Morgunblaðið - 12.10.2001, Side 18

Morgunblaðið - 12.10.2001, Side 18
AKUREYRI 18 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                                             !   "  #    "    $%&' ( )(*+,& - ,.' )/ 01234(&( *45 (6. 6 )/ 7(&25.( +(6,.5 *45& 65./ 01234(& 65./ 7 ,6*.'& 6./(&( 8((. *.65&(&( 5&( . )(*+,269:&,, ;65& 199 .     "         "                     UMHVERFISRÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi sínum í vikunni að leggja til við bæjarstjórn að göngugötunni verði breytt í vistgötu og að gatan verði opin fyrir umferð ökutækja frá kl. 10–22 alla daga vik- unnar. Á vistgötu eiga gangandi vegfarendur réttinn gagnvart bíla- umferð. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur tillaga umhverfisráðs fengið mjög jákvæð viðbrögð hjá hagsmunaaðilum í miðbænum. Guð- mundur sagði það sína skoðun að hægt væri að hleypa umferð á göt- una með tilltölulega litlum tilkostn- aði, þótt vandað yrði til verka. Hann sagði jafnframt að þegar færu um 50 bílar um götuna á dag. Gangi hugmyndir umhverfisráðs eftir er gert ráð fyrir að gatan verði opnuð fyrir umferð nú fyrir jólaverslunina. Í tillögunni er jafnframt gert ráð fyrir að loka megi götunni tíma- bundið, að fengnu leyfi tæknideild- ar, vegna viðburða sem þar fara fram. Umhverfisráð samþykkti að fela tæknideild bæjarins að gera tillögur að lágmarksbreytingum til þess að gatan geti talist vistgata. Jafnframt beinir umhverfisráð því til bæjar- ráðs að útboði samkvæmt fyrirliggj- andi tillögum verði frestað um óákveðinn tíma. Framkvæmdaráð vill bíða Eins og fram hefur komið hafa framkvæmdir við endurbætur á göngugötunni farið tvisvar í útboð að undanförnu. Tilboðin tvö sem bárust voru vel yfir kostnaðaráætl- un og var þeim hafnað af fram- kvæmdaráði og framkvæmdum frestað. Samþykkt umhverfisráðs er til komin vegna erindis frá Miðbæj- arsamtökunum, varðandi möguleika á takmarkaðri umferð um göngu- götuna. Erindi Miðbæjarsamtak- anna fór einnig fyrir framkvæmda- ráð, sem hafnaði erindinu á fundi sínum í síðustu viku. Framkvæmda- ráð benti jafnframt á að stefnt væri að því að bjóða út endurbætur á götunni strax eftir áramót og að verkinu yrði lokið fyrir sumarbyrj- un. Tillaga umhverfisráðs til bæjarráðs Bílaumferð verði hleypt á göngu- götuna fyrir jól SKÓLASTOFAN sem lokað var í Brekkuskóla er á þriðju og efstu hæð gamla barnaskólahússins. Stof- unni var, eins og fram hefur komið, lokað vegna þess að hún hélt hvorki vatni né vindum og af þeim sökum áttu skordýr ýmiss konar greiða leið þar inn. Sigmar Ólafsson, aðstoð- arskólastjóri Brekkuskóla, sagði skordýrin smjúga víða inn í stofuna, bæði með gluggum og sprungum í veggjum. Skólahúsnæðið er illa far- ið enda komið til ára sinna, veggir eru illa farnir og flestir gluggar í húsinu ónýtir. Sigmar sagði að stof- an væri þrifin af og til og svo virtist sem skordýrin dræpust fljótlega eft- ir að inn í stofuna er komið því ekki hefur borið á þeim utan stofunnar. Bæjaryfirvöldum er vandinn kunnur og er unnið að úttekt á ástandi skólahúsanna tveggja við Brekkuskóla. Skordýrin á efstu hæð Morgunblaðið/Kristján Sigmar Ólafsson, aðstoðarskólastjóri Brekkuskóla, í skólastofunni sem lokað hefur verið. Hann sagði að eftirsjá væri að stofunni þar sem útsýni úr henni væri einkar fallegt. Gluggar í eldra húsnæði Brekkuskóla eru mjög illa farnir. Þar er orðið lítið hald fyrir stormjárn. Skordýr í einum glugga skólastofunnar sem lokað hefur verið í Brekkuskóla. BORUN eftir heitu vatni í Laufás- landi í Grýtubakkahreppi, sem stað- ið hefur yfir að undanförnu, varð árangurslaus og sagði Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri að leit eftir heitu vatni yrði lögð til hliðar í bili og staðan endurmetin. Til stóð að bora 300 metra djúpa holu gegnt bænum Skarði en við árbakka Fnjóskár hefur fundist yf- irborðsvatn sem er rúmlega 20 gráða heitt jafnt að sumri sem vetri. Guðný sagði að niðurstaðan hefði ekki verið viðunandi, vatnið hefði kólnað í þeim tveimur holum sem boraðar voru og því hafi aðeins verið farið niður á 110 og 180 metra dýpi. Nánast enginn árangur hefur orðið af borunum eftir heitu vatni í hreppnum á undanförnum árum en Guðný sagðist þó ekki hafa gefist upp. Hins vegar yrði að taka málið til endurskoðunar þar sem sveitar- félagið hefði ekki ótakmarkað fjár- magn til verkefnisins. Borun eftir heitu vatni árangurslaus STJÓRNENDUR Mjallar hf. og Keflavíkurverktaka hafa skrifað undir samning um kaup síðar- nefnda fyrirtækisins á öllum hreinsiefnum og stoðvörum sem notaðar eru í þrifum hjá fyrirtæk- inu. Keflavíkurverktakar munu einnig kaupa ráðgjafa- og sérfræði- þjónustu af Mjöll. Um er að ræða fjölmargar teg- undir hreinsi- og þrifefna sem Mjöll framleiðir í verksmiðju sinni á Ak- ureyri og er einnig gert ráð fyrir að Mjöll þrói ný hreinsiefni í samvinnu við Keflavíkurverktaka gerist þess þörf. Andvirði þessa samnings er á annað hundrað milljónir króna. Keflavíkurverktakar gerðu ný- verið fimm ára samning við Varn- arliðið á Keflavíkurflugvelli um þrif á bróðurparti húseigna Varnarliðs- ins, en hann tók gildi 1. október síð- astliðinn. Mjöll varð til í sumar við sam- runa þriggja fyrirtækja á hreinlæt- isvörumarkaði, Mjallar, hreinlætis- vörudeildar Sjafnar og Sáms. Starfsstöðvar eru á Akureyri, þar sem öll framleiðsla fer fram, og í Reykjavík. Mjöll semur við Keflavíkurverktaka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.