Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ 28 ÁRA gömul kona liggur illa slösuð á fæti á bæklunardeild Landspítal- ans í Fossvogi eftir að hún lenti í miklu grjóthruni í Glymsgili á laug- ardag. 32 ára gamall karlmaður slas- aðist einnig í grjóthruninu og liggur á sjúkrahúsi á Akranesi með fimm- falt fótbrot. Þykir mildi að ekki fór verr. Fólkið var í 18 manna hópi í kynn- ingarferð fyrir starfsmenn ferða- skrifstofunnar Íslenskra ævintýra- ferða og maka. Fólkið var komið djúpt inn í gilið eftir um tveggja tíma göngu þegar grjóthrunið hófst. Innst í gilinu er hæsti foss landsins, Glym- ur, um 200 metra hár, og mun fólkið sem slasaðist hafa verið um 50 metr- um neðan við fossinn þegar það varð fyrir grjótinu. Leiðangursmennirnir 18 héldu hópinn uns síðasti spölurinn var eftir en þá skiptist hann í þrennt á nokkurra tuga metra kafla og varð miðhópurinn, sem í voru fjórir, fyrir grjóthruninu. Fólkið sat í gilbotnin- um þegar grjótið kom fljúgandi nið- ur gilvegginn að austanverðu og lentu stórir steinar á manninum og konunni. Grjót lenti einnig á hjálmi mannsins og öxl. Mikill hávaði barst að ofan Að sögn Arngríms Hermannsson- ar stjórnarformanns Íslenskra æv- intýraferða varð hrunsins fyrst vart um kl. 17.30 þegar mikill hávaði að ofan barst til eyrna fremsta og síð- asta hópsins. „Sumir sáu bjarg koma hrapandi niður frá gilbrúninni með gríðarlegum hávaða. Á leiðinni brotnaði bjargið í marga hluta og féll yfir miðhópinn,“ sagði Arngrímur í samtali við Morgunblaðið. Tvennt úr fjögurra manna miðhópnum slasað- ist sem að ofan gat. Hjálmur manns- ins mölbrotnaði undan steinkasti og þá hlaut hann áverka á öxl en verstu áverkarnir voru á öðrum fæti hans, sem brotnaði á fimm stöðum undan bjargi. Konan varð fyrir stóru bjargi og hlaut við það alvarlegri meiðsl en maðurinn . „Við hlupum til og bjuggumst við hinu versta og sáum strax að það þyrfti jafnvel að flytja bæði hinna slösuðu til baka niður gilið á sjúkra- börum. Við vorum ekki í neinu fjar- skiptasambandi svo við skiptum hópnum í fernt og sendum fyrsta hópinn til baka með hraði til að gera viðvart. Hann komst niður á 40 mín- útum og lét vita af slysinu. Annar hópurinn fylgdi óvönustu leiðang- ursmönnum niður gilið, þriðji hóp- urinn flutti þann sem minna var slas- aður og fjórði hópurinn varð eftir hjá konunni sem slasaðist meira.“ Aðspurður sagði Arngrímur að maðurinn hefði liðið gríðarlegar kvalir á leiðinni niður gilið eins slas- aður og hann var, en hann var stað- ráðinn í að komast til baka. Að sögn hans tók ferðin með hinn slasaða um 75 mínútur. Hlúð að hinni slösuðu á meðan beðið var eftir aðstoð Konan sem eftir varð, var með meðvitund allan tímann og gátu fé- lagar hennar hlúð að henni með sára- umbúðum, spelkum og verkjalyfjum á meðan beðið var komu björgunar- sveita. Erfitt er að ferðast eftir gilinu vegna kulda í Botnsánni sem rennur eftir gilbotninum og þarf að vaða hana víða. Auk þess þarf að klífa þrjá litla fossa uns komið er upp að sjálf- um Glym. Leiðin upp eftir gilinu er um eins km löng. Björgunarsveita- menn og læknir Landhelgisgæslunn- ar náðu til hinnar slösuðu um kl. 20. Að björgunarstarfi komu allt að 90 menn úr ýmsum björgunarsveitum af höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Mjög erfitt starf beið björgunar- fólksins þegar sjúkraflutningarnir hófust og tók um þrjár klst. að flytja hina slösuðu niður í sjúkrabíl. Víða þurfti að vaða í axlardjúpu og straumþungu árvatninu í myrkri og feta sig í hliðarhalla meðfram ánni og slaka börunum niður höft. Björg- unarstarfið gekk samt að óskum og var á orði haft að allt hefði gengið fumlaust fyrir sig þrátt fyrir að að- stæður til sjúkraflutnings af þessu tagi væru þær verstu sem unnt væri að komast í. Arngrímur segist líta svo á að um náttúruhamfarir hafi verið að ræða sem menn hefðu ekki getað afstýrt. Hann segir leiðangursmenn ekki hafa orðið vara við neina fyrirboða á þeim tveim tímum sem hópurinn var á ferðinni, s.s. rúllandi smásteina sem hefðu getað bent til stærra grjóthruns. Vitað er um að minnsta kosti eitt banaslys á síðustu árum í gilinu, þeg- ar 25 ára gamall Þjóðverji hrapaði þar til bana sumarið 1985. Tvennt slasað- ist í grjóthruni í Glymsgili Björgun fólksins tókst vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður                                                             ! " #!      "          Ljósmynd/Jón Kristleifsson Hópurinn á leið upp eftir Botnsá í Glymsgili á laugardag. FANNÝ Jóhannsdóttir, einn starfs- manna Íslenskra ævintýraferða, var hætt komin þegar grjóthrunið hófst í Glymsgili á laugardag en slapp við meiriháttar meiðsl. Hún var ein fjögurra leiðangursmanna sem voru í skotlínunni þegar björgin steypt- ust niður gilið og fékk stein í hand- legginn. Nokkrum mínútum áður en hrunið hófst hafði hún lent í hyl og tekið af sér hjálminn eftir að hafa fengið vatn inn í hann og í eyrun. „Ég uppgötvaði hvað um var að vera þegar ég sá hnullung detta fyr- ir framan mig og út í ána,“ sagði Fanný. „Þá heyrði ég skruðninga og kastaði mér niður og greip um höf- uðið. Það eina sem ég hugsaði var að bjarga höfðinu. Það sem hefur kannski bjargað mér var hversu ná- lægt gilveggnum ég var.“ Þau sem slösuðust í grjóthruninu voru einum til tveimur metrum frá veggnum. Fanný segist hafa orðið fyrir miklu áfalli við grjóthrunið og gerði sér ekki strax grein fyrir hve alvar- lega fólk hafði slasast. Sjálf fékk Fanný stein í handlegginn og marð- ist auk þess sem hún var orðin mjög köld þegar hún var send niður gilið. Litlu munaði að hún fengi í sig hnullung á stærð við fótbolta, sem lenti einum metra frá henni. Hún ásamt samferðafólki spelkaði félaga sinn, 28 ára konu, sem slasaðist al- varlega á fæti og síðar komu björg- unarsveitamenn frá Akranesi sem Fanný segir að hafi borið sig mjög fagmannlega að við slysahjálpina. Fanný segir ekki auðvelt að gera sér grein fyrir því hversu lengi hrunið stóð yfir, e.t.v. 5-10 sekúndur. „Hugsaði um að bjarga höfðinu“ SLYSASKRÁ Íslands tók formlega til starfa í gær að viðstöddum Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra og Páli Péturssyni félagsmálaráð- herra. Brynjólfur Mogensen, sviðs- stjóri á slysa- og bráðsviði Land- spítala, segist binda miklar vonir við þessa skráningu og telur raun- hæft að stefna að fækkun slysa á Íslandi um 20% á næstu 10 árum. Fram til þessa hafa slys verið skráð af fjölmörgum aðilum hér- lendis með mismunandi hætti og á ólíkum forsendum eftir því hvaða stofnun eða fyrirtæki á í hlut. Þeir sem starfa við slysavarnir hafa hins vegar lengi haft áhuga á að sam- ræma skráninguna þannig að betra yfirlit fáist yfir fjölda slysa, orskir þeirra og afleiðingar. Brynjólfur sagði að gífurlegt misræmi væri t.d. í dag í skráningu vinnuslysa. Miklu fleiri vinnuslys væru skráð hjá Landspítalanum en hjá Vinnu- eftirlitinu. Bætt skráning kæmi t.d. til með að bæta enn starf Vinnueft- irlitsins inni á einstökum vinnustöð- um. „Slys eru mjög algeng á Íslandi, Hér verða 50–60 þúsund slys á ári, sem er gífurlega há tala. Einn af hverjum 5–6 slasast árlega. Ef vel tekst til við gerð slysaskrárinnar öðlumst við miklu meiri þekkingu á slysum og þar með betri forsendur til að berjast gegn þeim,“ sagði Brynjólfur, en hann setti fyrstur manna fram þá hugmynd að koma á fót samræmdri slysaskráningu. Brynjólfur telur raunhæft að stefna að 20% fækkun slysa á næstu 10 árum. Þar gegni Slysa- skrá lykilhlutverki. Sigurður Guðmundsson land- læknir sagði að með samræmdri skráningu slysa skapaðist grund- völlur til að meta árangur af for- vörnum. Fram að þessu hefðu for- varnir talsvert mikið byggst á ágiskunum um slysatíðni. Nú skap- aðist hins vegar forsenda til að fá samstundist upplýsingar um tíðni slysa og menn gætu jafnframt skoðað hvort herferðir gegn slysum skiluðu árangri. Slysaskrá Íslands er ætlað að innihalda upplýsingar um öll slys með meiðslum og upplýsingar um eignatjón í umferðaróhöppum. Skráin verður vistuð hjá landlækn- isembættinu en skráningaraðilar koma til með að tengjast henni um Netið. Skráning fer fram ýmist með því að skráningaraðilar halda áfram að skrá ítarlegar upplýsingar í eigin gagnasöfn eins og gert hefur verið til þessa. Til að byrja með munu fjórir aðilar skrá slys í Slysaskrá Íslands, en það eru slysadeild Landspítalans, embætti ríkislög- reglusstjóra, Vinnueftirlit ríkisins og Tryggingamiðstöðin hf. Fleiri koma til með að tengjast skránni þegar tilraunatímabilinu líkur. Einungis lágmarksupplýsingar fara í skrána. Skráðar verða upp- lýsingar um slysið sjálft og tilvik, þ.e. aðila að slysinu, t.d. fólk og ökutæki. Rík áhersla hefur verið lögð á að tryggja öryggi upplýsinga í samráði við Persónuvernd. Kennitala og fastanúmer ökutæk- is verða dulkóðuð. Enginn fær að- gang að skránni nema gegn lyk- ilorði. Samræmd skráning slysa hófst formlega hér á landi í gær Raunhæft að stefna að 20% fækkun slysa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.