Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 35 anskilinn, þótt allir sem best þekkja til segi fráleitt að undanskilja þann þátt. Síðastliðið vor er heldur betur gefið í og sami fullyrðir í þinginu að Sjálfstæðisflokkurinn ætli sér að selja vinum sínum Landssímann ódýrt og á undirverði. En í septem- ber er ráðist á flokkinn fyrir að fara ekki að ráðum markaðsráðgjafa og selja Landssímann við 12–20 millj- arða lægra verði en ríkisstjórnin hafði ætlað sér og vildi ekki snúa frá vegna stundar andstreymis. Það er sjálfsagt ekki létt hlutverk fyrir hefðbundna vindhana að þrífast, þegar þeir búa sífellt við svona hat- ramma samkeppni,“ sagði Davíð. Þingflokkurinn aldrei verið jafnsamheldinn og samtaka Samstarf þingmanna og ráðherra Sjálfstæðisflokksins og starfsand- inn í þingflokknum hefur verið einkar farsæll sl. tíu ár, sagði Davíð í ræðu sinni. Kvaðst hann geta fullyrt að þingflokkur sjálfstæðismanna hefði aldrei verið svo samheldinn og samtaka sem á undanförnu tíu ára tímabili. Vék hann einnig að alvarlegum afleiðingum hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum og ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að tryggja með lögum heimildir um ábyrgð á tryggingum flugfélaganna. ,,Sú aðgerð var um- deilanleg, en enginn annar kostur var til. Vonandi rætist fljótt úr, svo atbeini hins opinbera valds verði úr sögunni. En þetta mál minnti okkur rækilega á, hversu góða þjónustu við höfum í raun fengið í farþega- flugi til og frá landinu og ekki alltaf metið að verðleikum,“ sagði Davíð m.a. í setningarræðu sinni á lands- fundinum í gær. fjármálaráðherrann. Fjármálaráð- herrann hafði ekki aukið tekju- grundvöllinn með blekkingum og engin lög höfðu verið brotin. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi stað- reyndafælni stjórnmálamaður fær að draga annarlegar ályktanir af staðleysum einum og flytja þær at- hugasemdalaust í fjölmiðlum,“ sagði hann. Ekki létt hlutverk fyrir hefðbundna vindhana ,,Ekki vekja handhafar fjórða valdsins athygli á ótrúlegum hring- landahætti sama manns. Í árslok 1999 mælir viðkomandi eindregið með Kárahnjúkum sem aldeilis upp- lögðum virkjunarkosti. Fáeinum mánuðum síðar er komið allt annað hljóð í rokkinn. Þegar umdeildur úr- skurður skipulagsstjóra er felldur dásamar sami maður bersýnilega ólesinn 300 síðna úrskurðinn og kveður upp úr með, að það sé fráleitt og beinlínis hættulegt ef æðra stjórnvald breyti úrskurðinum verði hann kærður. Fimm vikum síðar er kúvent á ný og sagt að úrskurður skipulagsstjóra sé aðeins einn áfangi á langri leið og rétt sé að bíða með vangaveltur um málið þar til úrskurður ráðherra liggi fyrir og þá væri að vega og meta virkjanakost- inn. Enginn fjölmiðill reynir að grennslast fyrir um hvað valdi þess- um viðsnúningi öllum, og upplýsa al- menning um hann. Eins er með símann. Fyrir einar kosningarnar mætir áðurnefndur á fund til starfsmanna Landssímans og segist aldrei muni samþykkja að það fyrirtæki sé selt. Næst er allt í lagi að selja ef ákveðinn þáttur í starfsemi Landssímans sé bara und- æðismenn yrir tíu ár- ætur verð- ður dregið svokallaðs m 15% frá kar anda, r það sem um raun- tamálum. þetta er erum ekki karnir eru anga verði rirtæki al- r skattar i til innan kkar sjálf- m í lands- a haldið á ni. Við er- íkissjóður reytingar og sífellt ns og ég margföld attar skila freklegir attheimta dáða, svo ám saman fyrir vikið svo ríkissjóður fær á end- anum jafnmiklar og stundum meiri tekjur en var þegar skattar voru hvað ósanngjarnastir. Við stefnum að því að ríkissjóður verði nær skuldlaus í lok kjörtímabilsins og mun þá svigrúm enn aukast til að gera hvort tveggja, að lækka skatta enn frekar og einnig til að styrkja myndarlega úrræði sem tengjast mikilvægum samfélagslegum verk- efnum, svo sem velferðar-, mennta-, öryggis- og samgöngumálum svo fátt eitt sé nefnt,“ sagði Davíð í setn- ingarræðu sinni. Gagnrýndi stjórnmálamann fyrir ónákvæmni og fleipur Hann vék einnig að átökum í stjórnmálabaráttunni og gagnrýndi harðlega einn stjórnmálaandstæð- ing fyrir framgöngu hans að und- anförnu og sagði m.a.: ,,Fjölmiðlar kalla sig stundum fjórða valdið og ekkert er við því að segja, en einatt vantar að ábyrgðin fylgi með vald- inu, sem þessi fyrirtæki telja sig hafa. Stundum skýla fjölmiðlarnir sér á bak við viðmælendur sína sem fari með fleipur og það sé ekki fjöl- miðlanna að leiðrétta slíkt. Þetta er ekki endilega rétt. Þannig sáum við hvernig einn minnsti nákvæmnis- maður nútímastjórnmála fékk að dansa í fjölmiðlum nýverið með full- yrðingar um falskan grundvöll fjár- laga og stóryrði um að fjármálaráð- herra væri að ljúga upp landsframleiðslu til að geta hækkað skatt og væri að brjóta lög í leiðinni. Tveimur dögum síðar var orðið ljóst að allt var þetta í besta falli fljót- færnislegt fleipur en á grundvelli þess voru bornar þungar sakir á stæðisflokksins, kom víða við í setningarræðu á landsfundi í gær ð a- Morgunblaðið/Golli Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur setningarræðu landsfundarins. okks- sins í æsta a af- ninni nni. Morgunblaðið/Golli ,,VONDIR menn með vondan mál- stað hafa alltaf verið til, en vígtól og tæknibúnaður nútímans hafa fært hatursfullu hyski ný tækifæri sem það hikar ekki við að nota,“ sagði Davíð Oddsson er hann fjallaði sérstaklega um baráttuna gegn hryðjuverkamönnum undir lok setningarræðu sinnar á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Síðan sagði Davíð: ,,Osama bin Laden, sem nú trónir hæstur á þeim haug, sagði í viðtali fyrir þremur árum, að hann ætti ekki að- eins í stríði við bandarísk yfirvöld og hermenn þeirra. Sérhver mað- ur, sem greitt hefði skatt til banda- ríska ríkisins, væri að sínu mati réttdræpur. Og talsmaður ríkis- stjórnar talibana lýsti því yfir í fyrradag að stjórnin sú væri tilbúin að fórna tveimur milljónum manna í þágu málstaðarins. Þetta eru öfl- in, sem við er að fást,“ sagði Davíð. Vitnar í orðsendingu sem Churchill sendi til Hitlers ,,Til eru þeir sem telja að betra sé að tala við hermdarverkamenn- ina en að taka á þeim, því þeir hljóti að sjá að sér ef gætilega sé við þá talað. Halda menn virkilega að hermdarverkamennirnir sem drápu sjö þúsund menn á einu augabragði og reyndu að drepa tugi þúsunda til viðbótar hafi verið að biðja um fund?“ sagði Davíð. ,,Um hvað ætla menn að ræða við mann sem segir að sérhver borgari í Bandaríkjunum sé réttdræpur og undirstrikar orð sín með því að myrða sjö þúsund þeirra? Ætla þeir að ræða siðræn gildi? Það yrði ljóta umræðan og engum til gagns. Churchill, Breta bjargvættur, sendi á sínum tíma Hitler orðsend- ingu, sem þjóðir heims gætu nú sameiginlega sent öllum bin Lad- enum nútímans án þess að breyta orði. Orðsendingin hljóðaði svo: „We will have no truce or parley with you, or the grisly gang who do your wicked will. You do your worst – and we will do our best.“ „Við munum ekki ræða grið eða vopnahlé við þig eða þann viðbjóðs- lega glæpalýð sem fremur þín fólskuverk. Þú skalt gera þitt versta – við munum gera okkar besta.“ Baráttan gegn hryðjuverkum og orðsending Churchills ,,Við munum ekki ræða grið eða vopnahlé“ HÁTT í tvö þúsund manns voru viðstaddir setningu 34. lands- fundar Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll síðdegis í gær. Nálægt 1.200 fulltrúar sitja þingið sem stendur fram á sunnudag. Hannað hefur verið nýtt útlit á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, www.xd.is, og er landsfundurinn að þessu sinni sendur beint út á heimasíðunni. Ráðherrar sitja fyrir svörum Við upphaf landsfundarins í gær lék Lúðrasveit Reykjavíkur fyrir gesti, Karlakór Reykjavík- ur flutti nokkur lög og Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Björn Björns- son sungu einsöng við setning- arathöfnina. Í dag heldur dagskrá land- fundarins áfram kl. 9 þegar ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins sitja fyrir svörum. Eftir hádegi verð- ur m.a. fjallað um flokksstarfið, skipulagsmál flokksins og tillaga að stjórnmálaályktun verður kynnt. Þá hefst sérstök umræða um auðlindanýtingu kl. 16. Landsfundurinn sendur beint út á Netinu Jónmundur Guðmarsson ræðir við Þorgerði Gunnarsdóttur og Kjartan Magnússon á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Morgunblaðið/Golli DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra fjallaði um þær deilur sem uppi eru um sjávarútvegsmál og stjórn fiskveiða í setningarræðu sinni á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Sagði hann að í stjórnarsamstarfi verði flokkurinn að vera fús til málamiðlunar og samkomulags. ,,Meira að segja í viðkvæmustu deilumálunum eins og þeim sem að sjávarútvegi snúa hafa mál þokast nær sæmilegu samkomulagi en áður var. Þar mun þó lengi deilt og kannski svo lengi sem land byggist,“ sagði hann. Þarf ekki að deila um hvor hópurinn hefur gefið meira eftir ,,Allstór hópur flokksmanna hefur verið hlynntur svonefndu veiðileyfagjaldi á sjávar- útvegi og talið það eitt mesta réttlætismál sam- tímans. En engu fámennari hópur hefur verið því andsnúinn og talið það skaða sjávarútveginn og landsbyggðina. Ég hef skipað mér í síðari flokkurinn hafi af því bærilegan sóma. Sjáv- arútvegsráðherrann okkar er lipur og útsjón- arsamur maður, sem hefur unnið afburðavel og tekið starf sitt alvarlega. Hann er enginn ein- stefnumaður og hann er heldur enginn veifi- skati. Hann hefur ríkan vilja til þess að hlusta á rök og koma til móts við málefnaleg sjónarmið. Verk hans er ekki öfundsvert og við eigum öll að veita honum góðan atbeina að því verki,“ sagði Davíð. hópinn. Nú finnst sumum ekki nógu langt geng- ið í tillögum nefndar sem skilaði miklu áliti um framtíðarskipan sjávarútvegs, hvað þetta atriði varðar. Og um það má auðvitað deila eins og annað. En um hitt er ekki hægt að deila, hvor framangreindra hópa hefur gefið meira eftir þegar að grundvallaratriðinu sjálfu kemur og það eiga menn að muna og meta. Við skulum endilega takast á um sjávarútvegsmálin hér á fundinum, en við skulum gera það þannig að Skulum endi- lega takast á um sjávarút- vegsmálin Morgunblaðið/Golli Landsfundarfulltrúar fylltu sal Laugardalshallarinnar við setningu landsfundarins. isflokksins í Laugardalshöll í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.