Morgunblaðið - 17.10.2001, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SJALDSÉÐIR fuglar hafa verið
þó nokkuð á ferðinni um A-Húna-
vatnssýslu í sumar og haust. Um
helgina sást til snæuglu í Selvík
skammt norðan við Blönduós. Í
haust sást haförn í Vatnsdalnum
og í þeim ágæta dal sást einnig
gráhegri í sumar.
Selvíkursnæuglan hélt sig að
mestu í kartöflugarðlandi sem
þar er. Ekki er ólíklegt að hún sé
á eftir músum sem gæða sér
gjarnan á þeim kartöflum sem
eftir liggja.Morgunblaðið/Jón Sig.
Snæugla
í kartöflu-
görðunum
Blönduósi. Morgunblaðið.
september í fyrra. Undanfarin 10 ár
hefur atvinnuleysi minnkað um
10,8% frá ágúst til september. Árs-
tíðasveiflan milli ágúst og september
nú er því minni en meðaltalsveiflan
undanfarin 10 ár.
Batnandi ástand á höfuðborg-
arsvæðinu og Austurlandi
Atvinnuástandið batnar á höfuð-
borgarsvæðinu og Austurlandi en
versnar á Vesturlandi, Norðurlandi
eystra og Suðurnesjum. Atvinnu-
ástandið breytist hlutfallslega minna
annars staðar. Atvinnuleysi er nú
hlutfallslega mest á Norðurlandi
eystra og höfuðborgarsvæðinu. At-
vinnuleysið er nú meira en í sept-
ember í fyrra á öllum svæðum nema
á Vestfjörðum og Norðurlandi
vestra.
ATVINNULEYSISDAGAR í sept-
ember síðastliðnum jafngilda því að
1.520 manns hafi að meðaltali verið á
atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þar
af eru 592 karlar og 928 konur. Þess-
ar tölur jafngilda 1% af áætluðum
mannafla á vinnumarkaði sam-
kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar eða
0,7% hjá körlum og 1,5% hjá konum.
Eru það að meðaltali 84 færri at-
vinnulausir en í síðasta mánuði en
um 243 fleiri en í september í fyrra.
Síðastliðna 12 mánuði voru um 1.842
manns að meðaltali atvinnulausir
eða um 1,3% en árið 2000 voru þeir
um 1.865 manns eða um 1,3% sam-
kvæmt útreikningum Vinnumála-
stofnunar.
Atvinnulausum hefur fækkað í
heild að meðaltali um 5,2% frá ágúst-
mánuði og fjölgað um 19% miðað við
1% atvinnuleysi
í september
TVEIR Nígeríumenn á fertugs-
aldri sitja í gæsluvarðhaldi, sem
rennur út 27. október, vegna
gruns um umfangsmikil fjársvik
og tilraun til fjársvika. Mennirnir
hafa verið búsettir hér á landi um
nokkra hríð og er grunur um að
heildarumfang meintra svika
hlaupi á tugum milljóna króna.
Þeir eru m.a. grunaðir um að
hafa reynt að selja innistæðu-
lausar ávísanir í bönkum hér á
landi.
Í tengslum við rannsókn máls-
ins var krafist að símafyrirtækið
Tal hf. afhenti efnahagsbrota-
deild ríkislögreglustjóra upplýs-
ingar um farsímanotkun hinna
grunuðu og fleiri manna sem
taldir eru tengjast málinu með
einum eða öðrum hætti, í því
skyni að reyna að finna hlutdeild-
armenn þeirra erlendis. Héraðs-
dómur Reykjavíkur gerði Tali hf.
að veita ríkislögreglustjóra nánar
tilteknar upplýsingar um síma-
notkunina. Tal hf. kærði úrskurð
héraðsdóms til Hæstaréttar, sem
vísaði málinu frá dómi þar sem
kæran kom of seint fram.
Grunaðir um
stórfelld fjársvik
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
sýknaði forsætisráðuneytið í gær að
kröfu Öryrkjabandalags Íslands um
að bandalagið fengi aðgang að minn-
isblaði sem fylgdi skipunarbréfi fyrir
starfshóp ríkisstjórnarinnar vegna
svonefnds öryrkjadóms Hæstarétt-
ar. Ríkisstjórnin skipaði starfshóp-
inn til að greina hvaða leiðir væru
færar til að bregðast við dómi
Hæstaréttar.
Minnisblaðið umrædda var tekið
saman til að undirbúa umfjöllun og
ákvarðanatöku ríkisstjórnarinnar
vegna öryrkjadómsins. Það fylgdi
síðan skipunarbréfi fyrrnefnds
starfshóps. Öryrkjabandalagið
krafðist þess að fá að sjá minnisblað-
ið en því hafnaði forsætisráðuneytið.
Samkvæmt upplýsingalögum er
meginreglan sú að almenningur hafi
aðgang að upplýsingum um málefni
stjórnsýslunnar. Fundargerðir ríkis-
stjórnar og minnisgreinar og skjöl
sem tekin eru saman fyrir slíka fundi
eru þó meðal þeirra gagna sem eru
undanþegin upplýsingarétti.
Málsókn Öryrkjabandalagsins
gegn forsætisráðuneytinu byggðist
m.a. á því að þessar takmarkanir
ættu ekki við í þessu tilfelli. Minn-
isblaðið hafi breytt um eðli þegar því
var dreift sem fylgiskjali til starfs-
hópsins en því hafi verið ætlað að
vera grundvöllur að starfi hans.
Minnisblaðið hafi því fengið nýtt
hlutverk þegar það hafi að hluta ver-
ið gert að skipunarbréfi starfshóps-
ins.
Í niðurstöðu héraðsdóms kemur
fram að engin fyrirmæli séu um það í
upplýsingalögum að minnisblöð eða
önnur slík gögn sem unnin eru fyrir
ríkisstjórnarfundi verði ekki undan-
þegin upplýsingarétti þótt þau séu
notuð utan slíkra funda. Þrátt fyrir
að vísað hafi verið til minnisblaðsins í
skipunarbréfinu og í skýrslu starfs-
hópsins vegi þyngra að minnisblaðið
var ótvírætt tekið saman fyrir rík-
isstjórnarfundinn og fjallað um efni
þess í tengslum við þá ákvörðun sem
var tekin á fundinum. Því sé rétt að
líta á minnisblaðið til þeirra gagna
sem eru undanþegin upplýsingarétti
samkvæmt upplýsingalögum.
Dómurinn féllst hvorki á að und-
anþáguákvæði upplýsingalaga bryti
gegn ákvæðum stjórnarskránnar um
tjáningarfrelsi né að brotið væri
gegn jafnræðisreglunni með því að
meina Öryrkjabandalaginu aðgang
að minnisblaðinu.
Öryrkjabandalagið fór jafnframt
fram á að úrskurður úrskurðar-
nefndar upplýsingamála yrði felldur
úr gildi en nefndin hafði hafnað
kröfu bandalagsins um að það ætti
rétt á að sjá minnisblaðið. Því hafn-
aði héraðsdómur einnig.
Sigríður Ingvarsdóttir héraðs-
dómari kvað upp dóminn.
Öryrkjabandalagið fær
ekki að sjá minnisblaðið
ÞAÐ er að mörgu að hyggja þegar
maður er lítill og nýbyrjaður lífs-
gönguna og eins gott að fylgjast vel
með svo maður missi ekki af neinu.
Við Vesturgötuna er fjölbreytt
mannlíf og því margt sem fyrir
augu ber í leikskóla barnanna við
Vesturgötuna.
Morgunblaðið/Golli
Við Vestur-
götuna
LÖGÐ hefur verið fram á kirkju-
þingi tillaga um að fríkirkjusöfn-
uðum verði gert kleift að starfa
sem söfnuður þjóðkirkjunnar óski
þeir þess. Sr. Halldór Gunnarsson,
flutningsmaður tillögunnar, segir
fríkirkjusöfnuði á Íslandi starfa al-
gjörlega á sama grunni og þjóð-
kirkjan og því telji hann rétt að
bjóða upp á þessa leið.
Fyrsta grein tillögunnar hljóðar
þannig: „Fríkirkja, sem hefur
starfað á játningargrundvelli ís-
lensku þjóðkirkjunnar í a.m.k. tíu
ár getur starfað sem söfnuður inn-
an þjóðkirkjunnar, að fengnu leyfi
biskups Íslands í samráði við
kirkjuráð og biskupafund, sem
kirkjuþing staðfestir, í formi samn-
ings milli viðkomandi fríkirkju og
þjóðkirkjunnar, sem forstöðumenn
viðkomandi fríkirkju og biskup Ís-
lands hafa undirritað.“ Þá er lagt
til að fríkirkja innan þjóðkirkjunn-
ar fái sömu réttindi og sóknar-
kirkja þjóðkirkjunnar og myndi
jafnan rétt til umsókna lána,
ábyrgða og greiðslna úr sjóðum
kirkjunnar að undanskildum
starfslaunum.
Í greinargerð með tillögur Hall-
dórs segir að fríkirkjur sem sótt
geti um að starfa innan þjóðkirkj-
unnar séu Fríkirkjan í Reykjavík,
Óháði söfnuðurinn í Reykjavík og
Fríkirkjan í Hafnarfirði en alls eru
meðlimir þeirra liðlega 11 þúsund.
Sr. Halldór Gunnarsson kvaðst
telja rétt að bjóða fríkirkjum upp á
þessa leið þar sem kirkjurnar
störfuðu á sama grunni og biskup
Íslands vígði t.d. fríkirkjupresta
eins og presta þjóðkirkjunnar. Gat
hann þess að flestir fríkirkjusöfn-
uðir hefðu verið stofnaðir í kjölfar
ágreinings um prestskosningar.
Hann sagði þennan möguleika vera
fyrir hendi í kirkjum Norðurlanda.
Ekki komið
frá fríkirkjunni
Séra Hjörtur Magni Jóhannsson,
prestur fríkirkjusafnaðarins í
Reykjavík, kvað þessa hugmynd
ekki komna frá fríkirkjusöfnuðun-
um og sagði hana ekki hafa verið
rædda við forráðamenn safnaðar
síns. Vildi hann sem minnst um
málið segja fyrr en að lokinni af-
greiðslu á kirkjuþingi. „Við erum
evangelísk-lúthersk kirkja og höf-
um verið það í meira en eina öld
svo það er kannski varla hægt að
bjóða okkur að ganga inn í það sem
við höfum í raun verið,“ sagði
Hjörtur Magni og sagði mikinn
vöxt hafa verið í söfnuðinum und-
anfarin ár.
Fríkirkjum
boðin aðild að
þjóðkirkjunni
NIÐURSTÖÐUR úr skoðanakönn-
un Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
á meðal félagsmanna sinna í
tengslum við val á lista fyrir næstu
bæjarstjórnarkosningar lágu fyrir
í gærkvöld. Lúðvík Geirsson fékk
flest atkvæði, en þar á eftir komu
Guðmundur Svavarsson, Ellý Er-
lingsdóttir, Jóna Dóra Karlsdóttir,
Guðmundur Rúnar Árnason og
Hafrún Dóra Júlíusdóttir. Skoð-
anakönnunin var ekki bindandi en
hafa á niðurstöðu hennar til hlið-
sjónar þegar gerð verður tillaga
um lista fyrir félagsfund 31. októ-
ber.
Talning fór fram sl. sunnudags-
kvöld og tók 41% félagsmanna í
Samfylkingunni í Hafnarfirði þátt í
könnuninni.
Lúðvík
efstur í
Hafnarfirði