Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is SIGURJÓN Bjarnason, félagi minn, ritaði grein í Morgunblaðið með ofan- greindri fyrirsögn, 31. ágúst sl., í til- efni af grein Stefáns Jóns Hafstein í sama blaði 26. ágúst. Sigurjón hefur hingað til reynt að taka málefnalega afstöðu í þessu mikla deilumáli og líta á það frá ýms- um sjónarhornum, en í þessari grein sýnist mér hann leggja öll lóðin á vog- arskál virkjunarsinna. Sigurjón varpar fram nokkrum spurningum, sem hann biður „þá sem telja sig almennt fylgjandi verndun óspilltrar náttúru að hugleiða“. Hann ritar m.a.: „Mín stóra spurning er sú, hvort að virkjun við Kárahnjúka og tengt stóriðjuver á Reyðarfirði þjóni ekki sjónarmiðum náttúruverndarsinna á ýmsan hátt. Eftir lestur greinar Stef- áns hef ég helst komist að þeirri nið- urstöðu að svo sé ...“ Í fyrstu spurningunni ber hann saman „virkjunarstefnu Sunnlend- inga, sem hefur fordjarfað stórum hluta af upplandi þeirra, án þess að fengin orka sé nema hluti af því, sem Kárahnjúkavirkjun mun gefa af sér“. Ég veit ekki betur en virkjanir sem gerðar hafa verið eða ákveðnar eru á Þjórsár-Tungnaár-svæðinu sunnan- lands séu til samans nokkuð sam- bærilegar að stærð við fyrirhugaða Kárahnjúkavirkjun, en breytingar á náttúrufari við þá síðarnefndu eru ólíkt meiri og víðfeðmari, þar sem þær taka ekki aðeins til hálendisins NA Vatnajökuls, heldur til alls Fljótsdalshéraðs og gerbreyta tveim- ur stærstu vatnsföllum þess frá upp- tökum til ósa, vatnsföllum sem bæði eru mjög sérstæð á landsvísu og jafn- vel heimsvísu. Hvernig S.B. getur kallað þetta „litla röskun“ er óskilj- anlegt, nema hann hafi hreinlega ekki lesið matsskýrslu Landsvirkjun- ar. Spurningu S.B.: „Hefur Kára- hnjúkavirkjun ekki í raun sáralítil neikvæð umhverfisáhrif, miðað við það afl, sem hún kemur til með að framleiða?“ er því fljótsvarað. – Nei, hún hefur þvert á móti mjög mikil neikvæð umhverfisáhrif, miðað við áætlað afl og hugsanleg jákvæð þjóð- félagsáhrif, eins og Skipulagsstofnun hefur staðfest með úrskurði sínum 1. ágúst sl. Sigurjón telur það ótvíræðan kost að byggja „eina stóra virkjun“ og losna þannig við nokkrar smærri virkjanir. Hann spyr: „Hafa menn kynnt sér öll þau víð- feðmu, óspjölluðu landsvæði í Aust- firðingafjórðungi, sem góður mögu- leiki væri að varðveita til frambúðar, einmitt ef virkjað væri með afgerandi en vistvænun hætti, eins og hér er stefnt að?“ Stórar virkjanir á borð við fyrir- hugaða Kárahnjúkavirkjun hafa til þessa hvergi verið taldar „vistvæn- ar“, svo mér sé kunnugt, jafnvel ekki þar sem þær hafa verið tengdar áveitum til vökvunar lands, eins og í Egyptalandi eða Kína. Til þess eru breytingar af þeirra völdum almennt of stórar í sniðum. Smáar virkjanir valda að sjálfsögðu mun minni spjöll- um og miklu auðveldara er að laga þær að landslagi og öðrum staðhátt- um. Þær eru því almennt vistvænni. Og hver getur tryggt það, að ekki verði sótt í aðra hagstæða virkjunar- kosti á Austurlandi, þótt Kára- hnjúkavirkjun verði byggð? Álverið mikla í Reyðarfirði markar vonandi ekki endalok alls mannlífs hér fyrir austan. Fleiri málmbræðslur geta fylgt í kjölfarið og aukinn mannfjöldi kallar á meira rafmagn til almennra þarfa. Dettur einhverjum í hug að t.d. Fjarðarárvirkjun í Seyðisfirði sé úr sögunni þótt virkjað verði í Fljótsdal? Í næstu spurningum tekur Sigur- jón upp nokkrar röksemdir sem finna má næstum í hverri ræðu og grein stóriðjusinna, eins og að efla dreifbýli landsins, nota endurnýjanlega orku- gjafa og framleiða léttari málma í far- artæki, sem sparað geti orku. Skjóta má einhverjum stoðum undir þær all- ar, en þær hafa svo oft verið gagn- rýndar að óþarft er að endurtaka það hér. Að lokum spyr greinarhöfundur: „Er það víst að ferðamönnum geðjist betur að svæðum, þar sem finna má auðar sveitir, yfirgefna vinnustaði og draugaþorp, en blómleg héruð og byggðakjarna, þar sem athafnalíf þrífst og menning dafnar?“ Hér fellur félagi vor í forarpytt öfganna, sem ég hélt að hann vildi umfram allt varast, þ.e. að stilla upp algerri ördeyðu byggðanna á Austur- landi gagnvart umræddum virkjun- ar- og stóriðjuframkvæmdum. Slík framtíðarsýn er vitanlega út í hött og verður ekki túlkuð nema sem hræðsluáróður, sem skynsömum mönnum er ekki sæmandi. Auk þess verkar þetta eins og öf- ugmæli. Hvað skyldu verða til margir „yfirgefnir vinnustaðir“ eftir að framkvæmdum við Kárahnjúkavirkj- un lýkur? Og hvað skyldu verða til mörg „draugaþorp“ þegar vinnuaflið hefur sogast á einn stað á Austfjörð- um? Skyldi búskapur aukast í Fljóts- dal og eyðibýli byggjast að nýju, eftir að Teigsbjarg hefur verið holað inn- an, 100 fossar hafa hljóðnað, Jökla leidd í skurði út úr fjallinu og dal- urinn undirlagður raflínum og öðrum virkjunarmannvirkjum? Ummerki fyrri tíma stóriðju á sviði hvalveiða og síldveiða, sem féll með eyðingu auðlindanna, blasa hvar- vetna við sjónum á Austfjörðum, og ættu að vera víti til varnaðar. Sigurjón er góður reiknismaður og hann hefur reiknað út að „landsbyggðarfólk hafi á síðustu 10-15 árum reitt fram á milli 500 og 1.000 milljarða [króna] í formi verð- rýrnunar eigna, fjárfestingar við bú- ferlaflutninga, tekjutap og kostnað- arauka, sem hlotist hefur af stefnuleysi stjórnvalda í byggðamál- um. Virkjun við Kárahnjúka og iðjuver á Reyðarfirði gæti orðið til þess að skila brotabroti af þessari fórn til landsbyggðarfólks á altari markaðs- frelsis, einkavæðingar, hagræðingar í atvinnulífi og hávaxtastefnu.“ Hér ritar stjórnmálamaðurinn S.B. og undir þetta má vissulega taka, þó að hann gleymi því að taka kostnað höfuðborgarbúa af sömu flutningum með í reikninginn. Sjáfsagt getur eitthvert „brota- brot“ af þessari upphæð skilað sér aftur heim ef NORAL-áætlun ríkis- stjórnarinnar gengur eftir. En er það þess virði að gerbreyta öllu náttúru- fari eins stærsta og blómlegasta hér- aðs á Íslandi fyrir þetta brotabrot? HELGI HALLGRÍMSSON, Laugarási 2, 700 Egilsstöðum. Virkjað í þágu náttúru- verndarsjónarmiða? Frá Helga Hallgrímssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.