Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 57
FJÖLTEFLI OG ATSKÁKMÓT Fimmtán ára skákstjarna frá Kína teflir við Íslendinga Sigurbjörn enn efstur á Haustmótinu Sigurbjörn Björnsson er enn efstur í A-flokki á Haustmóti Tafl- félags Reykjavíkur eftir átta um- ferðir með 7½ vinning og hefur eins vinnings forystu á eina and- stæðinginn sem er líklegur til að veita honum verulega samkeppni um efsta sætið, Arnar Gunnars- son. Eina jafntefli Sigurbjörns var einmitt gegn Arnari. Arnar á örugglega eftir að velgja Sigur- birni undir uggum í síðustu um- ferðunum, enda á hann eftir að mæta auðveldari andstæðingum en Sigurbjörn. Það má því búast við verulega spennandi lokaum- ferðum á haustmótinu. Staða efstu manna í A-flokki er nú þessi: 1. Sigurbjörn Björnsson 7½ v. 2. Arnar Gunnarsson 6½ v. 3.–4. Ingvar Jóhannsson, Björn Þorsteinsson 5½ v. 5. Davíð Kjartansson 4½ v. o.s.frv. Í B-flokki tefla 12 skákmenn eins og í A-flokki og er staða efstu manna þessi eftir 8 umferðir af 11: 1. Halldór Pálsson 6 v. 2. Kjartan Guðmundsson 5 v. 3. Jónas Jónasson 4½+fr. 4.–5. Bjarni Magnússon, Ólafur Kjartansson 4½ v. 6.–7. Guðmundur Kjartansson, Halldór Garðarsson 4 v. o.s.frv. Í C-flokki teflir 21 skákmaður, en þar er röð efstu manna þessi: 1. Aldís Rún Lárusdóttir 7½ v. 2. Anna Björg Þorgrímsdóttir 7 v. 3. Hilmar Þorsteinsson 6½ v. 4.–5. Sturla Þórðarson, Andrés Kolbeinsson 5 v. 6.–8. Örn Stefánsson, Atli Freyr Kristjánsson, Hjörtur Ingvi Jó- hannsson 4½ v. 9.–13. Trausti Eiríksson, Aron Ingi Óskarsson, Skúli Mogensen, Ásgeir Mogensen, Gylfi Davíðs- son 4 v. o.s.frv. Þetta er líklega í fyrsta skipti sem tvær stúlkur skipa efstu sæt- in í blönduðu kappskákmóti hér á landi þegar svo langt er liðið á mót. Atkvöld á mánudag Taflfélagið Hellir heldur at- kvöld mánudaginn 15. október og hefst mótið kl. 20. Fyrst eru tefld- ar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár at- skákir, með tuttugu mínútna um- hugsun. Sigurvegarinn fær verðlaun, mat fyrir tvo frá Dominos-pítsum. Þá verður annar keppandi dreg- inn út af handahófi, sem einnig fær máltíð fyrir tvo hjá Dominos- pítsum. Þar eiga allir jafna mögu- leika, án tillits til árangurs á mótinu. Þátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri). Þetta er prýðilegt tækifæri fyr- ir þá sem vilja koma sér í æfingu fyrir Íslandsmót skákfélaga. Allir velkomnir. Skákmót á næstunni Hellir. 12.10. Fjöltefli við Zong- Yuan Zhao SA. 12.10. Atkvöld TG. 13.10. Atskákmót Glefsis Hellir. 15.10. Atkvöld SÍ. 19.10. Íslandsm. skákfélaga SÍ. 23.10. Minnm. um Jóhann Þóri SA. 25.10. Hraðskákmót ZONG-YUAN Zhao er einn stigahæsti unglingur í heimi í sín- um aldursflokki, en hann er 15 ára gamall og hefur 2359 Elo-stig. Hann dvelst nú hér á landi og teflir um helgina við íslensk börn og unglinga. Í kvöld teflir hann fjöltefli í Hellis- heimilinu, Álfa- bakka 14a í Mjódd. Fjöltefl- ið hefst kl. 20. Þátttaka er opin fyrir börn og unglinga 15 ára og yngri meðan húsrúm leyfir. Á morgun, laugardag, stendur síðan Taflfélag Garðabæjar fyrir Atskákmóti Glefsis í samvinnu við Skákfélag Akureyrar, Taflfélagið Helli, Skákskóla Íslands, 12 tóna, Guðmund Arason og MP verðbréf. Mótinu lýkur á sunnudag, en taflið hefst kl. 14 báða daga. Átta ungir skákmenn taka þátt í mótinu: Frá Taflfélagi Garðabæjar: Zong-Yuan Zhao, Kjartan Wik- feldt, atskákmeistari Garðabæjar 1994, Baldur Möller, skákmeistari Garðabæjar 1998. Frá Skákfélagi Akureyrar: Halldór B. Halldórsson, tvö- faldur Íslandsmeistari grunn- skólasveita, Norðurlandsmeistari í opnum flokki 1999 og þriðja sæti á NM grunnskólasveita 1999, Stefán Bergsson, drengjameistari Íslands 1999, Skákskólameistari 1999 og 2001. Frá Taflfélaginu Helli: Davíð Kjartansson, Norður- landameistari 1996, tvisvar teflt í Landsliðsflokki, Íslandsmeistari í netskák 1999, skákmeistari Hellis 2000 auk þess að vera valinn efni- legasti skákmaður Hellis annað árið í röð, Björn Þorfinnsson, þre- faldur skákmeistari Hellis. Frá Skákskóla Íslands: Dagur Arngrímsson, fjórum sinnum landsmeistari í skólaskák og í sveitakeppni grunnskóla, einu sinni Norðurlandameistari í ein- staklingskeppni og tvisvar í sveitakeppni skóla. Zong-Yuan Zhao varð 15 ára í júní síðastliðnum og á mjög at- hyglisverðan feril að baki. Hann fæddist í Kína og bjó þar fyrstu sjö ár ævinnar. Þá fluttist hann í lítið þorp í Ástralíu þar sem hann hefur hvorki haft þjálfara né and- stæðing til að æfa sig á. Hann varð fjórði á HM tólf ára og yngri 1998. Þrettán ára varð hann í öðru sæti á Opna ástralska meistaramótinu og þegar hann var fjórtán ára náði hann þriðja sæti á sama móti. Með því varð hann alþjóðlegur meist- ari. Hann fékk að fara í aðalstöðv- ar unglingalandsliðs Kína sem eru í Beijing til þess að stunda æfing- ar í febrúar síðastliðnum. Eins og áður segir hefst At- skákmót Glefsis laugardaginn 13.10. Mótið verður sett kl. 13:30 í Ráðhúsi Garðabæjar. Mótið sjálft hefst kl. 14. Daginn eftir verður síðan teflt í Fjölbrautaskóla Garðabæjar og hefst taflmennsk- an þá einnig kl. 14. Áhorfendur eru velkomnir. SKÁK H e l l i s h e i m i l i ð o g G a r ð a b æ r Zong-Yuan Zhao 12.–14.10. 2001 Daði Örn Jónsson MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 57 BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Bridsfélag Siglufjarðar Vetrarstarf Bridsfélags Siglufjarð- ar starfsárið 2001–2002 hófst með að- alfundi mánudaginn 24. september sl. Stjórn félagsins skipa nú: Formaður Bogi Sigurbjörnsson, gjaldkeri Hreinn Magnússon, ritari Hinrik Að- alsteinsson og fjölmiðlafulltrúi Guð- rún Jakobína Ólafsdóttir. Spilað er á mánudögum í Shell- salnum og hefst spilamennskan kl. 19.30. Mikill áhugi virðist vera meðal félagsmanna og mættu 20 pör í upp- hitunartvímenninginn sem spilaður var mánudaginn 1. október. Að lokn- um aðalfundarstörfum 24. september var spilaður léttur tvímenningur og urðu úrslit þessi: Hreinn og Friðfinnur 153 Haraldur og Hinrik 151 Guðgeir og Jón Tryggvi 150 Mánudaginn 1. október var spilað- ur upphitunartvímenningur. Spilað var í tveimur 10 para riðlum. Úrslit urðu þessi: A-riðill: Haraldur og Hinrik 133 Þorsteinn og Birgir 129 Sigfús og Sigurður 123 B-riðill Ari Már og Ari 86 Þorsteinn og Stefán 86 Guðlaug og Vernharður 78 Þá er hafin baráttan um bronsstig- in, en sá sem hlýtur flest bronsstig yf- ir veturinn hlýtur nafnbótina besti spilari félagsins, jafnframt því sem góð verðlaun eru í boði auk peninga- verðlauna fari stigafjöldi yfir 645 stig í heildina. Staða efstu spilara á bronsstigum eftir tvö kvöld: Haraldur Árnason 38 Hreinn Magnússon 26 Friðfinnur Hauksson 26 Birgir Björnsson 22 Þorsteinn Jóhannesson 22 Að lokum fylgir yfirlit yfir mótaröð til áramóta. Mótaskrá fram að ára- mótum 2001–2002. 8. okt.: 1. umferð: Hausttvímenn- ingur, dregið í riðla. 15. okt.: 2. umferð: Hausttvímenn- ingur, slönguraðað. 22. okt.: 3. umferð: Hausttvímenn- ingur, slönguraðað. 29. okt.: Steingrímsmót, Siglufjarð- armót í tvímenningi „Barometer“. 5. nóv.: Steingrímsmót, Siglufjarð- armót í tvímenningi „Barometer“. 12. nóv.: Steingrímsmót, Siglu- fjarðarmót í tvímenningi „Barom- eter“. 19. nóv.: Steingrímsmót, Siglu- fjarðarmót í tvímenningi „Barom- eter“. 26. nóv.: Hraðsveitakeppni, efstu og neðstu pör Steingrímsmóts. 3. des.: Hraðsveitakeppni, efstu og neðstu pör Steingrímsmóts. 10. des.: Hraðsveitakeppni, efstu og neðstu pör Steingrímsmóts. 17. des.: Bæjarkeppni, suðurbær- norðurbær, Patton. 28. des.: Eggertsmót, Siglufjarðar- mót einmenningur, Allinn sportbar. Mótaskrá síðari hluta kynnt í des- ember. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á ellefu borðum mánu- daginn 8. október sl. Miðlungur var 220. Beztum árangri náðu: NS Karl Gunnarss. og Kristinn Guðmundss. 276 Unnur Jónsd. og Jónas Jónss, 247 Þórh. Árnas. og Þormóður Stefánss. 236 AV Jóhanna Jónsd. og Magnús Gíslas. 241 Sigurpáll Árnas. og Sig. Gunnlaugss. 239 Kristján Guðm. og Sig. Jóhannss. 236 – Eldri borgarar spila brids að Gullsmára 13 alla mánudaga og fimmtudag. Mæting kl. 12,45. Reynir og Örlygur öruggir sigurvegarar á Akureyri Butlermóti Sparisjóðs Norðlend- inga er lokið hjá Bridsfélagi Akureyr- ar. Örlygur Örlygsson og Reynir Helgason höfðu öruggan sigur og leiddu bróðurpart mótsins með yfir- burðum. Lokastaða efstu para: Reynir – Örlygur 133 imp. Sveinn Pálsson – Jónas Róbertsson 60 imp. Sveinbjörn Sig. – Sigurður Mart. 38 imp. Gylfi Pálsson – Helgi Steinsson 31 imp. Haukur Jónss. – Haukur Harðars. 28 imp. Næsta mót Bridsfélags Akureyrar er aðaltvímenningur félagsins og eru spilarar hvattir til að fjölmenna. Mótaröð BA fer fram á þriðjudags- kvöldum en einnig eru eins kvölds tví- menningur á sunnudagskvöldum. Spilað er í Hamri. Bridsfélag Reykjavíkur Föstudaginn 5. október var spilað- ur einskvölds Mitchell tvímenningur með þátttöku 18 para. Spilaðar voru 9 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 216 og efstu pör voru: NS Björn Friðriksson – Erlingur Sverriss. 298 Helgi Samúelss. – Björgvin Víglundss. 253 Sigurður Steingrímss. – Óskar Sigurðss. 239 AV Vilhjálmur Sig. JR – Unnar Atli Guðm. 253 Þórður Björnss. – Sigurjón Tryggvas. 251 Birna Stefnisd. – Aðalsteinn Steinþórss. 237 Skor Björns og Erlings er einkar glæsileg, enda jafngildir hún 69,0% skori. 9 pör tóku þátt í Verðlaunapott- inum sem rann allur til Björns og Er- lings. 5 sveitir tóku þátt í Miðnætur- sveitakeppninni og sigraði sveit Unn- ars Atla Guðmundssonar með 58 stig í 3 leikjum, 10 stigum fyrir ofan næstu sveit. Með Unnari spiluðu: Vil- hjálmur Sigurðsson JR, Pétur Pét- ursson og Guðlaugur Bessason. Föstudagskvöld BR eru einskvölds tvímenningar á föstudögum á meðan vetrarstarfsemi félagsins stendur yf- ir. Spilaðir eru Mitchell og Monrad Barómeter tvímenningar til skiptis. Pörum er boðið að taka þátt í Verð- launapotti á meðan á tvímenningnum stendur og eftir að honum lýkur geta menn farið í létta Miðnætursveita- keppni. Spilamennska byrjar kl. 19:00 og eru allir spilarar velkomnir. Athugið að næstu föstudaga 12. og 19. október er ekki spilað á föstudags- kvöldi hjá BR vegna Arkarmótsins annars vegar og Íslandsmótsins í ein- menning hinsvegar. Þriðjudaginn 9. október var fyrsta kvöldið af 3 í Board A Match sveita- keppni félagsins. 16 sveitir taka þátt og spiluðu í einum riðli. Spilaðar voru 13 umferðir og er meðalskor 26 stig. Staðan eftir 1. kvöld af 3: SUBARU – sveitin 37 stig Þrír frakkar 33 stig 3 GT 32 stig Birkir J. Jónsson 32 stig Bjarni Guðnason 29 stig Eiður Mar Júlíusson 29 stig Skor SUBARU – sveitarinnar er einkar glæsilegt og jafngildir 71,15% skori. Annaðkvöldið verða spilaðar 13 umferðir í einum riðli og síðasta kvöldið fara 8 efstu í A riðil og 8 næstu í B riðil. Næsta keppni Þriðjudagskvölda BR er 3ja kvölda Kauphallar tví- menningur og byrjar hann 30. okt. Heimasíða félagsins er www.bridgefelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.