Morgunblaðið - 12.10.2001, Síða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 29
VÍNARDRENGJAKÓRINN syngur
tvenna tónleika í Fjölbrautaskól-
anum í Garðabæ um helgina, í kvöld
klukkan átta og á morgun klukkan
fimm. Ellefu ár eru liðin síðan Vín-
ardrengirnir sungu á Listahátíð í
Reykjavík, og eru tónleikar þeirra
þá mörgum enn í fersku minni.
Stjórnandi kórsins er Robert Rie-
der, en píanóleikari er Gerald Wirth,
en hann er jafnframt listrænn
stjórnandi Vínardrengjakórsins.
Það má segja að það sé aðeins
fjórðungur kórsins sem hingað kem-
ur – réttara væri kannski að segja
að Vínardrengjakórarnir væru fjór-
ir. Rúmlega hundrað drengir eru
alls í kórunum fjórum, en hver
þeirra er rekinn sem sérstök eining;
tveir ferðast um heiminn, en tveir
eru heima og ferðast til næsta ná-
grennis Vínarborgar. Í haust eru
Vínardrengjakórarnir í miklum
ferðalögum og eiga fyrir höndum
tveggja mánaða söngferð til Banda-
ríkjanna og aðra eins til Kína. Þriðji
kórinn fer í ferð til Þýskalands og sá
fjórði til Sviss.
Sérlegir söngvarar
Maximilians fyrsta
Vínardrengjakórinn rekur al-
mennan skóla þar sem börn – bæði
drengir og stúlkur – koma til að
leggja stund á tónlist með almennu
námi. Fyrir fjórum árum var ákveð-
ið að taka stúlkur í fyrsta skipti inn í
skólann, en enn hefur stúlkum ekki
verið leyft að syngja með í kórunum.
Kórinn á sér langa sögu, hann var
formlega stofnaður árið 1498, þegar
Maximilian fyrsti Austurríkiskeisari
flutti hirð sína frá Innsbruck til Vín-
ar. Hann ákvað að meðal tónlistar-
manna sem ráðnir voru við hirðina
skyldu jafnan vera sex drengir, sem
hefðu það hlutverk að syngja fyrir
hirðina, við hirðmessur á einka-
tónleikum keisarans og við opinber
tækifæri. Varla er hægt að ímynda
sér margar tónlistarstofnanir í dag
sem náð hafa þessum háa aldri. Á
fimm öldum hafa margir merkir
tónlistarmenn og tónskáld verið við-
riðin kórinn, eins og endurreisn-
artónskáldið Heinrich Isaac, Christ-
oph Willibald Gluck, bræðurnir
Josef og Michael Haydn, Wolfgang
Amadeus Mozart, Antonio Caldara,
Antonio Salieri, Franz Scubert og
Anton Bruckner.
Heimsreisa í tónum
Tónleikar Vínardrengjakórsins
verða þrískiptir. Í fyrsta hlutanum
verða flutt andleg verk eftir Hein-
rich Schütz, Hans Leo Hassler og
Felix Mendelssohn. Í miðhlutanum
verður farið í heimsreisu og sungnir
andlegir söngvar frá ýmsum lönd-
um. Þar verður byrjað á Greg-
orssöng, og verki eftir Bach, þá
hljóma indíánasöngvar frá Norður-
Ameríku, indverskur söngur, söng-
ur frá Gyðingalandi, Qawwali frá
Pakistan, bæn frá Súlúmönnum í
Suður-Afríku, og afrísk-amerískir
negrasálmar. Eftir hlé verður sung-
in austurrísk tónlist, eftir Schubert
og Mozart, austurrísk þjóðlög og
loks polkar og valsar eftir Johann
Strauss.
Tónleikarnir verða sem fyrr segir
í nýjum sal Fjölbrautaskólans í
Garðabæ kl. 20.00 í kvöld og kl.
17.00 á morgun.
Vínardrengjakórinn syngur á tvennum tónleikum í Fjölbraut í Garðabæ
Koma
víða við
í söng
Morgunblaðið/Kristinn
Brosmildir Vínardrengir við komuna til Íslands í gær.
Rithöfundurinn Vid-
iadhar Surajprasad
Naipaul frá Trínidad
hlaut í gær bók-
menntaverðlaun Nób-
els fyrir árið 2001.
Naipaul, sem fædd-
ist í Trínidad 1932 en
hefur verið búsettur í
Bretlandi frá því um
tvítugt, hefur sent frá
sér fjölda skáldsagna,
ritgerða og frásagna
sl. fjóra áratugi. Telst
hann til leiðandi
enskumælandi rithöf-
unda þriðjaheimsríkja,
en honum þykir takast
vel upp með að ná fram húmor sem
og grimmum veruleika í skrifum
sínum. Sagði dómnefndin hann
m.a. hljóta verðlaunin fyrir
„óbrenglaðar athuganir“ á þjóð-
félagi Trínidad eftir nýlendutíma-
bilið og gagnrýna umfjöllun sína á
rétttrúnaðarstefnu múslima.
„Ég er alveg himinlifandi. Þetta
er óvænt hrós,“ sagði
Naipaul í yfirlýsingu
sem send var frá út-
gáfufyrirtæki hans,
Coman Getti. „Þetta er
virðingarvottur við
England, heimili mitt,
og Indland, heimili for-
feðra minna.“
Það var sjálfsævi-
saga Naipaul, „The
Enigma of Arrival“,
sem varð fyrir valinu
hjá nóbelsdómnefnd-
inni, en að mati nefnd-
arinnar hefur hann
náð „að skapa mis-
kunnarlausa ímynd af
hægu falli ráðandi afla á nýlendu-
tímanum og hruni evrópskra
hverfa“.
Meðal þekktra ritverka Naipaul
eru „A House for Mr. Biswas“ og
„A Bend in the River“ en auk þess
hlaut hann hin bresku Booker-
verðlaun árið 1989 fyrir skáldsög-
una „In a Free State“.
V.S. Naipaul
Nóbelsverðlaun-
in veitt Naipaul
RÉTTINDASTOFA Eddu
– miðlunar og útgáfu hef-
ur gengið frá samningum
um útgáfu á þremur
fræðibókum til forlaga á
Ítalíu, í Rússlandi og Jap-
an eftir Véstein Ólason,
Gunnar Karlsson og Jón
R. Hjálmarsson.
Ítalska forlagið Ediz-
ione Parnaso/Fonda Srl.
hefur tryggt sér útgáfu-
réttinn á bók Vésteins
Ólasonar, Samræður á
söguöld, sem upphaflega kom út
hjá Máli og menningu. A Brief Hi-
story of Iceland eftir
Gunnar Karlsson, hefur
verið seld til japanska
forlagsins Waseda Daig-
aku Shuppan en hún
kom upphaflega út hjá
Máli og menningu árið
2000. Þá hefur Réttinda-
stofa Eddu samið við
rússneska útgáfufyrir-
tækið Ves Mir um að
gefa út bók Jóns R.
Hjálmarssonar, History
of Iceland, sem Iceland
Review gaf út fyrir nokkrum ár-
um.
Fræðirit til Ítalíu,
Rússlands og Japans
Vésteinn
Ólason
„SINFÓNÍUDRAUGURINN“
var líklega að verki þegar ekki ýkja
vel prófarkalesin vetrardagskrá SÍ
2001-2 rangsetti 25. sinfóníu Wolf-
gangs A. Mozarts í g-moll K183 í stað
þeirrar fertugustu í sömu tóntegund
á viðfangsefnalista tónleikanna í gær.
Almenningstengslalega séð hin
óheppilegustu mistök, því hin næst-
síðasta hljómkviða „undursins er Guð
lét fæðast í Salzburg“ telst í dag með-
al langkunnustu slíkra verka og kæm-
ist efalítið í eitt efstu þriggja sæta á
sinfónískum vinsældalista allra tíma.
Hitt er annað mál hvort fyrrgetin
æskusinfónía K183 verði í afstæðum
skilningi talin öllu lakara listrænt af-
rek en meistaraverkið næst á undan
„Jupiter“, miðað við að vera samin
þegar tónskáldið var aðeins 17 vetra.
Tónleikarnir hófust á balletttónlist
við Idomeneo, óperu er Mozart samdi
fyrir kjörfurstann í München 1780.
Ballettatriðinu, sem að franskri bar-
okkhefð lýkur óperunni með tyllu og
tilstandi þegar goðin (les: einvalds-
furstinn!) hafa tryggt málum farsæl-
an endi, er nær alltaf sleppt við upp-
færslu nú á tímum, og því meira en
líklegt að tónlistin hafi verið flutt af
hljómleikapalli í fyrsta sinn á Íslandi
á tónleikunum í gær. Hún var öll í þrí-
skiptum takti valds og þrenningar en
í 5 mislöngum og -hröðum samtengd-
um þáttum. Hætt er við að atriðið hafi
þegar á dögum Mozarts haft forn-
eskjulegan seremóníublæ, en annars
var tónlistin hið liprasta flutt, leikin af
bæði snerpu og streymandi flæði.
Helzt truflaði mann ofurlítið sterkari
pákusláttur en menn eiga að venjast –
m.a. fyrir grynnri hljóðfæri og filt-
lausa slegla – en vera kann að það hafi
þótt upprunalegra og því réttara.
Hafi Bach skapað sembalkonsert-
inn og Händel orgelkonsertinn, mætti
segja að Mozart hafi fullkomnað pí-
anókonsertinn nánast í upphafi. Sá í
A-dúr kom undir 1786, sama ár og
Fígaró. Líkt og í 39. sinfóníunni eru í
K488 tvö klarínett en engin óbó í tré-
sveitinni og gefur það fyrir vikið verk-
inu mýkri og tregablendnari blæ.
Entremont stjórnaði frá píanóinu og
sneri því baki í hlustendur. Fyrir vik-
ið var ekkert lok á hljóðfærinu til að
senda út í sal, og kann það að hafa
verið ástæða þess að þætti nauðsyn-
legt að magna upp slaghörpuna raf-
leiðis. Því miður tókst ekki betur til en
svo að tónninn varð harla ópíanískur
og dósakenndur, auk þess sem stutt
en samt heyranlegt „delay“ var milli
hins lifandi ásláttar og þess sem kom
úr hátalaranum. Ef grannt er leitað til
að verja þessa ráðstöfun, mætti svo-
sem telja sér trú um að stuttur og
grunnur rafhljómurinn væri nær ómi
„tangentflygils“ fyrri tíma, en ein-
hvern veginn gekk það ekki alveg
upp. Hitt mega einleikari og hljóm-
sveit eiga, að túlkunin var að öðru
leyti sérlega sannfærandi. Það fór
ekki fram hjá neinum, að Entremont
kynni sinn Mozart fram í fingurgóma,
og þó að einstaka teknískur staður
smylli ekki alveg 100% hjá píanistan-
um, var engin spurning um að sam-
leikur sólista og hljómsveitar hafi ver-
ið eins erkiklassískt mozartlegur og
hægt væri að óska sér. Tók þó stein-
inn úr í bullandi hugmyndaríkum Fín-
alnum, sem m.a. bauð upp á eitthvert
tifjafnasta vínarklassískt fúgató sem
undirritaður hefur nokkurn tíma
heyrt vestur á Melum. Eftir hlé var
komið að síðasta atriði kvöldsins, 40.
og næstsíðustu sinfóníu Mozarts.
Þess er getið að hann hafi, að virðist
bara fyrir skúffuna, samið síðustu
þrjár hljómkviður sínar sumarið 1788,
og það á örskömmum tíma. Jafnvel að
meðtöldum Lundúnasinfóníum
Haydns sér hvergi áhrifameiri hlið-
stæðu þessara þriggja snilldarverka
fyrr en með Eroicu Beethovens, og
þar sem bréfaskipti Mozarts eru þög-
ul sem gröfin um verkin, hafa menn
að vonum velt fyrir sér hvað kveikt
hafi tilurð þeirra hjá manni, er samdi
ætíð af ytra tilefni. Líkt og í síðari pí-
anókonsertunum varð áhugi Mozarts
á barokk-kontrapunkti, er tendraðist
4 árum áður þegar hann kynntist
verkum Bachs og Händels á heimil-
istónleikum hjá van Swieten baróni,
til að lyfta lagrænum rókókó-þokkan-
um í efstu hæðir; kannski eftirminni-
legast í frægum streituskörunum
hæga II. þáttarins, sem Entremont
tók raunar með hressilegra hraðavali
en algengt er.
Menúettinn hefur undirritaður
löngum tengt órjúfanlega við kvik-
myndasýningu Tjarnarbíós snemma
á 7. áratug á Dóttur hershöfðingjans
með Önnu Magnani (um Púgatjof-
uppreisnina á dögum Katrínar
miklu), þar sem menúettinn var leik-
inn við hirðina í St Pétursborg – enda
þótt verkið hefði þá (1774) ekki einu
sinni verið samið.
Flutningur SÍ reis þar hvað hæst á
þessu kvöldi, og litlu síðri var loka-
þáttur þessa óumdeilanlega snilldar-
verks, tekinn á nánast útopnu tempói,
þar sem stjórnandinn náði engu að
síður, líkt og víða fyrr á dagskránni,
að nostra við mörg smáatriðin af
bráðheillandi fagmennsku. Að hljóm-
sveitinni skyldi takast að koma þeim
til skila í umræddri tímaþröng með
öðrum eins þokka, var né heldur lítið
afrek.
Kann sinn Mozart
fram í fingurgóma
TÓNLIST
H á s k ó l a b í ó
Mozart: Balletttónlist við Idomeneo
K367; Píanókonsert nr. 23 í A K488;
Sinfónía nr. 40 í g K550. Philippe
Entremont, píanó; Sinfón-
íuhljómsveit Íslands u. stj. Phil-
ippes Entremonts. Fimmtudaginn
11. október kl. 19:30.
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson