Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN
38 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
E
in óvæntasta hliðin
sem sést hefur á
stríði Bandaríkja-
manna og Breta
gegn hryðjuverka-
mönnum hefur borist frá landinu
Qatar við Persaflóa. Þar er að-
setur fréttasjónvarpsstöðv-
arinnar al-Jazeera, sem á Vest-
urlöndum hefur verið kölluð
CNN arabalandanna. Það voru
fréttamenn al-Jazeera sem komu
höndum yfir myndbandið er
sýndi óvininn í þessu stríði,
Osama bin Laden, bregðast við
árásunum á Afganistan daginn
eftir að þær hófust.
Þetta stríð, sem hefur verið
kallað ósýnilega stríðið, hefur að
sumu leyti verið sýnilegra og
fréttaflutningur af því haft fleiri
hliðar en Vesturlandabúar hafa
átt að venjast
þegar átök
hafa brotist út
með þátttöku
vestrænna
hersveita.
Þessi nýja
hlið á fréttaflutningnum er komin
frá Qatar.
Al-Jazeera er gervihnattastöð
sem sendir út fréttir allan sólar-
hringinn. Stöðin er í eigu stjórn-
valda í Qatar, og hefur verið
starfrækt í fimm ár. Sendingar
hennar munu ná til um 35 millj-
óna áhorfenda hvarvetna í araba-
löndunum og víðar. CNN hefur
nú gert samning við al-Jazeera
um útsendingar á efni stöðv-
arinnar þannig að það berst til
Vesturlanda einnig.
Fréttaflutningur al-Jazeera
hefur sætt gagnrýni úr öllum átt-
um. Stöðinni hefur verið legið á
hálsi að vera höll undir Vest-
urlönd – þá einkum Bandaríkin –
og hún hefur líka verið gagnrýnd
fyrir að taka málstað araba, og
reyndar allra hugsanlegra hags-
munaaðila. Að sæta gagnrýni
með þessum hætti úr öllum átt-
um bendir til þess að stöðin sé í
raun ekki vilhöll neinum.
Stöðin hefur útibú víða, til
dæmis í Bandaríkjunum og í Afg-
anistan, en talibanastjórnin þar
hefur rekið vestræna fréttamenn
úr landi. Það var einmitt frétta-
maður al-Jazeera í Kabúl,
Taysseer Alloon, sem fékk sent
myndbandið með bin Laden.
Kannski er ofsagt að hann hafi
fengið það sent, því mun hafa
verið fleygt út úr ómerktum bíl
fyrir utan skrifstofur hans seint
síðastliðið sunnudagskvöld.
Þessi nýja hlið á fréttaflutningi
af átökum gerir að verkum að
sem fjölmiðlastríð er stríð
Bandaríkjanna og Bretlands
gegn hryðjuverkamönnum öðru
vísi en önnur fjölmiðlastríð. Ekki
svo að skilja að þetta þýði endi-
lega að nú fyrst muni fjölmiðlar
geta gefið sannarlega rétta mynd
af stríðinu, heldur má fremur
segja að þarna hafi bæst við þær
hliðar sem almenningur fær að
sjá, og það sem meira er, þessi
hlið er ekki bara enn ein vest-
ræna hliðin.
Núna, eins og svo oft áður, er
klifað á þeim gamla vísdómi að
sannleikurinn sé fyrsta fórn-
arlambið í stríði. Það er að segja,
fjölmiðlar geti ekki greint satt og
rétt frá því sem sé á seyði, vegna
þess að stríðandi aðilar – til
dæmis Bandaríkjastjórn – bein-
línis komi í veg fyrir það, nú eða
bara noti fjölmiðlana sem áróð-
urstæki. Þannig muni fjölmiðlar í
rauninni segja frá atburðum eins
og ráðamenn vilji að þeir séu,
fremur en eins og atburðirnir í
rauninni eru.
Þá eru þeir einnig til sem
segja að svonefndir frjálsir vest-
rænir fjölmiðlar hafi í rauninni
engan áhuga á sannleikanum –
þeim sé mun meira umhugað að
búa til æsandi fregnir, jafnvel
þótt þær fregnir séu ekki alveg
sannleikanum samkvæmar, til
þess að laða að sér áhorfendur.
Þessi gagnrýni er ekki ný af
nálinni. Hún sprettur upp í hvert
einasta sinn sem reynir alvarlega
á fréttaflutning af stóratburðum.
Reynslan virðist auk þess hafa
leitt í ljós að svona gagnrýni á
fullan rétt á sér, og sennilega
viðurkenna flestir fjölmiðlamenn
núorðið að mörg fréttin sem flutt
var þegar Persaflóastríði stóð
var alvarlega bjöguð – ef ekki
beinlínis röng.
En það er ekki bara að þessi
gagnrýni sé orðin að föstum lið.
Viðbrögðin við henni eru orðin
harla stöðluð líka. Ásökuninni um
hlutlægni er svarað sem svo, að
fjölmiðlum gefist ekki önnur leið
að sannleikanum en bregða upp
sem flestum hliðum málsins,
bæði vegna þess að á meðan mik-
ið gengur á er oft erfitt að fá
hluti staðfesta eða sannreyna
með öðrum hætti frásagnir deilu-
aðila, og líka vegna þess að sá
sem einn kallar „hryðjuverka-
mann“ kallar annar „frels-
ishetju“. Það er að segja, sann-
leikurinn hafi stundum fleiri en
eina hlið.
Ásökuninni um æsifrétta-
mennsku er svarað á þá leið að
fjölmiðlar sem ekki reyni beinlín-
is að ná til neytenda séu harla til-
gangslausir fjölmiðlar. Frétt sem
enginn les eða hlustar á sé í
rauninni engin frétt. Annað svar
við ásökuninni er einfaldlega að
benda á að þegar stóratburðir
verða fái fjölmiðlar á borð við
CNN langmest áhorf, og sú
fréttastofa verði kannski einna
síst sökuð um æsifréttaflutning.
En nú lítur út fyrir að þessi
hefðbundna fjölmiðlagagnrýni
eigi kannski ekki lengur vel við.
Bæði vegna tilkomu al-Jazeera í
fréttaflóruna, og svo líka einfald-
lega vegna þess að þegar gagn-
rýni er orðin sjálfvirk og heggur
sífellt í sama knérunn dettur
smám saman úr henni allt bit. Og
fjölmiðlar – líkt og aðrar stofn-
anir samfélagsins – þurfa á því
að halda að vera gagnrýndir á
beittan og upplýsandi hátt.
Það virðast flestir á einu máli
um að þetta stríð – sem hefur
verið kallað nýja stríðið Banda-
ríkjanna – sé í grunvallaratriðum
frábrugðið þeim styrjöldum sem
áður hafa verið háðar. Af þessu
leiðir að fréttaflutningurinn af
þessu nýja stríði verður þá líka
frábrugðinn því sem verið hefur.
(Hlutur al-Jazeera í fréttaflór-
unni er bara eitt af því sem bend-
ir til þess að fréttaflutningurinn
sé öðru vísi en áður). Þessar
breytingar hljóta líka að kalla á
nýjar aðferðir í fjölmiðlagagnrýni
– þótt alls ekki liggi ljóst fyrir
hverjar þær aðferðir eigi að vera.
Ný hlið
Þegar gagnrýni er orðin sjálfvirk
og heggur sífellt í sama knérunn
dettur smám saman úr henni allt bit.
Og fjölmiðlar – líkt og aðrar stofnanir
samfélagsins – þurfa á því að
halda að vera gagnrýndir á beittan
og upplýsandi hátt.
VIÐHORF
Eftir Kristján G.
Arngrímsson
kga@mbl.is
„AÐ SVO ung og fal-
leg kona skuli greinast
með lungnaþembu er
eins og poppstjarnan
Britney Spears væri
með Alzheimer-sjúk-
dóminn eða William
prins þjáðist af gigt,“
segir í breska tímarit-
inu Guardian um ofur-
fyrirsætuna Christy
Turlington, en hún
greindist með lungna-
þembu af völdum reyk-
inga 31 árs gömul.
Þetta sýnir að ungt
fólk getur fengið alvar-
lega sjúkdóma af völd-
um reykinga, líkt og eldra fólk. Það
er líka alltaf að koma betur í ljós að
konur þola síður að reykja en karlar
og fá frekar alls kyns alvarlega sjúk-
dóma. Minnkun blóðflæðis til húð-
arinnar veldur appelsínuhúð, bólu-
myndun, þurrki og hrukkum. Ef
okkur er annt um líkama okkar og
útlit hljótum við að velja reyklaust
líf.
Nú stendur yfir Evrópuvika gegn
krabbameini undir kjörorðinu „kon-
ur og reykingar“. Herferðinni er
sérstaklega beint að konum á aldr-
inum 20–35 ára. Á meðan átakið
stendur yfir verður mikið um að
vera vítt og breitt um Evrópu, allt í
þeim tilgangi að draga úr reykingum
kvenna, sérstaklega í þessum ald-
urshópi. Þar sem ungar konur virð-
ast sums staðar vera farnar að
reykja meira en karlar, er ástæða til
þess að staldra við og gera sér grein
fyrir afleiðingunum. Það skiptir máli
fyrir konur að átta sig á frelsinu sem
felst í því að velja heilbrigt og reyk-
laust líf. Það styrkir sjálfsmyndina
og þar af leiðandi sjálfstraustið. Við
verðum að þora að vera við sjálfar á
okkar eigin forsendum. Alltof al-
gengt er að ungar
stúlkur láti auglýsing-
ar tóbaksframleiðenda
byrgja sér sýn. Auglýs-
ingar sem tengja reyk-
ingar við fegurð, kyn-
þokka, gleði og
lífshamingju eru blekk-
ingarmyndir tóbaks-
framleiðenda, til þess
að skapa gerviheim
sem skilar okkur ekki
raunverulegri lífsham-
ingju.
Ef við konur hugsum
vel um líkama okkar,
stundum reglulega
heilsurækt og sýnum
okkur þá virðingu sem við eigum
skilið, kemur okkur til með að líða
betur í lífinu.
Christy Turlington hefur verið ein
skærasta stjarnan í fyrirsætuheim-
inum til margra ára. Hún hefur ver-
ið notuð í auglýsingar fyrir Calvin
Klein og fjölda annarra fyrirtækja
og hafa myndir af henni birst í fræg-
ustu tímaritum heims. Hún ákvað að
gerast talsmaður fyrir reyklausan
lífsstíl þegar hún missti föður sinn
úr lungnakrabbameini. Christy talar
um þá miklu breytingu sem varð á
lífi hennar eftir að hún hætti að
reykja. Hugsunin varð skýrari og
henni finnst hún vera í betra jafn-
vægi. Nikótín er bæði örvandi og
slakandi og veldur ójafnvægi. Mik-
ilvægt er að hafa í huga að nútíma-
konur þurfa að vera í góðu jafnvægi
til þess að takast á við annir dagsins.
Okkur veitir ekki af að gera allt sem
í okkar valdi stendur til þess að fá
aukinn lífskraft og meira jafnvægi.
Við þurfum að sýna snerpu í starfi
þar sem auknar kröfur eru gerðar til
kvenna nú til dags. Ef við höfum
þessi atriði í huga eykur það okkur
dug og þor og auðveldar okkur að ná
þeim markmiðum sem við setjum
okkur.
Konur sem reykja eru ekki endi-
lega grennri en þær sem reykja
ekki. Sumar konur halda að með því
að reykja þá haldi þær sér grönnum,
en staðreyndin er sú að margar kon-
ur sem reykja eru of þungar. Það
sem skiptir máli er það lífsmunstur
sem konan velur sér. Ef kona hugsar
um það sem hún lætur ofan í sig og
stundar reglulega hreyfingu, getur
hún auðveldlega komið í veg fyrir of
mikla þyngdaraukningu. Konur sem
hætta að reykja þyngjast að með-
altali um 2,5 kg þótt sumar þeirra
léttist. En þó að kona þyngist um
nokkur kíló getur hún losnað við þau
aftur á skömmum tíma – vilji er allt
sem þarf.
Ég er svo lánsöm og tek því sem
sjálfsögðum hlut að bíll minn, heimili
og fyrirtæki eru allt reyklausir stað-
ir. Ég hvet allar ungar stúlkur og
konur almennt að reykja ekki. Ekki
nóg með að þetta sé sóðalegt heldur
líka afar heilsuspillandi, bæði fyrir
reykingamanneskjuna sjálfa og aðra
í kringum hana
Berum virðingu fyrir
lífinu – reykjum ekki
Linda Pétursdóttir
Krabbamein
Það skiptir máli fyrir
konur, segir Linda
Pétursdóttir, að átta
sig á frelsinu sem felst
í því að velja heilbrigt
og reyklaust líf.
Höfundur er forstjóri Baðhússins og
formaður Félags kvenna í atvinnu-
rekstri/FKA.
HINN 9. október var
viðtal við dr. Pétur Jón-
asson í þættinum „Hér
og nú“ í Ríkisútvarp-
inu. Þar hélt Pétur því
fram að ein mesta
hættan sem að þjóð-
garðinum á Þingvöllum
steðjaði væri ræktun
barrtrjáa innan hans.
Af barrtrjánum stafaði
hættuleg mengun og
auk þess hefðu þau
valdið því að þjóðgarð-
urinn hefði verið strik-
aður út af alþjóðlegum
skrám um slíka garða.
Nú hefur komið fram
að þetta síðast nefnda
er ekki rétt. Um mengun af völdum
barrtrjáa er mér ekki kunnugt og
meðan ekki er vitnað til heimilda
sem sýna að hún eigi sér stað leyfi ég
mér að telja að um misskilning sé að
ræða. Undirritaður hefur aldrei ver-
ið talsmaður barrtrjáaræktunar á
Þingvöllum. En hér er ekki allt sem
sýnist. Furulundurinn austan Al-
mannagjár er sögulegur staður, upp-
haf skipulegrar skógræktar á Ís-
landi. Hann varð til tæpum þrjátíu
árum áður en Þingvellir urðu að
þjóðgarði. Því væri fráleitt að
höggva hann upp. Um barrtrén í
Gjábakkahallinum og þar vestur af
gegnir svolítið öðru máli. Þessi tré
voru flest gróðursett fyrir 40-50 ár-
um, áður en nokkur umræða var haf-
in um hvort barrtré ættu heima á
Þingvöllum. Þá er þess að geta að
þessir trjáræktarreitir eru langt frá
þinghelginni. Ég held að að þessu at-
huguðu væri rétt að beina takmörk-
uðum kröftum og fjármagni að öðru
en upprætingu barrtrjáa í Þingvalla-
sveit, þótt sjálfsagt sé
að setja skorður við út-
breiðslu þeirra í þing-
helginni. Verkefnin eru
líka ærin við annað.
Til að mynda þyrfti
að gera úttekt á öllu
frárennsli sem til
vatnsins kemur og
mengun af þess völd-
um. Þarna er áreiðan-
lega margt sem úrbóta
þarfnast. Í fréttum hef-
ur verið að frágangur
við hótel og fjölsótt
veitingahús á miðju
svæðinu hafi verið í
ólestri um árabil.
Reyndar hafa stað-
kunnugir undrast það hvernig
skeinipappírsdreifin sem stundum lá
út frá ósum Öxarár hafi getað dulist
mönnum. Ekki hafa menn síður velt
því fyrir sér hvernig háttað sé frá-
rennslismálum sumarhúsa á austur-
halli Hestagjár og Lambagjár. Að
mörgum þessara bústaða er ekki bíl-
fært. Þá er ekki síður mikilvægt að
skipuleggja beit og uppgræðslu í
sveitinni og leggja bændum lið í við-
leitni þeirra síðustu árin við að bæta
landið. Sérstaka athugun þarf að
gera á því hvort bæta má úr á Skóg-
arhólum en þar hefur land látið mjög
á sjá undanfarna áratugi. Ef hesta-
menn ætla að hafa þar eina af helstu
miðstöðvum sínum verður að gera þá
kröfu að þeir bæti landið en ekki öf-
ugt.
Vinsæl leið jeppamanna liggur á
Skjaldbreið. Flestir aka þetta að
vetrarlagi og þá er lítil hætta á
landskemmdum. En því miður á
þetta ekki við um alla. Athuga þarf
hvernig hægt er að koma í veg fyrir
landskemmdir og náttúruspjöll
vegna þessa. Á nokkrum svæðum í
kringum þjóðgarðinn er land enn að
blása upp. Þarna þarf að taka til
hendinni og stöðva landeyðinguna.
Fleira mætti nefna en verður ekki
gert að sinni.
Fyrir nokkrum árum kom út mikil
bók um rannsóknir á Þingvallavatni.
Var hún mikill fengur öllum þeim
sem unna vatninu og sveitinni. Í bók-
inni er fjöldi góðra greina. Þó fer
ekki hjá því að nokkur vonbrigði hafi
fylgt lestri hennar. Þau mest, að í
bókinni er nánast ekkert minnst á
það sem allra mest áhrif hefur haft á
vistkerfi Þingvallavatns á seinustu
tímum: virkjanirnar. Hvað veldur
því? Þannig er til dæmis engin grein
gerð fyrir urriðanum í Þingvalla-
vatni og afdrifum hans í kjölfar
virkjunarinnar í útfalli vatnsins.
Telja þó margir að þar hafi orðið
mesta umhverfisslys 20. aldar á Ís-
landi. Ekkert er heldur fjallað um
hver áhrif það hafi haft á lífkerfi
Þingvallavatns að það var notað sem
miðlunarlón fyrir virkjanir og vatns-
hæð einatt breytt snögglega að sum-
arlagi.
Nú er verið að stækka jarðgufu-
virkjanir í Grafningi. Hvaða áhrif
hafa þær á lífríki Þingvallavatns?
Steðjar hætta að
Þingvöllum?
Sigurður G.
Tómasson
Skógrækt
Rétt væri, segir
Sigurður G. Tómasson,
að beina takmörkuðum
kröftum og fjármagni
að öðru en upprætingu
barrtrjáa í Þing-
vallasveit.
Höfundur er útvarpsmaður og
á ættir að rekja í Þingvallasveit.