Morgunblaðið - 12.10.2001, Page 9

Morgunblaðið - 12.10.2001, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 9 Glæsilegur nýr haustfatnaður við öll tækifæri Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. LAGERSALAN TUNGUHÁLSI 7 HELDUR ÁFRAM Opið er virka daga frá kl. 13 til 19 en 11 til 17 um helgar. Tökum bæði debet- og kreditkort. Tunguháls 7 er fyrir aftan sælgætisgerðina Kólus. Sími okkar er 567 1210 HEILDVERSLUN MEÐ JÓLA- OG GJAFAVÖRUR Í 35 ÁR Antíkmessan 2001 Sölusýning í Perlunni 12.-21. október Opið frá kl. 11-18 Skólavörðustíg, s. 698 7273 Guðmundur Hermannsson, úrsm., Bæjarlind, s. 554 7770 Skólavörðustíg, s. 698 7273 Klapparstíg, s. 896 3177 Gili, Kjalarnesi, s. 566 8963 Hverfisgötu, s. 695 7933 30% afslát tur 0-12 ára DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að skipa nefnd til þess að fjalla um öryggismál íslensks sam- félags og gera um þau skýrslu. Hér er átt við öryggi gagnvart helstu ógnum sem steðjað geta að íslensku samfélagi, segir í frétt frá ráðuneyt- inu. Á sumum sviðum svo sem við nátt- úruhamfarir og hópslys er þegar fyr- ir hendi bæði mannafli með reynslu og annar viðbúnaður, en á öðrum sviðum er viðbúnaðurinn skemmra á veg kominn. Nefndinni er ætlað að fara yfir og leggja mat á þann við- búnað við vá, sem fyrir hendi er og jafnframt kanna hvort aðkallandi sé að bæta við þar úr t.d. með breyt- ingum á löggjöf eða skipulagi við- bragða. Nefndin meti viðbrögð við hugsanlegum nýjum ógnum Einnig er nefndinni ætlað að leggja mat á hvort skipuleggja þurfi viðbrögð við hugsanlegum nýjum ógnum, sem nú eru til umfjöllunar um heim allan í ljósi hinna hörmu- legu viðburða sem urðu í Bandaríkj- unum 11. september s.l., en þar má m.a. nefna hryðjuverk, notkun sýkla, efnavopna eða geislavirkra efna í árásarskyni, segir í fréttinni. Björn Friðfinnsson ráðuneytis- stjóri er formaður nefndarinnar, en einnig skipa nefndina Haraldur Jó- hannesson ríkislögreglustjóri, Haf- steinn Hafsteinsson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, Sólveig Þorvaldsdóttir, forstjóri Almanna- varna ríkisins, og Sigurður Guð- mundsson landlæknir. Ritari nefnd- arinnar er Hafþór Jónsson, aðal- sviðsstjóri hjá Almannavörnum ríkisins. Ráðherra skipar nefnd um öryggismál BÓLUEFNI gegn miltisbrandi er ekki fáanlegt hérlendis, samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembætt- inu, og hafa ekki verið gerðar ráð- stafanir til að kaupa birgðir af því fyrir íslenskan almenning. Ástæðan mun vera sú m.a. að bólusetning sem vörn gegn miltisbrandi er mjög óhagkvæm miðað við aðrar ráðstaf- anir sem unnt er að grípa til ef ógn stendur af sjúkdómnum, t.d. vegna sýklaárásar. Á vegum landlæknis hefur verið grennslast fyrir um bóluefni og hef- ur sú eftirgrennslan leitt í ljós að eitt fyrirtæki í Bandaríkjunum framleið- ir bóluefni fyrir bandaríska herinn. Að sögn Haralds Briem sóttvarna- læknis þarf að sprauta hvern ein- stakling 2–3 sinnum þegar grunn- bólusetning fer fram og síðan árlega eftir það og í því felst óhagkvæmnin, ekki síst þegar um heila þjóð er að ræða. Stöðug vöktun gagnvart smitsjúkdómum Hins vegar er fyrirbyggjandi sýklalyfjameðferð möguleg hérlend- is og á grundvelli sóttvarnarlaga er stöðug vöktun gagnvart smitsjúk- dómum og hópsýkingum sem bygg- ist á að finna hvort eitthvað óvenju- legt á sér stað. Einnig er byggt á góðri greining- artækni heilbrigðiskerfisins svo að greina megi óeðlilegar sýkingar snemma. Samkvæmt upplýsingum Hrólfs Jónssonar, slökkviliðsstjóra Slökkvi- liðs höfuðborgarsvæðisins og fram- kvæmdastjóra almannavarnanefnda suðursvæðisins, munu ekki vera til gasgrímur til dreifingar meðal al- mennings á Íslandi en slökkviliðs- menn hafa búnað til varnar sýkla- árás. Fram kom í fréttum í gær að Norðmenn ráðgera að dreifa 1.000 grímum til slökkviliðsmanna, björg- unarsveita og sjúkrahúsa á næst- unni. Bóluefni gegn miltis- brandi ekki til hérlendis strets- gallabuxur tískuverslun v. Nesveg, Seltjarnarnesi. sími 561 1680. Kringlunni - sími 588 1680.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.