Morgunblaðið - 02.10.2001, Síða 19

Morgunblaðið - 02.10.2001, Síða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 19 Kosmeta Síðumúla 17 • Sími 588 3630 Hárið glampar og glansar STANGVEIÐIFÉLAG Selfoss lýs- ir nú eftir stangveiðimönnum, með flugustangir, sem eru til- búnir að koma á veiðisvæði félags- ins í Ölfusá á Selfossi og veiða lax í klak, nú eftir að veiðitímabilinu lýkur. Fyrirhugað er síðan að ala seiði og setja þau næsta vor í kví- ar á veiðisvæðunum og sleppa þeim síðan þegar þau eru tilbúin. Þessar aðgerðir félagsins eru lið- ur í því að auka laxagengd á veiði- svæðin og efla stangveiðina. Ágúst Morthens, kaupmaður í Veiðisporti á Selfossi, sem hefur umsjón með veiðisvæðunum á Sel- fossi, segir að settar hafi verið laxakistur í ána á veiðisvæðunum þar sem hægt sé að geyma laxinn sem veiddur er í klak. Hann sagði miklar vonir bundnar við þessar aðgerðir til að efla stangveiðina en til þess að það gæti orðið þyrfti að hjálpa ánni. Alls veiddust í sumar 136 laxar en í fyrra veiddust ríflega 200. Ágúst sagði að á einu veiðisvæð- inu hefðu verið settir út steinar til þess að fá laxinn til að stöðvast og svo virtist sem það hefði skilað ár- angri því laxinn hefði tekið rétt neðan við steinana. Þeir stang- veiðimenn sem vilja munda flugu- stöngina og taka þátt í klakveið- inni geta haft samband við Ágúst, sem sagði að laxinn væri nú lagst- ur á veiðisvæðunum. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ágúst Morthens í Veiðisporti bendir á eina laxakistuna í Ölf- usá, á miðsvæðinu á Selfossi. Veiða lax á flugu í klak Selfoss VERULEGUR vöxtur varð í Norð- fjarðará í miklu rigningarveðri sem gekk yfir um helgina. Við það grófst undan þeim stöpli brúar- innar sem skemmdist í vatnavöxt- unum í lok ágúst og búið var að gera við til bráðabirgða. Stöpullinn seig um nokkra senti- metra og varð að takmarka umferð yfir brúna við 7 tonna öxulþunga. Vegagerðin brást skjótt við og hóf að koma fyrir grjóti við stöpulinn til að beina vatnsflaumnum frá. Í gær- kvöldi var brúnni lokað til morguns. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Hér má sjá hvernig stöpullinn hefur losnað frá brúargólfinu. Brúin yfir Norðfjarðará skemmist aftur Neskaupstaður VERIÐ er að kanna hvort koma eigi fyrir fjarfundabúnaði í Grunnskól- anum á Finnbogastöðum í Árnes- hreppi. Að sögn Gunnsteins Gísla- sonar, oddvita í Árneshreppi, er ekki endanlega ákveðið hvenær eða hvort af þessu verður en líklegt að ef af því verður verði það fljótlega. Inntur eftir því hvaða kennslu- greinar yrðu þá kenndar með slík- um hætti segir hann enn eiga eftir að móta það. Hann segir fimm nem- endur vera í Grunnskólanum á Finnbogastöðum. Ekki segir hann ákveðið hvaðan kennt yrði. Fjarkennsla hefur farið fram í um tvö ár í Grunnskólanum á Hólmavík og gefist mjög vel að sögn skóla- stjórans Victors Arnar Victorsson- ar. „Þetta hófst sem tilraun fyrir um tveimur árum á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga,“ segir Vic- tor og bætir við að skólinn fjarkenni yfir á Broddanes, sem er í um 50 km fjarlægð. Á þessari önn er það tungumálakennsla, enska og danska, sem fer fram með fjar- kennslu og segir Victor þrjár stúlk- ur nýta sér þetta í dag. Hann segir þó breytilegt eftir önnum hvaða námsgreinar séu kenndar með þessu hætti. Hann segir einn aðaltilgang fjar- kennslunnar vera félagslega þátt- inn. Aðspurðurhvort Grunnskólinn á Hólmavík sé eini grunnskólinn sem bjóði upp á fjarkennslu í dag segist hann ekki hafa heyrt um annan grunnskóla og telur það því mjög líklegt. Fjarkennsla í grunnskól- unum tengir byggðirnar Strandir UNDANFARIÐ hefur verið unnið við að steypa upp fjórar brýr í Fljótsdal á vegum Malarvinnslunnar á Egilsstöðum. Eru þær yfir Jök- ulsá, sem er langstærsta brúin, Hengifossá, Bessastaðaá og Gilsá. Sigurþór Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Malarvinnslunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að á tæpum þremur sólarhringum yrði fyrsti áfangi brúar yfir Jökulsá steyptur upp. Hún verður alls 250 metra löng, en fyrsti áfangi upp- steypunnar felst í 112 lengdarmetr- um í brúargólfi. Byrjað er á miðjunni og þá á endum og fara um 730 rúm- metrar af steypu í þennan áfanga, en alls verða þeir 2.063. Hafliði Hjarð- ar, verkstjóri á staðnum, segir mannskapinn ná að steypa um 17,5 rúmmetra á klukkustund, en yfir 60 manns koma að verkinu í þessari lotu og er unnið á vöktum allan sóla- hringinn. Steypan í brúna yfir Jökulsá er flutt um 35 km veg frá steypustöð Malarvinnslunnar á Egilsstöðum og fara steypubílarnir í kringum 140 ferðir með steypu. Samkvæmt útboðsgögnum á Jök- ulsárbrúin að vera tilbúin 1. júní á næsta ári. Annar áfangi verksins, 70 lengdarmetrar, er ráðgerður eigi síðar en í nóvember og þriðji áfangi í janúar nk. Verklok eru sett á 1. júní sama ár. Hengifossár- og Bessastaðaár- brýr eru tilbúnar, en jafnhliða öðrum áfanga brúarinnar yfir Jökulsá, verður farið í byggingu Gilsárbrúar. Um 270 milljónir króna kostar að byggja brýrnar fjórar í Fljótsdal. Brúin yfir Jökulsá í Fljótsdal er stærsta einstaka verkefni Malar- vinnslunnar hingað til, en á döfinni hjá fyrirtækinu er bygging blokkar og einbýlishúsa í nýju hverfi í Egils- staðabæ. Morgunblaðið/Steinunn Ásmunds Starfsmenn Malarvinnslunnar á Egilsstöðum leggja nótt við dag í upp- steypu 250 m langrar brúar yfir Jökulsá í Fljótsdal. Steypa upp fjórar brýr í sama dalnum Egilsstaðir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.