa fullkomna kerfis sé Vegagerðin fyrst allra aðila á Íslandi til að taka að fullu í notkun háhraða hringveg framtíð- arinnar þar sem margmiðlunartækni gerir vegalengdir endanlega afstæð- ar,“ segir í frétt frá Grunni. Vegagerðin semur við Grunn um uppbyggingu fjarskiptanets HAGSTOFA Íslands hefur gefið út Útveg 2000, árbók um sjávarútveg. Bókin hefur að geyma tölulegar upplýsingar um flest sem viðkemur sjávarútvegi. Þar má meðal annars finna upplýsingar um fjár- munamyndun, vinnuafl, heildarfisk- afla og aflaverðmæti, ráðstöfun aflans, útflutning sjávarafurða, inn- flutt hráefni til fiskvinnslu, afla er- lendra ríkja við Ísland og heimsafla. Ritið skiptist í níu kafla og er lesmál í upphafi hvers kafla, ásamt mynd- um, til að auðvelda lesendum að átta sig á þróun sjávarútvegs á síðustu árum. Í hverjum kafla eru síðan töfl- ur með sundurliðuðum upplýsingum er varða efni hans. Bókin er einnig gefin út á geisladiski sem hefur að geyma ýmsar ítarlegri upplýsingar en ritið sjálft, m.a. um skiptingu fiskitegunda niður á verkunarstaði. Útvegur 2000 kominn út Capio með nýtt upplýs- ingakerfi TÖLVU- og hugbúnaðarfyrirtækið Capio AB í Uppsölum, sem er í ís- lenskri eigu, markaðssetur þessa dagana Capio Information System en kerfinu er ætlað að einfalda skipulagningu og markvissa dreif- ingu á rafrænum upplýsingum fyr- irtækja og stofnana um vörur sínar og þjónustu. Í tilkynningu Capio segir að kerfið minnki þörfina fyrir sérhæft tæknifólk og dragi þar með úr kostnaði. Það geri eiganda upp- lýsinganna kleift að sjá sjálfur um sitt vefsvæði á hraðvirkan hátt án mikillar tölvukunnáttu. „Kerfið byggist á þremur grunn- einingum: síðustjórnun, ritstjórn og fréttabréfi. Fyrsti hlutinn hefur með uppfæringar og skipulagningu á síð- um vefsvæðisins að gera. Í ritstjórn- arhlutanum er um að ræða texta- vinnslu, sem kerfið síðan uppfærir sjálfvirkt og kemur fyrir á heimasíð- unni. Hér er mögulegt að setja inn allar helstu tegundir hljóð- og mynd- skjala. Í fréttabréfshlutanum fæst stjórnandi vefjarins við að hafa sam- skipti við viðskiptavini á markvissan og hraðvirkan hátt. Capio Inform- ation System hvílir á gagnagrunni og styður bæði Windows 2000 og Unix/ Linux stýrikerfi. Kerfið krefst ekki eigin vefþjóns og hægt er að setja það upp á þeim vefþjóni sem kaup- andinn velur. Frá stofnun árið 1998 hefur Capio AB unnið við að þróa lausnir á sviði Internet-tækni fyrir fyrirtæki og samtök. Meðal viðskiptavina má nefna Sænska dagblaðið, hátækni- fyrirtækið Magnetal, verbréfafyrir- tækið Aktielistan og eitt stærsta bílablað Svíþjóðar, Auto Motor & Sport. Hjá Capio vinna fimm starfs- menn og haustið 2000 var fyrirtækið valið eitt af 300 mest spennandi tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækjum Svíþjóðar. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.