Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 51
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 51 Háteigskirkja. Samverustund eldri borg- ara kl. 13 í umsjón Þórdísar, þjónustufull- trúa. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45- 7.05. Mömmumorgunn kl. 10-12 í umsjá Eyglóar Bjarnadóttur, meðhjálpara. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11-12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Barna- og unglinga- deildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir velkomnir. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 14.30 helgistund á Heilbrigðisstofnun í dags- stofu á 3. hæð. Allir hjartanlega vel- komnir. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10.Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Gavin Anthony. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Brynjar Ólafsson. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Elías Theo- dórsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guð- mundsson + ungmennafélagið. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður Maxwell Ditta. Safnaðarstarf kirkjusveiflu, en þess skal getið að Guðni, sem andaðist á síðasta ári, hafði lagt drög að tónleikum kórs- ins í Vestmannaeyjum. Í Eyjum er Guðni kenndur við Landlist, þar sem hann var fæddur, en Landlist stendur nú á Skansasvæðinu sem hluti af Byggðasafni Vest- mannaeyja. Guðni var lengi org- anisti í Bústaðakirkju. Hann varð landskunnur fyrir kórstjórn, hljóð- færaleik og störf sín í þágu tónlist- ar á Íslandi. Sr. Kristján Björnsson. Félagsstarf eldri borgara í Neskirkju EINS og verið hefur mörg und- anfarin ár verður opið hús fyrir eldri borgara í Neskirkju á mið- vikudögum kl. 16. Þá er ýmislegt sér til gamans gert og fram bornar góðar veitingar. Ýmist biblíu- fræðsla eða upplestur er svo kl. 17. Farið verður í Davíðssálma á haust- misseri annan hvern miðvikudag og hinn verður ævisaga sér Jóns Stein- grímssonar lesin sem framhalds- Grensáskirkju aðstoðar. Þessi ný- breytni í helgihaldi er liður í því að kirkjan fari út til fólks í dagsins önn en láti sér ekki nægja að bíða eftir þeim sem koma til kirkjunnar. Í innkaupum að loknum vinnudegi er kjörið að staldra við stundarkorn og heyra uppbyggilegt orð Guðs í tónum og tali. Kirkjusveifla í minningu Guðna frá Landlist KIRKJUSVEIFLA verður nk. laug- ardag í Safnaðarheimili Landa- kirkju á vegum Bústaðakirkju í Reykjavík til minningar um Guðna Þ. Guðmundsson organista frá Landlist í Vestmannaeyjum. Kór Bústaðakirkju flytur tónlistar- dagskrá með organistanum Jónasi Þóri og Helga Bragasyni kórstjóra, en kirkjusveiflan hefst kl. 15:30. Sóknarpresturinn sr. Pálmi Matth- íasson verður með í dagskránni en auk hans tekur hluti sóknarnefndar og annað starfsfólk Bústaðakirkju þátt í þessari heimsókn. Allir eru hjartanlega velkomnir á þessa léttu Á MORGUN, laugardaginn 13. okt., verður haldið í Grensáskirkju stutt námskeið til þess ætlað að styðja feður í að sinna trúarlegum þætti uppeldisins. Að námskeiðinu standa söfnuðir Grensáskirkju og Hall- grímskirkju. Kannanir sýna að mæður eru almennt mestu áhrifa- valdar í lífi barnanna varðandi trúarlegt uppeldi. Næstar koma ömmurnar en feður hafa að jafnaði mun minni áhrif á þessu sviði. Mik- ilvægt er að breyta þessu og styðja feður til virkrar þátttöku í að ala börnin upp í kristinni trú eins og eðlilegt er í framhaldi skírn- arinnar. Námskeiðið hefst kl. 9:00 árdegis og því lýkur um kl. 12:40. Fræðslu annast nokkrir feður, þeir dr. Gunnar E. Finnbogason dósent við KHÍ, Gunnar J. Gunnarsson lektor við KHÍ, Hróbjartur Árnason guðfræðingur og sr. Sigurður Páls- son sóknarprestur í Hallgríms- kirkju. Fjalla þeir m.a. um kristið trúaruppeldi í íslensku nútíma- samfélagi, hlut feðra í trúaruppeldi íslenskra barna, uppeldi og föð- urhlutverkið og föðurhlutverkið tengt ímynd karlmennskunnar. Umræðum stýrir sr. María Ágústs- dóttir héraðsprestur. Þátttaka er ókeypis og öllum heimil. Kirkjan í Kringlunni Í DAG, föstudaginn 12. okt., verður götumessa í Kringlunni kl. 17. Að messunni standa Grensássöfnuður og Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Hinn góðkunni söngvari Þorvaldur Halldórsson annast tón- listina og sr. María Ágústsdóttir leiðir stundina að öðru leyti en sr. Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í saga. Að því loknu er fyrirbæna- messa kl. 18. Miðvikudagsstarfið annast prestarnir sr. Frank M. Halldórsson og sr. Örn Bárður Jónsson til skiptis. Á laugardögum kl. 14 munu samverustundirnar verða í umsjá sr. Franks til ára- móta. Borinn verður fram léttur málsverður á vægu verði. Leikir og lærðir koma í heimsókn og farið verður í stuttar kynnisferðir um borgina og næsta nágrenni hennar. Næsta laugardag 13. október mun Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra, ræða um Ísland og ár- þúsundamótafögnuð í Vesturheimi. Þeir sem ætla að neyta matarins þurfa að tilkynna þátttöku sína til skrifstofu kirkjunnar í síma 511- 1560. Prestarnir. Á flugi með guði HAUSTÁTAK KSS og KSF er dag- ana 12.-14. október. Um er að ræða líflegar samkomur með fjölbreyttri dagskrá þar sem sérstaklega er höfðað til ungs fólks. Engu að síður eru allir aldurshópar innilega vel- komnir. Samkomurnar eru haldnar í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28, Reykjavík. Föstudagskvöldið kl. 20.30: „Þor- ir þú að fljúga?“ Ragnar Gunn- arsson talar. Laugardagskvöldið kl. 20.30: Tveggja hæða breskur strætisvagn KFUM og KFUK tekinn í notkun. „Með hverjum ferðast þú?“ Ragn- hildur Ásgeirsdóttir talar. Sunnudagur kl. 17: „Kemstu á áfangastað?“ Ragnar Gunnarsson talar. Mikill söngur, fjölbreytt dag- skrá. Allir innilega velkomnir. Sunnudagskvöldið kl. 20.30: Mik- il lofgjörð, vitnisburður og fyr- irbæn. Allir innilega velkomnir. Grensáskirkja Feðrafræðsla í Grensáskirkju Merinó ullarpeysur Persónuleg þjónusta Laugavegi 63, sími 551 4422
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.