Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 25
STUÐNINGUR Osama bin Ladens
við talibana í Afganistan er talinn
jafngilda 100 milljónum Banda-
ríkjadala. Þar ræðir um bein fjár-
framlög í reiðufé og hernaðarstuðn-
ing á síðustu fimm árum. Enginn
einn maður eða samtök styðja talib-
ana-stjórnina með sambærilegum
hætti, að því er segir í leynilegri
skýrslu til George Bush forseta og
helstu þjóðaröryggisráðgjafa hans,
sem þeim var fengin nýlega.
Heimildarmenn innan ríkis-
stjórnarinnar segja að á grundvelli
þessara upplýsinga hafi leyniþjón-
ustan, CIA, komist að þeirri niður-
stöðu að bin Laden „eigi og stjórni“
hreyfingu talibana og sýnir það
ljóslega hversu gríðarmikil áhrif
bin Laden og al-Qaeda-sveitir hans
hafa í Afganistan. Herflokkar bin
Ladens mynda einnig nokkrar
traustustu og skilvirkustu árásar-
sveitir talibana.
Heimildarmenn bæta við að lyk-
ilatriði í stríði Bandaríkjamanna við
hryðjuverkamenn – að hefta fjár-
hagsleg umsvif bin Ladens – miði
að því að reka fleyg á milli talibana
og bin Ladens um leið og með því
móti verði dregið úr getu bin Lad-
ens til að fjármagna frekari hryðju-
verk.
Nú, fjórum dögum eftir að loft-
árásir Bandaríkjanna hófust, reyn-
ist enn erfitt að finna bin Laden í
fjalllendi Afganistan. Í nokkrum
skýrslum leyniþjónustunnar kemur
fram að bin Laden skipti ört um
dvalarstaði og að stundum noti
hann sjúkrabíl til að dyljast jafn-
framt því sem hann njóti verndar
herflokka talibana. Í þeim segir að
hann gisti gjarnan í hellum bæði
náttúrulegum og öðrum gerðum af
manna höndum í fjöllunum. „Þetta
er eins og að eltast við eina ákveðna
kanínu um alla Vestur-Virginíu,“
sagði embættismaður einn.
Heimildarmenn segja að CIA
hafi verið að þróa fram nýjar, hug-
vitsamlegar – og jafnvel hættulegar
– aðferðir til að finna hvar hann
dvelst. „Vandinn er sá,“ sagði einn
embættismaður, „að við komum til
þess staðar þar sem hann var í stað
þess þar sem hann verður.“
Að sögn heimildarmanna hafa
tugir milljóna af þeim 100 milljón-
um dala, sem bin Laden hefur feng-
ið talibönum frá því hann kom til
Afganistan frá Súdan árið 1996,
verið raktir í gegnum banka og pen-
ingasendingar beint til fyrirtækja á
vegum bin Ladens.
Bin Laden, sem er 44 ára og til-
heyrir fjölmennri sádi-arabískri
ætt, fékk 30 milljónir dala í arf þeg-
ar faðir hans fórst í flugslysi 1968,
að því er bandarískir embættis-
menn greina frá. En heimildir
herma að fjármunir, sem hann hef-
ur miðlað til talibana, komi ekki úr
þeim sjóði.
Peningarnir, sem bin Laden hef-
ur fengið talibönum, koma einkum
úr þremur áttum: frá löglegum og
ólöglegum fyrirtækjum, sem bin
Laden starfrækir beint eða óbeint; í
formi greiðslna, sem hann þiggur
frá nokkrum ríkjum við Persaflóa,
fyrirtækjum og einstaklingum, er
greiða honum fé gegn því að hann
og fylgismenn hans innan al-Qaeda
haldi sig fjarri eða haldi uppi lítilli
starfsemi í viðkomandi ríki; og loks
frá ýmsum stofnunum og samtök-
um, sem hafa það yfirvarp að þau
starfi að mannúðarmálum.
Háttsettur heimildarmaður sagði
að Bandaríkin byggju nú þegar yfir
sönnunargögnum þess efnis að einn
af nánustu undirsátum bin Ladens
væri tekinn að finna fyrir peninga-
leysi sökum aðgerða Bandaríkja-
manna og bandamanna á fjármála-
sviðinu eftir árás hryðjuverka-
mannanna 11. september. Annar
heimildarmaður sagðist hins vegar
ekki búast við því að tilraunir til að
hefta fjármálaumsvif bin Ladens
myndu skila beinum árangri innan
skamms tíma. Til þess væri fjár-
málanet hans of stórt auk þess sem
kostnaður vegna reksturs al-Qaeda
væri almennt lítill.
Flugumenn á vegum al-Qaeda
hafa fram til þessa iðulega sinnt illa
launuðum störfum eða lagst í smág-
læpi ýmsa til að fjármagna eigin út-
gjöld.
„Þetta mun ekki snimmhendis
skila árangri,“ sagði heimildarmað-
urinn.
Bin Laden hefur einnig fengið
talibönum hergögn, séð um þjálfun
hermanna og lagt fram nokkra af
bestu vígamönnum sínum í bardög-
um við Norðurbandalagið, samtök
stjórnarandstöðunnar, sem leitast
við að steypa stjórn talibana. Þegar
bin Laden kom fyrst til langdvalar í
Afganistan frá Súdan gaf hann tal-
ibönum, sem áttu í vök að verjast,
þrjár milljónir Bandaríkjadala á
mikilvægum tímapunkti í borgara-
stríðinu og hann lagði einnig sitt af
mörkum síðar þegar talibanar brut-
ust loks til valda.
Sú vernd, sem talibanar veita bin
Laden, er helsta ástæða þess að
Bandaríkjaher og leyniþjónustu
hefur ekki tekist að hafa upp á hon-
um.
Bandarískir embættismenn
segja að hermenn talibana séu iðu-
lega með bin Laden í för. Þeir segja
að leyniþjónusta Bandaríkjanna búi
yfir upplýsingum þess efnis að hann
sendi iðulega af stað nokkrar bíla-
lestir þegar hann fer á milli staða til
að villa um fyrir fjendum sínum. Þá
iðki hann að safna í kringum sig
konum og börnum til að auka líkur á
að óbreyttir borgarar særist eða
falli ráðist Bandaríkjamenn gegn
honum.
Hirð bin Ladens er lítil, telur um
25 manns og stundum færri, að því
er heimildir herma. Hann á sér eng-
ar höfuðstöðvar þó svo að leyniþjón-
ustan hafi fundið hús, sem hann
nýtir ekki lengur.
Hinir reyndustu sérfræðingar í
túlkun gervihnattaljósmynda eiga í
erfiðleikum þegar Afganistan er
annars vegar. Embættismaður einn
orðaði það svo: „Eitt fjall í Afganist-
an er öðru líkt.“
Fáir ef nokkrir góðir njósnarar
eru á vegum bandarískra njósna-
stofnana í Afganistan og upplýsing-
ar, sem berast frá hinum ýmsu ætt-
bálkum og fylkingum, reynast
almennt óáreiðanlegar. „Þetta er
hættulegt landsvæði og þar býr
svikult fólk, sem kaupir sér tryggð
og selur hana,“ sagði háttsettur
embættismaður.
Sérfræðingar bandarískra
njósnastofnana telja að bin Laden
hafi tekið upp myndbandsávarpið,
sem sýnt var á sunnudag skömmu
eftir að árásir Bandaríkjamanna
hófust, minnst nokkrum dögum áð-
ur. Svo virðist sem upptakan hafi
beðið hjá al-Jazeera- fréttastöðinni
samkvæmt fyrirmælum eða samn-
ingi um að hún yrði ekki birt fyrr en
eftir að árásir væru hafnar.
Þegar bin Laden dvaldist í Súdan
frá 1991–1996 gegndi hann svipuðu
hlutverki fyrir stjórnvöld þar og í
Afganistan nú.
Á árunum í Súdan lagði bin Lad-
en „stjórnvöldum í té beinan fjár-
hagslegan stuðning,“ sagði hátt-
settur leyniþjónustumaður á
miðvikudag. Hann lét einnig fé af
hendi rakna til hóps iðnfyrirtækja,
sem herstjórnin rekur til að styðja
við hergagnaiðnaðinn í Súdan.
Sökum þeirrar aðstoðar, sem bin
Laden veitti súdanska hernum þáði
hann hjálp þaðan og frá súdönsku
leyniþjónustunni við að flytja vopn
fyrir al-Qaeda-hryðjuverkanetið á
milli landa.
Háttsettur embættismaður sagði
að lýsa mætti herfræði Bandaríkja-
manna í baráttunni við bin Laden
með þremur orðum þegar horft
væri til framgöngu hans í Súdan og
Afganistan síðustu tíu árin:
„Skrúfum fyrir peningastreymið.“
Talibanar strengjabrúð-
ur í höndum bin Ladens
Fram til þessa hefur verið talið að Osama
bin Laden njóti stuðnings talibana í
Afganistan. Bob Woodward hefur hins
vegar heimildir fyrir því að þessu sé í raun
öfugt farið og að hryðjuverkaforinginn
„eigi og stjórni“ hreyfingu talibana.
The Washington Post.
Reuters
Stuðningsmenn Osamas bin Ladens stóðu fyrir mótmælum gegn
Bandaríkjunum í Dhaka, höfuðborg Bangladesh, í gær.
SAKSÓKNARAR í Bandaríkjunum
hófu í gær formlega sakamálsrann-
sókn á miltisbrandssýkingum í
Flórída eftir að staðfest var að þrír
starfsmenn blaðaútgáfufyrirtækis í
bænum Boca Raton hefðu fengið
sýkilinn. Bandarísk yfirvöld segja
að ekkert hafi komið fram sem
bendi til þess að sýkingarnar teng-
ist hryðjuverkunum í Bandaríkjun-
um 11. september.
Skýrt var frá því í gær að milt-
isbrandsgró hefði fundist í nefholi
35 ára konu sem starfaði í byggingu
National Enquirer, Sun og fjögurra
annarra æsifréttablaða. Hún hefur
þó ekki fengið einkenni sjúkdóms-
ins, sem getur verið banvænn. Hún
hefur fengið sýklalyf sem hefur gef-
ið góða raun þegar sýkingarnar
greinast snemma.
Myndastjóri Sun lést af völdum
sjúkdómsins á föstudag og starfs-
maður póstherbergis útgáfufyrir-
tækisins American Media Inc.
(AMI) greindist með sýkilinn. Hann
er á sjúkrahúsi og hefur fengið
sýklalyf sem virðist hrífa. Búist er
við að hann verði útskrifaður af
sjúkrahúsinu eftir viku.
Sýni úr meira en 1.000 starfs-
mönnum útgáfufyrirtækisins og
skyldmennum þeirra hafa verið
rannsökuð. Þeim var öllum boðin
fyrirbyggjandi lyfjameðferð.
Ræktaður í rannsóknarskyni
Rannsóknarmenn bandarísku al-
ríkislögreglunnar, FBI, segjast
ekki hafa fundið neinar vísbending-
ar um að sýkingarnar tengist
hryðjuverkunum 11. september en
útiloka ekki þann möguleika.
Nokkrir flugræningjanna sem
frömdu hryðjuverkin bjuggu í bæj-
um nálægt Boca Raton.
Byggingu AMI hefur verið lokað
og verið er að rannsaka hvernig
sýkillinn komst inn í hana. Hugs-
anlegt er talið að miltisbrandurinn
hafi verið ræktaður á rannsóknar-
stofu í Iowa fyrir um hálfri öld. Þar
sem sýklalyf hafa dugað á sýkilinn
telja yfirvöld að miltisbrandurinn
hafi ekki verið ræktaður til að gera
sýklaárás, heldur í rannsóknar-
skyni.
Miltisbrandurinn sem ræktaður
var í Iowa, svokallað „Ames-af-
brigði“, hefur verið notaður á mörg-
um rannsóknarstofum í Bandaríkj-
unum við rannsóknir sem miða að
því að þróa aðferðir til að greina
sjúkdóminn á byrjunarstigi. Það
kann því að reynast erfitt að ganga
úr skugga um hvaðan miltisbrand-
urinn í Boca Raton kom reynist það
rétt að hann hafi verið ræktaður á
rannsóknarstofunni í Iowa.
Miltisbrandur smitast ekki milli
manna og bandarísk yfirvöld lögðu
áherslu á að sýkillinn hefði aðeins
fundist í einni byggingu í Banda-
ríkjunum. Almenningi stafaði því
ekki hætta af sjúkdómnum.
Mikill ótti við hugsanlega sýkla-
árás hefur gripið um sig í Banda-
ríkjunum og mikil spurn er eftir
sýklalyfjum sem hafa reynst vel við
miltisbrandi. Utanríkisráðuneytið í
Washington hefur hvatt öll banda-
rísk sendiráð í heiminum til að
kaupa birgðir af sýklalyfjum fyrir
starfsmenn sína.
Mörg útköll vegna
grunsamlegra umslaga
Fyrstu einkenni miltisbrandssýk-
ingar líkjast inflúensu og margir
hafa hringt í neyðarlínur og sjúkra-
hús af ótta við að þeir hafi sýkst af
miltisbrandi. Slökkviliðs- og björg-
unarmenn hafa oft verið kallaðir út
til að kanna torkennilegt duft og
umslög, sem fólk hefur talið grun-
samleg, en ekki fundið neinar vís-
bendingar um miltisbrand.
Hluta utanríkisráðuneytisins í
Washington var lokað í fyrradag
eftir að kona í póstherbergi þess
opnaði umslag sem innihélt óþekkt
duft. Sérfræðingar FBI komust að
þeirri niðurstöðu að duftið væri
ekki hættulegt.
Átta fjölskyldur hafa verið lagðar
inn á sjúkrahús nálægt Miami til að
læknar geti fylgst með þeim, en
þær höfðu allar fengið umslag sem
innihélt hvítt duft.
„Hræðslan og sefasýkin
er ótrúleg“
Margir lesendur dagblaða AMI
hafa hringt í fyrirtækið til að spyrja
hvort þeir gætu sýkst af miltis-
brandi með því að fletta blöðunum.
Fyrirtækið sá því ástæðu til að gefa
út yfirlýsingu um að lesendum staf-
aði engin hætta af blöðunum og þau
væru ekki prentuð í Flórída.
„Hræðslan og sefasýkin er ótrú-
leg,“ sagði David Pecker, forstjóri
AMI, og kvað málið hafa haft
„hrikalegar“ afleiðingar fyrir fyr-
irtækið.
Bandarísk yfirvöld staðfesta að þrír hafi sýkst af miltisbrandi í bænum Boca Raton í Flórída
Sýkingarnar rann-
sakaðar sem sakamál
Boca Raton. The Washington Post, AP.