Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 52
HESTAR 52 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ KLUKKAN var langt gengin í tíu föstudagsmorguninn 5. október sl. og fólkið sem gisti á bænum Kolugili í Víðidal, auk þeirra sem fengu hesta þar, var að tygja sig af stað. Bændurnir í Kolugili, þau Jónína Sigurðardóttir og Sigurður Björns- son, höfðu í nógu að snúast en allt var vel skipulagt Þegar út var komið um morguninn var Jónína komin með lista yfir hesta og mannskap og var fljót að finna út hver átti að fá hvaða hest. Fleira fólk kom ríðandi frá öðrum bæjum og hóparnir sameinuðust niðri á vegi. Þegar lagt var upp á heiðina var hópurinn orðin býsna stór. Farið var rólega af stað og þeg- ar komið var að afréttargirðingunni rétt fyrir ofan Bergá var áð stutta stund. Fyrir innan girðinguna hafði þegar safnast stór hópur hrossa. Ferðinni var heitið að gangna- mannakofa uppi á heiðinni. Ruddur vegur er alla leið og því ekki yfir neinar torfærur að fara. En það var fallegt á heiðinni þennan bjarta dag og ískaldur Eiríksjökull naut sín vel. Hundrað manna grillveisla á heiðinni Við kofann var sprett af hrossun- um og slegið upp mikilli grillveislu. Búist hafði verið við um 80 manns í mat en þegar upp var staðið borðuðu þar um 100 manns. Þrátt fyrir næð- inginn var létt yfir mannskapnum og þegar flestir höfðu lokið við að nær- ast var upplagt að troða sér í skjól inni í kofanum og taka lagið. Þátttaka í stóðrekstri og smölun á sívaxandi vinsældum að fagna og hafa þó nokkrir bændur á þeim svæðum sem enn má reka hross á fjall byggt upp ferðaþjónustu í kringum þessa viðburði. Flestir þeirra sem þarna voru á ferð voru Ís- lendingar. Eitthvað var þó af útlend- ingum, t.d. hópur Þjóðverja á vegum Íshesta. Það sem kom á óvart var að innan um var fólk sem var lítið vant hestum og nokkrir að fara á hestbak í fyrsta sinn eða eftir áratuga hlé. Þetta fólk stóð sig ótrúlega vel. Greinilegt var að innan þessa stóra hóps var mikið um litla hópa fólks sem sumir koma ár eftir ár. Enda ekki spurning að svona ferð hleður batteríin og er svo sannarlega mikil tilbreyting frá gráum hvers- dagsleikanum. En það kom líka í ljós að áhuginn á hestamennsku hafði kviknað hjá mörgum í slíkum ferðum og nokkrir höfðu keypt sér hest. En okkur var ekki til setunnar boðið og ekki dugði að vera að slugsa í kofanum allan daginn. Þá var að finna hrossið sitt, leggja á og ríða af stað. Fljótlega þurftum við þó að hægja á okkur og að lokum var áð til að gefa gangnamönnum tækifæri til að komast með hrossahópa framfyr- ir okkur. Ekki þótti það gott til af- spurnar að koma ríðandi á undan stóðinu. Litfögur, sílspikuð og falleg í hárafari Þegar öll hrossin voru komin að girðingunni var okkur „túristunum“ hleypt framúr til að sjá þegar rekið yrði af stað og yfir brúna á Bergá. Það var tignarleg sjón að sjá stóðið koma niður brekkuna og eftirvænt- ing hjá mörgum að fá loksins að reka. En auðvitað þurfti ekki mikið að hafa fyrir því. Stóðið fór á fleygi- ferð niður brekkurnar og hafa for- reiðarmennirnir eflaust mátt hafa sig alla við. Margir hafa áhyggjur af því að ís- lenski hrossastofninn sé að verða of einhæfur á litinn og allt sé að verða brúnt, jarpt og rautt. Greinilegt er að Húnvetningar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því því ótrúlega litafjöl- breytni gat að líta í þessu stóði. Áberandi var einnig hversu óhemju vel hrossin voru á sig komin. Sílspik- uð og falleg í hárafari. Reka átti stóðið alla leið í Víðidals- tungurétt en á leiðinni var komið við í kaffi í Kolugili. Komið hafði verið fyrir borði inni í skemmu og þar var öllum boðið upp á kaffi og kakó, smurt brauð og kökur eins og hver gat í sig látið. Úti var nánast sólbaðs- veður í skjóli við skemmuna og inni upphófst mikill söngur. Stóðið beið niðri á veginum og enn var síðasti spölurinn eftir. Það var svolítið farið að kula undir lokin. Þegar búið var að setja stóðið inn í beitarhólfið var riðið létt heim að réttinni enda reiðhestarnir kátir og tóku flestir á sprett upp síðustu brekkuna. Daginn eftir var rekið til réttar og réttarstörfin hófust um tíuleytið. Talið er að jafnan sé á milli 600 og 700 fullorðnum hrossum réttað þar auk folalda. Sérstakur andi er í Víði- dalstungurétt. Reglan er sú að fara eigi vel að hrossunum og þau rekin í sundur og beint inn í dilkana með prikum eða pískum. Tveir strákar ætluðu til dæmis að fara að taka á hrossi inni í almenningnum en voru þá hundskammaðir svo þeir hættu snarlega við. Á undanförnum árum hefur einnig tíðkast að halda uppboð á hrossum og efna til happdrættis til að brjóta upp réttarstörfin. Nokkrir hestar voru boðnir upp, en mjög lélegt verð fékkst fyrir þá, 50.000–70.000 krón- ur, og ekki víst að þetta sé fýsilegur kostur fyrir hrossabændur. En vinningarnir í happdrættinu voru ekki af verri endanum og að- alvinningurinn var brúnskjótt hestfolald frá Stórhóli. Hann hreppti Haukur Sveinbjörnsson, bóndi á Snorrastöðum í Kolbeinsstaða- hreppi, sem var að koma í Víðidals- tungurétt í fyrsta sinn. Ekki þurfti að kaupa happdrættismiðana sér- staklega heldur fylgdu þeir í kaup- unum þegar keyptar voru veitingar hjá konunum í kaffikofanum. Betra en sólarlandaferð Ekki rættist vond veðurspá fyrir réttardaginn fyrr en réttarstörfum var lokið og búið að reka hrossin heim. Þeir sem gistu í Kolugili fengu að reka hrossin frá Syðra-Kolugili heim. En það var auðvelt verk því þau vissu greinilega hvert þau voru að fara og vildu komast þangað fljótt. Eftir enn eina veisluna í Kolugili, dýrindis sviðaveislu, var haldið á stóðréttardansleik í Víðihlíð. Þar var dansað og sungið fram á nótt og ótrúlegt hvað enn var eftir af orku- birgðunum. Varð einhverjum að orði að ef valið stæði um sólarlandaferð eða þriggja daga „stóðrekstrar- pakka“ í Víðidalnum yrði ekki erfitt að velja. Stefnan yrði tekin á Víðidal- inn. Reka stóð og safna orku í Víðidalnum Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Stóðið rekið yfir brúna á Bergá. Hópur hrossa var kominn að afréttargirðingunni og beið þess að komast til byggða. Eggert og Júlíus Guðni Antonssynir og Lárus Stefánsson syngja af inn- lifun í kaffinu í Kolugili. Júlíus bóndi á Auðunarstöðum bar af öðrum gangnamönnum í klæðaburði, var í hvítri skyrtu með bindi. Litríkt stóð í Víðidalstungurétt.Á meðan beðið var eftir gangnamönnum var tími til að taka lagið og spjalla. Í sólskini, strekkingsvindi og svölu veðri lagði vaskur hópur fólks ríðandi af stað úr Víðidalnum í Húnaþingi vestra til móts við gangnamenn sem voru á leið niður af Víðidalstunguheiði með stóðið. Ásdís Haraldsdóttir var í hópnum og dáðist að dugnaði þeirra sem fara á hestbak einu sinni á ári – til að reka stóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.