Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti birti í fyrradag lista yfir 22 meinta hryðjuverkamenn sem Bandaríkjastjórn leggur mest kapp á að handtaka. Sádi-arabíski útlag- inn Osama bin Laden er efstur á list- anum og þar eru einnig nokkrir af samstarfsmönnum hans. „Við verð- um að finna þá,“ sagði Bush þegar hann birti listann. „Þeir verða stöðv- aðir, þeim verður refsað.“ Eftirlýstu mönnunum 22 og meintum hryðjuverkum þeirra er hér lýst stuttlega. Sprengjuárásin á World Trade Center 1993  Abdul Rahman Yasin, 41 árs, bandarískur ríkisborgari sem flutt- ist með fjölskyldu sinni til Íraks þeg- ar hann var barn og sneri aftur til Bandaríkjanna 1992. Hann flúði frá Bandaríkjunum eftir sprengjuárás- ina. Samsæri um sprengju- árásir 1995  Khalid Shaikh Mohammad, hálf- fertugur, eftirlýstur í tengslum við samsæri í Miðausturlöndum um að sprengja tólf farþegaþotur í loft upp yfir Kyrrahafi á tveimur dögum í janúar 1995. Talið er að Mohammad sé frá Pakistan eða Kúveit. Sprengjuárás á Khobar Towers 1996  Ahmed Ibrahim al-Mughassil, 34 ára Sádi-arabi. Hann var ákærður í Virginíu í Bandaríkjunum fyrir aðild að sprengjuárás á Khobar Towers- herbúðirnar í Sádi-Arabíu árið 1996. Tilræðið varð 19 bandarískum her- mönnum að bana.  Ali Saed Bin Ali el-Houri, 36 ára Sádi, einnig ákærður fyrir tilræðið.  Ibrahim Salih Mohammed al- Yacoub, 35 ára Sádi.  Abdelkarim Hussein Mohamed al-Nasser, sádi-arabískur ríkisborg- ari. Sprengjuárásir á bandarísk sendiráð í Afríku 1998  Osama bin Laden, 44 ára, leiðtogi hryðjuverkahreyfingarinnar al- Qaeda. Fæddist í Sádi-Arabíu. Hann er grunaður um að hafa staðið á bak við hryðjuverkin í New York og Washington 11. september sem kostuðu um það bil 5.500 manns lífið. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir að skipuleggja sprengjuárásir á tvö bandarísk sendiráð í Austur-Afr- íku árið 1998. Þá er hann grunaður um að hafa staðið fyrir sprengjuárás á bandaríska herskipið USS Cole.  Muhammad Atef, fyrrverandi lögreglumaður í Egyptalandi sem talinn er vera annar af tveimur nán- ustu ráðgjöfum bin Ladens. Hann hefur einnig notað nafnið Abu Hafs el-Masry. Fyrr á árinu giftist dóttir hans syni bin Ladens. Atef hefur verið ákærður fyrir aðild að árásinni á bandarísku sendiráðin og banda- rísk yfirvöld segja hann stjórna hryðjuverkastarfsemi al-Qaeda og þjálfun liðsmanna hreyfingarinnar. Talið er að hann hafi skipulagt hryðjuverkin 11. september.  Ayman al-Zawahiri, fimmtugur læknir, var leiðtogi Jihad-samtak- anna í Egyptalandi áður en þau sam- einuðust al-Qaeda árið 1998. Hann hefur verið bendlaður við morðið á Anwar Sadat, forseta Egyptalands, snemma á níunda áratugnum og ým- is hryðjuverk síðan þá.  Fazul Abdullah Mohammed, 26 eða 27 ára, talinn vera frá Kómor- eyjum eða einhverju strandríkja Afríku. Hann er sagður mjög snjall tölvumaður.  Mustafa Mohamed Fadhil, um það bil 25 ára Íraki.  Fahid Mohammed Ally Msalam, hálfþrítugur fyrrverandi fatasali frá Kenýa. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að Msalam hafi ásamt öðrum meintum hryðju- verkamanni keypt bíl sem notaður var í árásinni á sendiráðin.  Ahmed Salim Swedan, 32 ára, er sagður hafa keypt bílinn með Msal- am. Swedan er talinn vera frá Kenýa eða Jemen og rak áður vöruflutn- ingafyrirtæki í Kenýa.  Ahmed Khalfan Ghailani, Tans- aníumaður á þrítugsaldri, hefur ver- ið ákærður fyrir aðild að sprengju- tilræðunum.  Abdullah Ahmed Abdullah, 38 ára Egypti. Hann flúði frá Kenýa 6. ágúst, daginn eftir árásirnar á sendi- ráðin, og fór til Pakistans. Talið er að hann sé nú í Afganistan.  Anas al-Liby, 37 ára Líbýumað- ur, sem bjó nýlega í Bretlandi þar sem hann fékk hæli sem pólitískur flóttamaður. Talið er að hann sé í Afganistan.  Saif al-Adel, 41 árs Egypti, sem er talinn hafa verið í Jihad-samtök- unum í Egyptalandi og er nú sagður atkvæðamikill félagi í al-Qaeda í Afganistan.  Ahmed Mohamed Hamed Ali, 34 ára Egypti. Talið er að hann sé bú- fræðingur að mennt og hafi starfað við landbúnað. Hann bjó í Kenýa þar til hann flúði til Pakistans 2. ágúst 1998, fimm dögum fyrir árásirnar á sendiráðin. Talið er að hann sé nú í Afganistan.  Mushin Musa Matwalli Atwah, 36 eða 37 ára Egypti, er talinn dvelja í Afganistan. Flugrán árið 1985  Imad Mughniyeh, um fertugt. Hann var eitt sinn yfirmaður örygg- ismála hjá Hizbollah-hreyfingunni og er talinn hafa staðið fyrir mann- ránum og sprengjutilræðum á ní- unda áratugnum. Hann fæddist í Líbanon og talið er að hann búi nú í Íran. Hann hefur ekki sést opinber- lega í áratug og tengsl hans við Hizb- ollah eru nú óljós. Sumir sérfræð- ingar í málefnum Mið-Austurlanda telja að hann stjórni sérsveitum hreyfingarinnar en aðrir segja að hann gegni ekki mikilvægu hlutverki í hreyfingunni. Hann var ákærður fyrir að ræna flugvél TWA árið 1985, ráðast á áhöfnina og nokkra farþega og verða Bandaríkjamanni að bana.  Hassan Izz-al-Din, 38 ára Líbani, sem talinn er tengjast Hizbollah. Talið er að hann sé í Líbanon.  Ali Atwa, um fertugt, er sagður félagi í Hizbollah og dvelja í Líb- anon. New York. AP. Eftirlýstir fyrir hryðjuverk AP Ljósmyndir af tuttugu og tveimur meintum hryðjuverkamönnum sem eru á lista bandarískra yfirvalda yfir þá hermdarverkamenn sem þau leggja mesta áherslu á að koma höndum yfir. BANDARÍSKAR herflugvélar vörpuðu í gærdag sprengjum á Kab- úl, höfuðborg Afganistans, en þetta er í fyrsta sinn sem þar er varpað sprengjum í dagsbirtu. Fregnir herma að sprengjurnar hafi hitt flugvöll og hernaðarmannvirki aust- ur af borginni en jafnframt að talib- anar hafi beitt loftvarnarbyssum sín- um af mesta megni. Einnig heyrðust sprengingar nærri Kandahar í suð- urhluta landsins en borgin er eitt helsta vígi talibanastjórnarinnar. Árásir Bandaríkjamanna í fyrri- nótt voru þær umfangsmestu frá því að hernaðaraðgerðir hófust gegn Afganistan síðastliðinn sunnudag. Sögðu talsmenn talibana að meira en tvö hundruð manns hefðu fallið í árásunum og þeir sökuðu Banda- ríkjamenn um að hafa vísvitandi reynt að valda dauða óbreyttra borg- ara. Þeim fullyrðingum höfnuðu Bandaríkjamenn hins vegar alger- lega í gær. Sendimaður talibana í Pakistan sagði 115 hafa fallið í nágrenni borg- arinnar Jalalabad í Norðaustur-Afg- anistan þegar þar var varpað sprengjum. Sagði hann fimmtán hafa fallið þegar flugskeyti var skot- ið á mosku í borginni. Greindu sjónarvottar frá því að íbúar Kandahar flýðu nú borgina en þar var varpað sprengjum í gær og fyrrinótt, eins og áður sagði. Beita svonefndum „byrgisbombum“ í fyrsta sinn Fulltrúar Bandaríkjastjórnar greindu frá því að lofther þeirra hefði í fyrsta skipti beitt svonefndum „byrgisbombum“ gegn ýmsum neð- anjarðarfelustöðum talibana og al- Qaeda hreyfingar hryðjuverka- mannsins Osama bin Ladens. Alls vega „byrgisbomburnar“ um tvö og hálft tonn og með þeim má annað- hvort eyðileggja neðanjarðarbyrgin gjörsamlega eða þvinga menn upp á yfirborð jarðar. Sögðu fréttaskýrendur að notkun „byrgisbombunnar“ gæti bent til þess að Bandaríkjamenn væru þegar farnir að huga að næsta kafla að- gerðanna, þ.e. landhernaði. Í það minnsta væri markmiðið að eyði- leggja eins mikið af hernaðarmann- virkjum talibana og bin Ladens og hægt væri, í því augnamiði að senda inn nokkur hundruð manna sérsveit- ir, sem hefðu það verkefni að hafa hendur í hári bin Ladens og annarra leiðtoga al-Qaeda. Leyfa afnot af flugvöllum Athygli vakti að Pakistanar ákváðu í gær að leyfa Bandaríkja- mönnum afnot af tveimur flugvöllum í landinu, nálægt suður- og norður- landamærum Afganistans, og yrðu þeir notaðir ef svo færi að einhverjar flugvéla Bandaríkjamanna yrðu skotnar niður. Mætti þá nota flug- vellina til að senda af stað leitar- og björgunarflugvélar. Var einnig greint frá því í gær að flugmóður- skipið USS Kitty Hawk væri nú á siglingu ekki fjarri átakasvæðinu í Afganistan sem gerir Bandaríkja- mönnum kleift að standa að liðs- flutningum, þ.e. senda inn þyrlur með talsverðum fjölda hermanna. Hjálpar þetta m.a. við að senda inn sérsveitir en því er haldið fram að ein af sérsveitum Bandaríkjahers hafi þegar verið á ferðinni í norður- hluta Afganistans. Hörðustu árásirnar til þessa Washington, Kabúl, Islamabad. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.