Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Elsku Maggi minn, nú er búið að taka þig frá okkur. Það er ekki hægt að ímynda sér lífið án þín Maggi minn, þvílíkur gleðigjafi varstu alltaf og útgeislunin frá þér eftir því, fólki var farið að þykja vænt um þig eftir að hafa hitt þig tvisvar, þrisvar sinnum og urðu svo góðir vin- ir þínir upp frá því. Það er svo óskaplega sárt að geta ekki séð þig eða heyrt meir, sökn- uðurinn er svo mikill, þetta er svo óraunverulegt að þú skulir ekki vera hérna lengur að gantast við okkur eða segja okkur einhverja skemmti- lega og hnyttna sögu eins og þú varst svo þekktur fyrir. Það var svo gaman hjá okkur á kántrýhátíðinni í fyrra þegar þú hitt- ir Omma vin þinn og þið voruð að rifja upp gamlar endurminningar frá Skagaströnd og víðar, við hin vorum bókstaflega í krampakasti meira og minna allan þann yndislega dag og þú varst upp á þitt besta, að segja okkur sögur og herma eftir einhverjum kallinum eða kellingunni. Svona varstu alltaf með glensið í fyrirrúmi og með þennan hárfína húmor sem er ekki á hverju strái, meira að segja eftir að þú veiktist þá var spaugið á vörum þínum þegar það var ljóst að þú færir til Svíþjóðar í meðferðina; „maður kemst þá að minnsta kosti í utanlandsferð“ sagðir þú en þetta var í fyrsta skipti sem þú fórst út. Og öll þorrablótin og skemmtan- irnar þar sem þú komst fram og slóst iðulega í gegn þar sem smáatriðin MAGNÚS BJARNI BLÖNDAL ✝ Magnús BjarniBlöndal fæddist á Skagaströnd 12. janúar 1959. Hann lést í Svíþjóð 7. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hólanes- kirkju á Skaga- strönd 15. septem- ber. skiptu máli í eftirherm- unum. Fjöllin, vötnin og náttúran í öllu sínu veldi var þitt annað heimili, þú varst svo mikið náttúrubarn og hestarnir voru þínir bestu vinir. Með þeim áttirðu góðar stundir þegar þú fórst í útreið- artúr eða að temja þá en þar varst þú á heimavelli sem allir vissu og þú gast þér gott orð fyrir víða um land. Það góða orð og hvað þú reyndist alltaf öllum vel, hjartahlýr, góður og heiðarlegur drengur verður aldrei tekið hvorki af þér eða okkur sem þekktum þig, elsku Maggi minn og hafðu ástarþakkir fyrir frá okkur öll- um. Þó að ég hafi ekki verið í hesta- mennskunni þá fylgdist ég alltaf með hvað þú varst að gera, þú sagðir mér alltaf hvað þú ætlaðist fyrir og ég var alltaf stoltur af þér, því ég sá og heyrði að þú varst fagmaður fram í fingurgóma og vissir alveg hvað þú varst að gera og ekki síst þegar þú komst heim af mótunum með viður- kenningar og verðlaunin, þá var gam- an. Þú varst svo fjölhæfur, þú teikn- aðir, smíðaðir, málaðir og spilaðir á hljóðfæri. Ég man þegar við skipt- umst á að spila á skemmtarann á Suðurveginum, okkur þótti svo gam- an að spila gömlu góðu íslensku lögin og svo Fats Domino, Creedence Clearwater og fleiri góða. Og svo keyptirðu þér spánnýja og fallega harmóníku og fórst til tónlistarkenn- ara, komst svo til okkar seinna með nikkuna í farteskinu og tókst lagið fyrir okkur. Þú þurftir ekkert endilega nótur til þess að spila eftir, þú hafðir svo gott tóneyra, ég hvatti þig til að hlusta vel á laglínuna og þú keyptir þér svo diska með gömlu harmóníkumeist- urunum til þess að æfa þig eftir. Svo fórstu að heimsækja nikku- kallana á Skagaströnd, Bigga Árna, Viggó og Kidda Hjartar til þess að læra frekar af þeim, þú varst alveg ákveðinn í að ná góðum tökum á nikkunni eins og allt benti til. Svo komstu færandi hendi með fal- legu kertastjakana smíðaða úr hesta- skeifum, gafst okkur öllum sinn hvorn stjakann en engir tveir voru eins, þú fékkst svo margar góðar hugmyndir. Og rugguhestarnir sem þú smíð- aðir sem voru svo fínir og vandaðir og alltof fáir. Það lék allt í höndunum á þér hvort sem það var stórt eða smátt, þú hafð- ir tilfinninguna fyrir því öllu. Þú barðist eins og ljón við veikind- in og erfiðleikana allan tímann og varst algjör hetja enda varstu alltaf baráttumaður og hraustmenni og ég trúði alltaf að þú myndir rífa þig upp úr veikindunum jafnvel þótt útlitið væri ekki gott. Þegar ég sit hérna og skrifa þessi orð með tárin í augunum þá heiti ég því Maggi að ég skal hjálpa henni Sóleyju dóttur þinni og frænku minni, sem elskar þig svo mikið, þeg- ar hún fer í framhaldsskólann og að- stoða hana eins og ég hef krafta til. Þú áttir ekki þetta skilið að þurfa að ganga í gegnum þessar þjáningar allar og erfiðleika og vera svo tekinn burt frá okkur. Því vona ég að núna sértu á frið- sælum og björtum stað þar sem þú hittir alla gömlu vini þína frá Skaga- strönd og að þú þjáist ekki lengur og að þú takir svo á móti okkur þegar við komum til þín, en þú ert í hjarta okk- ar og huga alla tíð elsku Maggi minn. Þakka þér fyrir að vera stóri og sterki bróðir minn. Þakka þér fyrir öll heilræðin og ráðleggingarnar sem ég gleymi aldr- ei. Þakka þér fyrir alla brandarana og skemmtilegu sögurnar sem þú sagðir okkur. Þakka þér fyrir alla hlýjuna og góðmennskuna og allar skemmtilegu stundirnar. Ég mun aldrei gleyma þér meðan ég dreg andann. Heimurinn er fátækari án þín. Kristján Jón. ✝ Anna IngunnJónsdóttir, Kirkjuvegi 14, Kefla- vík fæddist 3. nóvem- ber 1950 í Reykjavík. Hún lést í Keflavík 2. október síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Hannesína Tyrf- ingsdóttir, f. 6. maí 1930, og Andrés Magnús Eggertsson, f. 20. okt. 1929. Systkini Önnu Ing- unnar eru Eggert Þór, f. 7.7. 1954, Guðríður Sæunn, f. 30.7. 1956, Þóranna, f. 18.8. 1962, og Tyrfingur, f. 22.11. 1963. Anna Ingunn giftist Skarp- héðni Einarssyni, þau skildu, börn þeirra eru: 1) Hannesína, f. 8. apríl 1968, gift Guðmundi Steingrímssyni; syn- ir þeirra eru Arnar Freyr, Atli Geir og Lárus Elí: 2) Svanur Már, f. 16. júní 1972, unnusta hans er Brynja Hafsteins- dóttir; dóttir þeirra er óskírð Svansdótt- ir f. 7. okt. 2001; 3) Kristmundur, f. 17. júní 1973, unnusta hans er Ingunn Lúð- víksdóttir. Útför Önnu Ingunnar fór fram í kyrrþey að ósk hennar og jarð- sett var í Hafnarfjarðarkirkju- garði. Elskuleg systir okkar Anna Ing- unn, nú ert þú farin frá okkur, þú skil- ur eftir mikið tómarúm. Veikinda- stríði þínu er lokið og þú hefur öðlast frið. Það eru margar minningar sem koma upp í huga okkar, þótt erfitt sé að koma þeim á blað. Alltaf ríkti gleði og kátína þegar við fjölskyldan kom- um saman, öll jólaboðin, þorrablótin, afmælisveislur og þá sérstaklega af- mælisveislan þín fyrir tæpu ári, og auðvitað vorum við systkinin síðust út úr þeirri veislu eins og oft áður því mikið var hlegið og gert að gamni sínu. Elsku Ingunn okkar, eins og við kölluðum þig alltaf, manstu þegar strákarnir Eggert og Tinni voru allt- af að ,,fíflast“ í þér, aldrei varst þú orðlaus, gast alltaf svarað fyrir þig. Öllum varst þú góð. Sérstaklega varstu okkur hjálpsöm og góð þegar við vorum með frumburði okkar Ein- ar og Andrés Þór og hafðu þökk fyrir það. Okkur er minnisstæð stundin sem við áttum, mamma, pabbi, við systur og makar uppi í Hraunborgum um páskana sl. þegar við grilluðum saman og áttum góða kvöldstund. Elsku Ingunn okkar, stórt skarð er höggvið í fjölskyldu okkar, en við vit- um að þér líður nú vel. Hafðu þökk fyrir allt og allt elsku „stóra“ systir. Minning þín mun ávallt lifa í hjarta okkar. Við komum hér saman með sorg í lund og sálum vorum beinum til hæða. Í hjartanu stendur nú opin und því ógrónu sárin blæða. Við biðjum þig, Drottinn, um þrek og þrótt í þrengingum, sorg og dauða, ó, megi þitt ljós, á langri nótt, lýsa upp veginn auða. Elsku mamma, pabbi, Hanna, Svanur, Krissi, Eggert, Tinni og fjöl- skyldur, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Jón hafðu þökk fyrir þá góðu vináttu sem þú veittir systur okkar. Þínar systur, Sæunn, Þóranna og fjölskyldur. Ég finn það vel, hve mér fallhætt er, ég fótviss er ei því miður. En alltaf er vakað yfir mér og einhver mig jafnan styður. Og yfir blómavöll sem eyðihjarn er ég leiddur sem lítið barn, lítið barn. Það oft sem hollvinar handtak er ég hlýtt og öruggt finni, þó hann sé, vinurinn, hulinn mér, og hverfi því oft úr minni. Og rökin hans hafa reynst mér trygg. Hans handleiðslu með þökkum þigg, þökkum þigg. Ég reyni að gera sem get ég best og greiða mér sjálfur veginn. En ekkert betur fær hugann hresst, þá hretviðrum er ég sleginn, en vissan að máttug, hulin hönd mun leiðbeina mér að lífsins strönd, lífsins strönd. Nú ævinnar glaður geng ég braut, og grjót mig ei lengur særir. Hver einasta gleði, hver einasta þraut mér einhverja blessun færir. Ég stend ekki einn … Mér er einhver við hlið. Hann leiðir mig sífellt í sólskinið, sólskinið. (Grétar Fells.) Elsku nafna okkar. Með þessu fal- lega ljóði kveðjum við þig og biðjum að góður Guð leiði þig á ókomnum stigum. Við biðjum almættið að vaka yfir velferð allra sem þú unnir og elskaðir og eiga nú um sárt að binda. Anna og Ingólfur. ANNA INGUNN JÓNSDÓTTIR Það er ótrúlegt að Guðrún frænka okkar og mágkona sé farin úr þessum heimi. Það er svo stutt síðan að hún veiktist af hinum skæða sjúkdómi, sem þrátt fyrir mikinn baráttuvilja sigraði hana að lokum. Hún sýndi ótrúlegan styrk og æðruleysi í veik- indum sínum. Guðrún var yndisleg manneskja, hógvær og hæglát, manneskja sem vildi frekar gefa en þiggja. Öllu sem hún snerti á innan heimilis og utan sinnti hún af vand- virkni og alúð. Auk þess að vera ein- stök móðir og amma var hún sér- staklega barngóð. Hún hændi að sér öll börn með mildi sinni og næmum skilningi. Hafa sambönd hennar við systkinabörnin haldist og styrkst allt fram á þennan dag. Guðrún hafði sérstakt dálæti á barnabörnum sín- um og þau hafa misst mikið því betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Gestrisni var Guðrúnu í blóð borin og nutum við þess í ríkum mæli. Á ferðum fjölskyldu okkar austur í sveitir varð alltaf einhver til þess að stinga upp á því að koma við hjá Guðrúnu. Alltaf mætti okkur sama hlýjan og ekki var Guðrún ánægð fyrr en hún hafði reitt fram mat og drykk eins og henni var einni lagið. Við eigum skemmtilegar og góðar minningar úr ferðalögum sem fjöl- skyldur okkar fóru í saman. Mér eru líka minnistæðar hlýjar móttökurn- ar þegar ég og Kamil heimsóttum Ísland árið 1991. Það var Heklugos og Guðrún taldi ekki eftir sér að keyra okkur austur í sveit í miklum snjó og var það mikil ævintýraferð. Guðrún naut þess að ferðast til heit- ari landa og heimsótti fjölskyldu mína þegar hún bjó erlendis. Heim- sókn hennar var þeim öllum mikils virði. Við erum þakklátar fyrir þær samverustundir sem við áttum með Guðrúnu. Hún var mjög hláturmild og hún gat enn skellt upp úr, þó hún væri fárveik, þegar hún heyrði eitt- hvað sniðugt. Við eigum bágt með að sætta okkur við að heyra ekki hlát- urinn hennar aftur. Við vottum GUÐRÚN STEINA ÞORLÁKSDÓTTIR ✝ Guðrún SteinaÞorláksdóttir fæddist í Eyjarhólum í Mýrdal 21. mars 1942. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 20. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfosskirkju 1. október Sölva, Bjarka og Hilm- ari, og fjölskyldum þeirra, svo og systkin- um Guðrúnar okkar dýpstu samúð. Júlíana og Rakel. Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. (Davíðssálmur nr. 121.) Þessar línur úr Davíðssálmi koma mér fyrst í huga þegar ég frétti and- lát kærrar vinkonu stödd í fjarlægu landi. Guðrúnu kynnist ég fyrir 34 árum þegar við urðum nágranna- konur og hef ég og fjölskylda mín notið vináttu hennar æ síðan sem aldrei hefur borið skugga á. Andláts- fregnin kom ekki á óvart því að hún hafði greinst með krabbamein fyrr á árinu. En dauðinn kemur alltaf í opna skjöldu, jafnvel þó vitað sé að hann verði ekki umflúinn. Guðrún var barn sólarinnar. Vorið og sum- arið var hennar tími og þá leitaði hugurinn heim í sveitina hennar kæru, Mýrdalinn. Þar er hægt að finna allar andstæður íslenskrar náttúru; hafið, jökulinn, fjöllin og grasi grónar grundir. Í Eyjarhólum, undir Pétursey, ólst hún upp við al- menn sveitastörf í stórum systkina- hópi og ekki var hún gömul þegar hún fór að taka þátt í verkum heim- ilisins hvort sem var utandyra eða innan. Einkum nutu yngri systkinin umhyggju hennar. Guðrún var góður nágranni, glað- sinna og dagfarsprúð. Hún var hlé- dræg og seintekin, en trygg þeim er hún batt vináttu við. Í návist barna naut hún sín vel enda hændust öll börn að henni og litlu ömmustrák- arnir voru sólargeislarnir í hennar lífi. Nú er haustið á næsta leiti, grös- in falla og deyja og litirnir í nátt- úrunni skarta sínu fegursta. Við þannig aðstæður mun mín kæra ná- grannakona verða lögð til hinstu hvílu. Það er sárt að vera fjarstödd og geta ekki fylgt henni síðasta spöl- in. Kæri Hilmar, Sölvi, Bjarki, litlu ömmustrákarnir svo og aðrir ástvin- ir. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Guð- rúnar Þorláksdóttur. Ásdís Ágústsdóttir. Vegna mín og Aust- urbæjarskólans í Reykjavík vil ég minn- ast Unnar Jónsdóttur með örfáum orðum. Unnur kenndi fimleika flest þau ár sem ég var skólastjóri. Síðustu árin sem hún kenndi voru að sumu leyti erfið. Hún var formföst og vildi hafa reglu á hlutunum eins og hún hafði alltaf gert. Börnin voru orðin öðruvísi en áður var, „fríari af sér“ og héldu rétti sínum mjög á loft. Eldri nemendur Unnar höfðu aðra sögu að segja og minntust hennar með ánægju og hlýju. Mig minnir að það hafi verið síðasta árið sem Unn- ur starfaði, að efnt var til leikfimi- sýningar í Laugardalshöll. Ég tek fram að ég var ekki hlutlaus áhorf- UNNUR JÓNSDÓTTIR ✝ Unnur Jónsdóttirfæddist á Egils- stöðum 17. ágúst 1907. Hún lést á Droplaugarstöðum 29. september síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Eg- ilsstaðakirkju 6. október. andi og svo hitt að hverjum þykir sinn fugl fagur, en mér fannst hóparnir úr Austur- bæjarskóla undir stjórn hinna góðu kennara Þórðar Páls- sonar og Unnar Jóns- dóttur bera af. Hópur Unnar sýndi dansinn ,,lancier“ með frábær- um glæsileika og var tvímælalaust það atriði sem af bar enda aldrei neitt hálfkák á því sem hún gerði. Ég hefi sjaldan verið stoltari af nemendum mínum en þetta kvöld. Ég leyfi mér að taka mér í munn orð Ingibjargar H. Bjarnason sem sagði um Ingibjörgu Brandsdóttur að margar af glæsimeyjum Reykjavík- ur ættu henni að þakka spengilegan vöxt og glæsilegan limaburð. Ég tel að þetta hið sama megi segja um Unni Jónsdóttur. Ég þakka henni fyrir hönd Aust- urbæjarskólans fyrir elju og trú- mennsku í starfi. Megi hún í friði hvíla. Hjalti Jónasson, fv. skólastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.