Morgunblaðið - 17.10.2001, Page 25

Morgunblaðið - 17.10.2001, Page 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 25 Einstök þægindi og eðlileg, geislandi áferð heimsækið www.lancome.com NÝTT Einstök þægindi fyrir þurra húð. Formúlan, sem inniheldur apríkósuolíu og C vítamín, nærir húðina og tryggir henni ómæld þægindi og fallega áferð. Photoflex© samsetningin endurkastar ljósi svo áferð húðarinnar er jöfn og eðlileg allan daginn. ÁRANGUR: Í 8 klukkustundir hlýtur húðin stöðuga rakagjöf og langvarandi næringu. Teygjanleiki húðarinnar bætist, litarhátturinn er geislandi og fullkomlega náttúrulegur. Fullkomið svar fyrir þurra húð og húð sem hefur tilhneigingu til að þorna. ÞORNAR HÚÐIN ÞEGAR KÓLNAR Í VEÐRI? LOKSINS FÁANLEGUR Á NÝ, FARÐI FYRIR ÞURRA HÚÐ FRÁ Ráðgjafi frá verður í Lyf og heilsu: í dag, miðvikudag Austurstræti. Á morgun, fimmtudag í Mjódd og Melhaga. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga er mjög mikilvægur fyrir sveitarfélögin í land- inu og fyrir þróun sveitarstjórnarstigs- ins. Framlög sjóðsins eru stór hluti tekju- stofna margra sveit- arfélaga, sérstaklega ef litið er til minni sveitarfélaga á lands- byggðinni. Framlögin byggjast á forsendum tekjujöfnunar sem tekur m.a. mið af út- gjöldum og þjónustu- stigi þeirra, einnig eru framlögin til að standa undir kostnaði vegna verkefna sem sveitarfélögin hafa tekið við af rík- inu og vegna stjórnvaldsaðgerða. Einnig hefur sjóðurinn veitt sér- stök stofnframlög vegna tiltekinna framkvæmda sveitarfélaga. Þá fjármagnar sjóðurinn að hluta til starfsemi Sambands ísl. sveitarfé- laga, landshlutasamtaka þeirra, lánasjóð og innheimtustofnun. Endurskoðun laga og reglna Jöfnunarsjóðs Nú er að störfum nefnd á vegum félagsmálaráðherra sem hefur það verkefni að endurskoða lög og reglur um jöfnunarsjóðinn. Vegna ýmissa breytinga á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, á starfsemi sveitarfélaganna m.a. vegna sam- einingar þeirra og á samsetningu tekna sveitarfélaganna er nauð- synlegt að endurmóta reglur sjóðsins. Leitað hefur verið eftir sjónarmiðum sveitarfélaganna og Sambands ísl. sveitarfélaga til málsins og í ljós kemur að þau eru nokkuð mismunandi og fer það fyrst og fremst eftir aðstæðum í hverju sveitarfélagi. Sem örfá dæmi um fjölmargar ábendingar má nefna að almennt er sú skoðun ríkjandi að reglur sjóðsins eigi ekki að hamla gegn sameiningu sveitarfélaga. Í þessu sambandi má nefna að í nokkr- um tilfellum hafa reglur sjóðsins virkað gegn sameiningu sveitarfélaga vegna þess að við samein- ingu lækki framlög sjóðsins frá því sem var fyrir sameiningu. Einnig kom fram að tekjujöfnunarhlutverk sjóðsins þurfi að vera skýrara, en hann eigi ekki að auka misræmi á því sviði. Stærstu sveitarfélögin telja að umfang sjóðsins sé of mikið, sveitarfélögin eigi frekar að fá beina tekjustofna til að standa undir verkefnum sín- um. Minni sveitarfélögin telja að alls ekki megi draga úr vægi sjóðs- ins vegna þess hve mikilvægur hann sé þeim. Samanburður við jöfn- unarsjóði annarra landa Eðlilegt er að bera íslenska jöfnunarsjóðinn saman við sam- bærilega sjóði á Norðurlöndum og í Skotlandi, þar sem byggðamynst- ur er ekki ólíkt því sem hér er. Í þeim samanburði kemur fram að vægi framlaga jöfnunarsjóðs í tekjustofnum sveitarfélaganna er mun minna á Íslandi en í hinum löndunum. Hlutfallslegt vægi hér á landi er rúmlega 20%, en á Norð- urlöndum er þetta hlutfall á bilinu 40% til 60% og í Skotlandi er hlut- fall jöfnunarsjóðsins 80%. Á þess- um samanburði sést hve hlutfall framlaga til sveitarfélaga hér á landi er miklu mun lægra en á Norðurlöndum og í Skotlandi. Færa má rök fyrir því, ef litið er til fólksfjölda í sveitarfélögunum hér á landi miðað við þessi lönd, þá ættu íslensk sveitarfélög að byggja mun hærra hlutfall sinna tekjustofna á framlögum úr sam- eiginlegum sjóði. Þróun útgjalda Jöfnunarsjóðs Útgjöld Jöfnunarsjóðs árið 2001 eru áætluð ríflega 9 milljarðar króna og hafa þau vaxið úr 2,5 milljörðum árið 1991. Aukið um- fang sjóðsins á síðustu árum bygg- ist m.a. á því að sveitarfélögin hafa tekið að sér umfangsmikil verkefni frá ríkinu. Árið 1995 hóf sjóðurinn að veita framlög vegna húsaleigu- bóta. Árið 1996 tóku sveitarfélögin við rekstri grunnskólanna og við það jukust framlög sjóðsins mjög. Frá árinu 1997 hefur sjóðurinn veitt sveitarfélögum með yfir 2.000 íbúa stofnframlög til uppbygging- ar grunnskólanna vegna einsetn- ingar þeirra. Árið 2001 fékk sjóð- urinn það verkefni að jafna tekjutap sveitarfélaga vegna breytinga á tekjustofnum þeirra, þegar hætt var að miða álagning- arstofn fasteignaskatta á lands- byggðinni við markaðsverðmæti í Reykjavík. Auk þeirra auknu um- svifa sem þessu fylgja hefur vægi tekjujöfnunar- og þjónustufram- laga aukist á síðustu þremur ár- um. Jöfnunarsjóður mikilvægur byggðasjóður Þegar farið er yfir skiptingu framlaga sjóðsins á sveitarfélög árið 2000 kemur í ljós að framlög til sveitarfélaga með færri en 300 Jöfnunarsjóður sveitarfélaga Magnús Stefánsson Sveitarfélög Jöfnunarsjóður sveit- arfélaga gegnir mikil- vægu hlutverki, segir Magnús Stefánsson, sem eins konar byggða- sjóður, framlög sjóðsins skipta miklu í tekjuöflun sveitarfélaga. Höfundur er alþingismaður, for- maður nefndar um endurskoðun laga og reglugerða um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. íbúa námu um kr. 89.196 á hvern íbúa. Sveitarfélög með 300 til 1.000 íbúa fengu kr. 78.520 á íbúa, sveit- arfélög með 1.000 til 4.000 íbúa fengu kr. 52.065 á íbúa, sveitar- félög með 4.000 til 10.000 íbúa fengu kr. 22.428 á íbúa, sveitar- félög með 10.000 til til 22.000 íbúa fengu kr. 12.294 á íbúa og Reykja- vík fékk framlag sem nam kr. 6.265 krónum á hvern íbúa. Í þess- um samanburði endurspeglast stærðarhagkvæmni sveitarfélaga. Ef skoðað er hvernig framlögin dreifast á núverandi kjördæmi landsins kemur í ljós að framlög sjóðsins á hvern íbúa í fámennustu kjördæmunum eru mun hærri en er í þeim fjölmennari. Samkvæmt þessu er ljóst að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga gegnir mikilvægu hlutverki sem eins konar byggða- sjóður, framlög sjóðsins skipta miklu í tekjuöflun sveitarfélaga í dreifbýlum og fámennum kjör- dæmum landsins. Breytingar á reglum Jöfnunarsjóðs Nefndin sem nú vinnur að end- urskoðun á lögum og reglum um Jöfnunarsjóð stefnir að því að skila tillögum sínum í byrjun vetr- ar. Á þessu stigi er einungis unnt að gera grein fyrir helstu mark- miðum sem nefndin hefur sett sér í verkefninu. Í fyrsta lagi er mik- ilvægt að þær vinnureglur sem gilda um úthlutanir úr sjóðnum séu sem mest gegnsæjar og auð- skiljanlegar. Aukin áhersla verði lögð á almenn framlög og dregið úr sérstökum framlögum til ein- stakra verkefna. Að gera jöfnunina og reglurnar þannig úr garði að tryggt sé að raunveruleg þörf fyrir jöfnun liggi að baki úthlutunum framlaga. Lögð er áhersla á að reglur um framlög virki ekki haml- andi gegn sameiningu sveitarfé- laga. Loks er ekki gert ráð fyrir breytingum á svokölluðum bundn- um framlögum, sem m.a. renna til samtaka sveitarfélaga, landssam- taka þeirra og Lánasjóðs sveitar- félaga. Eins og fyrr segir skipta fram- lög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mjög miklu máli fyrir sveitarfélög- in í landinu. Það er ljóst að minnstu breytingar sem gerðar eru á forsendum jöfnunarframlaga geta breytt miklu varðandi skipt- ingu framlaganna á sveitarfélögin og fer það m.a. eftir stærð þeirra. Þess vegna er mikilvægt að vanda vel til verka við endurskoðun laga og reglna um sjóðinn þannig að niðurstaðan vegi ekki að grund- velli sveitarfélaga. Það er eitt af megin markmiðum nefndarinnar að gæta þess að niðurstaðan verði viðunandi að því leyti. EVRÓPULÖNDIN tileinka októbermánuð 2001 vörnum gegn vinnuslysum. Á Íslandi er vikan 14.-20. októ- ber 2001 helguð þessu málefni. Í tengslum við þetta hafa gögn Heilsuverndar ehf. um vinnuslys á árunum 1987-2001 verið skoð- uð. Hlutfall fjarvistar- daga vegna vinnuslysa af heildarfjarvistar- dögum skráðum hjá Heilsuvernd ehf. eru um 5% á hverju ári. Fyrirtækið Heilsu- vernd ehf. hefur séð um að skrá veikindafjarvistir starfs- manna fyrirtækja frá árinu 1987. Skráningin nær til fjarveru frá vinnustað allt frá hálfum degi og lengur. Samhliða þessari skráningu er veitt ráðgjöf varðandi heilsutengd efni bæði til starfsmanna og stjórn- enda. Í dag nær starfsemi fyrirtæk- isins til um 7% vinnumarkaðarins. Þegar litið er á skráð vinnuslys hjá Heilsuvernd ehf. kemur í ljós að um þriðjungur þeirra eru fallslys. Fallslys virðast vera algengari með- al kvenna en karla. Þeir áverkar sem starfsfólk verð- ur oftast fyrir við vinnu eru tognanir og skurðsár. Skurðáverkar eru al- gengastir meðal karlanna en togn- unaráverkar meðal kvennanna. Algengast er að starfsmenn slasi sig á útlimum. Um 10% vinnuslys- anna eiga sér stað á beinni leið til eða frá vinnu og virðist það oftar henda konur en karla. Þegar litið er á vinnuslys m.t.t. þjóðernis starfsmanna kemur í ljós að vinnuslys eru hlutfallslega al- gengari hjá þeim starfsmönnum sem eru af erlendu bergi brotnir. Skurðáverkar á efri útlimum eru al- gengustu vinnuslysin hjá þessum hópi og fallslys eru sjaldgæfari en hjá starfsmönnum af íslenskum upp- runa. Starfsmenn af íslenskum upp- runa lenda oftar í vinnuslysi á leið sinni til eða frá vinnu. Ljóst er að óþægindi og kostn- aður einstaklinga, fyrirtækja og samfélagsins í heild vegna vinnu- slysa er mikill. Áhersla á vinnuvernd fer vaxandi og eru varnir gegn vinnuslysum eitt af stærstu málum vinnuverndar. Væntanlega gera vinnuslys oftast boð á undan sér. Í aðdraganda vinnuslysa sem átt hafa sér stað má oft greina atburðarás sem draga má lærdóm af. Þann lærdóm má nota til grundvallar fyrirbyggjandi starfs með það að markmiði að fækka vinnuslysum. Stjórnendur þurfa því að huga að aðstæðum og búnaði starfsmanna á vinnustað með skipulögðum hætti. Verkferli eiga að vera skilgreind á þann hátt að óvissa sé sem minnst til að minnka líkur á vinnuslysum og brýna þarf fyrir starfsmönnum að fylgja verklagsreglum. Starfsmenn hafa skyldum að gegna í forvarnarstarfi. Þeir þurfa að tileinka sér verklagsreglur og notkun öryggisbúnaðar og leitast við að fara að öllum vinnureglum í vinnuferlinu. Mikilvægt er að starfs- mannahópurinn hafi það sem ríkjandi viðhorf að fara að vinnu- reglum og stuðla þannig að eigin ör- yggi og annarra. Aðalheiður Sigurjónsdóttir Forvarnir Áhersla á vinnuvernd fer vaxandi, segja Aðalheiður Sigurjóns- dóttir og Hanna Ásgeirsdóttir, og eru varnir gegn vinnuslys- um eitt af stærstu mál- um vinnuverndar. Aðalheiður er cand.psyk. og Hanna er sjúkraþjálfari. Þær starfa báðar hjá Heilsuvernd ehf. (www.hv.is). Gera vinnuslys boð á undan sér? Hanna Ásgeirsdóttir Nærir og mýkir NÆRINGAROLÍA BROSTE - HAUST 2001 Blómastofan Eiðistorgi, Seltj. Huggulegt heima.... er heitast í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.