Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 30
LISTIR/KVIKMYNDIR 30 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MOULIN Rouge, Rauða myllan, dregur nafn sitt af hinum marg- fræga næturklúbbi í París, þar sem myndin gerist fyrir u.þ.b. 100 ár- um. Er hún óður til fegurðarinnar, frelsisins en fyrst og fremst ást- arinnar, með spillt, syndugt og seiðandi andrúmsloft staðarins, með sínum íðilfögru dansmeyjum og eggjandi tónlist í bakgrunninum. Baz Luhrman stjórnar sýningunni, en hann er orðinn einn athyglis- verðasti leikstjóri samtíðarinnar eftir aðeins þrjár myndir; Strictly Ballroom, William Shakespeare’s Romeo + Juliet og nú síðast þessi litríka mynd um ást og hatur, sorg og gleði, söng og dans, sem vann hug og hjörtu áhorfenda á kvik- myndahátíðinni í Cannes í sumar. Luhrman hefur valið sér úrvals samstarfsfólk í sinni dýrustu mynd til þessa. Til að ná betur til ungra áhorfenda er tónlistin að hluta til samin af poppstjörnum samtímans (Elton John, T- Rex, Madonnu, o.fl.) þó umhverfið og bún- ingarnir séu hannaðir í íburðarmiklum stíl alda- mótanna 1900. Nicole Kid- man leikur Satine, fræg- ustu og fegurstu stjörnu og gleðikonu staðarins, þar sem allt er leyfilegt – annað en ástin. Sem stendur þó engan veginn í vegi fyrir að rithöfundurinn Christian (Ewan McGregor) falli kylliflatur fyrir hinni und- ursamlegu Satine, mitt í lostafullri spillingunni. Söguþráður Moulin Rouge sækir viðfangsefnið til mýtunnar um Orfeif (Orpheus); skáldið og söngvarann í grískum sögn- um, sem heillaði alla með söng sínum. Þegar Evr- ídíka, eiginkona hans, dó fór hann til undirheima að heimta hana – og fær með því skilyrði að líta ekki til baka á leiðinni upp … Leikarar: Nicole Kidman (Dead Calm, To Die For, Eyes Wide Shut); Ewan Mc- Gregor (Shallow Grave, Trainspotting, Star Wars Episode I: The Phantom Menace); John Leguizamo (Spawn, Dr. Dolittle); Jim Broadbent (Topsy Turvy, Little Voice, Bullets Over Broadway, The Crying Game, Richard III.). Hand- rit og leikstjórn: Baz Luhrman (Strictly Ballroom, William Shake- speare’s Romeo + Juliet). Nicole Kidman og Ewan McGregor sem Satine og Christian í Moulin Rouge. Ást og undir- heimar Smárabíó ásamt Stjörnubíói og Borg- arbíói Akureyri frumsýna Moulin Rouge með Nicole Kidman, Ewan McGregor og Jim Broadbent. KÓNGURINN lifir, segja sumir, og eiga vitaskuld við rokkkónginn, sjálfan Elvis Presley. Vinsældir hans eru ótrúlegar þótt langt sé liðið frá dauða stjörnunnar og stórsöngv- arans, sem vann hug og hjörtu ungra sem eldri upp úr miðri öldinni sem leið. Myndir um Presley og eftirherm- ukeppnir honum til heiðurs, eru fast- ir liðir í Vesturheimi. Spennu- og gamanmyndin 3000 Miles to Grace- land, er með eina slíka í bakgrunn- inum. Sú nefnist Alþjóðlega Elvis- vikan, og er haldin í háborg skemmt- analífsins, Las Vegas. Borgin er undirlögð vongóðum Elvis „eftirlík- ingum“, sem hyggjast vinna keppn- ina. Sumir þeirra hafa þó mun vafa- samari áform í huga. Þeir flytja vélbyssur og önnur morðtól í gítar- kössunum á mótsstaðinn, hið glæsi- lega Riviera Hotel og spilavíti. Ræningjarnir eru samankomnir undir stjórn fyrrverandi fangans Michaels (Kurt Russell), og gamals klefafélaga hans, Murphy (Kevin Costner). Þessir gervi-Elvisar ræna spilavítið, komast á brott með fúlgur fjár, skilja við Riviera í rústum áður en þeir komast undan á ævintýra- legan hátt. Þegar til kemur er skálkurinn Murphy ekki aldeilis á því að deila auðnum og svíkur félaga sína. Áður en af því verður grípur Michael til eigin ráða og býr sig undir að njóta þýfisins, einn og óstuddur. Stingur af með smábæjarprinsessunni Cybil (Courteney Cox), með Murphy og aðra krimma, ásamt laganna armi, skammt undan. Eftir fimm ára sam- vistir í grjótinu þekkir Murphy vel til í hugarheimi Michaels og er aldrei langt undan. Uppgjörið ekki umflú- ið. Leikarar: Kurt Russell (Escape From, New York; Silkwood, Tombstone, Break- down); Kevin Costner (Dansar við úlfa, Bull Durham, Robin Hood: Prince of Thieves, The Untouchables); Courteney Cox (Scream I., II og III, Ace Ventura: Pet Detective, sjóvarpsþættirnir Friends), Christian Slater (In the Name of the Rose, True Romance, Broken Arrow); Kevin Pollack (The Usual Suspects, Casino, Dr Dolittle 2). Leik- stjóri og handritshöfundur: Demian Lichtenstein (Lawball). Lifi Las Vegas! Sambíóin frumsýna 3.000 Miles to Graceland, með Kurt Russell, Kevin Costner, Courteney Cox, Christian Slater. Kóngurinn lifir í 3.000 Miles to Graceland. ILLA stendur í bólið hjá Dorothy (Susan Lynch) og Tony (Iain Glen). Þau eru á heimleið með lestinni úr heimsókn til ættingja í Skotlandi og Tony hefur allt á hornum sér. Ásak- ar Dorothy m.a. um að hafa týnt golfkylfunum sínum, leggur á hana hendur og hverfur síðan út í nóttina. Þannig hefst bresk spennumynd um tvær stúlkur, Dorothy og Petulu (Rachel Weisz), sem dragast hvor að annarri vegna sameiginlegra vanda- mála, örvita og ofbeldisfullra kær- asta. Því þegar Dorothy ætlar að forða sér og ná vagninum til London, ásamt rakka sínum Plató, gengur hún fram á Brian (Tom Mannion), drukkinn náunga sem er að reyna að murka líftóruna úr kærustunni sinni, fyrrnefndri Petulu. Stúlkurnar drösla Brian til Petulu eftir að Dorothy hefur steinrotað hann með næsta tiltæka barefli. Koma honum rotuðum af högginu og drykkju í baðkarið, svo renni af hon- um. Totta á meðan eina jónu. Hávaði berst úr baðherberginu er Dorothy og Petula nálgast skekkjumörkin – Brian er dauður. Dömurnar eru allt í einu komnar í vond mál og Petula býr til sögu um að Brian sé horfinn og Dorothy læst vera mannræningi sem krefst lausn- arfjár. Ýmsa fer að gruna margt, þ.á m. lögreglumanninn Hepburn (Alex Norton), og lygasagan vefur utan á sig. Tony kemur aftur inn í myndina til að drepa Dorothy, eins og sæmir í bleksvörtum, hábreskum glæpatrylli. Beautiful Creatures er fyrsta myndin frá DNA Films, einu nokk- urra smáfyrirtækja fjármagnaðra af breska lottóinu, sem er lyftistöng margra framleiðenda. Að baki fyr- irtækinu standa þó engir nýgræð- ingar, eigendurnir, Duncan Ken- worthy og Andrew McDonald, komu áður að gerð mynda einsog Four Weddings and a Funeral, Notting Hill og Trainspotting. Myndin var tekin í og umhverfis Glasgow 1999. Leikarar: Rachel Weisz (The Mummy, The Mummy Returns), Susan Lynch (Waking Ned, Nora, væntanleg í From Hell); Iain Glen (Paranoid, Laura Craft: Tomb Raider). Leikstjórn: Bill Eagles (frumraun, er kunnur sjónvarpsmynda- leikstjóri). Handrit: Simon Donald (My Life So Far). Dóra, Peta, Plató og ofbeldisfullir kærastar Rachel Weisz og Susan Lynch í hlutverkum sínum. Háskólabíó frumsýnir Beautiful Creat- ures, með Rachel Weisz, Susan Lynch og Iain Glen. „MIG hefur dreymt um að skapa nýtt afþreyingarform, samfléttu tækniundra tölvuleikjanna og bestu hugsanlegra brellna í almennri kvikmyndagerð,“ segir japanski völ- undurinn og tölvuleikjasmiðurinn Hironogu Sakaguchi. „Final Fant- asy er skref í þá átt.“ Hin Japanskættaða Final Fant- asy opinberar eilífa framþróun sam- hæfingar tölvuleikja og kvikmynda- gerðar, í þeim geira ættu áhorfendur að minnast m.a. Laura Croft: Tomb Raider, frá því fyrr í sumar. Leikurinn Final Fantasy hefur verið geysivinsæll í á annan áratug um allan heim, selst í yfir 33 milljónum eintaka. Leikirnir og kvikmyndin eru byggð á ríkri sögu- hefð; gædd ást, vináttu, ævintýrum, lífi og dauða. Myndin er sú fyrsta þar sem höfundur leiksins er jafn- framt leikstjóri kvikmyndarinnar sem á honum byggist. Handritið er skrifað af Al Reinert og Jeff Winter en myndin er radd- sett af heimskunnum leikurum í bland, á borð við Alec Baldwin og James Woods. Final Fantasy gerist í náinni framtíð þegar móðir jörð er hersetin af geimverum. Stórborgir eru í rústum, mannkynið í útrým- ingarhættu, geimverurnar að yfir- taka völdin á plánetunni. Nokkrir, mennskir ofurhugar eru á lífi, menn sem verða að finna leiðir til að bjarga jörðinni og jarðarbúum áður en yfir lýkur. Fjallar myndin um ógnarleg átök hinna herjandi afla og yfirnáttúrlegra krafta sem eru und- irstöðuatriði í baráttunni við ill út- geimsöfl. Final Fantasy er ekki aðeins há- tæknivædd spennumynd, byggð á rótgrónum, háþróuðum tölvuleikja- bálki, heldur veltir hún fyrir sér sið- ferðilegum og vistvænum framtíð- arspurningum sem þarft er að vekja máls á. Raddsetning: Alec Baldwin (The Hunt for Red October, Great Balls of Fire, Glengary Glen Ross, State and Main); Steve Buscemi ( Mystery Train, in the Soup, Fargo, The Big Lebowski); Ving Rhames (Pulp Fiction, Con Air, Out of Sight); Donald Sutherland (M*A*S*H, Klute, Ordinary People, Outbreak); James Woods (Casino, The Hard Way, The Onion Field, Videodrome). Leik- stjóri: Hironobu Sakaguchi (frumraun.) Kvikmyndin Final Fantasy gerist í náinni framtíð. Hátæknivædd, hrollvekjandi framtíðarsýn Smárabíó, Kringlubíó, Nýja bíó Keflavík, Borgarbíó Akureyri frumsýna Final Fan- tasy með Alec Baldwin, Ving Rhames og Steve Buscemi. HÁLFU stjörnuna hlýtur lágkúr- an The In Crowd, fyrir að ná því marki að vera svo ómerkileg, klisju- kennd, ófrumleg og yfirborðskennd að það má hafa af því nokkra skemmtun, þó ekki eftirsóknar- verða. Söguþráðurinn er stærsti ljóður viðvaningslegrar og fullkom- lega ótrúverðugrar morðsögu. Ung stúlka (yndisfríð í ætt við létt- timbraða Madonnu), Brittany Fost- er (Susan Ward), fær vinnu í sveita- klúbbi þar sem milla-erfingjar hanga í sumarleyfinu við golf, siglingar, drykkjuskap, eiturlyfjasukk og aðra eftirsóknarverða afþreyingu. Britt- any fær vinnuna fyrir atbeina geð- læknis sem hefur annast stúlkuna, en hún hefur dvalist á hæli eftir vægt taugaáfall. Brittany vingast fljótt í klúbbnum við gestina og þjónustulið- ið, verður m.a. vinkona hinnar ynd- isfríðu Adrien (Lori Heuring) og yndisfríða golfkennarann, tennis- hetjuna, o.s.frv. Fær hinsvegar lesb- íuna (yndisfríðu), Kelly, upp á móti sér. Hin fyrrum sálsjúka Brittany kemst smám saman að raun um að hún er leiksoppur Adrien (ástæðan er of fáránleg og ótrúverðug til þess að reynt verði að troða hennni inná lesendur) og upphefst lokasprettur þar sem líkin taka að hlaðast upp og Brittany er kennt um þótt klækjapí- an Adrien sé potturinn og pannan. Leikaraliðið er greinilega valið samkvæmt einhverjum glanspíu- og súkkulaðidrengjastaðli og vafamál hvort nokkurt þeirra á eftir að sjást á hvíta tjaldinu að einhverju ráði. Það er ámóta framboð af útlitsfegurð í Hollywood og skorti á hæfileikum. Kreditlistinn gæti þess vegna verið á sanskrít, óskiljanlegur utan þess að Tess Harper fer með lítið og linju- legt hlutverk geðlæknis. Um myndir sem þessar er aðeins eitt orð að segja: Tímasóun. Morð í glanspíugenginu KVIKMYNDIR B í ó h ö l l i n Leikstjóri: Mary Lambert. Hand- ritshöfundur: Mark Gibson og Phil- ip Halprin. Tónskáld Jeff Rona. Kvikmyndatökustjóri: Tom Priest- ley yngri. Aðalleikendur: Susan Ward, Lori Heuring, Matthew Settle, Nathan Bexton, Ethan Erik- son, Laura Fortier, Tess Harper. Sýningartími 105 mín. Bandarísk. Warner Bros. 2000. THE IN CROWD 1 ⁄2 Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.