Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í FRÉTT á heimasíðu Neytenda- samtakanna er þess krafist að olíu- félögin lækki verð á bensíni taf- arlaust þar sem verð á heimsmarkaði hafi farið lækkandi allt frá 11. september sl. Segir að samtökin geti ekki fallist á að beðið verði með lækkun til næstu mán- aðamóta. Bjarni Bjarnason, aðstoðarfor- stjóri Olíufélagsins hf., tjáði Morg- unblaðinu að ekki stæði til nú frek- ar en áður að reikna út nýtt verð á eldsneyti fyrir en um næstu mán- aðamót. Útsöluverð væri reiknað út frá meðalverði allra innkaupa mánaðarins og þar sem enn væri ekki lokið öllum innkaupum í þess- um mánuði lægju útreikningar ekki fyrir fyrr en í mánaðarlok. Kvaðst hann engu geta spáð um hugsanlegar verðbreytingar þá. Á heimasíðu Neytendasamtak- anna segir að eldsneytisverð hafi lækkað verulega á heimsmarkaði um síðustu mánaðamót en ekkert íslensku olíufélaganna hafi þá séð ástæðu til að lækka smásöluverð sitt. „Neytendasamtökin geta ekki fallist á að beðið verði til næstu mánaðamóta, eins og olíufélög virð- ast vilja, enda dæmi um verðbreyt- ingar á öðrum dögum ef olíufélög- unum hefur hentað svo,“ segir m.a. í frétt Neytendasamtakanna. MEIRA en 100 manns á Vest- fjörðum eru í fjarnámi við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Kennaraháskóla Íslands, sam- kvæmt tölum frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Fjarnemendur fyrir vestan hafa aldrei verið fleiri en flestir þeirra eru í Ísafjarðarbæ og konur eru í meirihluta. Flestir þessara nemenda eru í rekstrarfræði við Háskólann á Ak- ureyri eða 46, þar af 35 úr Ísa- fjarðarbæ og Bolungarvík og 11 frá Vesturbyggð, þ.e. frá Patreks- firði, Bíldudal og Tálknafirði. Auk þess eru níu nemendur frá Ísafirði í hjúkrunarfræði við HA. 32 nem- endur eru við Kennaraháskólann og flestir frá Ísafjarðarbæ. 23 eru í grunnskólakennaranámi, tveir í íþróttakennaranámi, þrír í leik- skólakennaranámi og fjórir í þroskaþjálfanámi. Við Háskóla Ís- lands eru átta nemendur frá Ísa- firði í íslensku, þrír í náms- og starfsráðgjöf, tveir frá Patreks- firði í ferðamálafræði og tveir Ís- firðingar í stærðfræði. Smári Haraldsson, forstöðumað- ur Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, segir að aldrei hafi verið eins margir í fjarnámi á háskólastigi á Vestfjörðum. Hann segir að Kenn- araháskólinn hafi byrjað fjar- kennslu á Vestfjörðum fyrir um áratug og margir kennarar á Vest- fjörðum hafi fengið sín réttindi í gegnum fjarnám. 1998 hafi fjar- nám í hjúkrunarfræði hafist og þá hafi fjarnámið lyfst á hærra stig með notkun fjarkennslubúnaðar. Auk þess segir hann að tölvuforrit og tölvupóstur séu notuð við kennsluna. Les- og vinnuaðstaða Fræðslumiðstöð Vestfjarða hef- ur komið upp les- og vinnuaðstöðu fyrir fjarnemendur í heimavist Menntaskólans á Ísafirði og í Fé- lagsheimilinu á Patreksfirði. MÍ hefur reyndar séð fjarnemum í hjúkrunarfræði fyrir aðstöðu und- anfarin þrjú ár en vegna mikillar fjölgunar fjarnema var viðkomandi húsnæði of lítið og hefur skólinn því bætt um betur. Aðstaðan er fyrir alla í fjarnámi og mikið notuð, en Smári segir að nemendur séu að vinna að stofnun félags fjarnemenda á Ísafirði til að efla hópinn enn frekar. Allt nám fyrir alla Að sögn Smára má gera því skóna að þennan mikla áhuga á fjarnámi á Vestfjörðum megi rekja til þess hve námið fór vel af stað. Það hafi vakið athygli og áhuga og verið merki um eitthvað sem mætti gera á Vestfjörðum. Nú væru Vestfirðingar að ganga í gegnum miklar breytingar, til dæmis í atvinnulífinu, og sér kæmi ekki á óvart að fólk teldi að það þyrfti að ná sér í aukna menntun til að takast á við nýja veröld. Smári segir að almennt sé fólk í fjarnámi sem hefur verið fram- arlega í atvinnulífi, félagslífi og menningarlífi. „Þetta er kröftugt fólk,“ segir hann og bætir við að það ryðji brautina en draumurinn sé að allir geti stundað allt nám í fjarnámi óháð búsetu. Yfir hundrað manns í fjarnámi á Vestfjörðum UM HELGINA taka KFUM og KFUK tveggja hæða strætisvagn formlega í notkun í tengslum við æskulýðsstarfið en vagninn er hugsaður sem starfsstöð á hjólum með leiktækjum og fund- araðstöðu. Ragnar Schram, sem sér um vagninn og starfsemina í honum, segir að í fyrstu sé gert ráð fyrir fimm fundum í vagninum viku- lega fyrir elstu krakkana í grunnskóla. Þrisvar í viku verða fundir í Grafarvogi, einu sinni í Grafarholti og einu sinni í Hafn- arfirði. Hann segir að í Graf- arvogi sé um gott samstarf við Borgaskóla að ræða og þurfi t.d. mikið gólfpláss á einhverjum fundi eða mæting verði óvenju- mikil verði viðkomandi fundur fluttur í skólann. Sambærilegt samstarf sé við Hauka á Ásvöll- um í Hafnarfirði. Dagskráin er hugsuð þannig að á hverju kvöldi fer vagninn ákveðinn hring í ákveðnu hverfi til að ná í unglingana. Þegar komið er á fundarstað fá krakk- arnir ákveðinn tíma til að vera í leiktækjunum á neðri hæð vagns- ins en þar verða leikjatölvur, pílukast, þythokkí og fleira. Síð- an verður hefðbundinn fundur að hætti félaganna og að honum loknum gefst tími til að fara aft- ur í leiktækin áður en ekið verð- ur með krakkana heim. Kjartan Jónsson, fram- kvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík, segir að hugmyndin hafi verið að gerjast hjá fé- lagsmönnum í nokkur ár og ákveðið hafi verið að láta reyna á hana núna. Evrópusambandið veitti frumkvöðlastyrk til kaupa á vagninum, sem kostar hingað kominn um 1,7 milljónir, að sögn Kjartans, en hann segir að bilið verði brúað með auglýsingum og styrkjum velviljaðra manna og fyrirtækja og sama eigi við um rekstrarkostnaðinn. „Við hugsum þetta sem starfsstöð á hjólum,“ segir hann og bætir við að vagn- inn verði m.a. notaður í miðbæj- arstarfinu um helgar. Vagninn verður tekinn form- lega í notkun við aðalstöðvar KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík kl. 20.30 nk. laug- ardag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Breski tveggja hæða strætisvagninn er kominn til landsins og verður formlega tekinn í notkun hjá KFUM og KFUK á laugardag, en gera þarf nokkrar breytingar á honum vegna starfseminnar. KFUM og K með tveggja hæða starfsstöð á hjólum Krefjast lækkunar á bensín- verði „ÞETTA samkomulag ætti að sýna svo ekki verður um villst að við hlut- hafarnir höfum mikla trú á Leikfélagi Íslands og erum tilbúnir til að leggja mikið á okkur til að framtíð þess sé tryggð,“ sagði Hallur Helgason, stjórnarformaður félagsins, í samtali við Morgunblaðið í gær en þá ákvað stór hópur hluthafa félagsins að auka hlutafé þess um nær 40 milljónir. „Við höfum einnig fengið vilyrði aðila úr atvinnulífinu um stuðning eða hluta- fjárkaup upp á um 20 milljónir,“ segir hann. Hallur segir að hlutafjáraukningin sé þeim skilyrðum háð að samningur náist við Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytið til fimm ára þar sem ríki og borg myndu leggja Leikfélagi Íslands til 10 milljónir hvort á næsta ári er stighækki síðan árlega í 20 milljónir frá hvoru í lok samningstímans. Samningurinn er forsenda áframhaldandi leikhús- rekstrar félagsins. „Þessi samningur er sambærilegur þeim sem er í gildi milli Hafnar- fjarðarbæjar, Hafnarfjarðarleikhúss- ins og menntamálaráðuneytisins. Reykjavíkurborg hefur þegar fallist á þetta fyrirkomulag til ársloka 2003 og við vonumst til að menntamálaráðu- neytið mæti því. Á móti mun Leik- félag Íslands halda áfram starfrækslu kraftmikils leikhúss. Við höfum lagt til að félagið skuldbindi sig til að setja upp árlega að minnsta kosti eitt ís- lenskt verk, eitt erlent og eitt barna- leikrit auk annarra verkefna að eigin vali,“ segir Hallur. Hann lagði áherslu á að fjárhags- vandi Leikfélags Íslands væri að miklu leyti til kominn vegna kostn- aðarhækkana við rekstur leikhúsa á Íslandi á sama tíma og miðaverð í leikhús hefði nánast staðið í stað und- anfarin sjö ár. „Nánast allar okkar tekjur koma af miðasölu og þrátt fyrir góða aðsókn að sýningum hefur okkur ekki tekist að standa undir launa- og kostnaðar- hækkunum undanfarinna ára upp á yfir 100%. Við megum ekki gleyma því að Leikfélag Íslands hefur staðið fyrir leiksýningum sem hafa fengið aðsókn 12–25% af heildarfjölda leik- húsgesta á landinu ár hvert. Sam- starfssamningurinn sem við leggjum til nú nemur innan við 2% af þeim fjármunum sem opinberir aðilar verja til greinarinnar,“ sagði Hallur Helga- son. Boða 40 milljóna króna aukningu hlutafjár Morgunblaðið/Golli Þeir stofnuðu Leikfélag Íslands: Á bekknum sitja f.v. Stefán Hjörleifs- son, Hallur Helgason og Magnús Geir Þórðarson og að baki þeim standa Sæmundur Norðfjörð, Baltasar Kormákur, Örn Árnason, Sig- urður Sigurjónsson, Breki Karlsson og Karl Pétur Jónsson. MINNIHÁTTAR tafir urðu á flugi Flugleiða frá Kaupmanna- höfn í gærmorgun auk þess sem farangur vélarinnar var skilinn eftir þar til síðar um daginn. Ástæða þessa voru að- gerðir sem gripið var til á Kastrup-flugvelli vegna gruns um að sprengja leyndist í einni af þremur byggingum flug- stöðvarinnar. Flugstöðvarbyggingin var rýmd eftir að gegnumlýsing á farangri farþega leiddi í ljós að í ferðatösku var grunsamlegur hlutur með vírum, sem hugsan- lega gat verið sprengja. Sprengjusérfræðingar voru kallaðir til en síðar kom í ljós að um vekjaraklukku var að ræða. Að sögn Guðjóns Arngríms- sonar, upplýsingafulltrúa Flug- leiða, hafði þetta ekki mikil áhrif á starfsemi þeirra. „Þarna var flugvél frá okkur á leiðinni til Íslands sem tafðist um hálf- tíma en farþegarnir, rúmlega 100 manns, fóru með henni heim. Hann segir að þó hafi 4–5 farþegar misst af vélinni vegna þess að flugstöðvarbygging- unni var lokað um tíma. „Sömu- leiðis varð farangurinn strand. Hann fór ekki með þessari vél heim heldur með vélinni seinni- partinn.“ Umrædd ferðataska var, að sögn Guðjóns, ekki hluti af þeim farangri sem átti að fara með vél Flugleiða til Íslands. Farangur varð eftir á Kastrup- flugvelli ÞREMUR golfbílum var stolið úr golfskálanum við Korpúlfs- staði á miðvikudagskvöld en vegfarandi tilkynnti til lögreglu að verið væri að aka golfbifreið á göngustíg við Strandveg í Grafarvogi um klukkan hálftólf um kvöldið. Í ljós kom að búið var að stela þremur golfbílum úr skálanum en farið var inn um ólæstar dyr. Bílarnir fundust allir en einn bílanna var skilinn eftir við Vættaborgir, annar í Geldinga- nesi og sá þriðji niðri í fjörunni. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu voru fimm 17 ára piltar viðriðnir málið. Golfbíl- um stolið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.