Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úr- skurð héraðsdóms um að maður skyldi sæta átta mánaða fangelsi og greiða stúlku, sem hann beitti kyn- ferðislegu ofbeldi, 400.000 krónur í skaðabætur. Í úrskurði Hæstaréttar segir að þegar litið sé til tveggja myndbanda af viðtölum við stúlkuna og annarra gagna í málinu, þyki það hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn, sem er föðurbróðir stúlk- unnar, hafi gerst brotlegur gagnvart henni. Gunnlaugur Claessen hæsta- réttardómari lagði fram sératkvæði, taldi hann að ekki væri hjá því kom- ist að sýkna ákærða þar sem sak- argiftir á hendur honum væru ein- göngu studdar við frásögn ætlaðs brotaþola og varhugavert væri að byggja á þeirri frásögn einni saman. Lögmaður ákærða, Björgvin Þor- steinsson hæstaréttarlögmaður, lagði fram ómerkingarkröfu en Hæstarétti þótti ekki efni til að taka hana greina. Ómerkingarkrafan var byggð á því að dómur héraðsdóms hafi byggst á framburði stúlkunnar í öðru dómsmáli, þ.e. vegna kæru á hendur bróður stúlkunnar um kyn- ferðisbrot gagnvart henni. Einnig að hún hafi neitað að tjá sig fyrir dómi um sakarefnið og að sálfræðilegar athuganir hafi skort bæði á stúlk- unni og ákærða. Í rökstuðningi í dómi Hæstaréttar segir að gögnin úr máli stúlkunnar á hendur bróður hennar hafi verið lögð fram án athugasemdar verjanda mannsins. Þá geti það ekki leitt til ómerkingar dóms þó stúlkan hafi verið ófús um að tjá sig að ráði um efni myndbands af rannsóknarviðtali sem tekið var við hana í Barnahúsi þegar hún var tæplega sjö ára, í lok desember 1998. Einnig segir í dómn- um að maðurinn hafi aldrei komið til viðtals hjá sálfræðingi líkt og hann hafi verið beðinn um til að unnt væri að rannsaka geðhagi hans. Þá hafi legið fyrir skýrsla sálfræðings um stúlkuna eftir að upp kom að bróðir hennar hafði notað hana kynferðis- lega. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að brot föðurbróður stúlkunnar áttu sér stað á árunum 1997 og 1998 þegar stúlkan, sem er fædd 1992, dvaldi um helgar hjá föð- ur sínum á heimili hans og bróður hans. Manninum var gert að sök að hafa „snert kynfæri stúlkunnar og endaþarm með getnaðarlim sínum og látið hana fróa sér“, að því er seg- ir í dómi héraðsdóms. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hrafn Braga- son, Pétur Kr. Hafstein og Gunn- laugur Claessen, sem skilaði sérat- kvæði. Sigríður Jósefsdóttir saksóknari sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Kynferðisbrotamaður dæmdur í 8 mánaða fangelsi auk sektar SETTUR umboðsmaður Alþingis, Friðgeir Björnsson, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, hefur skilað af sér áliti í máli sex íbúa í nágrenni Landspítalans við Hring- braut sem kvörtuðu yfir úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Nefndin hafnaði þeirri kröfu íbúanna að fella úr gildi byggingarleyfi fyrir nýbyggingu Barnaspítalans og samkvæmt áliti setts umboðsmanns var nefndinni heimilt að gefa byggingarleyfið út, enda hafi byggingin fallið undir skilyrði laga um „óverulegar breyt- ingar“ þrátt fyrir stóra og viða- mikla framkvæmd. Settur umboðsmaður gerir hins vegar nokkrar athugasemdir við málsmeðferð úrskurðarnefndarinn- ar. Umboðsmaður Alþingis, Tryggvi Gunnarsson, vék sæti í þessu máli og því setti forseti Al- þingis Friðgeir til að skila áliti. Íbúarnir sex sendu inn kvörtun til embættis umboðsmanns Alþingis í lok árs 1999 í nokkrum liðum þar sem þeir voru ósáttir við málsmeð- ferð og vinnubrögð byggingar- og skipulagsyfirvalda Reykjavíkur- borgar. Nánar tiltekið var kvartað yfir framkvæmd grenndarkynningar og málsmeðferð borgarinnar þar sem ákvæði stjórnsýslulaga hefðu verið virt að vettugi. Kvartað var yfir því að óheimilt hefði verið að veita byggingarleyfi fyrir Barnaspítalann án þess að ótvírætt hefði legið fyrir hvort staðfest deiliskipulag af lóð- inni væri til eða ekki. Íbúarnir töldu úrskurðarnefndina ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort sér- uppdráttur af Landspítalalóðinni, sem samþykktur var í borgarstjórn árið 1976 og lagður til grundvallar í málinu, væri gilt deiliskipulag. Í þessu efni tekur settur umboðsmað- ur Alþingis undir með íbúunum og telur að úrskurðarnefndinni hafi borið að taka afstöðu til þessa sér- uppdráttar. Efni rökstuðnings nefndarinnar að þessu leyti hafi ekki samræmst ákvæðum stjórn- sýslulaga. Hins vegar telur um- boðsmaður að í ljósi fyrirliggjandi gagna hefði grenndarkynningu vegna spítalabyggingarinnar ekki verið ábótavant. Friðgeir Björnsson, settur um- boðsmaður, gerir athugasemdir við að fimm mánuðir hafi liðið frá því að óskað var eftir ljósriti af gögnum frá úrskurðarnefndinni þar til að efnislegt svar barst frá henni. Telur Friðgeir nefndinni ennfremur skylt, samkvæmt stjórnsýslulögum, að af- henda ljósrit af fundargerðum sín- um sé þess óskað. Sex nágrannar Barnaspítalans við Hringbraut kvörtuðu til Umboðsmanns Alþingis Byggingarleyfi heimilt en meðferð ábótavant VIÐ upphaf landsfundar Sjálfstæðisflokksins í gær fylktu félagar í Sjúkraliðafélagi Íslands liði við and- dyri Laugardalshallar. Vildu þeir með því minna á baráttu sína fyrir bættum kjörum en á mánudag á næsta þriggja daga verkfall félagsins að hefjast. Samningafundur í kjaradeilu sjúkraliða og ríkisins hefur ekki verið boðaður fyrr en að því loknu eftir miðja næstu viku. Morgunblaðið/Golli Sjúkraliðar minntu á kjarabaráttu sína SKIPTAR skoðanir eru á meðal starfsmanna Ríkisútvarpsins um hugmynd Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra þess efnis að Rás 2 verði flutt til Akureyrar, en viðmælendur fagna hugmyndum um eflingu svæðisútvarpsins. Menntamálaráðherra hefur óskað eftir að hugmyndin verði könnuð nánar og segist Markús Örn Antons- son útvarpsstjóri búast við því að hafist verði handa við þá athugun fljótlega. Hann segist telja hug- myndina athyglisverða og segir mik- ilvægt í ljósi þeirrar umræðu sem hefur staðið um framtíð Rásar 2 að mótuð verði ákveðin stefna um hlut- verk hennar í skipulagi Ríkisút- varpsins. Meðal þess sem hefur verið nefnt er að stöðin verði seld eða lögð niður. Útvarpsstjóri telur að með því að flytja stöðina norður mætti leggja aukna áherslu á dagskrárgerð á veg- um svæðisstöðvanna á Akureyri, Ísafirði og Egilstöðum sem og á Suð- urlandi í samvinnu við Útvarp Suð- urlands. Markús Örn segist oft hafa saknað þess að Ríkisútvarpið væri ekki með ríkulegt framboð af al- mennu dagskrárefni frá svæðis- stöðvunum. „Ef dagskrárstjórn yrði norðan heiða er ég alveg sannfærður um það að viðhorfin yrðu öðru vísi en í höfuðstöðvunum í Efstaleitinu og það yrði örugglega aukin áhersla á framlag fólks utan höfuðborgar- svæðisins til dagskrár Ríkisútvar- spins, útvarps allra landsmanna.“ Sigurður Þór Salvarsson, deildar- stjóri Ríkisútvarpsins á Akureyri, segist fagna öllum góðum hugmynd- um um að byggja upp starfsemina á Akureyri en hann segist ekki vita hvað felist nákvæmlega í hugmynd- um menntamálaráðherra, hvort ver- ið sé að tala um að flytja Rás 2, eins og hún er nú, í heilu lagi norður eða Rás 2 í breyttri mynd. Því síður viti hann hvað gert sé ráð fyrir mörgu starfsfólki en eftir fækkun í haust starfi sex manns hjá fyrirtækinu fyr- ir norðan. Þrátt fyrir óvissuna segir Sigurð- ur Þór að verði hugmyndin að veru- leika efli hún starfsemi Ríkisút- varpsins á Akureyri gífurlega sem og aðra starfsemi fyrirtækisins úti á landi. Hugmynd ráð- herra kom á óvart Jón Ásgeir Sigurðsson, formaður starfsmannasamtaka Ríkisútvarps- ins, segir að hugmynd ráðherra hafi komið á óvart og hvorki starfsmenn RÚV né þingmenn, sem hann hafi rætt við á göngum Alþingis í fyrra- dag, hafi heyrt af þessu fyrr en við umræðuna um fjárhagsvanda Ríkis- útvarpsins á Alþingi á miðvikudag. Í umræðunum hafi menntamálaráð- herra m.a. sagt að reksturinn væri á ábyrgð stjórnenda Ríkisútvarpsins og í mesta lagi bæri Alþingi ábyrgð á rekstrinum, stæði hann illa, en alls ekki hann sjálfur. Samt kæmi hann með svona ákveðna hugmynd um reksturinn, sem væri óhugsuð að öllu leyti, vegna þess að Rás 2 væri umræðu- vettvangur og ekki væri hægt að flytja hann til Akureyrar. „Það veit enginn í raun og veru hvernig á að flytja Rás 2 norður og hvað á að flytja,“ segir hann. Hins vegar segir Jón Ásgeir það ágæta hugmynd hjá menntamála- ráðherra að efla svæðisútvarpið. „Megi það lifa sem allra lengst,“ seg- ir hann en bætir við að óvissa ríki hjá starfsfólki. „Nú fá menn kannski uppsagnir næstu daga ef ráðist verð- ur í að framkvæma það sem ráðherra stingur upp á,“ segir hann. Skiptar skoðanir um flutning Rásar 2 til Akureyrar ÞRIGGJA milljóna króna í beinhörð- um peningum í eigu Landsbanka Ís- lands er saknað í Þýskalandi og hafa lögregluyfirvöld í Frankfurt tekið að sér rannsókn málsins, þar sem grun- ur er um þjófnað. Peningasendingin fór frá Lands- bankanum til Þýskalands í síðustu viku og átti að komast í hendur banka í Frankfurt, sem pantað hafði peningana. Sendingin komst hins vegar aldrei á leiðarenda og sætir málið nú rannsókn. Landsbankinn er tryggður hérlendis fyrir tjóninu og mun fá það bætt. Peningarnir voru flokkaðir sem verðmætasending, en auk rannsókn- ar í Þýskalandi hefur þarlend póst- þjónusta lagt fram beiðni til Íslands- pósts um að málið verði kært til íslenskra lögregluyfirvalda, þ.e. til sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli. Formleg kæra hafði þó ekki borist sýslumanni fyrri huta dags í gær. Grunur um þjófnað á 3 milljónum LÖGREGLAN í Reykjavík hefur tekið til rannsóknar innbrot á skrif- stofu Sýslumannsins í Reykjavík við Skógarhlíð. Innbrotið var framið í fyrrinótt og tilkynnt til lögreglunnar á fimmta tímanum í gærmorgun. Brotin var rúða í kjallara en stolið var tölvu og 15 tomma skjá. Ekki er vitað hverjir voru að verki. Innbrot á sýsluskrifstofu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ SNJÓKOMA var á Holtavörðuheiði í gærkvöld og fór bíll út af um kl. 20. Var það fólksbíll á sumardekkjum en enginn slasaðist og litlar sem engar skemmdir urðu á bílnum. Hélt hann áfram leiðar sinnar eftir að dráttar- bíll úr Borgarnesi hafði kippt honum upp á veginn á ný. Lögreglan í Borgarnesi sagði að vegurinn um heiðina hefði verið háll og varasamur í gærkvöld en ekki hefði frést um önnur óhöpp. Var heiðin þokkalega fær og aðeins nauð- synlegt að fara um hana með gát. Bíll út af á Holtavörðu- heiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.