Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 31
LISTIR/KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 31 VILTU KYNNAST JÓGA? Erum að hefja vetrarstarfið. Námskeið og opnir tímar fyrir byrjendur sem og lengra komna. Hugræktarskóli Ananda Marga, Hafnarbraut 12, 200 Kópavogi. Upplýsingar í síma 554 7434. www.anandamarga.is anandamarga@anandamarga.is Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433. SATÍN NÁTTFÖT með bómullarvernd frá kr. 2.900 Náttskyrtur án bómullarverndar frá kr. 1.000 Námskeið haldið í Háskóla Íslands 15. október og 22. október kl. 18-20.30. Verð kr. 3.500. Upplýsingar í síma 535 1500 og á vef Leikmannaskólans www.kirkjurad.is/leikmannaskoli/ Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar Íslam í sögu og samtíð FÁIR sem komu til Bandaríkj- anna 1965, eiga eintak af Valley of the Dolls, fyrstu skáldsögu metsölu- höfundarins Jacqueline Susann, hún varð að e.k. áður óþekktu æði í bóka- heiminum. Að vissu leyti tímamóta- verk, groddaleg kjaftasaga um dekkri hliðar skemmtanabransans. Fallnar Hollywoodstjörnur, ungar stúlkur á upp- (áferða-)leið, dóp, sukk, kynlíf og drykkju. Enginn hafði fengið slíkan samsetning útgef- inn áður. Höfundurinn, sem fram til þessa hafði litlu fengið áorkað, þekkti greinilega vel til í þessum geira og margar sögur spunnust um hverjar sögupersónurnar væru í raunveruleikanum. Bókin var ekki beint leiðinleg aflestrar en ómerki- legt slúður. Myndin Isn’t She Great fjallar um bakgrunn skáldkonunnar Susann, óvenjulegrar konu sem gafst ekki upp, bjó til tækifærin sem enginn bauð henni. Kynnist í myndarbyrjun umboðsmanninum Irving Mansfield (Nathan Lane), þegar allt gengur á afturfótunum, hún klúðrar jafnóðum því litla sem kemur uppí hendurnar á henni. Mansfield sannfærir Susann um að hún eigi að setjast við skriftir, þegar flest annað hefur verið reynt. Susann giftist Mansfield, þau eign- ast einhverfan dreng sem er vistaður á hæli. Bókin verður til en enginn vil gefa trosið út. En það er einu sinni sjöundi áratugurinn, þegar allt gekk og gamlar hefðir hrundu einsog spilaborgir; um síðir varð Susann fræg og forrík. Lánið var þó fallvalt, Susann greindist með krabbamein, þraukaði í 10 litrík ár til viðbótar. Samkvæmt myndinni hefur Sus- ann verið sannkölluð kjarnorkukerl- ing sem gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana og vann hvern sigurinn á fætur öðrum, sat boð Onassis og Jackie O., sótti með óstöðvandi krafti að hverju markmiði og hafði betur uns hún mætti ofjarli sínum. Myndin er yfirborðskennd, hlaupið á aðalat- riðum, mörgum skemmtilega skrif- uðum og gerðum, önnur því mislukk- aðri. Sú Jacqueline sem er dregin upp í Isn’t She Great, er líkt og rit- höfundurinn, samtíðarmaður henn- ar, Truman Capote, lýsti henni svo eftirminnilega; „Susann er einsog vörubílstjóri í kvenmannsklæðum.“ Óstöðvandi brussa með sérstaka hæfileika. Við sjáum aldrei hvað bjó innra með henni þótt Midler nái þessum kvenmanni nokkuð laglega á yfirborðinu, líkt og henni er lagið. Lane er rétt frambærilegur að þessu sinni, enda álíka grunnur frá hendi höfundarins, Pauls Rudnick. Nokkr- ir aukaleikarar hressa uppá fram- vinduna, einsog Stockard Channing og David Hyde Pierce, sem túlkar giska vel stífnina og þá íhaldssömu þröngsýni sem varð að láta undan á hinum dæmalausa sjöunda áratug. Yfirborð án innihalds KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó Leikstjóri: Andrew Bergman. Handritshöfundur: Paul Rudnick, byggt á blaðagrein e. Michael Korda. Tónskáld Burt Bacharach. Kvikmyndatökustjóri: Karl Walter Lindenlaub. Aðalleikendur: Bette Midler, Nathan Lane, Stockard Channing, David Hyde Pierce, John Cleese, John Larroquette, Amanda Peet. Sýningartími 95 mín. Banda- rísk. Universal. 2000. ISN’T SHE GREAT Sæbjörn Valdimarsson YNGSTU áhorfendurnir fá eitthvað fyrir sinn snúð um helgina: Sænsku teiknimyndina Pétur og Kötturinn Brandur – Pattson och Findus – gubbans år. Hún hefur hlotið ágætar viðtökur á Norðurlöndunum, hér verður hún sýnd með íslenskri radd- setningu undir stjórn leikarans góð- kunna Sigurðar Sigurjónssonar og tónlistarstjórnin í höndum Magnús- ar Kjartanssonar. Myndin er byggð á vel þekktum bókum um Pettson og Findus eftir Sven Nordquist, sem á íslensku nefnast Pétur og Brandur. Pétur gamli býr úti á landsbyggðinni þar sem hann hokrar einn með kisulór- unni Brandi. Það er huggun harmi gegn að Brandur malar ekki – en tal- ar þess meira. Að loknum róðri um hávetur lenda þeir félagar í stórhríð og byl og byggja snjóhús til að þrauka af óveðrið. Til að gleyma nöprum örlögunum segja þeir hvor öðrum sögur af því hvað þeir afrek- uðu á árinu sem er að líða. Sögurnar eru allar fengnar úr bókum Nor- dquists, léttar og skemmtilegar, ætl- aðar allri fjölskyldunni. Raddir: Guðmundur Ólafsson, Arngunn- ar Árnadóttir, Sigurður Sigurjónsson, Sigrún Waage o.fl. Leikstjóri: Albert Hanan Kaminsky. Handrit: Torbjörn Jan- son. Úr kvikmyndinni Pétur og kötturinn Brandur. Pétur bóndi og Brandur Laugarásbíó, Smárabíó og Borgarbíó Akureyri frumsýna myndina Pétur og kötturinn Brandur, með röddum Guð- mundar Ólafssonar, Arngunnar Árna- dóttur, Sigurðar Sigurjónssonar o.fl. AI Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Steven Spiel- berg. Handrit: Spielberg ofl. Aðalleikendur: Haley Joel Osment, Jude Law, Frances O’Connor, William Hurt. Mjög spennandi og áhrifarík kvikmynd með sterkri ádeilu. End- inum er þó algerlega ofaukið.  Kringlubíó, Háskólabíó, Nýja bíó Keflavík, Nýja bíó Akureyri. Shrek Bandarísk. 2001. Leikstjórar Andrew And- erson, Vicky Jenson: Handrit: Ted Elliott, ofl. Teiknimynd. Fjörug og væmnislaus æv- intýramynd um hressari teknimyndafígúrur en menn eiga almennt að venjast. Pottþétt skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Bíóhöllin. Crazy/Beautiful Bandarísk. 2001. Leikstjóri: John Stock- well. Handrit: Phil Hay og Matt Manfredi. Aðalleikendur: Kirsten Dunst, Jay Hernan- des, Bruce Davidson. Skynsamlega gerð og alvarleg en fyrst og fremst vel leikin ung- lingamynd um stúlku sem veit enga leið úr sálarþrengingum sínum þar til hún kynnist vænum dreng.  Kringlubíó, Nýja bíó Akureyri. Tilsammans Sænsk. 2001. Leikstjóri og handrit: Lukas Moodyson. Aðalleikendur: Lisa Lindgren, Michael Nyqvist, Gustaf Hammarslen. Tragikómedía frá lauslátum tímum komm- úna, blómabarna og frjálsra ásta í pipraðri Gautaborg. Leikur, handrit, leikstjórn í óvenju góðum höndum.  Háskólabíó. Rugrats in Paris Bandarísk. 2000. Leikstjórn: Stig Berg- quist, Paul Demyer. Handrit: J. David Stem of. Ísl. leikraddir: Edda Heiðrún Backmann, Inga María Valdimarsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Dofri Hermannsson ofl. Skemmtileg en full fyrirsjáanleg mynd um káta krakkaorma í leit að mömmu handa vini sínum.  Kringlubíó, Háskólabíó, Nýja bíó Akur- eyri. Small Times Crooks Bandarísk. 2000. Leikstjórn og handrit: Woody Allen. Aðalleikendur: Allen, Tracey Ullman, Elaine May. Þetta er bráðfyndin mynd meistara Allen. Grínið ræður ríkjum, en sagan hefði mátt vera skemmtilegri og kannski aðeins dýpri. Frábærir leikarar.  Sambíóin. Heartbreakers Bandarísk. 2001. Leikstjórn: David Mirkin. Handrit: Robert Dunn ofl. Aðalleikendur: Sigourney Weaver, Jennifer Love Hewitt, Gene Hackman, Ray Liotta. Dægilegasta svikahrappamynd þar sem Gene Hackman sérstaklega fer á kostum en Weaver og Hewitt eru líka góðar sem svikapar. Myndin er of lengi að ljúka sér af en er annars fín skemmtun.  Stjörnubíó, Regnboginn. Planet of the Apes Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Tim Burton. Handrit: William Broyles ofl. Aðalleikendur: Mark Wahlberg, Tim Roth, Helena Bonham Carter. „Endursköpun“ Burtons tekst ágæt- lega að frátöldum endinum en hefur ekki sömu vigt og fyrri myndin. Wahlberg ágætur í Heston-rullunni en bestur er þó Tim Roth sem sérstaklega úrillur api.  Bíóborgin, Regnboginn, Borgarbíó Akur- eyri. Bridget Jones’s Diary Bresk. 2001. Leikstjóri: Sharom Maguire. Handrit: Helen Fielding. Aðalhlutverk: Renée Zellweger, Hugh Grant, Colin Firth, Jim Broadbent. Sagan um ástamál Bridget verður að hæfilega fyndinni, rómantískri gamanmynd.  Háskólabíó. The Fast and the Furious Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Bob Cohen. Handrit: Del Monte. Aðalleikendur: Vin Diesel, Paul Walker, Jordana Brewster. Kappakstursmynd sem heldur manni við efnið.  Bíóhöllin. Jurassic Park III Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Joe Johnston. Handrit: Peter Buchman, ofl. Aðalleikarar: Sam Neill, Villiam H. Macy, Téa Leoni. Fantagóð della sem slær hátt uppí fyrstu myndina að gæðum.  Háskólabíó. Rush Hour 2 Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Brett Ratner. Handrit: Jeff Nathanson. Aðalleikendur: Jackie Chan, Chris Tucker, John Lone. Þeir ná vel saman, bardagajaxlinn og vélbyssu- kjafturinn, annað skiptir ekki máli í grín- og spennumynd þar sem þeir endasendast frá Hong Kong til Vegas.  Laugarásbíó. The Tailor of Panama Bandarísk. 2001. Leikstjóri: John Boorm- an. Handrit: John Le Carré ofl. Aðalleik- endur: Pierce Brosnan, Geoffrey Rush, Jamie Lee Curtis. Vel úthugsað og sniðugt pólitískt drama sem kemur á óvart án þess að vera hnökralaust.  Bíóborgin. A Knight’s Tale Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Brian Helgeland. Aðalleikendur: Heath Led- ger, Rufus Sewell, Mark Addy. Rokkað feitt á burtreiðum? Undarleg samsuða af mið- aldagamni og nútímarokki sem erfitt er að sjá að hafi mikinn tilgang en Helgeland reynir hvað hann getur að láta taka sig al- varlega. Stjörnubíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Ak- ureyri. Isn’t She Great Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Andrew Berg- man. Handrit: Paul Rudnick. Aðalleikendur: Bette Midler, Nathan Lane. Yfirborðskennt gamandrama, byggt á stormasömu lífi rit- höfundarins Jacquline Susann. Kemst aldr- ei að kjarna málsins en ýmislegt laglega gert. Háskólabíó. Cats & Dogs Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Lawrence Guterman. Handrit: John Rena. Aðalraddir: Alec Baldwin, Sean Hayes, Susan Sarand- on. Einföld saga og spennandi fyrir krakka. Annars ósköp klisjukennd og illa leikstýrt. Bíóborgin, Kringlubíó. Rat Race Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Jerry Zucker. Handrit: Andrew Breckman. Aðalleikendur: John Cleese, Rowan Atkinson, Whoopi Goldberg, Cuba Gooding. Gamanmynd hlaðin bröndurum og skondnum karakter- um sem keppa um hver er fyrstur að finna tvær milljónir dollara. Dellumynd, sann- arlega, en má hlæja að henni. Regnboginn, Laugarásbíó, Borgarbíó Ak- ureyri. Swordfish Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Dominic Sena. Handrit: Skip Woods. Aðalleikendur: John Travolta, Hugh Jackman og Halle Berry. Flott mynd með góðu gengi og fínum hasar en gengur ekki nógu vel upp. Bíóhöllin, Bíóborgin, Nýja bíó Akureyri. Down to Earth Bandarísk. 2001. Leikstjórar: Paul og Chris Weitz. Handrit: Chris Rock ofl. Aðalleik- endur: Chris Rock, Regina King, Mark Addy, Chazz Palminteri. Endurgerð endurgerðar hefur fjarska lítið nýtt fram að færa en legg- ur allt sitt traust á grínistann Chris Rock. Háskólabíó. Town and Country Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Peter Chel- som. Handrit: Michael Laughlin og Buck Henry. Aðalleikendur: Warren Beatty, Diane Keaton og Goldie Hawn. Ósmekkleg kvik- mynd um óáhugavert fólk. Sóun á fínum leikurum.  Háskólabíó. What’s The Worst Thing That Could Happen? Bandarísk. 2001. Leikstjórn: . Handrit: . Aðalleikendur: Martin Lawrence, Danny De Vito. Þjófur rænir milla sem snýr á hann í heldur betur slappri spennumynd.  Stjörnubíó, Smárabíó, Borgarbíó Akur- eyri. The In Crowd Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Mary Lambert. Handrit: Mark Gibson. Aðalleikendur: Susan Ward, Lori Heuring. Tilgerðarleg, ótrúverðug klisjukennd morð- saga með ámóta mannskap í hlutverkun- um. ½ Sambíóin. Bíóin í borginni Sæbjörn Valdimarsson / Hildur Loftsdóttir Rússnesk mynd í MÍR RÚSSNESKA kvikmyndin Anna um hálsinn verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, á sunnudag kl. 15. Myndin er byggð á einni af smá- sögum Antons Tsjekhov. Enskur texti er með myndinni, að- gangur er ókeypis.                                 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.