Morgunblaðið - 12.10.2001, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 12.10.2001, Qupperneq 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 43 ÍSLENDINGAR eru einkennileg þjóð, streð okkar til þess að öðlast hið besta af öllu er grátbroslegt, ein- hvern veginn virðist fólki ómögulegt að meta eigin þarfir og fjárfesta samkvæmt þeim. Ágæt dæmi eru um hávaxna jeppaflot- ann á dekkjunum blöðrulegu, sem eru keyrðir nánast ein- göngu innan höfuð- borgarsvæðisins og eru yfirleitt keyptir til þess að vera tákn um vel stæðan eiganda. Fyrir nokkrum áratugum, þegar „teppi“, breiðir, amerískir drekar voru stöðutákn, kallaði Dag- ur Sigurðarson sóknina eftir þeim „meðvitaða breikkun á rassgati“. Nú um stundir þykja breiðir rassar ekkert sérstaklega fýsilegir, þannig að „meðvituð hækk- un á rassgati“ fellur sennilega betur að tíðarandanum. Hásæti í umferð- inni veitir sjálfsagt vellíðan, maður er yfir aðra hafinn. Þeir sem ekki hafa efni á slíkjum tækjum vilja samt vera eins vel búnir í vetrarumferðina og framast er unnt – lausnin er nagladekk. Á þeim ekur fólk svo reglulega milli heimilis, vinnustaðar og einhverra verslana. Kannski bíóferð um kvöldið. Allt á þeim tíma sem götur eru ruddar, saltaðar og allt gert þannig úr garði, að nagladekk séu óþörf. Ég hef langa reynslu af akstri ým- iss konar ökutækja, en vinn núna sem leigubílstjóri í Reykjavík, mikið á nóttunni. Héðan í frá mun ég aldrei nota nagladekk og finnst fráleitt að þau séu höfð undir venjulegum fjöl- skyldubílum. Þau geta gert lítils háttar gagn nokkra daga á ári, en slæmar, óbeinar afleiðingar af notk- un þeirra vega margfalt upp hið litla gagn sem hafa má af þeim. Allt er sérstakt á Íslandi segir þjóðtrú nú- tímans. Veðráttan er svo sérstök að við getum haft ferns konar veður á sólarhring, sem er að vísu rétt. Þetta er notað sem rök fyrir nagladekkj- um, en ef eitt þessara veðrabrigða skapar hálku, þá er sú hálka hvorki betri né verri en önnur hálka, íslensk hálka er ekkert hættulegri en útlend. Ekki einu sinni miðað við höfðatölu! Því finnst mér merkilegt og raun- ar sorglegt, hvað hugmyndafræðing- ar Umferðarráðs eru seinheppnir við nýtingu heilbrigðar skynsemi. Þeir reyna að skilja ekki rannsóknaniður- stöður og eru orðnir að nokkurs kon- ar naglatrúarsöfnuði. Sigurður Helgason var tekinn tali af Ómari Ragnarssyni ekki alls fyrir löngu og spurður hvort honum þætti ekki slæmt, þegar þúsundir tonna af malbiki spændust út í loftið af völdum nagla- dekkja ár hvert. Svar hans var stutt: „Þá verðum við bara að kaupa meira malbik.“ (!) Skynsamleg umræða verður að vera rökvís, byggð á staðreyndum, en ekki þjóðtrú og kreddum. Níu rök gegn nagladekkjum 1. Stundum gera naglar vissulega gagn, t.d. þegar svellalög eru. Þau eru sjaldgæf í Reykjavík og tæpast varanleg nema í lítt eknum götum. Hina dagana, þegar götur eru auðar, auka naglar hemlunarvegalengd og þar með hættu á slysum, en þeir dag- ar eru margfalt fleiri. Teljið þið nagl- ana bæta þetta upp, þá fáu daga sem þeir gætu hugsanlega gert gagn? 2. Negldir hjólbarðar grafa djúpar rásir í malbikið, en þær hafa einmitt valdið mörgum alvarlegum slysum þegar bílar fljóta upp í vatni. Hefur Umferðarráð aðrar skoðanir á þessu? 3. Vegna gegndarlauss áróðurs Umferðarráðs fyrir notkun nagla- dekkja, hafa ökumenn talið sig geta ekið ansi greitt á þessum „öruggu“ börðum, skýrslur sýna samt að slys nagladekkjanotenda eru oft alvar- legri en þeirra sem ekki nota þau. Er þetta falskt öryggi, eða hefur Um- ferðarráð eðlilega skýringu á þessu? 4. Virkni naglanna er mest fyrst, en hefur minnkað um allt að 85% eft- ir 10.000 ekna kílómetra, sem hefur í för með sér enn falskara öryggi. 5. Nagladekk eru mesta mengun- arvandamál höfuðborgarinnar, svif- ryk í lofti mælist langt yfir mörkum dag eftir dag þegar stillur eru. Þar að auki verður allt umhverfi okkar, hús, gróður, skótau o.fl. útbíað í biki allan veturinn. Fyrir utan bílana sjálfa, hversu margar vinnustundir skyldu fara í það á vetri hverjum, að þrífa óþverrann af bílaflotanum? Saman- lagt eru það sjálfsagt hundruð árs- verka, sem gætu nýst fólki til geðs- legri starfa. Nagladekk eru algerlega á skjön við umhverfisvernd 21. aldar. 6. Umferðarhávaði er víða vanda- mál, oft er farið út í dýrar fram- kvæmdir til þess að búandi sé í grennd við umferðargötur. Með því að banna nagladekk væri hægt að minnka þennan hávaða um helming. 7. Þau hundruð milljóna, sem fara eingöngu til þess að malbika yfir það sem naglarnir hafa krafsað upp, kæmu að margfalt meira gagni við annað starf að öryggismálum í um- ferð. Væru 300.000.000 krónur ekki betur komnar annarsstaðar? 8. Áferð malbiksins er alveg un- aðsleg þegar það er nýlagt, manni finnst bíllinn svífa eftir götunum. Þetta slétta yfirborð heldur sér fram að hausti, en í lok október fer veg- hljóðið að aukast, þúsundir bíla eru komnar á nagladekk, fína efnið í mal- bikinu er kroppað upp af nöglunum, þannig að það sem stendur upp úr eru harðar steinvölur. Þetta yfirborð framkallar veghljóðið, sem allir vilja losna við. 9. Harðkornadekk eru jafnokar nagladekkja á flestum sviðum, en hafa engan galla þeirra. Lausnin er sem sagt fundin. Rök með nagladekkjum eru fá – þar sem snjóað hefur yfir svell hafa nagladekk nokkra yfirburði, því naglarnir ná í gegn. Þetta eru samt afar sjaldgæfar aðstæður. Önnur rök gætu hnigið að atvinnuöryggi starfs- manna á dekkjaverkstæðum – notk- un nagladekkja krefst þess að um- felga verði tvisvar á ári. Heilsárs- og harðkornadekk losa neytendur við þann kostnaðarlið. Skynsemi og gagnrýnin hugsun Umferðarráðsmenn, finnið sann- færandi rök fyrir notkun nagla- dekkja á snjóminnsta svæði landsins. Ef ykkur tekst það trúverðuglega skal ég éta alla tiltæka hatta norðan Alpafjalla. Í alvöru talað held ég að þið verðið menn að meiri, gagnrýnið þið eigin skoðanir og aðlagist við- teknum stefnum í umferðar- og um- hverfismálum. Rökin með nagla- dekkjum eru fá og haldlítil, en rökin gegn þeim hrannast upp. Þess vegna legg ég til, að negldir hjólbarðar verði alveg bannaðir, líkt og í Þýskalandi, Hollandi og mið- norðurríkjum Bandaríkjanna, en þar búa um 50 milljónir manna – aldeilis ekki við snjóleysi. Næstbesti kostur- inn væri skattlagning. Nagladekk eru úrelt fyrirbæri. Bönnum nagladekkin! Sigurður Hrafn Guðmundsson Dekk Rökin með nagla- dekkjum eru fá og haldlítil, en rökin gegn þeim hrannast upp, segir Sigurður Hrafn Guðmundsson í opnu bréf til Umferðarráðs. Höfundur er leigubílstjóri og nemur heimspeki við HÍ. annarsvegar og nagla- dekkjum hinsvegar. Niðurstaða þeirra er sú að nagladekk veiti falskt öryggi. Umferðarráð, rann- sóknarnefnd bifreiða- slysa og Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins réðust í það verkefni síðastliðinn vetur að gera samanburð á dekkjum. Tilraun var gerð með harðkorna- dekk, naglalaus Bliz- zak-dekk frá Bridge- stone og nagladekk og naglalaus dekk frá Michelin. Sam- anburðurinn var gerður á kvart- mílubrautinni við Hafnarfjörð. Fyrri hlutinn fór þannig fram að sprautað var vatni á brautina til að ná fram ísingu. Slíkar aðstæður skapast nánast aldrei á vegum, en eru að sama skapi mög erfiðar. Sami bílstjóri var látinn fram- kvæma allar prófanirnar á sama bílnum. Seinni hluti samanburðar- ins var síðan gerður nú í haust á blautu og þurru malbiki. Niðurstöð- ur prófanna verða birtar fljótlega og verður forvitnilegt að sjá þær. Það hefur sýnt sig að um falskt öryggi er að ræða þegar menn aka á negldum dekkj- um. Ökumenn aka mun hraðar og treysta á að bifreiðin láti betur að stjórn í beygjum og þegar á að stöðva hana. Þetta hefur verið niðurstaða Norðmanna í eins rannsóknum og þeirri sem gerð var hér og sagt er frá fyrr í greininni. Reynsla þeirra sem hafa haft Bridgeston Blizzak undir bílnum hefur verið á sömu lund. Til dæmis má nefna að bílstjórar sem hafa sótt vinnu t.d. frá Árborgarsvæðinu til Reykjavíkur eru á einu máli um að naglarnir hafi enga þýðingu. Bliz- zak-dekkin séu mýkri, hljóðlátari og auki aksturseiginleika bílsins og þar með öryggi. Kostir Blizzak-dekksins eru þeir að það heldur eiginleikum sínum þótt það slitni. Loftbólumynstrið er þannig gert að eftir því sem dekkið slitnar koma nýjar loftbólur í ljós og taka við af þeim sem eru að hverfa. Nagladekkið er hinsvegar þannig útbúið að það er best á meðan það er nýtt, en eftir því sem nöglunum fækkar við akstur á auðu malbiki minnkar öryggi þess. Niðurstaða mælinga gatnamála- stjóra hvað varðar hávaða- og loft- mengun sem hlýst af notkun nagla- dekkja ætti að vera nægur vitnisburður til að vekja fólk til um- hugsunar við val á vetrardekkjum. Mælingar gatnamálastjóra síðastlið- in vetur sýna að svifryk í höfuð- borginni var langt yfir mörkum þess sem það væri ef allir ækju á naglalausum dekkjum. Og hver kannast ekki við hávaðann í nögl- unum þegar ekið er á auðu malbiki? Nú hefur umhverfis- og heilbrigð- isnefnd Reykjavíkur samþykkt til- lögur gatnamálastjóra og heilbrigð- iseftirlitsins um að lagt verði sérstakt gjald á nagladekk í höf- uðborginni. Þá er bara eftir að sjá hvort borgarráð hefur kjark og þor til að stíga skrefið til fulls og taka sömu afstöðu til tillagnanna og umhverf- isnefndin. Karl Ottó Karlsson Höfundur er deildarstjóri. ÞÚSUNDIR Ís- lendinga eru með liða- gigt. Þessir algengu sjúkdómar leggjast á fólk á öllum aldri og valda margvíslegum vandamálum í dag- legu lífi. Liðverkir og þreyta eru algengar kvartanir og stirðleiki í liðum er oft mikill, sérstaklega eftir næt- urlangan svefn þar sem liðirnir hafa verið að mestu óhreyfðir í margar klukkustund- ir. Fyrsta morgun- verk margra liðagigt- arsjúklinga er að setja hendurnar undir heita vatnsbunu til að liðka þær svo þeir geti tekið til morg- unmatinn, klætt börnin og komið sjálfum sér á vinnustað. Verkir og vanlíðan geta verið daglegt brauð og haft mikil áhrif á starfsgetu ein- staklingsins. Með tímanum veldur viðvarandi liðbólga skemmdum í liðum sem enn frekar eykur verki og dregur úr starfsgetunni. Sjúkdómsgangur í liðagigt er æði misjafn. Liðagigt er nefnilega ekki einn sjúkdómur heldur sam- ansafn fjölmargra sjúkdóma, s.s. iktsýki, sóraliðagigtar, hryggiktar og fylgiliðagigtar, sem eiga það sameiginlegt að valda langvinnri bólgu í einum eða fleiri liðum lík- amans. Þegar einstaklingur grein- ist með liðagigt er því nauðsynlegt að kanna hvaða tegund liðagigtar viðkomandi er haldinn og meta framtíðarhorfur svo að fullnægj- andi forsendur liggi fyrir við ákvörðun á meðferð. Meðferð liðagigtar á fyrri hluta 20. aldar miðaði að því að bæta líð- an sjúklinganna en hafði takmörk- uð áhrif á endanlega útkomu liða- gigtarinnar. Stórir skammtar af aspiríni drógu vissulega úr lið- verkjum og stirðleika, en sá bati var oft dýru verði keyptur því flök- urleiki, kviðverkir, magasár, suð í eyrum og ýmislegt fleira voru algengar auka- verkanir meðferðar- innar. Á seinni huta 20. aldar voru mörg fram- faraspor stigin í með- ferð liðagigtar með tilkomu ýmissa lyfja sem voru mun kröft- ugri en fyrri liðagigt- arlyf og höfðu jafn- framt sjaldnar aukaverkanir í för með sér. Samhliða því hefur orðið hugarfars- breyting hjá læknum og liðagigt- arsjúklingum þar sem krafan um góðan árangur meðferðar er vax- andi. Í dag þykir ekki nóg að draga úr liðverkjum og stirðleika, heldur er þess vænst að meðferðin dragi verulega úr, eða stöðvi alveg, liðbólguferlið og þær liðskemmdir sem einatt hljótast af viðvarandi liðbólgum. Í dag næst viðunandi árangur í meðferð hjá miklum meirihluta sjúklinga. Eftir sem áð- ur er ákveðinn hópur sjúklinga sem hefur illviðráðanlegri liðsjúk- dóm og er áfram með umtalsverð- ar liðbólgur þrátt fyrir hefðbundna lyfjameðferð. Rannsóknir hafa sýnt að margir þessara einstak- linga standa mjög höllum fæti. Stöðugir verkir, minnkandi líkams- færni, aukin tíðni annarra sjúk- dóma, tíðar sjúkrahúsinnlagnir, versnandi fjárhagur og aukin fé- lagsleg einangrun gerir vanda þeirra mikinn. Í byrjun 21. aldarinnar erum við gigtlæknar bjartsýnir á að á næstu 5–10 árum takist að breyta veru- lega líðan og lífsgæðum þessa fólks til batnaðar. Nú þegar eru tvö ný lyf komin á markað á Íslandi sem tilheyra nýrri kynslóð lyfja, svokölluð líf- virk lyf („biological agents“). Verk- unarmáti og gerð þeirra eru um margt frábrugðin eldri lyfjum og í vissum tilfellum gefa þau umtals- verðan bata þar sem eldri lyfin dugðu ekki. Ennþá er langtíma- reynsla af nýju lyfjunum takmörk- uð og því of snemmt að dásama virkni þeirra um of, en óneitanlega er margt sem bendir til þess að nýja lyfjakynslóðin muni „erfa landið“ og gera framtíðarhorfur liðagigtarsjúklinga enn bjartari en nú er. Meðferð liða- gigtar er í hraðri framþróun Arnór Víkingsson Höfundur er sérfræðingur í lyflækn- ingum og gigtarsjúkdómum á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi. Gigtlæknar eru bjart- sýnir á, segir Arnór Víkingsson, að á næstu 5–10 árum takist að breyta verulega líðan og lífsgæðum þessa fólks til batnaðar. Gigt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.