Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ E ru íslenskir stjórn- málaflokkar allir eins? Þessu veltir Guðmundur Stein- grímsson, heim- spekingur og tónlistarmaður, fyr- ir sér í greininni „Allt sama tóbakið“ sem birtist í nýútkomnu TMM – Tímariti Máls og menn- ingar, sem svo sannarlega hefur gengið í endurnýjun lífdaga að undanförnu og er nú orðið kröft- ugt númer í þjóðmálaumræðunni. Í greininni ræðst Guðmundur, sem alist hefur upp við þröskuld stjórnmálanna frá blautu barns- beini sem sonur forsætisráð- herrans Stein- gríms Hermanns- sonar, á grunnviðhorf íslensku stjórnmála- flokkanna eins og þau birtast í stefnuskrám þeirra, ræðum for- ystumanna, alþjóðastarfi og pistl- um þingmanna. Segist hann sjálf- ur skoða rannsóknina sem „hugmyndafræðilega textarýni“. Hafa íslenskir stjórnmálaflokkar náð að skilgreina sig hver frá öðrum? Margt bendir til þess að svo sé ekki, segir Guðmundur. Hann bendir á ýmis dæmi máli sínu til stuðnings og sagði á mál- fundi um pólitíska litrófið á Ís- landi, sem efnt var til í gærkvöldi á kaffihúsinu Súfistanum við Laugaveg, að hann hefði reynt að setja sig í spor geimveru við ritun greinarinnar. Geimveru með kosningarétt. Geimveru sem ekk- ert þekkti inn á pólitík og hefði ekkert annað en stefnuskrár flokkanna til að fóta sig eftir og gera síðan upp hug sinn. „Að grunni til er það markmið allra flokkanna að bæta sam- félagið, gera lífsskilyrði betri fyr- ir sem flesta og tryggja jöfnuð og réttlæti,“ segir í greininni. „Sögu- legar rætur flokkanna eru vissu- lega mismunandi og þeir skipa sér í raðir eftir hefðbundnum skilgreiningum. Þannig höfum við eitthvað sem kallað er vinstri menn, hægri menn og miðju- menn. Spurningin er hins vegar hvort þessi orð, vinstri, hægri og miðja, þýði eitthvað meira en bara KR, Valur og Fram.“ Guðmundur kafar dýpra ofan í stefnuskrárnar og gefur sér að einhver meiriháttar hug- myndafræðilegur munur hljóti að vera á þeim andstæðu pólum í pólitíkinni, Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum. Eða hvað? „Hreyfingin hafnar alræði markaðshyggjunnar,“ segja Vinstri grænir og geta sjálfsagt flestir tekið undir að „markaður- inn“ eigi ekki öllu að ráða, enda þótt flestir geti verið sammála um að markaðskerfið sem slíkt sé undirstaða vestrænna þjóðfélaga. Hvað segir þá Sjálfstæðisflokk- urinn? Jú, hann hefur „efasemdir um að ríkisvaldið geti leyst öll vandamál.“ Þetta finnst Guðmundi nú ekki beinlínis mjög sterkt að orði kveðið. Skal tekið undir það hér. Umræðurnar á Súfistanum í gærkvöldi voru skemmtilegar. Guðmundur gerði þar grein fyrir grein sinni og fjórir álitsgjafar – þeirra á meðal undirritaður – voru fengnir til þess að fjalla al- mennt um íslenska stjórn- málaflokka, greinina sem slíka og þá grundvallarspurningu hvort þetta sé einfaldlega allt sama tób- akið. Segja má að flestir sem til máls tóku hafi verið sammála um að væru stefnuskrár flokkanna eingöngu hafðar sem viðmið, mætti auðveldlega draga þá ályktun að lítið, ef nokkuð, skildi þá að. Ólíkar áherslur felist ekki síst í persónulegum samanburði forystumanna eða þá í fáum og mjög stórum álitamálum sem skeki þjóðina almennt og flestir hafi einhverja skoðun á. Dæmi um þetta geti verið umræðan um kvótakerfið eða virkjanir á há- lendinu. Þórhildur Þorleifsdóttir, leik- stjóri og fyrrverandi alþing- iskona, hélt því fram að fátt heill- aði sig í íslenskri pólitík nútímans og hún hefði einfaldlega ekki áhuga á íslenskum stjórnmálum, eða stjórnmálamönnum. Flest ef ekki allt í uppbygginu væri mótað samkvæmt skilgreiningu rótgró- ins karlaveldis. Sá sem hér heldur á penna gerði íslenskar samsteypustjórn- ir að umtalsefni og færði rök fyr- ir því að endalausar málamiðlanir í samstarfi tveggja flokka eða fleiri yrðu þess valdandi að sér- staða flokka ætti sífellt í vök að verjast. Árni Snævarr, frétta- maður á Stöð 2, benti á gamalt pólitískt dreifibréf til stuðnings þeirri fullyrðingu sinni að í raun væri allt komið í hring í íslensk- um stjórnmálum og Mikael Karlsson prófessor lagði út frá þeirri kenningu að í raun væru stjórnmálaflokkar óþarfir sem slíkir. Auðvitað er það meira í gamni sagt. En því var samt fleygt á fundinum að ef til vill væri skyn- samlegra fyrir fólk að bjóða sig fram á vettvangi fulltrúalýðræð- isins á eigin forsendum í stað þess að vera bundinn af hjálmi stjórnmálaflokka og þess sem kallað hefur verið flokkslínan. Annar fundarmaður sagðist geta hugsað sér að kjósa á sama listanum sjálfstæðismenn og samfylkingarmann. Hann vildi hins vegar síður vera bundinn á klafa íslenskra flokka. Áhuginn og hin góða aðsókn að málfundinum um íslenska flokka- pólitík í gærkvöldi er góð vís- bending um að Íslendingar láti sig stjórnmálin enn varða og hafi áhuga á mótun þess samfélags sem við byggjum. Það er ekki að- eins á Íslandi þar sem hefð- bundnar kreddur og skilgrein- ingar til vinstri og hægri eru á undanhaldi. Einn orðaði það svo á fundinum í gærkvöldi að nú mætti fremur draga upp annan mælikvarða á stjórnmálaviðhorf fólks og raunar lífsviðhorf al- mennt. Hvort þú ert fylgjandi auknum ríkisumsvifum og þar með skattahækkunum eða á móti. Kannski er mikið til í því. Allir flokk- ar eins? ... höfum við eitthvað sem kallað er vinstri menn, hægri menn og miðjumenn. Spurningin er hins vegar hvort þessi orð, vinstri, hægri og miðja, þýði eitthvað meira en bara KR, Valur og Fram. VIÐHORF Eftir Björn Inga Hrafnsson bingi@mbl.is – Guðmundur Steingrímsson, „Allt sama tóbakið?“ TMM 4/2001. Framtíðarhorfur og þróun í verslun og þjónustu hefur verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu. Margt kemur til. Sumar greinar verslunar upp- lifa samdrátt og óvissa ríkir í hagkerfinu. Spáð hefur verið sam- drætti í efnahagslífinu á sama tíma og fjárfest hefur verið í mikilli aukningu verslunar- rýmis. Nokkrar um- ræður hafa orðið um áhrif alls þessa, bæði á afkomu verslunarinnar og skipulag borga og bæja til lengri tíma litið. Þá má gera ráð fyrir óbeinum áhrifum á einstakar at- vinnugreinar tengdar byggingariðn- aði ef hratt dregur úr eftirspurn eftir stórframkvæmdir síðustu ára. En hvort sem fólk lítur á þró- unina í verslun undanfarinna ára sem tákn nýrra tíma og framfara eða hefur áhyggjur af afleiðingum þess fyrir verslun almennt ef versl- unarrými eykst of hratt er ljóst að mikil gerjun er í gangi og tímabært að ræða framtíðarhorfur og æski- lega þróun. Ísland er nokkuð langt á eftir ná- grannalöndum sínum í umræðum og umfjöllun um samspil verslunar og skipulagsmála. Víðast hvar hefur verið unnið út frá þeirri viður- kenndu staðreynd að fjárfestingar í verslunarhúsnæði hafa ekki bara mikil áhrif á framtíðarþróun og skipulag viðkomandi sveitarfélags heldur ná áhrifin líka langt út fyrir mörk sveitarfélagsins. Sums staðar hefur verið brugðist við með því að breyta lögum um skipulagsmál. Það hefur t.d. verið gert í Danmörku, Noregi og Finnlandi á undanförnum árum. Sameiginlegt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sem verið er að kynna um þessar mundir er að vísu skref fram á við hvað þessi mál varðar en þar eru þó ekki sett niður nein föst viðmið í þessu tilliti. Þróunin hefur að miklu leyti verið sú sama hér og í löndunum í kring um okkur á síðustu árum. Smásölu- verslunin hefur þjappast meira saman í stórum verslunarsamstæð- um á kostnað dreifðari verslunar í miðbæjarkjörnum og einstökum hverfum. Þessar verslunarmiðstöðv- ar hafa líka stækkað. Áhersla hefur aukist á þjónustu við akandi við- skiptavini á kostnað þeirra sem ekki nota bíla. Sérvöru- verslunum fjölgar í verslunarmiðstöðvum en fækkar í miðbæj- um. Sums staðar er nokkuð ljóst að versl- anir eru of margar og verslunarhúsnæðið allt of stórt. Spurningarnar sem eigendur verslana og skipulagsyfirvöld standa frammi fyrir eru líka þær sömu víð- ast hvar. Hvernig er best að tryggja góða aðkomu neytenda að verslunum? Hvernig er best að haga framboði á þeim vörum sem neytendur óska eftir? Hvernig er hægt að tryggja að fjár- festing í verslunarhúsnæði stuðli að jákvæðri og sjálfbærri þróun við- komandi sveitarfélaga og svæða? Hvernig er hægt að láta uppbygg- ingu verslunarhúsnæðis og áherslur í umhverfismálum passa saman? Hvernig á að vinna að skipulagi í sambandi við verslun á svæðum þar sem fleiri sveitarfélög koma saman? Í þessum málum stangast beinir viðskiptahagsmunir oft á við þarfir samfélagsins. Hagstæð fjárfesting- artækifæri ýta oft samfélagslegum áherslum til hliðar, það er ekki nógu mikill hvati til þess að hugsa á samfélagslegan hátt. Kannski er lagaramminn heldur ekki nógu skýr og fullnægjandi til þess að það sé hægt að uppfylla þessar þarfir, þ.e. ef þær eiga yfir höfuð rétt á sér, sem kann að vera umdeilt. Sé litið til umræðu á Norðurlönd- unum og Bretlandseyjum um þessi mál kemur í ljós að af hálfu skipu- lagsyfirvalda hefur verið lögð sífellt meiri áhersla á að vernda og styrkja stöðu miðbæjarkjarna. Einnig er lögð áhersla á samhengi við um- hverfismál og t.d. er sú krafa víða uppi að mjög stórar einingar skuli fara í umhverfismat. Þar er litið svo á að öflugir og lifandi miðbæjar- kjarnar séu hjartað í borgarlífinu og þar með grunnurinn að styrk við- komandi svæðis í efnahagslegu, at- vinnulegu og menningarlegu tilliti. Aðstæður hér á landi eru að ýmsu leyti frábrugðnar aðstæðum annars staðar á Norðurlöndunum. Strjál- býlið er auðvitað miklu meira og eins er byggðarþjöppunin á okkar höfuðborgarsvæði minni en víða annars staðar. Almenningssam- göngur eru tiltölulega vanþróaðar hér og bílaeign meiri og tiltölulega almennari. Kannski má segja að við líkjumst Bandaríkjunum meira í þessu tilliti. Engu að síður gáfu allir norrænu umhverfisráðherrarnir út sameigin- lega skýrslu fyrir u.þ.b. ári um skipulagningu smásöluverslunar á Norðurlöndunum. Þar kom skýrt fram vilji þeirra til þess að skoða hvort hægt sé að gera auknar kröf- ur um skipulagsforsendur og til um- hverfismats þegar um er að ræða stærri verslunarmiðstöðvar. Þá sögðust þeir vilja stuðla að nánari umræðum um hvernig staðsetning smásöluverslana geti stutt sjálf- bæra þróun innan sveitarfélaga, á stærri svæðum og í sambandi við al- menningssamgöngur. Markmiðið í þessu sambandi virðist vera að horfa meira til skipulagsmála í kring um ákvarðanir um smásölu- verslun í stefnumörkun sveitarfé- laganna. Það er ljóst að hér er um að ræða spurningar sem snerta verulega lífskjör okkar allra í víðum skiln- ingi. Það er því mikilvægt að þessi mál séu skoðuð skynsamlega og rædd á yfirvegaðan hátt. Sem innlegg inn í þessa mikil- vægu umræðu munu Aflvaki hf. og Samtök verslunar og þjónustu standa fyrir ráðstefnu um þessi mál þriðjudaginn 23. október nk. Þar munu m.a. halda erindi um þessi mál tveir breskir fræðimenn sem standa framarlega á sínu sviði. Það er von okkar sem stöndum að þess- ari ráðstefnu að umræður þar muni verða fræðandi og málefnalegar og hjálpi þar með öllum hlutaðeigandi aðilum að átta sig sem best á því hvernig hentugast sé að standa að málum sem þessum í framtíðinni. Verslun og skipulag – hverjir eru hagstæðustu kostirnir? Ari Skúlason Verslun Ljóst er að mikil gerjun er í gangi í verslun og skipulagsmálum, segir Ari Skúlason, og tíma- bært að ræða fram- tíðarhorfur og æski- lega þróun. Höfundur er framkvæmdastjóri Aflvaka hf. NÚ HEFUR bæjar- stjórn Garðabæjar orð- ið að ósk sinni. Skipu- lagsstofnun samþykkti ósk bæjarstjórnarinnar um að leyft yrði að gera 10 hektara landfylling- artanga út í Arnarnes- vog. Óskin um fram- kvæmdina kom frá Gunnari og Gylfa ehf. og Björgun ehf. fyrr á þessu ári og tók sveit- arstjórnin samstundis við hugmyndinni eins og himnasendingu. Málsmeðferð Garða- bæjar einkenndist af af- greiðsluhraða og pukri gagnvart okk- ur íbúunum. Slíkur hraði og slík leynd fær mann til að trúa að „peningar“ hafi opnað leiðina, strax. Er það satt? Eitthvað liggur á bak við ákvörðun bæjar- stjórnar að vísvitandi eyðileggja Arn- arnesvog til að þóknast 2 verktökum, sem ofaná eyðilegginguna þurfa ekki að greiða gatnagerðargjöld til sveit- arfélagsins. Það er kominn tími til að upplýst verði hverjir leggja stjórn- málaflokkunum til peninga. Á sama tíma og allt er gert til að þóknast Gunnari og Gylfa og Björgun vinnur sveitarstjórnin að því að gera Hrauns- holtsland verðlítið og hafa þannig fé af fólki sem hefur alla sína tíð búið í Garðabæ. Svo virðist sem að ekki eigi að skipuleggja Hrauns- holtsland, um 22 hekt- ara, sem byggingar- land. Bæjarstjórnin vill eyðileggja Arnarnesvog með landfyllingu en gera á sama tíma bygg- ingarland í nálægð vogsins verðlaust með skipulagsákvörðun. Hvað veldur þessum ákvörðunum bæjarstjórnar að eyðileggja fyrir íbúum sínum, annars vegar náttúruna og hins vegar verðmæti? Að lokum vil ég sérstaklega vekja athygli á lokaorðum í skýrslu Nátt- úruverndar ríkisins um Arnarnesvog. „Náttúruvernd ríkisins telur að í stað íbúðarbyggðar á landfyllingu í Arn- arnesvogi ætti fremur að leitast við að tryggja þau náttúruverðmæti sem felast í leirum og vogum á höfuðborg- arsvæðinu og skapa þar aðstæður til útivistar og náttúrufræðslu fyrir komandi kynslóðir. Fjaran og vogur- inn búa yfir auðugu lífríki sem getur orðið mikill þekkingarbrunnur fyrir alla sem áhuga hafa á og það má telja dýrmætt fyrir hvaða bæjarfélag á höfuðborgarsvæðinu að eiga í fram- tíðinni ómengaða náttúruperlu eins og Arnarnesvog.“ Garðapósturinn sá sér ekki fært að birta ofangreindar niðurstöður Nátt- úruverndar ríkisins enda engar aug- lýsingatekjur tengdar fréttinni, ein- hliða fréttir um þetta mál hafa hins vegar birst í blaðinu frá Garðabæ og verktökunum. Traðkað á íbúunum Pétur Björnsson Sveitarstjórnarmál Málsmeðferð Garðabæjar ein- kenndist af afgreiðslu- hraða og pukri, segir Pétur Björnsson, gagnvart okkur íbúunum. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Vífilfells og íbúi í Mávanesi 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.