Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 55 LOFTFÉLAGIÐ, áhugafólk um öndun, hefur afhent Heilsugæslu- stöðinni í Lágmúla nýjan lungna- mæli til eignar. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, var viðstaddur afhend- inguna og notaði tækifærið og lét mæla hversu „andríkur“ hann er. Niðurstaða mælingarinnar var að hann væri með góð og sterk lungu. Loftfélagið er heiti samstarfs- verkefnis sem landlæknir, Tób- aksvarnarnefnd og GlaxoSmit- hKline koma að, auk sérfræðinga á sviði lungnalækninga. Markmið félagsins er að styrkja heilsu- gæsluna í baráttu gegn vaxandi tíðni lungnasjúkdóma, sér í lagi langvinnra lungateppusjúkdóma, sem eru „þöglir“ í þeim skilningi að þeir greinast yfirleitt ekki fyrr en á lokastigi sínu. Talið er að 16-18 þúsund Íslendingar þjá- ist af langvinnum lungnateppu- sjúkdómum, en algengasta orsök þeirra eru tóbaksreykingar. Loftfélagið áformar að afhenda 26 lungnamæla jafnmörgum heilsugæslustöðvum á næstunni. Morgunblaðið/Jim Smart Ráðherrann reyndist vera með góð lungu Í TENGSLUM við alþjóðageðheil- brigðisdaginn verður efnt til fjöl- skylduhátíðar og tónleika á morgun, laugardag. Yfirskrift hátíðarinnar er „Vertu með að rækta þitt geð!“. Hátíðin hefst með göngu frá Hlemmtorgi niður Laugaveg og að Ingólfstorgi. Gangan hefst frá Hlemmtorgi kl. 14. Gert er ráð fyrir að þátttakendur verði komnir niður á Ingólfstorg kl. 14.30, en þar verður fjölskylduhátíð þar sem m.a. fer fram kynning á starfsemi geðfélaga, klúbba og iðjuþjálfa. Gestir spreyta sig í málaralist, en þar verða enn- fremur sjónhverfingar, harmonikku- leikur og trúður mætir á svæðið. Frá kl. 15–20 verður tónlistarhátíð á Gauki á Stöng. Meðal þeirra sem koma fram eru Páll Óskar og Monika Abendroth hörpuleikari, unglinga- kór Snælandsskóla, Gospelsystur, Andrea Gylfa og hljómsveitirnar Jagúar, Úlpa og Í svörtum fötum. Þar flytur Illugi Jökulsson ræðu dagsins klukkan 16.15. Kynnir verð- ur Ólafur Páll Gunnarsson, rokk- landsstjóri á Rás 2. Fjölskylduhátíð í tengslum við geðheil- brigðisdag „Það er óhætt að segja að María Guðsmóðir sé sú kona sem mest áhrif hefur haft í vestrænni sögu," segir í fréttatilkynningu. Leikmannaskóli Þjóðkirkjunnar býður nú upp á námskeið um hvernig María birtist í Biblíunni, sögunni, listinni og lífinu. Fjórir sérfræðingar á sviði guðfræði, tón- listar og myndlistar fjalla um Mar- íu á fjögurra kvölda námskeiði í Háskóla Íslands sem hefst þann 16. október n.k. Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir mun fjalla um Maríu, hvernig henni er lýst í guðspjöllum Nýja testamentisins og hvernig saga hennar hefur verið túlkuð í krist- inni hefð. Prófessor Einar Sigur- björnsson fjallar um Maríu eins og hún birtist í kenningu kirkjunnar og sem ágreiningsatriði milli kirkjudeilda. Þóra Kristjánsdóttir sérfræðingur á Þjóðminjasafni Ís- lands tekur fyrir Maríu í íslenskri myndlist. Að síðustu mun Margrét Bóasdóttir söngkona leiða okkur inn í heim tónlistarinnar með hlustun og umræðum um tónlist með textum um Maríu Guðsmóður. Skráning á námskeiðið fer fram á vef Leikmannaskólans, www.kirkjurad.is/leikmannaskóli eða á skrifstofunni. Námskeið á vegum Leikmannaskólans BORGFIRÐINGAFÉLAGIÐ verð- ur með félagsvist á Hallveigarstöð- um Túngötumegin, laugardaginn 13. október kl. 14. Allir velkomnir. Borgfirðingafélagið með félagsvist Í TILEFNI af Evrópuviku gegn krabbameini undir kjörorðinu „konur og reykingar“ hefur verið gefið út veggspjald með mynd af ofurfyrirsætunni Christy Turling- ton. Herferðinni er sérstaklega beint að konum á aldrinum 20–35 ára. Christy hefur verið á auglýs- ingum hjá Calvin Klein og fjölda annarra fyrirtækja og hafa myndir af henni birst í frægustu tímarit- um heims. Hún greindist með lungnaþembu á byrjunarstigi að- eins 31 árs gömul. Christy hætti að reykja fyrir fimm árum, en þá hafði hún reykt í mörg ár. Hún ákvað að gerast talsmaður fyrir reyklausan lífsstíl þegar hún missti föður sinn úr lungnakrabba- meini fyrir þremur árum. Í átaksvikunni eru konur sér- staklega minntar á að hafa í huga að nikótín er bæði örvandi og slak- andi og veldur ójafnvægi, en með síauknum kröfum samfélagsins þurfa konur að vera í góðu jafn- vægi til þess að takast á við annir dagsins, segir í fréttatilkynningu. Því verður ekki á móti mælt að reykingar eru stórskaðlegar heils- unni en þær hafa jafnframt slæm áhrif á útlitið. Christy Turlington berst gegn reykingum OLE Feldbæk, prófessor í sagn- fræði við Kaupmannahafnarháskóla, heldur fyrirlestur á vegum Sagn- fræðistofnunar Háskóla Íslands laugardaginn 13. október kl. 14, í Odda, stofu 101. Fyrirlesturinn nefnist: Kongens København. Handelens hovedstad 1720–1814. Ole Feldbæk fjallar um stöðu Kaupmannahafnar sem höfuð- borgar Danaveldis á 18. öld frá ýms- um hliðum. Fyrirlestur um sögu Dana VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð í Fjarðabyggð heldur op- inn fræðslufund á Reyðarfirði, laugardaginn 13. október kl. 14, í Verkalýðshúsinu. Fjallað verður um hóflega og vistvæna nýtingu fiskistofna. Berg- ur Sigurðsson umhverfisefnafræð- ingur og Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur hafa framsögu. VG með fund á Reyðarfirði STÖÐVIÐ stríðið gegn afgönsku þjóðinni og verjum réttindi vinnandi fólks, er yfirskrift málfundar sem Ungir sósíalistar og aðstandendur sósíalíska vikublaðsins Militant halda í Pathfinder bóksölunni, Skólavörðustíg 6 b (bakvið), laugar- daginn 13. október kl. 14, segir í fréttatilkynningu. Málfundur ungra sósíalista GENGIÐ verður á Ármannsfell, Hrafnabjörg og Tintron, á vegum Ferðafélags Íslands, laugardaginn 13. október. Brottför er frá BSÍ kl. 10 með viðkomu í Mörkinni 6. Ekið verður með rútum austur til Þingvalla og að Ármannsfelli þar sem gangan hefst. Þetta er 13–15 km gönguleið og á að vera flestum fær sem eru í þokkalegu formi. Göngu- tími er um 6 klst. Fararstjóri verður Eiríkur Þormóðsson. Verð fyrir rútu, sund og kvöldverð er kr. 3.500. Skráning er á skrifstofu FÍ. Gönguferð á vegum FÍ BÆNDUR sem stundað hafa ræktun á kanínum hafa áhuga á að endurvekja félagsskap kanínu- bænda. Slíkt félag var starfandi en lognaðist út af samhliða því að kanínurækt lagðist nánast af hér á landi. Nú hafa nokkrir bændur hafið rækun á feldkanínum að nýju og nokkrir eiga holdakanínur. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í stofnun félags kanínubænda geta haft samband við Loft Eiríksson á Sandalæk í Gnúpverjahreppi. Hyggjast stofna félag kanínubænda MANNRÉTTINDASAMTÖKIN hafa sett fram kröfu um að rannsókn fari fram á dauða almennra borgara í Afganistan í kjölfar árása Banda- ríkjamanna og Breta á landið. „Samtökin hvetja stríðandi aðila til að virða að fullu Genfarsáttmál- ann og viðauka við hann frá 1977, þar sem skýrt er greint frá reglum um vernd fyrir almenna borgara og bann við árásum á almenning,“ segir í fréttatilkynningu frá samtökunum. Amnesty hafa einnig sent for- sætisráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra bréf þar sem árásin á Bandaríkin 11. september er fordæmd. Farið er fram á að þeir sem ábyrgir eru fyrir árásinni verði sóttir til saka. Samtökin leggja jafn- framt áherslu á að öll viðbrögð við árásinni tryggi að ekki verði grafið undan mannréttindum. Samtökin vekja sérstaka athygli á skýrslu um ástand mannréttindamála í Afgan- istan, stöðu flóttamanna og fólks á vergangi í landinu. Amnesty vill rannsókn á árásum á Afganistan TAFLFÉLAG Reykjavíkur heldur unglingameistaramót TR í húsa- kynnum sínum í Faxafeni 12 laug- ardaginn 13. október kl. 14–18. Mót- ið er opið öllum börnum og unglingum 14 ára og yngri. Tefldar eru sjö skákir með 15 mín- útna umhugsunartíma. Þátttöku- gjald er 500 kr., nema fyrir fé- lagsmenn í Taflfélagi Reykjavíkur sem þurfa ekkert að borga. Veitt eru verðlaun fyrir fimm efstu sætin, en sigurvegarinn fær að auki farandbikar. Unglinga- meistaramót TR GLEÐIGJAFARNIR með Guð- mund Magnússon við píanóið taka lagið í félagsheimilinu Gullsmára, Gullsmára 13 í Kópavogi, í dag, föstudag, kl. 14. Einnig munu Björg Jóhannesdótt- ir og Gunnar Jóhannsson syngja við undirleik Agnesar Löve. Kaffiveitingar á vægu verði. Allir velkomnir. Haustkaffi í Gullsmára MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Halldóri V. Kristjánssyni, deildarstjóra af- notadeildar Ríkisútvarpsins. „Í tilefni fréttar í Mbl. í dag á bls. 2 um flutning Rásar 2 til Akureyrar til að sporna við fjárhagsvanda Ríkisút- varpsins vil ég koma eftirfarandi leiðréttingu á framfæri vegna um- mæla formanns menntamálanefnd- ar, Sigríðar Önnu Þórðardóttur. Afnotagjöld Ríkisútvarpsins voru á síðasta ári 1.811.787.541 króna, auk þess var virðisaukaskattur 253.650.255 krónur sem greitt er til ríkissjóðs. Hækkun afnotagjalds 1. janúar sl. um 7% mun leiða til tæplega 127 milljóna króna hækkunar, auk hækkunar á virðisaukaskatti um tæpar 18 milljónir króna sem greitt er til ríkissjóðs, en ekki 280 milljónir króna eins og formaður mennta- málanefndar heldur fram.“ Hækkun afnotagjalda skilar 127 milljónum Athugasemd frá afnotadeild RÚV Rangar tölur um kynbundinn launamun Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi leiðrétting frá Ingólfi V. Gíslasyni. „Í Morgunblaðinu miðvikudaginn 10. október birtist á bls. 4 frásögn af blaðamannafundi Jafnréttisráðs þar sem m.a. var kynnt samantekt mín á könnunum á kynbundnum launamun. Nú hefur athygli mín verið vakin á að ein af þeim tölum sem birtar eru í töflunni um kynbundinn launamun sé villandi. Hér er átt við könnun Reykjavíkurborgar frá 1996. Sú könnun var gerð tvisvar a.v. í mars og síðan í október. Launamunurinn mældist 15,5% í mars eins og fram kemur í töflunni. Aftur var mælt í október og þá mældist munurinn 14%. Á milli höfðu verið gerðir nýir kjarasamningar þar sem sérstök áhersla var lögð á að hækka þá hópa þar sem konur eru í miklum meiri- hluta. Þá er líka til þess að taka að þessar kannanir voru gerðar áður en grunnskólar fluttust til sveitarfélaga og ætti þessi tala því heima dálki neð- ar þar sem kennarar eru ekki með. Samanburðurinn er því réttur þannig að kynbundinn launamunur hjá Reykjavíkurborg í október árið 1996 var 14% eftir aðhvarfsgreiningu svip- aða þeirri sem sýndi 12% kynbundinn launamun hjá Akureyri 1998, Mos- fellsbæ 2000 og Hafnarfirði 2001.“ Hreinsun Varmár forgangsverkefni Í grein um fráveitumál í Mos- fellsbæ sem birtist í blaðinu á mið- vikudag, var sagt að fráveita í Mos- fellsdal rynni að mestu óhreinsuð í Suðurá sem er rangt. Hið rétta er, að sögn Þorsteins Narfasonar, fram- kvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, að allt skólp í dalnum er hreinsað með rotþróarkerfi. Þá vill hann ítreka það sem fram kom í greininni að búið sé að finna lausn á fráveitumálum Mosfellsbæjar og að umtalsverðum fjármunum verði var- ið til þess verkefnis á næstu árum. Hreinsun Varmár er þar forgangs- verkefni. LEIÐRÉTT Á AÐALSÍÐU NetDoktor.is hefur verið bætt tveimur nýjum efnis- flokkum sem eru Geðheilsa og For- varnir. Þar má finna greinar, pistla o.fl. um þunglyndi, geðröskun og annað sem að geðheilsu snýr. Í tveggja ára sögu NetDoktor.is hefur byggst upp gagnabanki með þúsundum greina um heilsu og heil- brigðismál, segir í fréttatilkynningu. Nýir þjónustuflokkar á NetDoktor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.