Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝLEGA var kynnt mæling þorskseiða. Er það fimmta árið í röð með mikið magn þorsk- seiða. Leiðangurstjóri kom í fjölmiðla og taldi seiðafjölda gefa tilefni til að ætla 330 þúsund tonna þorskkvóta. Sam- kvæmt reynslu gefur mikill fjöldi seiða ekki tilefni til bjartsýni. Í Barentshafi var met- fjöldi þorskseiða í sex ár í röð, 1991–1996, en samt er nú veiði lítil og fiskar horaðir. Árið 1976 varð Ís- landsmet í fjölda þorskseiða. Ráðgjaf- ar upphófu þá miklar væntingar með yfirlýsingum sem leiddu til fjárfest- inga í sjávarútvegi. Árið 1983, á 7 ára afmæli þessa metárgangs, þurfti lagasetningu um kvótakerfi því ár- gangurinn 1976 hafði týnst! Hins vegar komu afar sterkir ár- gangar árin 1973, 1983, 1984 og 1993. Öll þessi ár áttu það sameiginlegt að þorskstofninn var í lágmarki og ráð- gjafar töldu „hættuástand“. Ráðgjaf- ar hafa aldrei fengist til að ræða hvort þessi reynsla sanni ekki að áhættu- mat þeirra sé rangt og betra sé að hafa veiðistofn lítinn. Landhelgin var færð út í 200 mílur 1975 þegar „svarta skýrslan“ kom út. Í þeirri skýrslu var sagt að ef ekki yrði dregið úr veiði myndi þorsk- stofninn jafnvel hrynja. Haldið var áfram að veiða 360 þúsund tonn ár- lega, – 120 þúsund tonn árlega um- fram þessa ráðgjöf. Fimm árum síðar hafði þorskstofninn samt stækkað úr 800 þúsund í um 1600 þúsund tonn 1980. Af hverju er ekki tekið mið af þessari reynslu? Samanlögð „ofveiði“ árin 1975– 1980 varð um 600 þúsund tonn, en stofninn stækkaði um 800 þúsund tonn!! Skekkja í útreikningi nam því 600 + 800 = 1400 þúsund tonn á fimm árum, – eða 280 þúsund tonn árlega að meðaltali. Við eigum samt til góða að stofninn hrundi ekki. Þar er vara- sjóður upp á 800 þúsund tonn. Jæja. Árið 1980 hafði stofninn stækkað þrátt fyrir ofveiðina. Veiði- álag var því loksins orðið ráðgjöfum að skapi – 400 þúsund tonna veiði úr 1600 þúsund tonna stofni, – um 25% veiðiálag. Þá týndust 800 þúsund tonn 1980- 1983, – plús 120 þúsund tonn sem ekki náðist að veiða 1982 og 1983. Segja má því – rúnnað af, – að týnst hafi um milljón tonn af þorski árin 1980-1983. Nokkrir fagmenn utan Hafrann- sóknastofnunar bentu á mótsögn í kenningu Hafrannsóknastofnunar um „ofveiði“, – og þá staðreynd að vaxtarhraði þorskstofnsins hafði fall- ið um 30% árin 1980-1983. Ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar svöruðu þessari efnislegu og rökréttu gagn- rýni með því að sameinast um skipu- lagt einelti gegn öllum þeim sem gagnrýndu þeirra fullkomnu ríkis- skoðun. Uppnefndu aðra fagmenn „grisjunarfræðinga“, „vatnalíffræð- inga“, „drullupollasérfræðinga“. Hvað segir svona framkoma? Við upphaf kvótakerfisins 1983 mældist ekki mikið af þorskseiðum. Reynslan varð sú að árgangurinn 1983 varð einn sá sterk- asti. Árgangarnir 1983 og 1984 mældust svo mjög sterkir sem fjög- urra ára þorskar. Hófst nú önnur til- raun „til að byggja upp stofninn“ með þessa tvo sterku árganga sem kjarna. Möskvar voru stækkaðir, – svæðum lokað, og kvótum út- hlutað. Þessir árgangar áttu að verða „uppbyggður hrygningarstofn“, en árið 1992 var þorskur- inn týndur! Ástandið varð það slæmt að John Pope var fenginn til að reikna út hve mikið hefði týnst. Ekkert var fjallað um þann möguleika að dánarstuðull hefði hækkað vegna þvingaðra friðunarað- gerða í stað veiði eins og áður. John Pope reiknaði út „ofmat“ og „ofveiði“. Samt hafði vaxtarhraði lækkað það mikið í þorskstofninum að árið 1991 var meðalvigt 7 ára þorsks í sögulegu lágmarki. Ekkert var fjallað um hvort fæðuskortur eða of lítil veiði ætti þátt í ástandinu. Hófst svo þriðja tilraunin til upp- byggingar með „ábyrgri fiskveiði- stjórn“ og nú eftir fanatískri upp- skrift John Pope, Alþjóðaha- frannsóknarráðsins og Hafrann- sóknastofnunar. Veiði varð í sögulegu lágmarki á Ís- landsmiðum næstu ár en stofninn stækkaði þó aðeins. Ráðgjafar sögðu strax: „uppbyggingin er að skila ár- angri“. Veiði var samt lítið aukin því ekki mátti veiða „árangurinn“ frekar en fyrri daginn. Stækkun stofnsins nú mátti aðallega rekja til árgangs sem hafði orðið til við svokallað „hættu- ástand“ árið 1993 sem var fjórða dæmið um að aðstæður sem Hafrann- sóknastofnuna taldi varasamar reyndust kjöraðstæður. Í nokkur ár var hjakkað í þessu fanatíska fari en árið 2000 dró til tíð- inda. Nú týndist hluti árgangsins 1993 sem veiði hafði verið bönnuð markvisst á „til að byggja upp stofn- inn“. Þessi árgangur frá 1993 virtist hungraður í meira lagi því hann át upp hundruð þúsunda tonna af rækju árið 1998, – með tilheyrandi stórtjóni fyri rækjuútgerðir. Virtist svo hrygna sex ára, ári á undan áætlun, og týnd- ist (drapst?). Tjónið af tilraunastarf- seminni varð þannig tvöfalt, rækjuát- ið, og þorskurinn sem át rækjuna týndist. Skaðinn í milljörðum er slík upphæð að ég þori ekki að reikna það út. John Pope var aftur fenginn árið 2000 til að reikna út hve mikið hefði nú týnst. Nýi útreikningurinn hét „of- mat“ á fyrri útreikningi. „Ofmat“ þýðir að allt hafi verið vitlaust reiknað út um stærð stofnsins árin 1998 og 1999, – en alveg hárrétt árið 2001, – með sömu reikningsaðferðinni!! Lítið hefur verið fjallað um hvort fagmenn sem eiga að heita sérfræð- ingar komist upp með svo barnalegar og fáránlegar röksemdir eins og „of- mat“. Enginn hefur gagnrýnt ráð- gjafa jafn harkalega og þeir sjálfir með því að reikna út að þeir hafi reiknað allt vitlaust, – um 600 þúsund tonn fyrir tveim árum!! Er ekki minnsta áhættan að hafa sókn með svipuðum hætti og áður reyndist best? Er það flókið mál að skilja það? Er það kannski alltof ein- falt að best sé að hafa sókn í smá- þorsk með þeim hætti sem reyndist best árin 1940-1980? Þetta er ekki einkamál í lokuðum klúbbi nokkurra veiðiráðgjafa. Í húfi er menning og sjálfstæði fjölda sjáv- arþorpa. Opinber umræða verður strax að fara fram um það hvort ekki sé í reynd áhættuminnst að miða við svipað sóknarmynstur og áður reynd- ist best. Smá annáll um þorsk og þorskseiði Kristinn Pétursson Fiskveiðar Lítið hefur verið fjallað um hvort sér- fræðingar, segir Krist- inn Pétursson, komist upp með svo barnalegar og fáránlegar röksemdir eins og „ofmat“. Höfundur er framkvæmdastjóri. BYRJUN septembermánaðar er rétti tíminn til þess að huga að hjólbörðum fyrir veturinn. Mikil umræða hefur átt sér stað á liðn- um misserum um skaðsemi nagla- dekkja, bæði hvað varðar götuskemmdir sem og hina miklu mengun sem af notk- un þeirra hlýst. Vitn- ar aukin tíðni astma og öndunarfærasjúk- dóma á þeim tíma sem leyfilegt er að aka á nagladekkjum best um slíka mengun. Er svo komið að Reykja- vík mun eiga erfitt með að uppfylla al- þjóðlegar skuldbind- ingar sínar um svif- ryksmengun ef svo fer sem horfir, sb. rann- sóknir Ylfu Thordarson, nema í umhverfis- og byggingarverkfræði, í fyrra. Eru nagladekk örugg? Eftir stendur spurningin um ör- yggið, eru menn öruggari á nagla- dekkjum? Það vill svo heppilega til, að þessu hefur verið svarað með mjög ítarlegri rannsókn, sem unnin var af dr. Haraldi Sigþórs- syni umferðarverkfræðingi. Rann- sóknin sem hér er vitnað til tók til 24 þúsund umferðaróhappa, stórra sem smárra, á árunum 1983–1995 og leiddi í ljós að mjög lítill ávinn- ingur er af notkun nagladekkja. Þá rannsakaði Haraldur sérstaklega umferðarslys þar sem meiðsl urðu á fólki. Kom þá í ljós, öllum á óvart, að enn minna vannst við að vera á nöglum, þ.e. fylgni fannst á milli nagladekkjanotkunar og al- varlegri slysa. Mætti leiða að því líkum að þar sé á ferð svokallað „falskt öryggi“, menn á nöglum leyfi sér að aka hraðar í skjóli meints öryggis. Þessi niðurstaða er í samræmi við rannsókn Norð- mannsins Stein Fosser frá 1996. Niðurstöður beggja þessara rann- sókna voru birtar í tímaritinu „Nordic Road and Transport Rese- arch“. Svarið við spurningunni sem sett var fram hér að framan er því NEI. Með öðrum orðum: Nagla- dekk auka ekki öryggi ökumanna í borgum og bæjum Íslands og Nor- egs. Í ljósi þessara rannsókna lögðu Norðmenn skatt á nagladekk í nokkrum borgum og spunnust um það nokkrar deilur. Af því tilefni réðst Transportøkonomisk instit- utt í mjög viðamikla rannsókn á því hvort minnkuð notkun negldra dekkja hefði í för með sér minna öryggi í vetrarumferðinni í Osló, Bergen, Þrándheimi og Stavanger. Tekin voru til greiningar 10.000 tilvik á árunum 1991–1999, lögð var til grundvallar dagleg athugun á umferðarþunga, veðri, slysum á fólki og trygginga- tjón. Niðurstöður þessarar rannsóknar voru nákvæmlega þær sömu og hjá dr. Har- aldi og Fosser. „Pigg- dekkbruk leder ikke til redusert ulykkes- tall på dager med utpreget vintervær. Dette skyldes antake- lig at bilistene utnyt- ter muligheten til å holde høyere hastig- hed uten at risikoen oppleves som økt.“ Í lauslegri þýðingu að notkun nagladekkja leiði ekki til fækkunar umferðaróhappa þá daga sem reglulegt vetrarveður ríkir. Enginn aðili, hvorki Umferðar- ráð, FÍB né aðrir sem vilja láta taka sig alvarlega í umræðunni, getur leyft sér að hafna þessum niðurstöðum með „af því bara“ rökum eða að draga fram gögn frá svæðum þar sem allt aðrar aðstæð- ur ríkja en hér. Kjarni málsins er, að við höfum íslenskar rannsóknir um íslenskan veruleika. Valkostir Þá stendur það klárt og óhagg- að, að nagladekk veita ekki um- framöryggi fram yfir ónegld vetr- ardekk. Næsta spurning hlýtur því að beinast að því hvaða ónegld vetrardekk eru í boði. Í stuttu máli má segja að um þrjár gerðir sé að ræða. 1. Hefðbundin ónegld dekk með vetrarmunstri 2. Gripdekk, mjög skorin dekk (með eða án loftbóla) með vetr- armunstri (oftast með lítilli yf- irborðshörku). 3. Harðkornadekk, geta verið bæði gripdekk (án loftbóla) og hefðbundin. Eini munurinn á nagladekkjum og svokölluðum hefðbundnum vetrardekkjum eru naglarnir sjálf- ir. Hefðbundin eru því slakari við þær aðstæður sem lúta að gripi í snjó og hálku. Aftur á móti eru þau betri á blautum og þurrum vegum. Gripdekk eru ekki mjög gömul í dekkjaflórunni. Hugmyndin að þróun þeirra var að framleiða dekk sem gætu leyst nagladekk af hólmi. Segja má að það hafi tekist nánast að öllu öðru leyti en á blautum ís. Þar eru þessi annars ágætu dekk eins og beljur á svelli. Hliðarviðnám þeirra er sérstak- lega lítið, en það ræður einmitt stýrihæfni ökutækisins. Þá eru gripdekk verst allra dekkja á blautu malbiki, jafnvel verri en nagladekk (VTI notat 61-1996, Personbilsdåcks bromsfriktion på våt asfaltbelåggning, Olle Nor- dström og Lars-Erik Gustafsson). Harðkornadekk draga nafn sitt af því að iðnaðardemöntum er blandað í gúmmíið þegar dekkið er framleitt, þannig að þeir dreifast um allan slitbanann og halda þann- ig virkni sinni þangað til dekkið er útslitið. Þetta er mjög sérstakt, þar sem dekk tapa alla jafna virkni sinni með auknu sliti. Hörðu korn- in bæta viðnám stórlega við hálar aðstæður og eru einu ónegldu dekkin sem nota má með viðunandi árangri á blautu svelli (VTI notat 15A-2001, Comparative test of the effect on wet ice friction of adding a special aggregate in the tread rubber of a retreaded M+S tyre type, Olle Nordström). Kornin hafa engin neikvæð áhrif á dekkið sjálft umfram samskonar dekk án korna, s.s. hljóð, hitamyndun, minni ending o.s.frv. Harðkorna- dekk hefur um 30% meira bremsu- viðnám í hálku og 40% meira hlið- arviðnám en samskonar dekk án korna. Sé allt vegið saman og gert ráð fyrir ábyrgum akstri má álykta að nota megi allar þrjár gerðir vetr- ardekkja. Hinsvegar ráða hvorki hefðbundin vetrardekk né grip- dekk við erfiðustu aðstæðurnar, sem er blautur ís. Til þess að fá vísindalega stað- festingu á þeirri fullyrðingu að harðkornadekk séu einu ónegldu dekkin sem fullnægja öllum vetr- araðstæðum lét Nýiðn hf. með stuðningi Vegagerðarinnar, Vega- og umferðarrannsóknarstofnun sænska ríkisins (sem er ein af tveimur stofnunum í heimi sem hafa ISO 9001 viðurkenningu á slíkum prófunum) framkvæma samanburðarrannsókn. Þegar öll kurl eru komin til graf- ar hlýtur niðurstaða hins skyn- sama ökumanns að vera sú að harðkornadekk séu rétta valið. Rétt dekkjaval Friðrik Helgi Vigfússon Vetrarhjólbarðar Niðurstaða hins skyn- sama ökumanns hlýtur að vera sú, segir Friðrik Helgi Vigfússon, að harðkornadekk séu rétta valið. Höfundur er framkvæmdastjóri Nýiðnar hf. NÚ ÞEGAR vetur gengur í garð með snjókomu og tilheyrandi hálku á vegum rifjast upp öll umræðan um svifryk, hávaða, nagladekk og naglalaus dekk frá síðasta vetri. Þessari umræðu má skipta í tvo flokka, annarsvegar um öryggi og hinsvegar um mengun. Ég vil í þessari grein byrja á örygginu og enda á menguninni. Við val á vetrardekkjum ber að hafa margt í huga og fólk ætti að varast að hafa fyrirfram ákveðna, neikvæða skoðun á gæðum nagla- lausra dekkja. Þróun á dekkjum, sem og öðrum hlutum sem nútíma- maðurinn notar, er mjög hröð og við ættum að varast sleggjudóma eins og oft vill verða þegar nýj- ungar koma fram. Slíkir fordómar eru eingöngu til þess fallnir að hefta framþróun. Bifreiðadekk hafa verið í stans- lausri framför undanfarin ár. Gúmmíið í dekkjunum, sem og munstur þeirra, hefur verið prófað fram og til baka til að ná sem bestu veggripi við ólíkar aðstæður. Þeir sem hafa fylgst með akstursíþrótta- greinum vita hversu gífurlega mikil áhersla er lögð á gæði dekkjanna. Þessi áhersla, ásamt öryggi í akstri, hefur leitt til þess að komin eru á markað vetrardekk sem gefa nagla- dekkjum ekkert eftir við erfiðar að- stæður og eru að jafnaði betri við mismunandi aðstæður eins og eru hér á landi á veturna. Bridgestone Blizzak eru mest seldu naglalausu dekkin á Norður- löndum og Norðmenn hafa verið iðnir við að gera prófanir á þeim Meira öryggi og minni mengun í vetrarakstri án nagla Vetrarakstur Nú hefur umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur, segir Karl Ottó Karlsson, samþykkt tillögur gatnamálastjóra og heilbrigðiseftirlitsins um að lagt verði sér- stakt gjald á nagladekk í höfuðborginni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.