Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði í setningarræðu
sinni á landsfundi flokksins í gær, að báðir
stjórnarflokkarnir væru því fylgjandi að í næsta
áfanga umbóta í skattamálum verði eignarskatt-
ar á fólk og fyrirtæki algjörlega afnumdir.
Davíð fjallaði m.a. í ræðu sinni um þær
skattalækkanir sem ákveðnar hafa verið og
sagði: ,,Við erum ekki hættir. Báðir stjórnar-
flokkarnir eru því fylgjandi að í næsta áfanga
verði eignarskattar á fólk og fyrirtæki algjör-
lega afnumdir. Þeir skattar ættu því að heyra
sögunni til innan fárra ára. Og ef áhrifa okkar
sjálfstæðismanna gætir áfram í landsstjórninni
mun áfram verða haldið á þessari braut í fram-
tíðinni,“ sagði hann.
Forsætisráðherra sagði einnig fullvíst að rík-
issjóður muni vel þola breytingar í skattamálum
vegna góðrar stöðu og sífellt minnkandi vaxta-
byrði. Fram kom í ræðu hans að markviss nið-
urgreiðsla á skuldum ríkissjóðs á undanförnum
árum þýddi að nú væri 20 milljörðum meira úr
að spila á heilu kjörtímabili.
Davíð fjallaði einnig um deilurnar um fisk-
veiðistjórnkerfið í ræðu sinni og sagði mál hafa
þokast nær sæmilegu samkomulagi en áður var.
,,Þar mun þó lengi deilt og kannski svo lengi
sem land byggist. Allstór hópur flokksmanna
hefur verið hlynntur svonefndu veiðileyfagjaldi
á sjávarútveginn og talið það eitt mesta réttlæt-
ismál samtímans. En engu fámennari hópur hef-
ur verið því andsnúinn og talið það skaða sjáv-
arútveginn og landsbyggðina. Ég hef skipað
mér í síðari hópinn. Nú finnst sumum ekki nógu
langt gengið í tillögum nefndar sem skilaði
miklu áliti um framtíðarskipan sjávarútvegs,
hvað þetta atriði varðar. Og um það má auðvitað
deila eins og annað. En um hitt er ekki hægt að
deila, hvor framangreindra hópa hefur gefið
meira eftir þegar að grundvallaratriðinu sjálfu
kemur og það eiga menn að muna og meta. Við
skulum endilega takast á um sjávarútvegsmálin
hér á fundinum, en við skulum gera það þannig
að flokkurinn hafi af því bærilegan sóma,“ sagði
Davíð.
Davíð Oddsson fjallaði um skattalækkanir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins
Eignarskattar á fólk og fyrir-
tæki afnumdir í næsta áfanga
Morgunblaðið/Golli
Ástríður Thorarensen fagnaði eiginmanni sínum, Davíð Oddssyni forsætisráðherra, að lokinni setningarræðu hans á landsfundinum. Davíð á vinstri
hönd er Sólveig Pétursdóttir en við hlið Ástríðar sitja Geir H. Haarde, Inga Jóna Þórðardóttir og Árni M. Mathiesen.
Landsfundur/34–35
Stjórnfyrirkomulag/2
FULLTRÚAR Íslands, Írlands,
Bretlands og Danmerkur fyrir
hönd Færeyinga hittust í gær í
Reykjavík á óformlegum fundi um
nýtingu Hatton-Rockall-svæðisins
en þessi ríki gera öll tilkall til
landgrunnsins á svæðinu. Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra seg-
ir þetta fyrstu fjórhliða viðræður
þessara ríkja og að þær marki því
nokkur tímamót í sögu málsins.
Unnið hefur verið að því í utan-
ríkisráðuneytinu undanfarin ár að
koma á þessum fundi. Segir utan-
ríkisráðherra að skriður hafi kom-
ist á málið er hann átti fund með
fyrrverandi utanríkisráðherra
Bretlands, Robin Cook. „Þessi
fundur nú var mjög jákvæður og
gagnlegur og var ákveðið að halda
annan fjórhliða fund á næstu mán-
uðum,“ sagði Halldór Ásgrímsson.
Hann sagði að til að lausn feng-
ist á afmörkun landgrunnsins á
Hatton-Rockall-svæðinu þyrfti
tvennt að koma til, annars vegar
samkomulag milli aðila um skipt-
ingu svæðisins á milli þeirra eða
það yrði nýtt sameiginlega og hins
vegar yrði að nást niðurstaða um
ytri mörk landgrunnsins gagnvart
alþjóðlegum hafsbotni með hlið-
sjón af tillögum hafsbotnsnefndar
Sameinuðu þjóðanna.
Utanríkisráðherra rifjaði upp
tillögu sína og iðnaðarráðherra um
að lagt yrði í ítarlegar rannsóknir
á landgrunninu sem standa myndu
í allmörg ár til að vinna tillögur af
hálfu Íslands og sagði hann því
mikið verk fyrir höndum. „Þótt
engin niðurstaða hafi fengist af
fundinum nú var það ekki tilgang-
ur hans heldur var ætlunin að
koma málinu áfram og hafa þjóð-
irnar ákveðið að halda þreifingum
sínum áfram,“ sagði ráðherra.
Hann kvað það vera áfanga að fá
fulltrúa þjóðanna fjögurra til að
þiggja boð um fund á Íslandi.
Formaður íslensku viðræðu-
nefndarinnar var Tómas H. Heið-
ar, þjóðréttarfræðingur utanríkis-
ráðuneytisins, en einnig voru í
nefndinni Helga Hauksdóttir
sendiráðsritari, Steinar Þór Guð-
laugsson og Karl Gunnarsson,
jarðeðlisfræðingar hjá Orkustofn-
un.
Fyrstu fjórhliða viðræð-
urnar um Hatton-Rockall
Tímamót að mati
utanríkisráðherra
SIGURÐUR Þorsteinsson iðnhönn-
uður átti bókað far með flugvélinni
sem fórst í Mílanó á mánudag, en
hann ákvað að fljúga degi fyrr en
ella eftir að honum var boðið að
halda fyrirlestur á Íslandi. Allir um
borð í vélinni létust, einn þeirra
samstarfsmaður hans.
Sigurður vinnur hjá verkfræði-
fyrirtæki sem heitir ABB og þurfti
að mæta á fund í Kaupmannahöfn á
mánudagsmorgninum. Því hafði
hann bókað far með vélinni sem
fórst. Viku áður en slysið varð
breytti hann ferðaáætlun sinni eftir
að hann var beðinn að halda fyr-
irlestur við Háskóla Íslands. Eig-
inkona hans, Carol Tayar, vinnur
fyrir fyrirtækið 66°N og þurfti hún
að vera komin hingað til lands á
mánudagsmorgni. Sigurður ákvað
því að vera samferða henni til Dan-
merkur á sunnudeginum.
Samstarfsmaður Sigurðar til
margra ára, Renato Dosmo, fórst í
slysinu. Sigurður segir að það hafi
verið sérkennileg tilfinning að fá
fréttir af slysinu og allir á fund-
inum hafi verið slegnir. „Það sló
okkur óhugur. Ég fattaði ekki strax
að ég hefði átt að vera í vélinni.
Þetta er óþægileg tilfinning, maður
sér hvað er stutt á milli og hvað til-
viljanir ráða miklu,“ segir hann.
„Við vorum heppin, maður veit
aldrei hvað bíður manns í lífinu,“
segir Carol. Þau segja að ættingjar
þeirra og vinir hafi óttast að þau
hafi verið í vélinni, því þeir hafi vit-
að að þau þyrftu að fara í gegnum
Danmörku á leiðinni hingað.
Átti bókað far
með vélinni sem
fórst í Mílanó
Óþægileg
tilfinning
Morgunblaðið/Golli
Sigurður Þorsteinsson og Carol
Tayar, eiginkona hans.
EINU sinni þekktist varla að
karlmenn tækju þátt í eldhús-
störfum. Sagt er að eftir að úti-
grillin komu til sögunnar hafi
sjálfstraustið vaxið og þeir fljót-
lega haldið innreið sína í eldhús-
ið með alla sína fylgihluti. Um
leið stækkuðu eldhúsin.
Í Daglegu lífi er fjallað um það
nýjasta í eldhúsinnréttingum.
Hjarta heimilisins/B2
Stærri eldhús fyrir karla