Morgunblaðið - 17.10.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 17.10.2001, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 27 ÞÓTT Sádi-Arabar hafilengi verið álitnir mikil-vægir bandamenn Banda-ríkjamanna hafa þeir lítið sem ekkert gert til að aðstoða bandaríska rannsóknarmenn sem leita að stuðningsmönnum og pen- ingum bin Ladens og hryðjuverka- samtaka hans, al-Qaeda, að sögn bandarískra sérfræðinga og fyrr- verandi starfsmanna leyniþjónust- unnar CIA. George W. Bush Bandaríkjafor- seti varaði við því 20. september að ekkert ríki gæti komist hjá því að taka afstöðu til baráttunnar gegn hryðjuverkastarfsemi, þau væru annaðhvort vinir eða óvinir hryðju- verkamannanna. Yfirvöld í mörgum Evrópuríkjum hafa handtekið meinta hryðjuverkamenn og fryst eignir þeirra en ekkert bendir til þess að Sádar hafi gripið til slíkra aðgerða. „Þetta er vandamál,“ sagði Ro- bert Baer, fyrrverandi útsendari CIA í Mið-Austurlöndum. „Sádi- Arabar hafa ekki veitt okkur neina aðstoð til þessa. Venjulegir lög- reglumenn í Sádi-Arabíu hafa sam- úð með bin Laden.“ Fær marga milljarða á ári frá Sádi-Arabíu Annar fyrrverandi CIA-maður, Vincent M. Cannistraro, sem stjórnaði aðgerðum leyniþjónust- unnar gegn hryðjuverkamönnum, sagði einnig að Bandaríkjamenn hefðu fengið litla sem enga aðstoð frá Sádum. „Við fáum engan stuðning sem stendur,“ sagði Cannistraro sem starfaði áður í Sádi-Arabíu fyrir CIA. „Al-Qaeda hefur fengið reglu- leg fjárframlög frá fjölmörgum kaupsýslumönnum í Sádi-Arabíu.“ Cannistraro starfaði hjá CIA í 27 ár til ársins 1990 og kveðst hafa haldið sambandi við gamla sam- starfsmenn sína í Sádi-Arabíu. Sam- kvæmt upplýsingum þeirra fái al- Qaeda andvirði margra milljarða króna á ári frá stuðningsmönnum samtakanna í Sádi-Arabíu. „Þetta er bara lágmarkið,“ sagði Cannistr- aro. „Starfsemi al-Qaeda er að miklu leyti fjármögnuð með pening- um frá kaupsýslumönnum í Sádi- Arabíu.“ Talið er að sex af flug- ræningjunum nítján, sem flugu farþegaþotum á World Trade Center og höfuðstöðvar varnar- málaráðuneytisins í Washington 11. september, hafi fengið vegabréfsáritanir í banda- rísku ræðismannsskrifstofunni í Jeddah í Sádi-Arabíu. Góðgerðarsamtök senda peninga til Afganistans Sendiherra Sádi-Arabíu í Banda- ríkjunum, Bandar prins, svaraði ekki skilaboðum blaðamanna sem vildu ræða málið við hann. Bandar neitaði því nýlega að ættingjar kon- ungsins í Sádi-Arabíu hefðu sent bin Laden peninga. Hann bætti þó við að margir Sádar greiddu íslömskum góðgerðarsamtökum „trúarlega“ skatta og þeir peningar hefðu oft verið sendir til Afganistans á síð- ustu árum. „Ég er ekki að segja að enginn misnoti þann velvilja, sem þessi góð- gerðarsamtök njóta, og noti pen- ingana til að styðja slæman mál- stað,“ sagði Bandar í sjónvarps- viðtali í Bandaríkjunum. „Ég neita því ekki. Ég er að segja að við höf- um aldrei staðið frammi fyrir þeim möguleika án þess að rannsaka hann. Reynist þetta rétt þá stöðvum við það. Við verðum að elta uppi alla þá sem senda þessum illmennum peninga.“ Konungsfjölskyldan sögð klofin Þetta er þó ekki afstaða allra í konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu. „Konungsfjölskyldan er klofin og það skýrir aðgerðaleysið,“ sagði Paul Michael Wihbe, sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda og fyrr- verandi ráðgjafi bandaríska varnar- málaráðuneytisins. Hann skrifaði skýrslu árið 1997 um konungsfjöl- skylduna og valdabaráttu innan hennar. Wihbe sagði að boðskapur bin Ladens fengi góðan hljómgrunn í Sádi-Arabíu og margir landsmanna hefðu mikla andúð á Bandaríkjun- um. Konungsfjölskyldan gerði sér grein fyrir þessu og vildi halda sér í hæfilegri fjarlægð frá Bandaríkja- stjórn til að afstýra uppreisn í Sádi- Arabíu. „Bin Laden nýtur, án nokkurs vafa, gríðar- mikils stuðnings meðal klerka í Sádi-Arabíu,“ sagði Wihbe. „Stuðning- urinn við hann er gríð- armikill meðal miðstéttarmanna, sérmenntaðra Sáda og í hernum.“ Konungsfjölskyldan hefur stutt wahabita, afturhaldssaman íslamsk- an trúflokk, í trúarefnum í von um að þeir snúist ekki gegn konungn- um. Þrír klerkar úr röðum wahabita gáfu þó nýlega út yfirlýsingar þar sem þeir fordæmdu tengsl konungs- fjölskyldunnar við Bandaríkin. „Slíkt hefur ekki gerst áður – klerk- arnir skoruðu konungsfjölskylduna á hólm,“ sagði Wihbe og bætti við að fjölskyldan hefði síðan „haldið sig í meiri fjarlægð frá Bandaríkjamönn- um en nokkru sinni fyrr“. Bush Bandaríkjaforseti virtist gera sér grein fyrir þessu vanda- máli konungsfjölskyldunnar á blaðamannafundi í vikunni sem leið þegar hann vakti máls á samskipt- unum við Sádi-Araba. „Er ég ánægður með aðgerðir Sádi-Araba? Já, það er ég,“ sagði þá forsetinn. Þegar Bandar var spurður hvort hann óttaðist að samstarf við Bandaríkin gæti dregið dilk á eftir sér í Sádi-Arabíu, svaraði hann: „Nei ... Ég þarf ekki að þóknast fólki í Washington. En ég verð alltaf að taka tillit til sádi-arabísku þjóð- arinnar.“ Yfirmaður leyniþjón- ustunnar rekinn Cannistraro sagði að mikil óvissa ríkti um framvinduna í Sádi-Arabíu. Hann benti til að mynda á að yf- irmaður hers landsins, Abdullah krónprins, rak yfirmann sádi-arab- ísku leyniþjónustunnar, Turki bin Faisal, sem var í nánum tengslum við leyniþjónustu Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. „Hann var rekinn án skýringa í ágúst,“ sagði Cannistraro og bætti við að eftirmaður Faisals hefði „alls enga reynslu af leyniþjónustustörfum“. Cannistraro sagði að á síðustu ár- um hefðu útsendarar sádi-arabísku leyniþjónustunnar njósnað um al- Qaeda með því að villa á sér heim- ildir og ganga í samtökin í Afganist- an. „Upp komst um einn þeirra fyrir fjórum árum og bin Laden lét taka hann af lífi. Tveimur öðrum tókst að forða sér.“ Að sögn Cannistraros hefur brottvikning Fais- als valdið bandarísku leyniþjónustunni „miklum skaða“. Óttast óróa í Sádi-Arabíu Samskipti Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu eru flókin og mjög vandmeðfarin, bæði fyrir Bush og Fahd konung, sem er áttræður og komst til valda árið 1982. Fahd og fjölskylda hans óttast hryðjuverk og jafnvel byltingu. Bush og stjórn hans óttast að órói í Sádi-Arabíu verði til þess að Banda- ríkjaher missi aðgang sinn að mik- ilvægum herstöðvum. Um það bil 6.000 bandarískir hermenn eru í Sádi-Arabíu. Og svo er það olían. Um 60% olíu- nnar, sem notuð er í Bandaríkjun- um, er innflutt og 23% koma frá Persaflóaríkjum og 14,7% frá Sádi- Arabíu einni. Síðustu þrjá áratugi hafa Sádar verið traustustu vinir Bandaríkja- manna meðal olíuframleiðendanna í Mið-Austurlöndum. Þegar önnur ol- íuútflutningsríki reyndu að stuðla að hærra olíuverði beittu Sádar sér fyrir jafnvægi á mörkuðunum og juku stundum framleiðsluna. Bandarísku hersveitirnar valda gremju Síðustu tíu árin hefur hins vegar verið ágreiningur meðal almennings í Sádi-Arabíu og jafnvel innan kon- ungsfjölskyldunnar um samskiptin við Bandaríkin. Bandarísku hersveitirnar í Sádi- Arabíu gegndu mikilvægu hlutverki í Flóastríðinu fyrir tíu árum en þær ollu mikilli gremju meðal margra múslíma í landinu, einkum wahab- ita. Bin Laden, sem kom úr einni auðugustu fjölskyldu Sádi-Arabíu, hóf reyndar baráttu sína gegn Bandaríkjunum vegna hersveitanna í heimalandi sínu. Hann fór í útlegð snemma á síðasta áratug og var sviptur ríkisborgararéttindum í Sádi-Arabíu árið 1994. „Helsta skammtímamarkmið hans er að torvelda okkur með einhverjum hætti að hafa hersveitir í Mið-Austurlöndum, einkum í Sádi-Arabíu,“ sagði Dennis B. Ross, sem hefur reynt að ná frið- arsamkomulagi milli Ísraela og Palestínu- manna. „Í augum bin Ladens eru það hersveitir okkar í Sádi-Ar- abíu sem gerðu hann að þeim skæða manni sem við þurfum nú að kljást við,“ sagði Ross. „Hann telur okkur spilla íslam, vera nálægt helgum stöðum múslíma, Mekka og Medina, og er staðráðinn í að losa Sádi-Arab- íu við hersveitir okkar vegna þess að hann telur það einnig lykilinn að því að losa landið við konungsfjölskyld- una.“ Fylgst af varúð með ósamvinnuþýðum Sádum Bandarískir sérfræð- ingar segja að stjórn- völd í Sádi-Arabíu hafi lítið sem ekkert sam- starf við Bandaríkja- menn í baráttunni við hryðjuverkastarfsemi. Ráðamenn í Wash- ington varast þó að gagnrýna aðgerðaleysi Sádi-Araba, enda eru samskipti ríkjanna mjög flókin og viðkvæm. AP Fahd Sádi-Arabíukonungur og Thomas Klestil, forseti Austurríkis, sem var í heimsókn í Sádi-Arabíu í gær. Washington. Los Angeles Times. Bin Laden nýtur mikils stuðnings í Sádi-Arabíu Konungs- fjölskyldan ótt- ast óróa og byltingu r sagðist róandi lyf í fyrra og ógnvæn- skoða bet- afa neytt gðust oft öðrum, þá áfengi á aldsskóla- % segjast ra mikinn ssar tölur eða kyni. nokkuð al- æðinu og rið aðeins ssum nið- s, og þær forvarnir gegn vímuefnum. Rannsóknin náði til ungs fólks í öllum framhaldsskól- um á Íslandi og var svarhlutfall tæp 72% þeirra sem áttu að mæta í skól- ann á fyrirlagningartíma, eða um 8900 einstaklingar. Rannsóknin var gerð fyrir tilstuðlan áfengis- og vímuvarnaráðs, menntamálaráðu- neytisins, dómsmálaráðuneytisins, Rauða kross Íslands, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og rannsóknarnefndar umferðarslysa. Rannsóknir og greining hafði um- sjón með gerð könnunarinnar. Þórólfur segir að til standi að gera aðra könnun á vímuefnanotkun meðal 16-18 ára unglinga sem eru hættir í skóla. Mikilvægt að ungt fólk taki þátt í forvarnarstarfi Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneyt- isstjóri í heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytinu, flutti ávarp á fundin- um fyrir hönd Jóns Kristjánssonar ráðherra sem var á ríkisstjórnar- fundi. Hann sagði ráðuneytið fagna samstarfi þeirra aðila sem standa að könnuninni og sagði að miklar vonir væru bundnar við að niðurstöðurnar verði til þess að efla baráttu opin- berra aðila, foreldra og ungmenn- anna sjálfra gegn þeim vágesti sem vímuefnin eru. „Hvernig sem við förum að og hversu margar nefndir og ráð sem við skipum, held ég að það sé öllum ljóst að orrustan við fíkniefnin verð- ur aldrei til lykta leidd og aldrei unnin nema við fáum unga fólkið í lið með okkur,“ sagði Davíð. Einnig sagði hann mikilvægt að heimilin og skólarnir leggist á sveif með þeim sem berjast gegn vímu- og fíkniefn- um og tók Þórólfur í sama streng. Davíð sagði jákvætt að nokkuð góður árangur virðist hafa náðst í baráttunni við áfengisneyslu og reykingar. Þó sagði hann aukna hassneyslu vera vandamál. „Það sýnir að við verðum að spyrna við fótunum og hefja sérstaka baráttu gegn hassneyslu,“ sagði Davíð. Hann sagði afar fáa virðast tengj- ast notkun hinna harðari efna. „En það þýðir ekki það að við getum gert lítið úr þessum fáu því flestum sem þar eiga í hlut, fylgja mikil og alvar- leg tilvik sem þýða niðurbrotnar og eyðilagðar fjölskyldur með öllum þeim hörmungum sem því fylgja. Samfélagsleg skylda okkar er að reyna að hjálpa þessum einstaklingum til sjálfs- hjálpar,“ sagði Davíð. Hann sagði mikilvægt að kortleggja þannig veru- leika ungs fólks, þar sem fullorðnir geri sér ekki alltaf grein fyrir þeim heimi sem börnin þeirra eða barnabörn lifa í. Þórólfur sagði íslenska unglinga vera til fyrirmyndar. „Ég trúi því að á næstu árum munum við fá þá bet- ur til samstarfs við okkur. Höfum við gæfu til að styrkja þau til að taka á málum eins og þau vilja held ég í ljósi þessarar könnunnar og stöð- unnar í dag, að ég sé hóflega bjart- sýnn á framhaldið,“ sagði Þórólfur. mhaldsskólanema      !" ###   "  # # # $# %# &# '# (# )# # ##   !  -    !+ ..$# " ' ( )  ,  ###  # && '$ '( ( () )# ) )' áfeng- kingum fram- 92, á ngum. undi i lyf. laðið/Golli gginga- ei unnin Tíundi hver unglingur hef- ur tekið inn svefntöflur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.