Morgunblaðið - 12.10.2001, Page 51

Morgunblaðið - 12.10.2001, Page 51
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 51 Háteigskirkja. Samverustund eldri borg- ara kl. 13 í umsjón Þórdísar, þjónustufull- trúa. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45- 7.05. Mömmumorgunn kl. 10-12 í umsjá Eyglóar Bjarnadóttur, meðhjálpara. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11-12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Barna- og unglinga- deildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir velkomnir. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 14.30 helgistund á Heilbrigðisstofnun í dags- stofu á 3. hæð. Allir hjartanlega vel- komnir. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10.Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Gavin Anthony. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Brynjar Ólafsson. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Elías Theo- dórsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guð- mundsson + ungmennafélagið. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður Maxwell Ditta. Safnaðarstarf kirkjusveiflu, en þess skal getið að Guðni, sem andaðist á síðasta ári, hafði lagt drög að tónleikum kórs- ins í Vestmannaeyjum. Í Eyjum er Guðni kenndur við Landlist, þar sem hann var fæddur, en Landlist stendur nú á Skansasvæðinu sem hluti af Byggðasafni Vest- mannaeyja. Guðni var lengi org- anisti í Bústaðakirkju. Hann varð landskunnur fyrir kórstjórn, hljóð- færaleik og störf sín í þágu tónlist- ar á Íslandi. Sr. Kristján Björnsson. Félagsstarf eldri borgara í Neskirkju EINS og verið hefur mörg und- anfarin ár verður opið hús fyrir eldri borgara í Neskirkju á mið- vikudögum kl. 16. Þá er ýmislegt sér til gamans gert og fram bornar góðar veitingar. Ýmist biblíu- fræðsla eða upplestur er svo kl. 17. Farið verður í Davíðssálma á haust- misseri annan hvern miðvikudag og hinn verður ævisaga sér Jóns Stein- grímssonar lesin sem framhalds- Grensáskirkju aðstoðar. Þessi ný- breytni í helgihaldi er liður í því að kirkjan fari út til fólks í dagsins önn en láti sér ekki nægja að bíða eftir þeim sem koma til kirkjunnar. Í innkaupum að loknum vinnudegi er kjörið að staldra við stundarkorn og heyra uppbyggilegt orð Guðs í tónum og tali. Kirkjusveifla í minningu Guðna frá Landlist KIRKJUSVEIFLA verður nk. laug- ardag í Safnaðarheimili Landa- kirkju á vegum Bústaðakirkju í Reykjavík til minningar um Guðna Þ. Guðmundsson organista frá Landlist í Vestmannaeyjum. Kór Bústaðakirkju flytur tónlistar- dagskrá með organistanum Jónasi Þóri og Helga Bragasyni kórstjóra, en kirkjusveiflan hefst kl. 15:30. Sóknarpresturinn sr. Pálmi Matth- íasson verður með í dagskránni en auk hans tekur hluti sóknarnefndar og annað starfsfólk Bústaðakirkju þátt í þessari heimsókn. Allir eru hjartanlega velkomnir á þessa léttu Á MORGUN, laugardaginn 13. okt., verður haldið í Grensáskirkju stutt námskeið til þess ætlað að styðja feður í að sinna trúarlegum þætti uppeldisins. Að námskeiðinu standa söfnuðir Grensáskirkju og Hall- grímskirkju. Kannanir sýna að mæður eru almennt mestu áhrifa- valdar í lífi barnanna varðandi trúarlegt uppeldi. Næstar koma ömmurnar en feður hafa að jafnaði mun minni áhrif á þessu sviði. Mik- ilvægt er að breyta þessu og styðja feður til virkrar þátttöku í að ala börnin upp í kristinni trú eins og eðlilegt er í framhaldi skírn- arinnar. Námskeiðið hefst kl. 9:00 árdegis og því lýkur um kl. 12:40. Fræðslu annast nokkrir feður, þeir dr. Gunnar E. Finnbogason dósent við KHÍ, Gunnar J. Gunnarsson lektor við KHÍ, Hróbjartur Árnason guðfræðingur og sr. Sigurður Páls- son sóknarprestur í Hallgríms- kirkju. Fjalla þeir m.a. um kristið trúaruppeldi í íslensku nútíma- samfélagi, hlut feðra í trúaruppeldi íslenskra barna, uppeldi og föð- urhlutverkið og föðurhlutverkið tengt ímynd karlmennskunnar. Umræðum stýrir sr. María Ágústs- dóttir héraðsprestur. Þátttaka er ókeypis og öllum heimil. Kirkjan í Kringlunni Í DAG, föstudaginn 12. okt., verður götumessa í Kringlunni kl. 17. Að messunni standa Grensássöfnuður og Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Hinn góðkunni söngvari Þorvaldur Halldórsson annast tón- listina og sr. María Ágústsdóttir leiðir stundina að öðru leyti en sr. Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í saga. Að því loknu er fyrirbæna- messa kl. 18. Miðvikudagsstarfið annast prestarnir sr. Frank M. Halldórsson og sr. Örn Bárður Jónsson til skiptis. Á laugardögum kl. 14 munu samverustundirnar verða í umsjá sr. Franks til ára- móta. Borinn verður fram léttur málsverður á vægu verði. Leikir og lærðir koma í heimsókn og farið verður í stuttar kynnisferðir um borgina og næsta nágrenni hennar. Næsta laugardag 13. október mun Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra, ræða um Ísland og ár- þúsundamótafögnuð í Vesturheimi. Þeir sem ætla að neyta matarins þurfa að tilkynna þátttöku sína til skrifstofu kirkjunnar í síma 511- 1560. Prestarnir. Á flugi með guði HAUSTÁTAK KSS og KSF er dag- ana 12.-14. október. Um er að ræða líflegar samkomur með fjölbreyttri dagskrá þar sem sérstaklega er höfðað til ungs fólks. Engu að síður eru allir aldurshópar innilega vel- komnir. Samkomurnar eru haldnar í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28, Reykjavík. Föstudagskvöldið kl. 20.30: „Þor- ir þú að fljúga?“ Ragnar Gunn- arsson talar. Laugardagskvöldið kl. 20.30: Tveggja hæða breskur strætisvagn KFUM og KFUK tekinn í notkun. „Með hverjum ferðast þú?“ Ragn- hildur Ásgeirsdóttir talar. Sunnudagur kl. 17: „Kemstu á áfangastað?“ Ragnar Gunnarsson talar. Mikill söngur, fjölbreytt dag- skrá. Allir innilega velkomnir. Sunnudagskvöldið kl. 20.30: Mik- il lofgjörð, vitnisburður og fyr- irbæn. Allir innilega velkomnir. Grensáskirkja Feðrafræðsla í Grensáskirkju Merinó ullarpeysur Persónuleg þjónusta Laugavegi 63, sími 551 4422

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.