Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 35
Heimsækið
www.lancome.com
HAUST- OG
VETRARLITIRNIR 2001
Gylltir, flottir, kvenlegir!
Gylling fyrir andlit. Skrautlakk á neglur.
Glitrandi gloss á varir. Blautir augnskuggar á túpum.
Glæsilegir kaupaukar: Fallegar snyrtitöskur, fullar af girnilegri vöru.
Kynning í dag og á morgun
Frá kl. 13-18
Strandgötu 32 - Sími 555 2615
Frá kl. 12-17
Háholt 14 - Sími 568 8000
VIÐ Hafnfirðingar
erum hluti af stæstu
umferðarhringiðu
landsins sem er allt
höfuðborgarsvæðið.
Svæðið er eitt athafna-
og atvinnusvæði og
verður því að skoða
sem eina umferðar-
heild. Fjöldi einkabíla
hér á landi á sér nátt-
úrulega skýringu, sem
er búseta okkar á norð-
lægum slóðum. Bíllinn
er okkar yfirhöfn. Bíla-
eign okkar er einhver
sú mesta í Evrópu, eða
rúmir 550 bílar á hverja
1.000 íbúa. Hafnfirð-
ingar fara ekki varhluta af vaxandi
umferð og því er spáð að hún muni
aukast um 40% á næstu 20 árum. Við
sækjum vinnu og þjónustu í tals-
verðu mæli til nágrannasveitarfélag-
anna og því mikilvægt að leiðir til og
frá bænum séu greiðar. Langar bið-
raðir við Reykjanesbraut valda því
að fólk leitar að fljótfarnari leiðum í
gegnum íbúðarhverfin með þeirri
slysahættu sem slíkt hefur í för með
sér. Bæjaryfirvöld í samstarfi við
Vegagerð ríkisins vinna jöfnum
höndum að auka öryggi íbúanna með
bættum umferðarmannvirkjum.
Verið er að hanna mislæg gatnamót á
Reykjanesbrautina við Lækjargötu
og flutning brautarinn-
ar upp fyrir kirkjugarð
með mislægum gatna-
mótum við Kaldársels-
veg og tengingu þaðan
við nýtt Áslandshverfi.
Tenging göngu- og
hjólreiðastíga til Garða-
bæjar er í undirbúningi
í samvinnu við bæjaryf-
irvöld þar. Til að auka á
öryggi íbúanna inni í
hverfunum hefur bæj-
arstjórn Hafnarfjarðar
samþykkt áætlun þar
sem öll íbúðarhverfi í
bænum verða á næstu
árum gerð að svoköll-
uðum 30 km hverfum.
En hvar getur hinn almenni íbúi lagt
sitt af mörkum í markvissri baráttu
gegn umferðaróhöppum? Á höfuð-
borgarsvæðinu eru farnar 700.000
ferðir einstaklinga á dag. Aðeins 4%
af þessum ferðum eru með almenn-
ingsvögnum en hin 96% eru með
einkabílum. Í tilefni af umferðarviku
í Hafnarfirði finnst mér rétt að vekja
íbúana til umhugsunar um alla
óþörfu skottúrana sem auka á um-
ferðarvanda og hættu. Með því að
fólk hugsi um það eitt að safna erind-
um saman í færri ferðir má draga
verulega úr umferð. Umræðan um
hættuna sem skapast af því að keyra
börnin í skólann er aldrei nauðsyn-
legri en nú. Það hlýtur að vera of-
arlega á óskalistanum að minnka um-
ferðarþvöguna framan við skólana
með einhverjum hætti og við foreldr-
ar verðum að líta í eigin barm í þeim
efnum. Það er öfugsnúið þegar mað-
ur heyrir að fólk þori ekki annað en
að keyra börnin í skólann af áhyggj-
um við hina miklu umferð sem er við
skólana.
Færri ferðir –
færri óhöpp
Sigurður
Einarsson
Höfundur er formaður skipulags- og
umferðarnefndar Hafnarfjarðar og
formaður samvinnunefndar um
svæðisskipulag höfuðborgar-
svæðisins.
Umferðarvika
Umræðan um hættuna
sem skapast af því að
keyra börnin í skólann
er, að mati Sigurðar
Einarssonar, aldrei
nauðsynlegri en nú.
FYRIR skömmu var
boðað til aðalfundar hjá
ungliðahreyfingunni
Heimdalli í Reykjavík.
Ég hef verið flokks-
bundin síðan ég var 16
ára í Sjálfstæðisflokkn-
um og hef alla tíð haft
mikinn áhuga á pólítík.
Þess vegna fannst mér
tilvalið þegar ég lauk
mínu námi og fluttist
búferlum til Reykjavík-
ur að skrá mig í Heim-
dall. Ég hef reynt að
fylgjast með því sem
ungliðahreyfingarnar
hafa verið að gera síð-
ustu ár og viðurkenni
að mér hefur ekkert litist neitt sér-
staklega vel á þær yfirlýsingar sem
stjórn Heimdallar hefur gefið út.
Kanski einmitt þess vegna fannst
mér tilvalið að ganga í félagið og
reyna að hafa jafnvel áhrif á málefna-
starf þar inni. Það virtist ekki vera
flókið mál að ganga í félagið en það er
gefinn kostur á því á heimasíðu
Heimdallar og gerði ég það í byrjun
ágúst. Ég hafði áhuga á því að kom-
ast á SUS-þingið og sótti um það.
Það var gefið til kynna að ég yrði lát-
in vita ef ég yrði ein af þeim heppnu
og beið ég því eftir því að haft yrði
samband. Ekkert gerðist þannig að
ég tók því þannig að ég hefði ekki
komist þar inn. Ég komst í samband
við nokkra unga menn úr Heimdalli
rétt eftir SUS-þingið og sögðu þeir
mér að ég hefði verið skráð inn á
þingið sem þingfulltrúi frá Heimdalli.
Ég get nú varla lýst vonbrigðum
mínum yfir þessu og skildi ég ekki al-
mennilega hvernig ég hefði getað
verið skráð þar inn en ekki látin vita.
Ég ákvað samt að láta ekki deigan
síga og stefndi á það að komast á að-
alfund Heimdallar. Fannst það auð-
sótt mál að fá að taka þátt þar sem ég
hafði nú einu sinni verið fulltrúi fé-
lagsins á sambandsþinginu. Við nán-
ari athugun komst ég
þó að því að ég hefði
skipt um lögheimili of
seint og væri því vafa-
atkvæði í kosningum
fyrir nýjan formann.
Stórundarlegt mál
reyndar miðað við það
sem á undan hefði
gengið en mín mistök...
Ég ákvað samt að drífa
mig á fundinn þar sem
mér hafði verið sagt að
líklega fengi ég að kjósa
og þetta væri allt hið
besta mál. Ég mætti á
aðalfundinn í Valhöll
rétt fyrir kl. 18 mánu-
daginn 24. september.
Það var fjöldi manns mættur á svæð-
ið og sá ég að engu hafði verið logið á
mér, þessir aðalfundir væru greini-
lega öflugir og líklega væri félagið
sterkara en ég hafði gert mér í hug-
arlund. Það kom fljótlega í ljós að þar
sem ég var ekki skráð í félagatalið
fengi ég líklega ekki að sitja fundinn
en ég mátti líklega kjósa. Ég skildi
nú ekki alveg rökin í því vegna þess
að á venjulegum aðalfundum er
kosning formanns og stjórnar yfir-
leitt mjög aftarlega á dagskrá og
hvernig átti ég að fara að því að kjósa
ef ég hafði ekki heimild til að sitja
fundinn? Ég sem nýr félagsmaður
hafði áhuga á því að heyra skýrslu frá
stjórn síðasta árs og auðvitað fram-
boðsræður kandídata áður en endan-
leg ákvörðun yrði tekin um hvern ég
vildi sjá í forsvari. Eftir að hafa kann-
að lög Heimdallar þá segir í 13. grein
að kosning stjórnar sé í sjötta lið eða
þeim síðasta áður en önnur mál eru
tekin fyrir. Þessari röðun er ekki
hægt að breyta nema með samþykki
aðalfundar. Þar sem ég stóð í röðinni
(búin að bíða líklega í rúman hálf-
tíma) ásamt sjálfsagt á milli þrjú og
fjögur hundruð manns verð ég vör
við að eitthvað er að gerast inni í
fundarsal 1 í Valhöll. Stuttu seinna
kemur öll strollan sem hafði áður
verið hleypt inn og sagt var að kosn-
ingar væru hafnar. Ég kemst að því
seinna að þar sem fundarsalurinn var
orðinn fullur hafði fundurinn verið
settur þrátt fyrir að fyrir utan biði
meira en helmingur af fundargestum
eftir því að fá að komast inn. Fund-
arstjóri samþykktur, kjörstjórn sam-
þykkt og síðan tillaga borin upp um
að kosningar yrðu færðar fram fyrir
aðra liði þar sem svo margir væru
komnir eingöngu til að kjósa. Eru
þetta eðlileg vinnubrögð að aðeins
hluti af fundargestum sem mættir
eru á staðinn (þar sem hinum er ekki
hleypt inn) fái að segja til um hvort
eigi að hliðra dagskránni til? Hvernig
eiga félagsmenn að geta tekið
ákvörðun um hvern eigi að kjósa þeg-
ar þeir hafa hvorki séð né heyrt hvað
kandídatar hafa fram að bjóða? Eru
það eðlileg vinnubrögð að breyta
dagskránni á þeim forsendum að fólk
sé bara komið til að kjósa? Er það
ekki kaldhæðnislegt af nýkjörnum
formanni Heimdallar að stæra sig af
því í fjölmiðlum að ástæðan fyrir svo
miklum fjölda á aðalfundi sé góð verk
stjórnar Heimdallar síðasta árs þeg-
ar um augljósa smölun í kosningu er
að ræða? Það er auðvitað spurning
hvort það sé beint í mínum verka-
hring að gagnrýna skipulag fé-
lagsstarfs Heimdallar og form aðal-
fundar sem félagsmaður þar sem ég
virðist alls ekki vera orðin fé-
lagsmaður ennþá. Þrátt fyrir það get
ég ekki orða bundist og læt það
flakka því jú, það er málfrelsi á Ís-
landi í dag.
Aðalfundur
Heimdallar?
Fjóla Margrét
Hrafnkelsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Stjórnmál
Eru það eðlileg
vinnubrögð, spyr
Fjóla Margrét Hrafn-
kelsdóttir, að breyta
dagskránni á þeim
forsendum að fólk sé
bara komið til að kjósa?