Morgunblaðið - 02.10.2001, Side 54

Morgunblaðið - 02.10.2001, Side 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Stóri Quelle-listinn er kominn! • Ótrúlegt vöruval • Nýjasta tíska • Þýsk gæði • Þægileg þjónusta • Stærðir og snið fyrir alla • Verslaðu heima í ró og næði Listinn kostar 600 kr. og nú fylgja þessir sérlistar með eftir eigin vali á meðan birgðir endast. Sérlistar fylgja stóra Quelle listanum ókeypis Meine Grösse Fallegur og nýtísku- legur kvenfatnaður, undirfatnaður, sundfatnaður ofl. í stærð að nr. 60 Mode Listi með klassískum og vönduðum fatnaði. Fatnaður sem mikið er lagt í fyrir dömur og herra Euro-Kids Skemmtilegur barnalisti með fatnaði, rúmfatnaði og ýmsu öðru. Vandaður og góður fatnaður sem endist Haushalt Allt í eldhúsið og borðstofuna. Búsáhöld í ótrúlegu úrvali og falleg gjafa- og heimilisvara Ve r s l u n D a l v e g i 2 • K ó p a v o g i P ö n t u n a r s í m i 5 6 4 2 0 0 0 fæddist í sárri fátækt árið 1904 í borginni Bristol. Var eina barn for- eldra sinna, vandfýsinnar móður sem ofverndaði drenginn sinn og EKKI alls fyrir löngu sæmdi Bandaríska kvikmyndastofnunin (AFI) leikarann Cary Grant nafn- bótinni næststærsta goðsögn kvik- myndaheimsins á eftir Humphrey Bogart. Vissulega má lengi deila um réttmæti slíkra nafngifta en um hæfileika og vinsældir Grants efast þó enginn kvikmyndaáhugamaður og óhætt er að telja hann einkar vel að sæmdinni kominn. Margir minnast þessa breskættaða stór- leikara sem einstaks glæsimennis og vafamál hvort kvikmyndaheim- urinn hefur átt, eða á eftir að eign- ast, annan eins sjarmör. Erfið æska í Bristol Engu að síður var Grant af- burðaleikari, ekki síst gamanleik- ari, með eftirminnilega tímasetn- ingu og raddbeitingin í hárréttri samhljóman við heillandi fram- komu, hrífandi útlit og vallarsýn. Framburðurinn einstakur, gárung- arnir kölluðu hann „Mið-Atlants- hafshreiminn“, hvergi staðsetjan- legur annars staðar en á úthafinu, miðja vegu milli Bretlands og Bandaríkjanna. Ekki fráleit sam- líking þar sem Grant, fæddur inn í cockney-mállýsku verkamanna- stéttarinnar á Suður-Englandi, tók sig taki og menntaði sig sjálfur í framburði og siðvenjum heldri manna eftir landtökuna í Vestur- heimi. Reis á örskömmum tíma úr öskunni í efstu hæðir. Slíkt afreka ekki aðrir en miklir hæfileikamenn. Archibald Alexander Leach drykkjusjúks föður, fatapressara, þá sjaldan rann af honum. Æsku- árin voru erfið, fjölskyldan á barmi flækings og allsleysis. Leach var aðeins níu ára barnaskólanemandi er kennari færði honum þau tíðindi að móðir hans væri horfin á braut, í frí. Sannleikurinn var hins vegar sá að faðir hans stóð fyrir að hún var vistuð á geðveikrahæli. Drengur- inn fékk ekkert um það að vita fyrr en á dánarbeði föður síns, 1935. Eftir það heimsótti hann móður sína árlega, uns hún lést í hárri elli. Í millitíðinni hafði Leach verið vikið úr grunnskóla fyrir grip- deildir. Á fríkvöldum vísaði hann til sætis í kvikmyndahúsi í hverfinu. Jafnskjótt og Leach var fær um að falsa rithönd föður sins, eða 13 ára, hvarf hann á braut með hópi fjöllistamanna. Til að byrja með sem stultu- göngumaður, síðan tók eitt við af öðru og ílengdist hann í ýms- um hlutverkum í fjöl- leikahúsi Bobs nokk- urs Pender. Í þeim félagsskap tók hann land í Vesturheimi, 1921. Eftir að hafa tamið sér siði og tungutak aðalsins, fór Archibald Leach að líta í kringum sig og var kominn til Hollywood á öndverð- um, fjórða áratugnum. Átti að baki nokkra reynslu sem Broadway- leikari, einkum í söngleikjum. Knúði dyra hjá Paramount 1932, þar var honum umsvifalaust skipað að fá sér nýtt nafn áður en lengra væri haldið. Cary Grant varð til 1933, Paramount-menn tóku fyrstu stafi Garys Cooper, vinsælustu stjörnu kvikmyndaversins, sneru þeim við, og skeyttu við þá. Það var allur galdurinn. Mikið var rætt um þennan nýja persónuleika, Cary Grant, uppfinningu Leachs sem hann sagðist byggja á Jack Buc- hanan, Noel Coward og Rex Harr- ison. „Ég reyndi að verða einhver sem ég vildi vera, að lokum varð ég þessi persóna. Eða hann varð ég.“ Sjálfið var því skáldskapur, e.k. ævintýrapersóna. Sú staðreynd setti svip sinn á ævi og afstsöðu leikarans. Einhverju sinni var hann spurður hver væri í rauninni Cary Grant; „Ef þú kemst að því, láttu mig vita,“ var svarið. Í annað sinn lét blaðamaður svo ummælt í viðtali að allir vildu verða Cary Grant. „Sömuleiðis ég,“ sagði stjarnan. Frægðin knýr dyra Grant tók við því sem að honum var rétt, sem flest var heldur auð- virðilegt, uns kyntröllið Mae West valdi hann úr hópi ungra glæsi- menna til að leika á móti sér í She Done Him Wrong (’33), og I’m No Angel, ári síðar. Grant þótti nokk- uð stirður en óneitanlega hrífandi og kynþokkafullur, borinn til frægðar – þótt Paramount bæri ekki gæfu til annars en að setja hann í B-myndamusl. Hlutirnir fóru ekki að gerast fyrr en hann losnaði undan Para- mount. Sylvia Scarlett (’35), var fyrsta myndin þar sem ríkulegir gamanleikhæfileikar Grants fengu notið sín. Þeir áttu eftir að blómstra og bera enn ríkulegri ávöxt næstu árin . Fagmaður mikill Mikið orð fór af fagmennsku Grants og óvenjulegum samstarfs- vilja gagnvart meðleikurum sínum og stjórnendum. Ekki síst var hann lofaður og prísaður af meistara Hitchcock sem nýtti hæfileika hans í nokkrum af sínum bestu verkum; Suspicion (’41) Notorius (’46), To Catch a Thief (’55) og North By Northwest (’59). George Cukor valdi hann í aðalkarlhlutverkið í The Philadelphia Story (’41), How- ard Hawks treysti honum fyrir sama hlutskipti í Bringing Up Baby (’38), og enn frekar í I Was a Male War Bride (’49). Svo mætti lengi telja. Kubrick vildi fá hann í Lolitu, gengið var á eftir honum að holdi klæða James Bond, enda hafði Ian Fleming leikarann í huga er hann bjó til þennan sjálfsagt frægasta spæjara bókmenntanna og síðar kvikmyndanna. Eftirlætismynd Grants var None But the Lonely Heart (’47), sem hann átti þátt í að semja og byggði að nokkru leyti á eigin lífsreynslu. Fyrir hlutverkið var Grant til- nefndur til Óskarsverðlauna, en akademían sá að sér og veitti stór- stjörnunni heiðursóskar, árið 1970, fyrir ómetanlegt framlag hans til kvikmyndanna Snemma í helgan stein Aldurinn fór einkar mjúkum höndum um Grant, sem varð jafn- vel enn meira heillandi með árunum og hlutverk í úrvals- myndum á móti fræg- ustu kvenstjörnum samtímans, streymdu inn allt til þess dags sem hann ákvað að hætta, þá aðeins 62 ára að aldri. Tilefnið var að hann varð faðir í fyrsta skipti, eign- aðist dótturina Jenni- fer með leikkonunni Dyan Cannon. Hjóna- band þeirra stóð stutt, frá ’65–’68, Grant fékk forræðið yfir barninu. Áður hafði hann verið í þremur, mislukkuðum hjónaböndum, m.a. með milljarðamæringnum, erfingja Woolworth-auðsins, Barböru Hut- ton (’42–’45), sem endaði líf sitt blásnauð. Aukinheldur bjó hann með vestrastjörnunni Randolph Scott, fyrstu árin í Hollywood og spunnust margar gróusögur um þann ráðahag. Á lokakaflanum lék Grant í hverju kassastykkinu á eftir öðru, sem allar breyttu Hafnarbíós- bragganum í glæsihöll, sælla minn- inga. Að loknum leik í gamanmynd- inni Walk Don’t Run (’66), ákvað þessi stórsjarmör að nú væri nóg komið og stóð við það. Grant settist þó ekki í helgan stein heldur gerð- ist stjórnarformaður snyrtivöru- fyrirtækisins Fabergé og á áttræð- isaldri ákvað goðsögnin að halda fyrirlestra um Bandaríkin þver og endilöng. Hafði eingöngu viðkomu í smábæjum þar sem íbúarnir höfðu enga möguleika til að líta stór- stjörnur kvikmyndanna eigin aug- um. Á einni slíkri uppákomu, á út- nára í Iowa, hneig þessi heiðursmaður niður, þá leikurinn stóð hæst, og var allur, áður en dagur rann, árið 1986. THE PHILADELPHIA STORY (1940) Sögufræg, sígild óskarsverðlaunamynd um fráskil- inn broddborgara (Katherine Hepburn), sem leitar að nýjum bónda á meðal almúgans. Stjörnurnar Hep- burn, James Stewart og Cary Grant, skína skært, eru hver annarri betri. Stewart hlaut Óskarsverðlaun sem vonbiðill með „venjulegan“ bakgrunn, og Cary Grant, sem eiginmaður Hepburn, heillar alla uppúr skónum enda geislar af honum sjarminn. Bráðhnyttið og mál- glatt handrit Philips Barry, vann til Óskarsverðlauna. I WAS A MALE WAR BRIDE (1949) Ósvikinn, víðfrægur farsi þar sem Cary Grant fer á kostum sem Fransmaður sem giftist Bandaríkjakonu (Ann Sheridan), í herþjónustunni í Þýskalandi eftir stríðið. Þegar hún er send heim beitir Grant öllum brögðum til að fylgja henni eftir í einum fyndnasta kafla kvikmyndanna. Grant er hinn föngulegasti í kvenmannsklæðum. Gott dæmi um einstaka töfra Grants sem gamanleikara í fremstu röð. NORTH BY NORTHWEST (1960) Cary Grant leikur kaupsýslumann sem er hundelt- ur með vopnaskaki, vítt um Bandaríkin, án þess að hafa minnstu hugmynd um hvaðan á sig stendur veðr- ið. Enn einn Hitchcock-sakleysinginn er lendir í kringumstæðum sem hann ræður engan veginn við sjálfur. Leggur á einhvern skemmtilegasta flótta kvikmyndanna með mörgum sígildum atriðum eins og því er flugvélin ræðst á Grant úti á akrinum og há- punktinum á Rushmore-fjalli, innan um forsetahöf- uðin. Stjarnan er sannarlega í essinu sínu og það er leikstjórinn líka, sem blandar saman gríni og spennu í unaðslegan kokteil. James Mason firnagóður í hlut- verki illmennisins. CARY GRANT Með Deborah Kerr í An Affair to Remember. Með góðvini sínum Alfred Hitchcock árið 1979. Stjörnurkvikmyndanna eftir Sæbjörn Valdimarsson Cary Grant þótti ómótstæðilegur hjartaknúsari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.