Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKAMMT undan er ögurstund í íslenskum sjávarútvegi. Nú er tek- ist á um það hvort, og þá með hvaða hætti, eigi að skattleggja sjávarút- vegsfyrirtækin undir formerkjum svonefnds auðlindagjalds. Útgerð- in hefur fallist á greiðslu hóflegs veiði- gjalds sem byggt er á afkomu greinarinnar, en því miður vilja ýmsir stjórnmálamenn ekki heyra á það minnst; „fyrningarleið“ skal það vera, uppboð á veiði- heimildum, gera á afla- hlutdeildir útgerðarinnar upptækar og bjóða upp á almennum markaði. Ábyrgðarleysi þeirra er í algleym- ingi. Eykur óstöðugleika og óvissu Í áliti meirihluta endurskoðunar- nefndar, eru tiltekin gild rök fyrir því að ekki skuli farin fyrningarleið. Í áliti sínu lýsir nefndin megingöllum þess- arar leiðar, sem vegur að rótum sjáv- arútvegsins, eykur óstöðugleika, kemur í veg fyrir markmiðssetningu og langtímahugsun í greininni og stórskaðar afkomumöguleika fyrir- tækjanna. Fyrningarleið grefur und- an stöðugleika og rekstrargrundvelli fyrirtækja í sjávarútvegi því þau munu enga vissu hafa fyrir því að þau muni hafa yfir nægum aflaheimildum að ráða til að halda starfseminni gangandi á næstu árum. Þau hafa heldur ekki vissu fyrir því að nýtt skip hafi nægar aflaheimildir á endingar- tíma þess, þegar kemur að ákvörð- unum um fjárfestingar. Þau fyrirtæki sem þegar hafa fjárfest í skipum og búnaði til fiskveiða hafa mestu að tapa ef valin verður fyrningarleið, því alger óvissa ríkir um hvort viðkom- andi geti tryggt sér óbreytta kvóta- stöðu nema með því leggja fram mjög há tilboð í þær aflahlutdeildir sem fyrndar eru. Með því að taka upp fyrningarleið búa stjórnvöld til óvissu í þessari at- vinnugrein og stuðla að því að fyrirtækin kaupi aflaheimildir of dýru verði í þeirri viðleitni að tryggja sér nægan kvóta. Nær væri að hlúa að þessum höfuðat- vinnuvegi þjóðarinnar, í stað þess að leggja sí- fellt steina í götu hans. Nýliðum mun fækka Talsmenn fyrningar- leiðar halda því gjarnan fram að sú leið stuðli að nýliðun í greininni, þ.e. gefi fleirum en núver- andi eigendum afla- heimilda tækifæri til að fara í útgerð. Sú fullyrðing er alröng, því uppboð á aflaheimildum mun leiða til þess að verð þeirra mun hækka frá því sem nú er. Fyrningarleið mun því verða til þess að veiðiheimildir flytj- ast á færri hendur, því stærstu og öfl- ugustu sjávarútvegsfyrirtækin munu hafa meiri möguleika en hin smærri til þess að greiða hátt verð í skamman tíma. Þá búa smærri fyrirtæki al- mennt yfir minni sérþekkingu en hin stærri, hafa takmarkaðri aðgang að fjármagni og munu þar með eiga erf- itt uppdráttar í fyrningarkerfi. Nýliðar munu verða skammlífir í því kerfi. Ríkisuppboð Fyrningarleið mun auka ríkisaf- skipti og miðstýringu í sjávarútvegi. Verði sú leið fyrir valinu þarf að setja á stofn opinberan tilboðsmarkað með aflahlutdeildir, einhvers konar ríkis- uppboð, til að standa að árlegum út- boðum hina fyrndu heimilda. Það mun leiða til aukins kostnaðar sem falla mun á þá sem viðskipti eiga á markaðnum, þ.e.a.s. útgerðarfyrir- tækin og er auk þess afturhvarf frá þeirri markaðsvæðingu sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi undanfarin ár. Fyrningarleiðin grefur einnig und- an grundvelli fiskveiðistjórnunarinn- ar. Sú skoðun helgast af því að hún hvetur ekki til ábyrgrar afstöðu og góðrar umgengni um auðlindir sjáv- arins með langtímaafrakstur fiski- stofnanna í huga, heldur stuðlar fyrn- ingarleiðin að því að útgerðar- fyrirtækin líti fremur til skammtímahagsmuna í rekstri sín- um, vegna óvissunar um varanleika veiðiheimildanna. Stórfelld eignaupptaka Talsmenn fyrningarleiðarinnar virðast ekki gera sér grein fyrir stór- felldri eignaupptöku sem hún hefði í för með sér. Stjórnmálamenn, m.a.s. að segja þeir sem telja sig hægra megin við miðju stjórnmálanna, virð- ast hafa gleymt því að með fyrning- arleiðinni yrði hrint í framkvæmd stórkostlegustu eignaupptöku í sögu lýðveldisins. Yfir 80% af þeim veiði- heimildum sem úthlutað er á hverju ári hafa skipt um hendur frá því afla- markskerfið kom til sögunnar. Með öðrum orðum: Útgerðarfyrirtækin hafa keypt kvótann í trausti þess að varanleiki fiskveiðistjórnunarkerfis- ins sé tryggur. Greiðsla auðlinda- gjalds í hvaða mynd sem er, er auðvit- að eins og blautur sjóvettlingur framan í þessa aðila, en greiðsla slíks gjalds á grundvelli fyrningarleiðar verður rothögg fyrir marga. Ekki má heldur gleyma því að tug- þúsundir manna eru beinir og óbeinir eigendur útgerðarfyrirtækjanna. Stærstu félögin eru almenningshluta- félög, þar sem bæði einstaklingar og lífeyrissjóðir hafa kosið að ávaxta fjármuni sína til lengri tíma. Enginn vafi er á að greiðsla auðlindagjalds, sérstaklega á grundvelli fyrningar- leiðar, mun stórskaða afkomumögu- leika fyrirtækjanna sem leiða mun til verðlækkunar þeirra á hlutabréfa- markaði. Í því ljósi má líta á allar hug- myndir um greiðslu aðlindagjalds sem atlögu að sparifé fjölmargra landsmanna. Fyrningarleiðin er feigðarflan. Fyrningarleið er feigðarflan Eiríkur Tómasson Höfundur er forstjóri Þorbjörns Fiskaness hf. í Grindavík. Sjávarútvegur Fyrningarleið grefur, segir Eiríkur Tóm- asson, undan stöð- ugleika og rekstrar- grundvelli fyrirtækja í sjávarútvegi. Á LANDSFUNDI Sjálfstæðisflokksins fyrir tveimur árum lof- aði Davíð Oddsson fundarmönnum að það yrði sátt um stjórnkerfi fiskveiða. Það loforð nægði til að sefa fjöl- marga, sem svall móður vegna þess einmuna ranglætis sem núver- andi kerfi felur í sér. Í framhaldinu var gerð raunveruleg, þverpóli- tísk tilraun til sátta með samþykkt Alþingis á snjallri tillögu Mar- grétar Frímannsdóttur um sérstaka auðlinda- nefnd. Nefndinni var meðal annars falið það erfiða verk að finna sáttaflöt milli ólíkra viðhorfa um stjórn fisk- veiða. Frá því er skemmst að segja, að auðlindanefndin skilaði niður- stöðu, sem bauð í reynd upp á sættir í deilunni. Sú sátt var rofin af Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra þegar hann tók upp hráan málflutn- ing LÍÚ en allar götur síðan hefur hann án afláts afbakað raunverulegar niðurstöður auðlindanefndarinnar. Einföld en snjöll leið Í dag takast tveir meginstraumar á um stjórn fiskveiða. Annar vill veiði- gjaldsleiðina, sem felur í sér að nú- verandi handhafar aflaheimilda haldi þeim óskertum en greiða þó fyrir þær ákveðið veiðigjald. Þessa leið gæti LÍÚ sætt sig við að því tilskildu að gjald yrði greitt fyrir nýtingu allra auðlinda, en ekki bara fiskveiðirétt- inn. Hinn straumurinn vill afnema gjafakvótann í áföngum og fara hina svokölluðu fyrningarleið. Samkvæmt henni yrði hluti aflaheimildanna ár- lega tekinn af núverandi handhöfum, og boðinn út uns allar heimildirnar væru komnar á markað. Þó yrði tryggt að afnám gjafakvótans tæki það langan tíma að útgerðin gæti lag- að sig að því. Þessi leið hefur þann kost að allir Íslendingar hefðu jafna möguleika til að verða sér úti um heimildir til veiða. Auðlindanefnd kaus að leggja til báðar leiðirnar án þess að gera upp á milli þeirra, þótt fyrir lægi að einstakir nefndar- menn væru ekki sáttir nema við aðra þeirra. Í niðurstöðunni fólust því augljós skilaboð um að möguleg sáttaleið gæti legið í því að sameina aðferðirnar, þ.e.a.s. láta útgerðina halda um sinn hluta aflaheimilda sinna gegn hóflegu veiðigjaldi en afnema hinn hluta gjafakvótans með fyrningarleiðinni. Sjávarútvegsráðherra hefur hinsvegar tekið upp veiðigjaldsleið LÍÚ ómelta, ráð- ist gegn sáttaleiðinni af slíkri hörku, að með málflutningi sínum hefur hann nánast útilokað leið málamiðl- unar. Í því skyni hefur hann marg- ítrekað að í auðlindanefndinni hafi verið fullkomin sátt um veiðigjalds- leiðina, en andstaða við fyrningarleið- ina. Það er ósvífin mistúlkun. Sú mistúlkun sýnir með skýrum hætti hversu viljugur sjávarútvegs- ráðherra er til að kjósa ófrið fremur en frið, að því er virðist til að þóknast ýtrustu sjónarmiðum LÍÚ. Mistúlkun ráðherrans Fyrir okkur, sem viljum auka að- gengi að fiskveiðum með því að af- nema gjafakvótann í áföngum, var al- gert lykilatriði varðandi afstöðu okkar til skýrslu auðlindanefndar hvernig nefndin nálgaðist þetta markmið. Í umfjöllun hennar um veiðigjaldsleiðina segir meðal annars að tryggja þurfi sveigjanleika í við- skiptum með aflaheimildir, og einnig þurfi að tryggja aðgengi að fiskveið- um. Sjávarútvegsráðherra hefur kos- ið að líta algerlega framhjá þeirri staðreynd, að auðlindanefnd lýsir með ótvíræðum hætti hvaða aðferð hún telur að eigi að nota til að tryggja þetta aðgengi. Það gerir hún með því að segja fortakslaust að taka beri upp þá reglu „… að allir handhafar afla- hlutdeilda skuli setja ákveðinn hundraðshluta aflahlutdeilda sinna árlega á markað þar sem þær yrðu seldar hæstbjóðanda“. Hér er engin tæpitunga töluð. Auð- lindanefnd segir hér skorinort að jafnvel þótt farin sé veiðigjaldsleið, þá skuli eigi að síður tryggja mönnum aðgengi að aflaheimildum með því að deila hluta aflaheimildanna til lands- manna gegnum uppboð. Hvernig í ósköpunum getur þá sjávarútvegs- ráðherra leyft sér að halda ítrekað fram, að það sé í fullu samræmi við niðurstöðu auðlindanefndar að láta LÍÚ halda óskertum aflaheimildum gegn því að greiða veiðigjald? Það er einfaldlega blekking af hans hálfu, sem þjónar því markmiði LÍÚ að vinna af hörku gegn minnstu skrefum að afnámi gjafakvótans. Vörn Árna M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra fyrir hagsmuni LÍÚ og mistúlkun hans á raunverulegri nið- urstöðu auðlindanefndarinnar er því miður orðin helsti þröskuldurinn í vegi sáttarinnar sem Davíð Oddsson lofaði á landsfundi fyrir tveimur ár- um. Sáttin sem Árni rauf Össur Skarphéðinsson Kvótinn Það er einfaldlega blekking sem þjónar því markmiði LÍÚ, segir Össur Skarphéðinsson, að vinna af hörku gegn minnstu skrefum að afnámi gjafakvótans. Höfundur er alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar. MJAÐMARBROT eru mikill heilbrigðis- vandi á Íslandi eins og öðrum löndum. Tíðni mjaðmarbrota er hæst á Norðurlöndum og eru aldraðar konur í mestri áhættu að brotna. Mjaðmarbrot eða brot á lærleggs- hálsi eiga sér oftast stað við lítinn áverka eins og við byltu úr standandi stöðu. Svo lítill áverki veldur broti vegna beinþynn- ingar. Beinþynning er sjúkdómur sem leggst fyrst of fremst á fullorðna einstak- linga. Konur lenda þó fyrr í vand- ræðum vegna beinþynningar vegna þess beintaps sem á sér stað eftir breytingaraldur en það gerist vegna minnkaðs magns hormóns- ins estrogens í blóði. Beinþynning orsakast af fleiri þáttum eins og erfðum og lífsstíl og má þá sér- staklega nefna hreyfingu, kalk og D-vítamíninntöku. Ætla má að árið 2000 hafi 268 manns mjaðmarbrotnað á Íslandi. Kostnaður vegna þessara brota er gífurlegur. Metið hefur verið að kostnaður við hvert mjaðmarbrot sé um 1,5 milljónir kr. Einstakling- ur sem brotnar leggst inn á sjúkrahús, fer í aðgerð og ann- aðhvort er brotið neglt eða settur hálfur gerviliður. Eftir að- gerð hefst endurhæf- ing sem getur tekið allt frá nokkrum dög- um til nokkurra mán- aða. Margir ná aldrei fyrri heilsu og flytjast af sjúkrahúsi á hjúkr- unarheimili. Aðrir fara aftur heim en um 60% búa við skerta göngugetu og þurfa því gönguhjálpartæki. Áætlað hefur verið að um 20% þeirra sem mjaðmarbrotna látist á árinu eftir brotið. Ýmislegt má gera til að koma í veg fyrir brot, sérstaklega má nefna mikilvægi góðrar kalk- og D- vítamíntöku, en D-vítamínskortur er algengur meðal aldraðra sem ekki taka lýsi eða geta lítið sem ekkert dvalið utandyra. Almennt er talið að kalkneysla sé of lítil og er mælt með að auka hana. Rann- sókn sem gerð var í Bandaríkj- unum sýndi að ef konur og karlar 65 ára og eldri tóku inn 500 mg af kalki á dag og 800 a.ei. af D-vítam- íni (sem er meira en í flestum vít- amíntöflum á markaðinum) minnk- uðu beinbrot á næstu þrem árum. Hreyfing, sérstaklega sú sem veld- ur álagi á lærleggsháls eins og ganga, hopp eða hlaup, styrkir beinið í lærleggshálsi og minnkar því líkur á brotum. Eins eru bein- styrkjandi lyf á markaðinum sem fækka mjaðmarbrotum. Seint á síðasta ári birtist grein í virtu tímariti læknavísindanna sem fjallaði um árangur þess að nota sérstakar buxur gegn mjaðmar- brotum. Í þessum buxum eru plastskeljar sem leggjast yfir ut- anverða mjöðmina sitt hvorum megin. Skelin dreifir kraftinum sem lendir á lærleggshálsinum við byltu og minnkar þar með líkur á að hann brotni. Rannsóknin tók til 1.801 aldraðs ein- staklings í Finn- landi. Mjaðmar- brotum fækkaði um 60% meðal þess hóps sem fékk buxurnar miðað við saman- burðarhópinn. Þeir sem voru duglegir að nota buxurnar voru jafnvel enn öruggari gagnvart mjaðmarbrotum. Þessi árangur telst mjög góður ef hann er borinn saman við önnur ráð, t.d. lyf gegn beinbrotum, og ekki síður ef þess- ar niðurstöður eru bornar saman við árangur lyfjanotkunar gegn t.d. háþrýstingi. Þessi rannsókn tekur af allan vafa í huga höfundar um að skeljabuxurnar eru áhrifa- rík leið til að fækka mjaðmarbrot- um meðal þeirra sem eru í áhættu að detta og brotna og mæli ég því með að bæði almenningur og fag- fólk heilbrigðisstétta leggist á eitt um að auka notkun skeljabuxna til varnar mjaðmarbrotum. Notkun þeirra getur stuðlað að bættri heilsu og vellíðan aldraðra. Ég skora á stjórnvöld að greiða niður kostnað vegna þeirra eins og ann- arra hjálpartækja því það er ekki bara einstaklingurinn sem hagnast á notkun þeirra heldur allur al- menningur vegna þess gífurlega kostnaðar sem fylgir hverju broti. Vörn gegn mjaðmarbrotum Helga Hansdóttir Höfundur er yfirlæknir á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi, Landakoti. Skeljabuxur Rannsóknin tekur af allan vafa um það, segir Helga Hansdóttir, að skeljabuxurnar eru áhrifarík leið til að fækka mjaðmarbrotum. (!:;   7<= 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.