Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 9 Glæsilegur nýr haustfatnaður við öll tækifæri Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. LAGERSALAN TUNGUHÁLSI 7 HELDUR ÁFRAM Opið er virka daga frá kl. 13 til 19 en 11 til 17 um helgar. Tökum bæði debet- og kreditkort. Tunguháls 7 er fyrir aftan sælgætisgerðina Kólus. Sími okkar er 567 1210 HEILDVERSLUN MEÐ JÓLA- OG GJAFAVÖRUR Í 35 ÁR Antíkmessan 2001 Sölusýning í Perlunni 12.-21. október Opið frá kl. 11-18 Skólavörðustíg, s. 698 7273 Guðmundur Hermannsson, úrsm., Bæjarlind, s. 554 7770 Skólavörðustíg, s. 698 7273 Klapparstíg, s. 896 3177 Gili, Kjalarnesi, s. 566 8963 Hverfisgötu, s. 695 7933 30% afslát tur 0-12 ára DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að skipa nefnd til þess að fjalla um öryggismál íslensks sam- félags og gera um þau skýrslu. Hér er átt við öryggi gagnvart helstu ógnum sem steðjað geta að íslensku samfélagi, segir í frétt frá ráðuneyt- inu. Á sumum sviðum svo sem við nátt- úruhamfarir og hópslys er þegar fyr- ir hendi bæði mannafli með reynslu og annar viðbúnaður, en á öðrum sviðum er viðbúnaðurinn skemmra á veg kominn. Nefndinni er ætlað að fara yfir og leggja mat á þann við- búnað við vá, sem fyrir hendi er og jafnframt kanna hvort aðkallandi sé að bæta við þar úr t.d. með breyt- ingum á löggjöf eða skipulagi við- bragða. Nefndin meti viðbrögð við hugsanlegum nýjum ógnum Einnig er nefndinni ætlað að leggja mat á hvort skipuleggja þurfi viðbrögð við hugsanlegum nýjum ógnum, sem nú eru til umfjöllunar um heim allan í ljósi hinna hörmu- legu viðburða sem urðu í Bandaríkj- unum 11. september s.l., en þar má m.a. nefna hryðjuverk, notkun sýkla, efnavopna eða geislavirkra efna í árásarskyni, segir í fréttinni. Björn Friðfinnsson ráðuneytis- stjóri er formaður nefndarinnar, en einnig skipa nefndina Haraldur Jó- hannesson ríkislögreglustjóri, Haf- steinn Hafsteinsson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, Sólveig Þorvaldsdóttir, forstjóri Almanna- varna ríkisins, og Sigurður Guð- mundsson landlæknir. Ritari nefnd- arinnar er Hafþór Jónsson, aðal- sviðsstjóri hjá Almannavörnum ríkisins. Ráðherra skipar nefnd um öryggismál BÓLUEFNI gegn miltisbrandi er ekki fáanlegt hérlendis, samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembætt- inu, og hafa ekki verið gerðar ráð- stafanir til að kaupa birgðir af því fyrir íslenskan almenning. Ástæðan mun vera sú m.a. að bólusetning sem vörn gegn miltisbrandi er mjög óhagkvæm miðað við aðrar ráðstaf- anir sem unnt er að grípa til ef ógn stendur af sjúkdómnum, t.d. vegna sýklaárásar. Á vegum landlæknis hefur verið grennslast fyrir um bóluefni og hef- ur sú eftirgrennslan leitt í ljós að eitt fyrirtæki í Bandaríkjunum framleið- ir bóluefni fyrir bandaríska herinn. Að sögn Haralds Briem sóttvarna- læknis þarf að sprauta hvern ein- stakling 2–3 sinnum þegar grunn- bólusetning fer fram og síðan árlega eftir það og í því felst óhagkvæmnin, ekki síst þegar um heila þjóð er að ræða. Stöðug vöktun gagnvart smitsjúkdómum Hins vegar er fyrirbyggjandi sýklalyfjameðferð möguleg hérlend- is og á grundvelli sóttvarnarlaga er stöðug vöktun gagnvart smitsjúk- dómum og hópsýkingum sem bygg- ist á að finna hvort eitthvað óvenju- legt á sér stað. Einnig er byggt á góðri greining- artækni heilbrigðiskerfisins svo að greina megi óeðlilegar sýkingar snemma. Samkvæmt upplýsingum Hrólfs Jónssonar, slökkviliðsstjóra Slökkvi- liðs höfuðborgarsvæðisins og fram- kvæmdastjóra almannavarnanefnda suðursvæðisins, munu ekki vera til gasgrímur til dreifingar meðal al- mennings á Íslandi en slökkviliðs- menn hafa búnað til varnar sýkla- árás. Fram kom í fréttum í gær að Norðmenn ráðgera að dreifa 1.000 grímum til slökkviliðsmanna, björg- unarsveita og sjúkrahúsa á næst- unni. Bóluefni gegn miltis- brandi ekki til hérlendis strets- gallabuxur tískuverslun v. Nesveg, Seltjarnarnesi. sími 561 1680. Kringlunni - sími 588 1680.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.