Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Há- kon, Yasu Maru og Laugarnes koma í dag. Vigri, Koei Mau og Mánafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Tönnes og Svanur fóru í gær. Yasu Maru kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9. vinnustofa og leikfimi, kl. 12.45 dans hjá Sig- valda, kl. 13 bókband, kl. 14 bingó, ath. komum fleirum að í bókbandi, nýtt námskeið í jóga byrjar miðvikudaginn 17. október ef næg þátt- taka fæst, skránig í af- greiðslu síma 562-2571. Árskógar 4. Bingó kl. 13. 30. Kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Allar upp- lýsingar í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9–12 bókband, kl. 9–16 handavinna og fótaaðgerð, kl.13 spilað í sal og glerlist. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstu- dögum kl. 13.30. Kóræf- ingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mos- fellsbæ á Hlaðhömrum á fimmtudaga kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hárgreiðslu og fót- anudd, s. 566-8060 kl. 8– 16. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9– 12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 9 opin handavinnustofan. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13. „Opið hús“, spilað á spil. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Nýtt nám- skeið. Trésmíði. Gert við gamla hluti og smíðaðir nýir á miðvikudögum kl 15.30. Innritun í síma 565-6622 eftir hádegi. Föstudagur: Japanskur pennasaumur – nokkur pláss laus. Fótaaðgerða- stofa opin mánudag og fimmtudag kl. 9–14. Upplýsingar 565-6622 e. hádegi sjá www.fag.is Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Myndlist kl. 13, brids kl. 1330 og pútt á vellinum hjá Hrafnistu kl. 14. Á morgun ganga kl. 10. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Fé- lagsvist 4ra daga keppni annan hvern sunnudag, hefst sunnudaginn 14. október kl. 13.30. Bald- vin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB 25. október nk. kl. 10.30–11.30, panta þarf tíma. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10–12 fyrir hádegi. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12 sama síma- númer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB kl. 10–16 í síma 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 myndlist og rósamálun á tré, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14. brids. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 9.30 boccia, frá hádegi spilasalur op- inn, kl. 13. bókband, kl. 14 kóræfing, veitingar í veitingabúð Gerðu- bergs. „Kátir dagar, kátt fólk“: Föstudaginn 12. okt. kl. 19 haustfagn- aður á Hótel Sögu, mið- ar til sölu hjá fé- lagsstarfinu. Allar upplýsingar á staðnum og í síma 757-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bókband, kl. 9.15 rammavefnaður. Fjölskyldudagur í Gjá- bakka laugardaginn 13. okt. kl. 14. Á dagskrá verður m.a. Söngur kórs Hjallaskóla, einsöngur Hafdísar Gunn- arsdóttur, danssýning frá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar, Ágústa Ágústsdóttir syngur dægurlög, óvæntar uppákomur og söng- sveitin Drangey undir stjórn Snæbjargar Snæ- bjarnardóttur, vöfflu- kaffi. Allir velkomnir og er eftirlaunafólk hvatt til að bjóða niðjum sín- um að njóta þessarar menningarstundar. Gullsmári Gullsmára 13. Glerlistarhópur kl. 10. Gleðigjafarnir syngja í Gullsmára kl. 14. Föstu- daginn 12. október syngja Gleðigjafarnir inn í haustið frá kl. 14– 15. Björg Jóhann- esdóttir og Gunnar Jó- hannsson syngja undir stjórn Agnesar Löve. Kaffihlaðborð, heitt súkkulaði með þeyttum rjóma. Handverksmark- aður verður frá kl. 13. Margt góðra muna. Allir velkomnir. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 9 handa- vinna, bútasaumur, kl. 10 pútt, kl. 11 leikfimi og spurt og spjallað. Fræðsla, í dag, föstu- daginn 12. okt., kl. 14 kemur Smári Pálsson sálfræðingur og fræðir um minnistap og hvern- ig hægt er að finna byrj- unareinkenni á Alzheim- ersjúkdómnum og minnistapi. Smári svar- ar spurningum frá áheyrendum. Allir vel- komnir, kaffiveitingar. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, leikfimi og postulín, kl. 12.30 postu- lín. Fótsnyrting og hár- snyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 10 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 10 kántrí- dans, kl. 11 stepp, kl. 9.15 handavinna, kl. 13.30 sungið við flyg- ilinn, kl. 14.30 kaffi og dansað í aðalsal. Söng- fuglar, kór félagsstarfs aldraðra, Reykjavík, verða með söng- skemmtun í tilefni 15 ára afmæli kórsins sunnudaginn 14. októ- ber kl. 15.30 í Ráðhús- inu. Allir velkomnir. Föstudaginn 12. okt. kl. 15 verður ferðakynning á Kanaríeyjum. Leir- mótun hefst fimmtudag- inn 18. október kl. 17– 20, leiðbeinandi Hafdís Benediktsdóttir, fullt er í námskeiðið 18. októ- ber, næsta námskeið hefst fimmtudaginn 29. nóvember. Upplýsingar og skráning í síma 562- 7077. Þjónustumiðstöðin er opin öllum Reykvík- ingum óháð aldri. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerðir, kl. 12.30 leirmótun, kl. 13.30 bingó. Haustfagn- aður verður 18. október kl. 19. Framborinn létt- ur kvöldverður: Haust- kabarett, berjaterta, kaffi. Fjölbreytt dag- skrá, söngur, gamanmál og gleði. Lukkuvinn- ingur. Skráning og upp- lýsingar í síma 561-0300. Háteigskirkja, aldraðir. Samvera í Setrinu kl. 13–15. Söngur með Jónu, vöfflur með kaffinu. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8 kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (um 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laug- ardögum kl. 15–17 á Geysi, kakóbar, Að- alstræti 2. (Gengið inn Vesturgötumegin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Borgfirðingafélagið í Reykjavík. Spiluð fé- lagsvist á morgun 13. október kl. 14 á Hall- veigarstöðum. Allir vel- komnir. Minningarkort Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtakanna Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562-5605, bréfsími 562- 5715. Í dag er föstudagur 12. október, 285. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Og hann tók þau sér í faðm, lagði hendur yfir þau og blessaði þau. (Mark. 10, 16.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 vísa frá, 4 karldýr, 7 bakteríu, 8 nákominn, 9 elska, 11 væskill, 13 á höfði, 14 elur afkvæmi, 15 verkfæri, 17 fíngerð, 20 málmur, 22 smástrák- ur, 23 fuglar, 24 rás, 25 híma. LÓÐRÉTT: 1 vel verki farinn, 2 slóð, 3 fiska, 4 fornafn, 5 ósköp, 6 dreg í efa, 10 sparsemi, 12 þræta, 13 sprækur, 15 knappur, 16 athugasemdin, 18 bál, 19 kaka, 20 eimyrja, 21 úr. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 agnarsmár, 8 felds, 9 orkar, 10 ask, 11 Iðunn, 13 kelda, 15 skúti, 18 sleif, 21 lóm, 22 gjall, 23 Ingvi, 24 saurgaðir. Lóðrétt: 2 guldu, 3 assan, 4 stokk, 5 Áskel, 6 efli, 7 trúa, 12 nýt, 14 ell, 15 saga, 16 útata, 17 illur, 18 smita, 19 engli, 20 feit. K r o s s g á t a Víkverji skrifar... VÍKVERJI finnur yfirleitt til-gang með tilverunni með því að vera óttalegur nöldrari. Stundum er þó vert að geta þess, sem vel er gert. Víkverji brá sér nýlega út úr bænum í tilefni svolítilla tímamóta í sögu fjölskyldunnar. Stefnan var tekin á heilsubæinn Hveragerði og gist á gistiheimilinu Frosti og funa. Þetta er nýlegt gistiheimili á fallegum stað ofarlega í bænum, með góðum her- bergjum og frábærri aðstöðu, m.a. sundlaug og heitum potti. Það sem gerði gæfumuninn og gistinóttina einkar ánægjulega voru þó ýmis smáatriði, t.d. listaverk eftir ýmsa af þekktustu og beztu listamönnum síð- ustu aldar á veggjum (í herbergi Víkverja voru t.d. verk eftir Þorvald Skúlason og Svavar Guðnason, ef rétt er munað) auk verka eftir yngri listamenn. Við morgunverðarborðið var drukkið úr bollastelli eftir Mar- gréti Jónsdóttur leirlistakonu og Víkverji er ekki frá því að teið hafi bragðazt betur en venjulega úr bláu og gylltu bollunum hennar. Viðmót húsráðenda var hið elskulegasta og andrúmsloftið heimilislegt og af- slappað. Víkverji mælir eindregið með gistingu á þessum fallega stað. x x x EKKI er annað en morgunmatur íboði á Frosti og funa, þannig að Víkverji og hans fólk óku niður á Eyrarbakka til að fá sér kvöldmat. Eyrarbakki er dæmalaust krúttlegt þorp, þar sem gömul bárujárnshús hafa mörg hver gengið í endurnýjun lífdaga. Í einu þessara húsa, þar sem Café Lefolii var áður til húsa, er nú rekinn veitingastaðurinn Rauða hús- ið. Staðurinn er skemmtilega inn- réttaður og hlýlegri en forverinn. Víkverji vill nú ekki taka fram fyrir hendurnar á sprenglærðum matar- skríbentum blaðsins, en með sínum leikmannsbragðlaukum komst hann að þeirri niðurstöðu að óvíða hefði hann fengið betri saltfisk en í Rauða húsinu. Kvöldið var vel heppnað og auðvitað ekki nema skottúr að aka frá Hveragerði til Eyrarbakka að fá sér að borða – sennilega fljótlegra en að fara úr Grafarvoginum niður í miðbæ í Reykjavík og alveg áreiðan- lega auðveldara að fá bílastæði. NÚ munaði engu, úr því Víkverjiminntist á bílastæði, að hann hrykki aftur í nöldurgírinn og færi að skamma Bílastæðasjóð. En Vík- verji ætlar að enda á jákvæðu nót- unum og hrósa því framtaki Ríkis- sjónvarpsins að taka á dagskrá matreiðsluþætti Nigellu Lawson. Þetta er gott svar RÚV við sýning- um Stöðvar 2 á þáttum landa Law- son, Jamie Oliver, Kokkur án klæða. Víkverji hefur árum saman lesið pistla eftir Lawson í brezku blöðun- um og finnst einkar skemmtilegt að fylgjast með henni á skjánum. RÚV þjónustar líka áhorfendur sína vel með því að birta uppskriftirnar á vef sínum. Á heimili Víkverja hafa verið eldaðir tveir réttir samkvæmt upp- skriftum upp úr fyrsta þættinum af Nigella Bites og ríkir almennur fögnuður meðal heimilismanna með útkomuna. Ætli samnefnd mat- reiðslubók Lawson, þar sem öllum uppskriftunum úr þáttunum er safn- að saman, verði gefin út á íslenzku líkt og bók Olivers? Það myndi óneit- anlega gera það enn skemmtilegra að fylgjast með þeim. Athugasemd ER ekki tímabært að fara að spá í að hafa sjúkrahús- málin í góðu lagi vegna ástandsins í heimsmálum? Það vill enginn vinna þar vegna launamála. En hvað ef eitthvað stórt gerist, stórslys eða náttúruham- farir? Er ekki tímabært að fara að taka á þessu og hætta að spá í launamálin? Steina. Ljóða leitað BERGÞÓRA sem auglýsti eftir ljóðum sem hún var að leita að í Velvakanda sl. miðvikudag biður fólk sem hringdi í hana á vinnustað að hringja aftur í síma 568- 1330 milli kl. 10 og 11 og spyrja eftir henni með nafni. Góð þjónusta ÞANNIG er mál með vexti að ég fór í 11-11 búðina við Hlemm og lenti í því að kaupa þar skemmda mat- vöru. Þegar ég lét vita fékk ég það tífalt endurgreitt því það var komið með mat- vöru heim til mín, marg- falda að verðmæti. Vil þakka fyrir svona góða þjónustu. Viðskiptavinur í Breiðagerði. Vantar fyrri- og seinnipart HEILIR og sælir, hagyrð- ingar. Mig langar að spyrja fróða menn, hvort þið ekki þekkið seinnipartinn við þessa miklu rímþraut: Seint munu fyllast Són og Boðn,/ seint munu Danir vinna Hveðn. Ég man ekki hvar ég sá þetta. Annar helmingur: Þegar Heimsbók- menntasaga Kristmanns Guðmundssonar birtist, fékk hún misjafna dóma. Á einhverri opinberri hagyrð- ingasamkomu kom Svein- björn Beinteinsson, held ég, með eftirfarandi botn, en hvernig var fyrri hlutinn og hver orti? Best mun henta heimsk- um lýð/Heimsbókmennta- saga. Örn Ólafsson, Nörrebrogade 21, 2 Dk-2400 Kbh. N. orn.olafsson@ humanites.dk Góð þjónusta ÉG fór af forvitni og með væntingar um bata í kín- verskt nudd og nálastung- ur í Hamraborg 20a. Ár- angurinn var alveg frábær og ekki aðeins losnaði ég við bak- og höfuðverki heldur var allur líkaminn tekinn í gegn, því allt vinn- ur þetta saman. Þarna er 1. flokks þjónusta og mikil fagmennska. Árný Þ. Hallvarðsdóttir. Dýrahald Kanarífugl eða dís- arpáfagaukur óskast ÓSKA eftir gefins kanarí- fugli eða dísarpáfagauk. Er með gott heimili. Upplýs- ingar í síma 555-3041. Kassavanir kettlingar fást gefins ÞRÍR gullfallegir kassa- vanir kettingar fást gefins. Upplýsingar í síma 698- 6691 eftir kl. 18. Norsk skógarlæða fæst gefins MJÖG falleg 5 ára norsk skógarlæða, mjög gæf og búið að taka úr sambandi, fæst gefins vegna breyttra aðstæðna. Upplýsingar í síma 587- 3757 og 899-2637. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is SENDI þetta í tilefni opnunar Smáralindar. Lag: Við Reykjavíkurtjörn. Í Kópavogsins borg á rölti eftir Smára á húsið leit, þar vinnusveit með hjálma vinkaði mér. Í hljómi vélanna sem sungu dag’ og nætur. Því opnun Smáralindar var rétt innan seilingar. Í bárujárnshöll nú bisnessinn lifa skal búðirnar með vöruúrvali. Í gleði og trú, bjartsýni lifa í kaupendur á neyslufyllerí. Kveðja, Þórður Vilberg Oddsson. Í Kópavogsins borg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.