Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 49 Ágætur vinur minn, Hörður Helgason blikksmíðameistari, er látinn, aðeins sjötugur að aldri. Andlátið kom mér í opna skjöldu, þrátt fyrir vitneskju um veikindi hans og að samverustundum hefði verulega fækkað hin síðari ár. En kannski var það vegna fáskiptileik- ans. Menn þurfa helst að vera sam- vistum frá degi til dags og í nálægð hvers annars til að skynja veru- leikann. En eitt er víst, að við menn- irnir ráðum engu þar um, heldur sá sem öllu ræður, og það vissi Hörður manna best. Fyrstu kynni mín af Herði urðu árið 1971, er hann flutti til Hvolsvall- ar með fjölskyldu sína og fyrirtæki, Blikksmiðjuna Sörla. Það þótti hinn mesti kjarkur í þá tíð að flytja starfsemi af höfuðborg- arsvæðinu út á land. Á hinn bóginn þótti það hvalreki að fá innflytjendur og aukna starfsemi í fámenna byggð. Hörður var einn af þeim mörgu sem hófu eða voru með starfsemi sína í Hamilton sem svo var nefnt í þá daga, en það hús stóð við Hlíðarveg, en er nú horfið af sjónarsviðinu. Síð- ar meir byggði hann veglegt hús yfir starfsemi sína við Ormsvöll. Heimili sitt byggði hann við Litlagerði, þar sem hann, ásamt eiginkonu sinni, Maríu Gröndal, hinni mestu smekk- og listakonu, kom sér fyrir á virki- lega myndarlegan hátt þar sem vinir og félagar þeirra hjóna úr hinum ýmsu félögum sem þau störfuðu í voru aufúsugestir hvenær sem var og hvernig sem á stóð. Þar sem Hörður starfaði sem iðn- meistari var ekki óeðlilegt að kynni yrðu á milli okkar á því sviði þar sem trésmiðurinn þurfti oft á hlutum að halda úr blikksmíðinni og þá sérstak- lega til að byrja með, vatnsbrettum á útihurðir sem áður þurfti að sækja til Reykjavíkur og svo síðar meir ýmsu öðru og viðameira til bygginga. Gott var að skipta við Hörð í þessum efn- um, enda völundur í blikksmíði, út- sjónarsamur og greiðvikinn. Með þessum hætti þróuðust kynni okkar og að því kom, að sameiginleg- ur áhugi okkar á félagsmálum varð til þess árið 1976, að við urðum þátt- HÖRÐUR HELGASON ✝ Hörður Helgasonfæddist í Reykja- vík 30. ágúst 1931. Hann lést á heimili dóttur sinnar 16. september síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Langholts- kirkju 25. septem- ber. takendur að stofnun Kiwanisklúbbsins Dím- onar á Hvolsvelli. Ekki ætla ég að fara náið út í starfsemi þess klúbbs eða samstarf okkar á þeim vettvangi, enda efni í stóra bók. En í fáum orðum sagt, þá er ekki á neinn hallað þótt fullyrt sé, að Hörður var þar prímus mótor öll þau ár sem hann var þar félagi, bæði sem stofnandi, leiðbeinandi og hinn raunverulegi starfandi Kiwanismað- ur. Ekki skipti þar máli hvort hann var óbreyttur félagi, svæðisstjóri eða umdæmisstjóri og æðsti maður Kiw- anis á Íslandi. Hann var bara Hörður Helgason, svo einfalt var það. Þannig þekktum við félagarnir hann. Eitt af því fyrsta sem Hörður skynjaði hvað best var að félagarnir þyrftu á leiðbeiningum að halda hvað varðaði fundarstörf og framkomu í félagsskap sem þessum. Kom hann því strax til leiðar, að ágætur maður var fenginn á helgarnámskeið til að kenna félögum þessa hluti. Þó ekki væri til annars en að standa upp og segja til nafns. Þessi sáning bar af sér þann ávöxt að mínu mati, að Kiw- anisklúbburinn Dímon varð fljótlega einn af öflugustu klúbbum landsins hvað varðar fundarsköp og reglu- semi í Kiwanisfræðunum. Ekki aðeins var tilvera og stofnun þessa klúbbs hið besta mál fyrir með- limi hans, heldur og ekki síður fyrir hin ýmsu félög og sveitarfélög í sýsl- unni. Framgangur og eljusemi Harðar í Dímon og á þingum hreyfingarinnar gerði það að verkum, að hann var fljótlega kosinn til æðstu starfa. Fyrst sem svæðisstjóri Sögusvæðis á Suðurlandi og síðar sem umdæmis- stjóri Kiwanis á Íslandi. Á þessum vettvangi áttum við virkilega ánægjulegt samstarf ásamt fjölda annarra félaga. Oft er sagt að sumir menn séu ekki allra, hvað sem það nú þýðir. Að mínu mati var Hörður maður allra eða að minnsta kosti gerði hann sér far um að rækta þá hluti en margir misskildu hann. Hann skynjaði mjög vel þankagang þeirra sem hann starfaði með. Aftur á móti þótti sum- um hann vera ráðríkur og á stundum nokkuð tilætlunarsamur, sérstaklega þar sem menn voru aðeins að starfa að áhugamálum. Þetta sýndi aðeins að Hörður tók hlutina alvarlega og ætlaðist til að menn gerðu sitt besta eins og hann ævinlega gerði sjálfur í þessum efnum. Hann byrsti sig stundum og setti upp föðurlegan svip ef honum þótti hlutirnir ekki ganga eins og hann ætlaðist til, en undir niðri risti þessi rödd og svipur ákaf- lega grunnt og stutt var í kímnina og brosið þegar hann var spurður hvort þetta hefði ekki verið full djúpt í ár- inni tekið. „Jú, jú, en það verður nú að halda strákunum við efnið“ var svarið. Að mínu mati var Hörður hinn mesti ljúflingur og geðgóður og ég hafði gaman af honum þegar hann komst í ham. Gerði jafnvel í því ef ég var honum ekki alveg sammála að standa uppi í hárinu á honum, sem honum undir niðri þótti hið besta mál. En eitt er víst, að strákunum hans í klúbbnum þótti vænt um hann og undir niðri mikið til hans koma. Það var nokkuð sérstakt og ný- stárlegt til að byrja með, að koma til þeirra hjóna í Litlagerðið. Móttökur voru hlýlegar og allar hinar höfðing- legustu. Veitingar í mat og drykk voru eftirminnilegar, þar sem Hörð- ur og húsfreyjan fóru á kostum í mat- argerð. María var á þessum árum stórhuga og starfandi í Sinawik- klúbbnum á Hvolsvelli, þar sem hún átti frumkvæði að stofnun hans. Jafnhliða stofnaði hún Listasmiðjuna sem hún rak allt þar til í ágúst sl. og hin síðustu ár með Herði. Einn var sá siður þeirra hjóna sem okkur Dúnu og fleirum þótti sérstak- ur. En það var að hringja eins fljótt og eðlilegt þótti eftir samkomur eða vinnufundi til að þakka fyrir síðast og vita hvernig fólk hefði það. Þetta þótti óvenjulegt, enda menn ekki vanir að ræða mikið saman strax daginn eftir samkomur. Þennan hátt þeirra hjóna þótti okkur vænt um og er sannarlega til eftirbreytni. En eftir stendur, að Hörður mark- aði djúp spor í atvinnu- og félagslíf á Hvolsvelli, en þar átti hann Maríu sína sem sterkan hauk í horni. Ég þóttist skynja það nokkuð vel að hún væri hans stoð og stytta í blíðu og stríðu. Ekki vil ég láta hjá líða að þakka Herði fyrir að hafa aðstoðað mig við að ganga í einn þann besta fé- lagsskap sem býðst karlmönnum og hefur að leiðarljósi mannrækt og kristilegan kærleika. Eftir að þau hjón fluttu aftur til Reykjavíkur hefur fækkað um heim- sóknir þrátt fyrir að við höfum farið í sömu átt frá Hvolsvelli. En leitt þykir mér nú, að sjötugsafmæli hans 30. ágúst sl. skyldi framhjá mér fara. Að leiðarlokum vil ég þakka Herði Helgasyni fyrir samfylgdina og alla þá góðu hluti sem hann hefur áorkað fyrir samfélagið og jafnframt mig. Megi hann smíða við hlið hins hæsta höfuðsmiðs við ljós hins eilífa aust- urs. Kæra María og ættingjar. Við Dúna sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og megi minn- ing Harðar verða ykkar styrkur. Aðalbjörn Kjartansson. Mig langar til að skrifa nokkur orð um hana Daðínu frænku mína, sem var mér og bræðrum mínum ekkert annað en þriðja amman. Það var gott að koma í Kurfuna og þeir sem þangað komu fóru ekki svangir aftur út. Maður var varla sestur þegar að búið var að leggja fyrir mann hlaðborð af Döddukökum og mjólk. Var húsfrúin ekki ánægð fyrr en maður var búin að fá sér alla vega einu sinni. Það er margs að minnast enda hef- ur Daðína verið alla mína tíð á sínum DAÐÍNA ÁSGEIRSDÓTTIR ✝ Daðína Ásgeirs-dóttir fæddist á Baulhúsum við Arn- arfjörð 23. septem- ber 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Patreks- fjarðar 13. septem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bíldudals- kirkju 20. septem- ber. stað upp í Kurfu. Frá því að ég man eftir mér var þetta öruggt skjól fyrir mig sem telpu að leita í og fá mér í svang- inn hvenær sem var. Þó að það væru fylgi- fiskar með var það líka í besta lagi. Þegar að ég varð eldri jókst áhugi minn á að vera í matar- og kaffistandi. Líkaði henni það ekki illa, áttum við eftir að ræða oft um upp- skriftir og aðferðir. Lumaði hún alltaf á góðum ráðum enda mikill bakari sjálf. Ég kvaddi þig fyrir stuttu og þú sagðir mér að ég myndi ekki sjá þig aftur því að foreldrar þínir höfðu sagt þér í draumi, að þau myndu sækja þig þegar að færi að dimma. Þú sagðir mér að það væri farið að dimma núna. Ég kyssti þig aftur og er ég glöð að hafa gert það því að þarna kvödd- umst við í síðasta sinn. Elsku Dadda frænka þú varst allt- af svo góð við mig og börnin mín, fyr- ir það er ég þér þakklát. Þegar að ég skrifa þessar síðustu línur þá sé ég þig fyrir mér sitja í horninu þínu og finn kaffi- og köku- ilminn sem að einkenndist af sítrónu og möndlum. Elsku Dadda takk fyrir að hafa verið til, ég er stolt af því að hafa þekkt þig. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og ég mun geyma þig alltaf í hjarta mínu. Guð geymi þig. Þín Guðrún Sigríður (Sirrý). Okkur langar í örfá- um orðum að minnast elskulegs vinar okkar Vilbergs Úlfarssonar eða Villa eins og hann var ávallt kallaður, en hann lést í hörmulegu slysi langt um aldur fram. Það er erfitt að trúa því að kallið sé komið nú, þar sem lífið blasti við honum á ný eftir að hafa lent í hræðilegu slysi fyrir aðeins um fjórum árum er strætisvagn ók í veg fyrir hann. Slysið var reiðarslag fyr- ir okkur öll, þar sem enginn vissi hvernig þeirri baráttu lyki – en Villi hafði betur að lokum. Eftir langa legu og mikla endurhæfingu náði hann sér nokkuð vel á strik farinn að vinna á ný, búinn að kaupa sér íbúð og jeppa til ferðalaga á fjöllum. En ferðalög voru hans líf og yndi eins og okkar vina hans, enda voru þær ófá- ar stundirnar sem við áttum saman í faðmi fjallanna. Fyrstu minningar mínar um Villa eru frá Akraselinu, þar sem við bjuggum, en þá hefur hann verið um fjögurra ára gamall. Foreldrar hans voru að byggja þar hús eins og foreldrar okkar bræðr- anna. Maggi bróðir minn var á sama aldri og Villi og urðu þeir miklir vin- ir ásamt Kjartani, sem einnig bjó í sömu götu. Ég fylgdist með þeim öllum þremur að leik og starfi. Margs er að minnast og eitt af því er til dæmis árið sem Kjartan fékk bílpróf, en hann var einu ár eldri en þeir Maggi og Villi. Þá um áramótin fóru félagarnir að kaupa flugelda og fylltu skottið af þeim. Síðan var haldið heim til Kjartans og bílnum lagt fyrir utan bílskúrinn. Skottið var síðan opnað og ákvað Villi að taka forskot á sæluna og prófa blys sem hann hafði keypt. Ekki vildi betur til en svo að ein kúlan úr því skaust beina leið ofan í hlaðið skottið á bílnum og hófst þá mikil flugelda- sýning. Félagarnir stóðu stjarfir og trúðu ekki sínum eigin augum – eins og nágrannarnir sem flykktust út í glugga. Þeir áttuðu sig þó á því sem gerst hafði og hlupu eins og fætur toguðu eftir garðslöngu til að slökkva eldinn. Þessi atburður aftr- aði því þó ekki að nýju ári væri fagn- VILBERG ÚLFARSSON ✝ Vilberg Úlfars-son fæddist í Reykjavík 11. mars 1971. Hann lést af slysförum 8. septem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogs- kirkju 18. septem- ber. að á viðeigandi hátt um kvöldið, en fjölskyldum strákanna þótti þó vissara að halda sig innandyra og horfa á dýrðina út um gluggann. Með Villa er genginn góður og heiðarlegur drengur. Hann hafði einstaklega létta lund og var ávallt stutt í góðlátlegt og glettið brosið sem hlýjaði manni um hjartaræt- urnar og fékk mann til að brosa líka. Hann var hjálpsamur með eindæmum og lá aldrei á liði sínu ef hann gat hjálpað. Þó ekki væri nema eitthvað lítilræði sem flytja þurfti á milli húsa stóð ekki á að Villi væri boðinn og búinn til að hjálpa, enda átti hann ekki langt að sækja þennan eiginleika því fjölskylda hans er einstaklega hjálp- söm og ræktarleg. Við hjónin áttum því láni að fagna að fá að njóta návistar Villa, fylgjast með þeim félögum í gegnum ung- lingsárin og allt til fullorðinsáranna, samgleðjast Villa á þrítugsafmælinu hans, sem hann hélt svo höfðinglega upp á í vor, eins og hans var von og vísa. Elsku Helga, Úlfar, Hörður og fjölskylda, megi góður Guð styðja ykkur, styrkja og umvefja á þessum erfiðu tímum. Minningin um góðan dreng mun lifa í hjarta okkar allra. Við efumst ekki um að vel hefur ver- ið tekið á móti Villa af þeim sem á undan eru gengnir. Blessuð veri minning hans. Baldur og Guðrún Kristín. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Traust persónuleg alhliða útfararþjónusta. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. 6           (  %%    ! &  !  &    (                 17)621 // ?  % !9C   %  '   /!  ' (%( ' $ %    + ' 4" &%  2 ! $%3 ' +  ' $%  !D% &%  ,"! &%  *%  =  &% '    ' !  ! 3 &%   6 ,  &%  % 2 !  ' " ," '! !" ,"  ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.