Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ,,EF ÞÚ kaupir pylsupakka lendir þú í potti og getur unnið ferð út í heim“ eða ,,Keyptu bíl og fáðu gasgrill í kaupbæti“. Auglýsingar og tilboð sem þessi heyrast æ oftar hér á landi. Það er rétt eins og að nú ætli allir að selja vörur sínar á þennan hátt. Neytandinn á svo að freistast í von um skjótfenginn gróða. En hver fær þessa vinninga? Hvernig getum við vitað að ein- hver fái þá? Það er hægara sagt en gert því samkvæmt lögum ber eng- um skylda að hafa eftirlit með því að vinningar sem þessir skili sér. Í gömlu verðlagslögunum var kveðið á um að þessir viðskipta- hættir væru bannaðir hér á landi. Í samkeppnislögum sem tóku gildi árið 1993 er ekki að finna neitt slíkt ákvæði. Síðan hefur seljendum vöru og þjónustu því verið heimilt að nota happdrætti og kaupauka til að ýta undir sölu á vöru sinni og þjónustu. Auk þess er óljóst hvort einhverjum ber að fylgjast með þessum gylliboðum. Einstöku sinn- um hefur Samkeppnisstofnun gert athugasemdir en í flestum tilfellum fylgist enginn með hvort þessir vinningar skila sér til viðskiptavin- anna. Í sumar var til dæmis sagt frá því í fjölmiðlum að fólk hefði gripið í tómt þegar það hafði safnað nógu mörgum töppum af gosdrykkjaflöskum til að eiga rétt á vinningi. Þetta er ein hlið málsins. Önnur hlið er sú hver borgar þessa vinninga ef þeir eru þá einhverjir? Séu þessir vinningar einhvers virði hlýtur verðmæti þeirra að leggjast á vöruverðið eða þjón- ustuna og neytendur borga. Teljum við eðli- legt að borga hærra vöruverð svo nágranni okkar komist til Par- ísar? Ef vinningarnir eru einskis virði, jafnvel eitthvert drasl sem strax er hent, þá er held- ur engin ástæða til að vera að þessu og má í því sambandi minna á um- hverfissjónarmið. Þriðja hlið þessa máls og jafnvel sú alvarlegasta er hverjir það eru sem hlaupa á eftir þessum gylliboð- um. Nú hef ég ekki handbæra fræðilega úttekt á því en mín til- finning er sú að það séu aðallega börn og þeir sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Í gegnum börnin er auðvelt að ná til foreldranna. Á þennan hátt er hægt að ná til mikils hluta heimila hér á landi. Hverjir græða á þessum við- skiptaháttum? Jú, það er seljand- inn því honum tekst að selja meira af vöru sinni. Neytandinn aftur á móti borgar meira fyrir vöruna, kaupir jafnvel eitthvað sem hann vantar ekki og situr svo ef til vill uppi með eitthvert drasl, sem fer beint í öskutunnuna í næstu tiltekt. Viljum við láta draga okkur svona á asnaeyrunum? Svari nú hver fyrir sig. Sumum kann að finnast hart að banna öll happdrætti og kaupauka til að auka sölu á vöru og þjónustu. Það getur líka verið stigsmunur á þessum tilboðum. Segja má að það sé skömminni skárra þegar fólk safnar punktum eða stimplum og fær fyrir það vöru án endurgjalds. En þá er rétt að minna á að kostn- aðurinn hlýtur alltaf að bætast við vöruverðið. Það er sjónarmið Neytendasam- takanna að ef leyfa á þessar sölu- aðferðir í framtíðinni verði settar um þær reglur, þar á meðal um upplýsingaskyldu seljenda. Jafn- framt verður að tryggja að eftirlit sé með slíkum söluaðferðum. Löglega dregin á asnaeyrunum Brynhildur Briem Happdrætti Í gömlu verðlagslög- unum var kveðið á um, segir Brynhildur Briem, að þessir við- skiptahættir væru bannaðir. Höfundur er ritari Neytendasamtakanna. „ORÐ eru dýr, þessi andans fræ,“ segir í kvæði eftir Einar Bene- diktsson. Orð tungunn- ar eru dýrgripir og tungan sjálf ótæmandi auðlind. Orðin eru höf- uðtæki hugsunarinnar. Á það jafnt við um hversdagsræðu manna sem um sértækt mál á tilteknum fræða- eða vísindasviðum. Í heimi fræðanna hefur lög- fræðin oft verið nefnd „orðsins list“ vegna þess að þar reynir til hins ítrasta á nákvæma orðnotkun og skilgreiningu hugtaka. Sú fræðigrein byggist m.a. á réttri beitingu orða og orðasambanda við skilgreiningu viðfangsefna og vanda- mála, sem við er að glíma, og á gagn- rýnni hugsun, er öguð hefur verið eft- ir kerfisbundnum lögmálum fræð- anna. Lagamálið er sóknartæki lagamannsins í baráttu hans fyrir málstað sínum. Með orð þess að vopni eyðir hann réttaróvissu, ræðst gegn ólögum, glæðir réttarvitund almenn- ings og bætir réttarstöðu einstak- linga og eflir um leið þjóðarhag. Loðmulla í töluðu eða rituðu máli samrýmist ekki réttmætum kröfum um skýrleika og áhrifamátt lagamáls- ins. Sljóvar eggjar hæfa ekki vopnum tungunnar. Lagamál hverrar þjóðar – það sér- staka tungutak og ritmál, sem lög- lærðir menn nota á fagsviði sínu, m.a. við skjalagerð, í málflutningi og við samningu dóma og fræðirita – er merkur þáttur tungu hennar og menningar og því mætari sem orða- forðinn er hreinni og hugtökin bein- skeyttari. Þetta á við um íslenskt lagamál ekki síður en um lagamál annarra þjóða. Ætla verður, að flestir íslenskir lagamenn og jafnframt margir aðrir geri sér glögga grein fyrir nauðsyn þess, að vel sé vandað til talaðs og ritaðs máls á þeim vett- vangi, þar sem reynir á tjáningu lög- fræðilegrar hugsunar við skilgrein- ingu og úrlausnir þeirra mannlegu vandamála, sem fræðigreinin nær til. Engu að síður má nokkurri furðu sæta, að ekki skuli hafa verið fjallað meira en gert hefur verið á opinber- um vettvangi um gildi íslensks laga- máls fyrir lögfræði og skyldar grein- ar og um leið fyrir íslenska þjóð- menningu – og þá jafnframt um nauðsyn á varðveislu og þróun laga- málsins og um skyldur okkar við þennan sérstæða þátt íslenskrar tungu. Íslenskar réttarheimildir frá mið- öldum einkennast m.a. af þróttmiklu og fögru lagamáli. Nægir þar að benda á Grágás (safn íslenskra laga frá lokum þjóðveldisaldar) og Jóns- bók, lögbókina kunnu frá 1281. Á síð- ari öldum, þegar erlend áhrif – sum óholl – voru hvað ríkust og mótstöðu- afl þjóðarinnar gegn þeim minnst mengaðist lagamálið hins vegar. Lé- legu málfari fylgdi slöpp hugsun og óskýrleiki þar sem síst skyldi, sbr. réttmæt ummæli séra Jónasar frá Hrafnagili í Íslenskum þjóðháttum: „Það þarf ekki annað en lesa sum lög og konungsbréf langt fram á 18. öld og fleiri rit manna, til þess að sjá, hvað hugs- unarlaus vaðall kæfir oft áhrifin af því, sem á að segja. Þetta átti einnig við langt fram eftir 19. öldinni (að vísu með markverðum und- antekningum) og jafn- vel lengur í einhverjum mæli, en smám saman varð þó breyting á, einkum eftir að kom fram á 20. öld, m.a. fyrir áhrif frá innlendri laga- kennslu, sem hófst 1908, og frá Hæstarétti Íslands, er tók til starfa 1920. Er sú endurreisn lagamálsins til hreinnar og kjarngóðrar íslensku, sem hér um ræðir, málhreinsunin og nýyrðasmíðin, er henni fylgir – sem og gjörvöll þróun lagamáls okkar frá elstu heimildum allt til okkar tíma – snar þáttur í málsögu Íslendinga og um leið sérstæður og ómissandi þátt- ur íslenskrar menningar, er þarfnast sannarlega viðhlítandi rannsóknar. Lagamáli okkar er hins vegar ýmis háski búinn á sama hátt og á við um íslenska tungu almennt – og ekki dugir að sofa á verðinum. Besta (og e.t.v. eina) vörnin felst í stöðugri við- leitni við þróun lagamálsins og lögun þess að breytilegum aðstæðum og nýjum forsendum á hverjum tíma, með sívirkri sköpun íðorða og með vakandi gagnrýni og endurskoðun þess orðaforða og þeirrar viður- kenndu hugtakanotkunar, sem fyrir er. Hér hefur Háskóli Íslands miklu hlutverki að gegna Í nýlegri og ítarlegri skýrslu, er lagadeild Háskóla Íslands hefur sam- þykkt um stefnu, stöðu og þróun lagakennslunnar, lögfræðirannsókna og annarra starfssviða deildarinnar – og sem aðgengileg er í rafrænu formi á heimasíðu deildarinnar – segir m.a. um skyldur lagadeildar (og með óbeinum hætti allra íslenskra lög- fræðinga, sem og annarra Íslend- inga) varðandi framtíð íslensks laga- máls: „Rannsóknir á sviði íslenskra laga eru hvergi stundaðar annars staðar en á Íslandi. Sökum þess að rannsóknir og kennsla eru samtvinn- uð verður kennslu ekki haldið uppi með fullum sóma nema rannsóknir liggi að baki og jafnframt að niður- stöður þeirra rannsókna séu aðgengi- legar í fræðiritum. Lagadeild hefur sérstakri skyldu að gegna við varð- veislu og þróun íslensks lagamáls, en lagamálið fær ekki dafnað nema ritað sé á því um fjölbreytt svið lögfræð- innar. Þar af leiðandi er að jafnaði ekki til annarra þjóða að vísa um fræðirit, sem nothæf séu sem eigin- legar kennslubækur við lagakennslu hér, enda þótt hafa megi vissan stuðning af erlendum lögfræðiritum sem ítarefni. Af þessum sökum er mjög mikilvægt, að Lagadeild beiti sér fyrir auknum fjárframlögum til gerðar íslenskra kennslubóka í lög- fræði og annarra lögfræðirita og nauðsynlegra rannsókna til að grund- valla þær á. Á þessu sviði hefur laga- deild verulega sérstöðu miðað við sumar aðrar háskóladeildir, einkum þær deildir, sem stunda vísindi með alþjóðlega skírskotun og geta nýtt sér að fullu erlend rit við kennslu, aðra fræðslu og rannsóknir. Þessari skyldu lagadeildar við efl- ingu lögfræðirannsókna og þróun ís- lensks lagamáls, sem að sumu leyti byggist á sérstöðu lögfræðinnar sem fræðigreinar en jafnframt á gróinni menningarhefð, er ekki má skerða, verður hins vegar ekki framfylgt af reisn nema stóraukið fjármagn fáist til kennslu, rannsókna og útgáfu- starfa á vettvangi deildarinnar. Varðveisla og þróun íslensks lagamáls Páll Sigurðsson Höfundur er forseti lagadeildar Háskóla Íslands. Lögfræði Besta vörnin felst í stöð- ugri viðleitni við þróun lagamálsins, segir Páll Sigurðsson, og lögun þess að breytilegum að- stæðum og nýjum for- sendum á hverjum tíma. EFTIR hinar hræði- legu árásir hryðju- verkamanna á Banda- ríkin 11. september sl., sem leiddu til hernað- araðgerða Bandaríkja- manna í Afganistan, hefur eðlilega orðið mikil umræða hér á landi um aðild Íslands að málinu. Eins og kunnugt er stóð Ísland að þeirri sameiginlegu niðurstöðu aðildarríkja NATO að árásirnar á Bandaríkin væru í reynd árás á öll ríki bandalagsins. Um þetta eru eðlilega deildar meining- ar, en meirihluti Alþingis er sam- mála þessari skilgreiningu, aðeins Vinstri grænir sköpuðu sér sérstöðu með því að hafa aðra afstöðu. Eftir að Bandaríkjamenn hófu árásir á Afganistan, með það að markmiði að ná til hryðjuverka- manna og samtaka þeirra sem hafa aðsetur í landinu og eru þar í skjóli talibana sem ráða Afganistan, hefur umræðan um stöðu Íslands haldið áfram. Nú liggja fyrir sannanir að þeir hryðjuverkamenn sem stóðu að árásunum á Bandaríkin hafa aðset- ur í Afganistan og þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir til þess að fá stjórn- völd talibana til þess að framselja þessa glæpamenn hafa þeir ítrekað neitað því og halda því hlífiskildi yfir þessum mönnum. Fram hefur komið að ekkert sam- ráð var haft við Ísland né við NATO um árásirnar á Afganistan. Hins vegar hafa íslensk stjórnvöld lýst stuðningi við þessar aðgerðir og þau markmið sem með þeim eru, að ná til hryðjuverkamannanna og berjast almennt gegn hryðjuverkum í heim- inum. Í umræðum á Alþingi hafa langflestir þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu lýst stuðningi við þessa afstöðu. Hins vegar hafa Vinstri grænir gert at- lögu að ríkisstjórninni vegna þessa og mót- mælt harðlega að ís- lensk stjórnvöld skuli taka afstöðu með þess- um aðgerðum. Í um- ræðunni hafa Vinstri grænir ítrekað beitt Sameinuðu þjóðunum fyrir sig á þann hátt, að engar aðgerðir eigi að eiga sér stað nema samkvæmt ákvörðun Sameinuðu þjóðanna og Öryggisráðsins. Nú vill svo til að Banda- ríkjamenn og Bretar hafa átt samskipti við Sameinuðu þjóðirnar um þessar aðgerðir. For- seti Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna gaf út þá yfirlýsingu fyrir hönd ráðsins, að aðgerðirnar í Afg- anistan samræmdust ályktun Ör- yggisráðsins sem gefin var út eftir árásirnar á Bandaríkin, um rétt ríkja til sjálfsvarnar. Þessi yfirlýs- ing hefur ígildi formlegrar yfirlýs- ingar Öryggisráðsins og var gefin út eftir samráð við aðildarríki Örygg- isráðsins og lýsir samhljóða áliti þeirra. Aðalritari Sameinuðu þjóð- anna hefur gefið út samhljóða yf- irlýsingu. Samkvæmt þessum yfir- lýsingum samræmast aðgerðirnar í Afganistan ákvæðum stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Eflaust eru Íslendingar allir þeirrar skoðunar að ekki eigi að beita hernaðaraðgerðum undir nein- um kringumstæðum og að barátta gegn skipulagðri glæpastarfsemi eigi að byggjast á lögfræðilegum, diplómatískum aðferðum og með samningum um framsal glæpa- manna. Hins vegar felur raunveru- leikinn annað í sér að þessu sinni. Íslensk stjórnvöld hafa lýst sömu af- stöðu og langflest önnur ríki í heim- inum og byggist það á alþjóðasátt- málum og stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar með er ekki hægt að færa rök fyrir því að íslensk stjórn- völd séu að láta stríðsæsingamenn innan NATO draga Ísland inn í al- þjóðleg átök, eins og fram hefur komið í málflutningi Vinstri grænna. Þvert á móti hefur ríkis- stjórnin og stuðningsmenn hennar tekið ábyrga afstöðu í þessu við- kvæma máli og haft leikreglur og samstöðu alþjóðasamfélagsins að leiðarljósi. Í umræðu um þessi viðkvæmu mál hafa Vinstri grænir lagt megin áherslu á að vera ósammála ríkis- stjórninni og miklum meirihluta Al- þingis um málið. Það liggur fyrir að engin innistæða er fyrir gagnrýni þeirra á afstöðu íslenskra stjórn- valda í málinu. Eftir stendur að í þessum málum sem öðrum leggja Vinstri grænir sig fyrst og fremst fram um að vera ósammála öllum öðrum, með því telja þeir sig vænt- anlega skapa sér sérstöðu í íslensk- um stjórnmálum. Með framgöngu sinni í því viðkvæma máli sem hér um ræðir hafa Vinstri grænir enn einu sinni pissað upp í vindinn og standa frekar subbulegir eftir. Baráttan gegn hryðjuverkum Magnús Stefánsson Hernaður Íslensk stjórnvöld hafa lýst sömu afstöðu og langflest önnur ríki í heiminum, segir Magn- ús Stefánsson, og bygg- ist það á alþjóðasátt- málum og stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.