Morgunblaðið - 02.10.2001, Side 26

Morgunblaðið - 02.10.2001, Side 26
ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN 26 ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Psyllium Husk Caps FRÁ Apótekin Fyrir meltinguna, með GMP gæðanýtingu H á g æ ð a fra m le ið sla FYRRVERANDI konungur Afgan- istans og leiðtogar afganskra and- stæðinga talibana samþykktu á fundi í Róm í gær að gera ráðstafanir til að skipa nýjan þjóðhöfðingja og bráða- birgðastjórn sem ætti að taka við völdunum í Afganistan af talibönum. Stjórn talibana virðist eiga undir högg að sækja í Afganistan og til- kynnt var í gær að hún hygðist losa tangarhald sitt á þremur héruðum, þar sem stuðningurinn við konung- inn fyrrverandi hefur aukist, og deila völdunum með ættflokkahöfðingj- um. Mohammed Zahir Shah, fyrrver- andi konungur Afganistans, og fulltrúar andstæðinga talibana sam- þykktu að stofna „Æðstaráð fyrir þjóðareiningu Afganistans“ sem ætti að kalla saman þing afganskra ætt- flokkahöfðingja til að kjósa þjóð- höfðingja og skipa bráðabirgða- stjórn. Ef þingið gæti ekki komið saman af einhverjum ástæðum hefði æðstaráðið heimild til að skipa þjóð- höfðingja og ríkisstjórn sem á að vera við völd þar til efnt verður til kosninga. Bandarískir þingmenn lofa bandalaginu aðstoð Þetta er niðurstaða þriggja daga viðræðna í Róm milli konungsins fyrrverandi, fulltrúa Norðurbanda- lagsins, sem hefur um 10% Afganist- ans á valdi sínu, og leiðtoga annarra þjóðernis- og trúarhópa í Afganist- an. Ellefu bandarískir þingmenn tóku einnig þátt í viðræðunum um helgina. Zahir Shah sagði þeim að hann myndi fagna hernaðaríhlutun erlendra ríkja í Afganistan til að hjálpa andstæðingum talibana til að komast til valda. Bandarísku þingmennirnir sögð- ust styðja bandalag konungsins fyrr- verandi og andstæðinga talibana og lofuðu aðstoð Bandaríkjanna við að endurreisa Afganistan yrði stjórn talibana steypt. Einn þingmannanna, repúblikan- inn Curt Weldon, sagði að áætlun konungsins fyrrverandi væri „þaul- hugsuð“ og hann væri ef til vill eini maðurinn sem gæti sameinað Afg- ana. Annar þingmaður, repúblikan- inn Dana Rohrabacher, lagði áherslu á að Bandaríkjamenn hygðust ekki gera innrás í Afganistan, heldur að- stoða Afgana við að steypa stjórn tal- ibana. Áður höfðu sendinefndir frá Bret- landi, Japan, Evrópuþinginu og Sameinuðu þjóðunum farið á fund Zahirs Shah og hvatt hann til að efna til viðræðna um framtíð Afganistans. Konungurinn fyrrverandi er 86 ára og hefur verið í útlegð frá árinu 1973 þegar honum var steypt af stóli. Sonur Zahirs Shah sagði hann vera tilbúinn að fara til Afganistans en ekki hafa hug á að verða konung- ur aftur. Vilja deila völdum með ættflokkahöfðingjum Afganska fréttastofan AIP skýrði frá því í gær að talibanastjórnin hefði afsalað sér alræðisvöldum í þremur héruðum, Paktika, Paktia og Khost, við landamærin að Pakistan. Stjórnin í Kabúl sagði að talibanar myndu deila völdunum með ætt- flokkahöfðingjum í héruðunum þremur. Er þetta í fyrsta sinn sem talibanar fallast á að stjórna með öðrum. Þegar konungurinn fyrrverandi var við völd naut hann mikils stuðn- ings í héruðunum þremur, sem eru byggð pashtúnum, stærsta þjóð- flokki Afganistans. Zahir Shah er pashtúni. Andstaðan við talibana eykst Fregnir herma að á síðustu dögum hafi andstaðan við talibana aukist í Afganistan vegna þeirrar ákvörðun- ar þeirra að neita að framselja Osama bin Laden. Talibanar skýrðu frá því í gær að þeir hefðu handtekið sex menn sem hefðu dreift áróðursbæklingum til stuðnings Bandaríkjunum og kon- ungnum fyrrverandi. Talið er að þeir verði dæmdir til dauða. Klerkar í þremur afgönskum hér- uðum gáfu út tilskipun um að Afgan- ar, sem grunaðir væru um að styðja konunginn fyrrverandi, ættu að greiða háar sektir og að hús þeirra yrðu brennd til grunna. Fyrrverandi konungur Afgana semur við andstæðinga talibana Ætla að mynda nýja stjórn í Afganistan AP Fyrrverandi konungur Afganistans, Mohammed Zahir Shah (t.v.), ásamt sonarsyni sínum, Mustapha (t.h.). Fyrir aftan þá eru sonur Zahirs Shah, Mirwais, og bandaríski þingmaðurinn Dana Rohrabacher. Róm, Íslamabad. AFP, AP. Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, kvaðst ekki telja að bin Laden væri á valdi talib- ana. Andrew Card, skrifstofustjóri Hvíta hússins í Washington, sagði að talibanar hefðu haft náið samstarf bin Laden og hryðjuverkahreyfingu hans og Bandaríkjastjórn myndi reyna að koma stjórn talibana frá völdum yrði bin Laden ekki fram- seldur. Pervez Musharraf, forseti Pakist- ans, kvaðst telja „mjög litlar“ líkur á að talibanar framseldu bin Laden og LEIÐTOGI talibana í Afganistan, múllann Mohammed Omar, sagði í gær að Afganar þyrftu ekki að óttast árásir Bandaríkjamanna því þeir þyrðu ekki að gera innrás í Afganist- an. Talibanar viðurkenndu í fyrsta sinn á sunnudag að sádi-arabíski út- laginn Osama bin Laden nyti vernd- ar þeirra og sögðu að honum væri haldið á leynilegum stað til að tryggja öryggi hans. „Osama bin Laden er undir stjórn íslamska emírdæmisins Afganist- ans,“ sagði Abdul Salam Zaeef, sendiherra talibanastjórnarinnar í Pakistan. „Ég vil lýsa því afdráttar- laust yfir að hann verður ekki fram- seldur.“ Sendiherrann bað þó Bandaríkja- stjórn að hefja viðræður við talibana „vegna þess að það gæti leitt til góðr- ar niðurstöðu“. Að sögn Daniels Laks, fréttaskýr- anda BBC, er hugsanlegt að með beiðninni um viðræður sé sendiherr- ann að senda þau skilaboð til bin Ladens að talibanar séu tilbúnir að semja um framtíð hans. Bandaríkja- stjórn hefur sagt að ekki komi til greina að semja við talibana. Lak telur einnig að ummæli sendi- herrans séu ef til vill vísbending um að ágreiningur hafi komið upp milli harðlínumanna og hófsamari manna úr röðum talibana. Sendiherrann er sagður tilheyra hófsamari væng hreyfingarinnar. yrðu við öðrum kröfum Bandaríkja- stjórnar. Múllann Mohammed Omar neitaði því að talibanar væru viðriðnir árás- ina á Bandaríkin 11. september og varaði Bandaríkjamenn við því að gera árásir á Afganistan. „Bandaríkjamenn hafa ekki hug- rekki til að koma hingað,“ sagði hann og bætti við að Afganar myndu hrekja Bandaríkjamenn burt úr landinu eins og innrásarher Sovét- ríkjanna árið 1989. „Þið getið ef til vill náð flugvöllunum, höfuðborginni og borgum landsins, en fólkið fer til fjalla og berst þaðan.“ Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kvaðst hafa séð „óhrekj- anlegar sannanir“ fyrir því að bin Laden hefði staðið fyrir árásinni á Bandaríkin. Hann bætti við að mörg sönnunargagnanna kæmu frá leyni- þjónustumönnum og ekki væri hægt að gera þau öll obinber að svo stöddu. Blair varaði talibana við því að stjórn þeirra yrði steypt ef bin Lad- en yrði ekki framseldur. Leiðtogi talibana kveðst ekki óttast Bandaríkjamenn „Hafa ekki hugrekki til að koma hingað“ AP Gúrkar í breska hernum á æfingu í Óman. 23.000 breskir hermenn eru nú við æfingar á Persaflóasvæðinu. Íslamabad, Kabúl, London. AP, AFP. JOHN Ashcroft, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, varaði á sunnudag við því að líkur væru á að hryðju- verkamenn á vegum samtaka Osama bin Lad- ens hygðu á frekari ódæðis- verk í Bandaríkj- unum. Sagði Ashcroft grun leika á að hand- bendi bin Ladens lékju enn lausum hala í Bandaríkj- unum og að jafnframt væri ljóst að þau færu huldu höfði í fjölda ann- arra landa. Ashcroft lét ummælin falla á sjónvarpsstöðvunum CBS og CNN á sunnudag. „Við teljum mikla hættu á að hryðjuverkamennirnir láti aftur til sín taka. Og í sannleika sagt getur verið að áhættan aukist eftir því sem Bandaríkin gera sig líklegri til að svara ódæðisverkun- um,“ sagði hann. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið meira en 500 manns í tengslum við ódæðisverkin sem unnin voru í New York og Wash- ington 11. september síðastliðinn. Ashcroft sagði engu að síður að hann teldi „afar ósennilegt“ að tek- ist hefði að hafa hendur í hári allra þeirra sem veitt hefðu ódæðismönn- unum liðsinni eða tengdust þeim með einum eða öðrum hætti. Fastar kveðið að orði en áður Dómsmálaráðherrann bandaríski þótti kveða fastar að orði en hann hefur áður gert en hann hefur fram að þessu lagt áherslu á að stappa stálinu í bandarískan almenning. Sögðu stjórnmálaskýrendur nýjar áherslur hans hugsanlega til marks um að George W. Bush Bandaríkja- forseti vildi víkka enn frekar út heimildir alríkislögreglunnar til að- gerða til að sporna við hryðjuverk- um. Ríkisstjórn Bush hefur þegar lagt fyrir Bandaríkjaþing hug- myndir í þá veru og Ashcroft hvatti fulltrúa Bandaríkjaþings á sunnu- dag til að afgreiða þá löggjöf fljótt og vel. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna Líkur taldar á frekari hryðju- verkum Washington. Los Angeles Times. John Ashcroft

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.