Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á VALDI ÓVISSUNNAR ÚRBÆTUR FYRIR SMÁBÁTA Vísbendingar komu fram um þaðá landsfundi Sjálfstæðisflokks-ins, að lausn kynni að finnast á deilunni, sem staðið hefur yfir undan- farnar vikur um stöðu smábátanna. Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráð- herra, gerði grein fyrir því á fundinum að hverju hann vildi vinna í þessu sam- bandi og sagði m.a.: „... í fyrsta lagi að krókabátar fái aflamark í keilu og löngu. Í öðru lagi að um veiðar krókabáta gildi sömu al- mennu reglurnar og um aflamarksbát- ana, þ.e. það sem varðar undirmál í þorski, ýsu og ufsa, þannig að 10% af aflanum megi vera undirmál, sem telst einungis að hálfu leyti til kvótans. Í þriðja lagi að heimiluð verði jöfn skipti á milli krókaaflamarkskerfisins og í fjórða lagi að þeir, sem veiða tegundir, sem þeir ekki hafa kvóta fyrir geti veitt 5% og skilað tekjunum af því til Hafrannsóknastofnunarinnar. Og að lokum í fimmta lagi legg ég fram frumvarp um það að gera breytingar á aflahlutdeildinni þannig að aflahlut- deild krókabátanna verði hækkuð í ýsu, steinbít og ufsa þannig að í ýsunni verði hún 14,5%. Verði þetta sam- þykkt á Alþingi mun ég endurskoða heildaraflamarkið til að mæta þessari aukningu.“ Þessum orðum fylgdi sjávarútvegs- ráðherra eftir í gær með því að breyta reglugerð þannig að krókabátum verði heimilt að veiða sem meðafla við krókaveiðar löngu, keilu og karfa. Ennfremur hefur ráðherrann sam- ræmt reglur um úthlutun, nýtingu og framsal krókaaflahlutdeildar/króka- aflamarks þeim reglum, sem gilda um almenna aflahlutdeild og aflamark. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins lýsti Einar Oddur Kristjánsson, al- þingismaður, þeirri skoðun, að þessar hugmyndir sjávarútvegsráðherra gætu orðið grundvöllur sátta vegna smábátadeilunnar en kvaðst vilja þreifa á efndunum áður en meira yrði sagt. Alla vega er ljóst að bjartari horfur eru nú um að gengið verði til sam- komulags við smábátaútgerðarmenn en áður. Ótti hefur gripið um sig við hættunaá sýklavopnaárásum. Þegar hefur einn maður látið lífið af miltisbrandi og vitað er um fjórtán sýkingar. Öll til- fellin hafa hingað til verið innan Bandaríkjanna, en óttinn teygir sig um allan heim og hafa dularfullar póstsendingar verið rannsakaðar víða um heim, meðal annars á Íslandi, í Noregi, Danmörku, Sviss, Litháen, Ástralíu, Frakklandi og Þýskalandi og víða hefur fólk verið lagt á sjúkrahús til rannsóknar. Bandaríkjamenn teljast vera þess fullvissir að hér sé um hryðjuverk að ræða og ætlunin sé að valda skelfingu meðal almennings. Sérfræðingar telja að um samstilltar árásir sé að ræða og rökstyðja það meðal annars með því að samtímis hafi verið póstlagðar send- ingar með miltisbrandi í Malasíu og New Jersey. Því hefur verið bætt við að á báðum stöðum eigi hryðjuverka- foringinn Osama bin Laden sér stuðn- ingsmenn. Almannavarnir ríkisins og land- læknisembættið sendu í gær frá sér tilkynningu þar sem sagði að afar litl- ar líkur væru á að miltisbrandur eða aðrar sýkingar bærist hingað til lands með póstsendingum. Engin ástæða væri fyrir almenning að breyta dag- legum athöfnum sínum vegna þessa. Landlæknisembættið og Almanna- varnir funduðu engu að síður um málið með ríkislögreglustjóra í gær til að skilgreina það sem kalla mætti grun- samlegan póst og hafa verið settar upplýsingar á heimasíðu landlæknis. Fátt er jafn óhugnanlegt og tilhugs- unin um hernað með banvænum sjúk- dómum og eiturefnum, sem verða til á tilraunastofum og beint er gegn varn- arlausum almenningi. Þessar tilrauna- stofur eru hins vegar ekki aðeins á snærum hryðjuverkamanna á borð við bin Laden. Ýmis ríki hafa rannsakað og þróað sýkla- og efnavopn. Fyrir rúmum tuttugu árum létu 70 manns lífið þegar tilraun með miltisbrand fór úrskeiðis í Sverdlovsk í Sovétríkjun- um. Bandaríkjamenn hafa einnig þró- að ýmis sýkla- og efnavopn. Þeir hafa notað efnavopn á borð við napalm og agent orange. Í skýrslu bandarískrar þingnefndar frá 1994 kom fram að milli 1985 og 1989 fluttu bandarísk fyr- irtæki ýmis eiturefni til Íraks, þar á meðal bacillus anthracis, sem veldur miltisbrandi. Árið 1972 var sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um sýklavopn gerður og eyddu Bandaríkjamenn sýklavopnabirgðum sínum í stjórnar- tíð Richards Nixons. Mikill fjöldi ríkja hefur staðfest sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við þróun, fram- leiðslu, geymslu og notkun efnavopna frá 1993, en hann tók gildi 1997. Bandaríkin eru ekki þar á meðal. Öld- ungadeild Bandaríkjaþings hefur hafnað því að staðfesta sáttmálann nema bætt verði við ákvæði þess efnis að forseti Bandaríkjanna megi hafna því að fram fari eftirlit telji hann að það gæti stefnt þjóðarhagsmunum Bandaríkjanna í voða. Forsetar Bandaríkjanna hafa hins vegar hver af öðrum lýst yfir því að sérstaklega þurfi að taka á hættunni af sýkla- og efnavopnahernaði. Sú aðferð, sem notuð hefur verið til að breiða út miltisbrandinn í Banda- ríkjunum, er ekki líkleg til að koma af stað fjöldasýkingum. Til þess þarf stórtækari aðferðir en þá litlu skammta, sem sendir hafa verið með pósti. Þó má ekki vanmeta hættuna af sýklavopnum á borð við miltisbrand. Í opinberri rannsókn, sem gerð var í Bandaríkjunum 1993, var niðurstaðan að yrði 100 kg af miltisbrandi dreift úr flugvél á heiðskýru, lygnu kvöldi í Washington væru líf milli einnar og þriggja milljóna manna í hættu. Það er erfitt að bregðast við hættunni af því óþekkta. Yfirvegun verður hins vegar að verða óttanum yfirsterkari. Það er engin ástæða til að vanmeta hættuna af hryðjuverkum með sýkla- og efna- vopn og full ástæða til að sýna var- kárni. Um leið verður þjóðfélagið hins vegar að halda sínu striki. NIÐURSTÖÐUR rann-sóknarinnar Ungt fólk íframhaldsskólum, semvar gerð í október árið 2000 og náði til ungs fólks í öllum framhaldsskólum á landinu, sýna að verulega hefur dregið úr ölvun með- al 16–19 ára framhaldsskólanem- enda miðað við sambærilega könn- un sem gerð var árið 1992. Árið 2000 höfðu 63% framhaldsskólanema orðið ölvuð síðustu 30 daga áður en könnunin var tekin, en átta árum fyrr var þetta hlutfall 81%. Þarna munar 18 prósentustigum. Þórólfur Þórlindsson, formaður áfengis- og vímuvarnaráðs, kynnti niðurstöðurnar. Hann sagðist telja þessa þróun vera athyglisverðustu og jákvæðustu breytingarnar sem koma fram í könnuninni. „Þetta er athyglisvert í ljósi þess að á und- anförnum árum hefur verið gert sérstakt átak í því að draga úr ölvun meðal unga fólksins. Ég tel að hér séum við að sjá árangur af því starfi. Því var oft haldið fram hér áður að þetta væri eitthvert óbreytanlegt lögmál, það er það ekki,“ sagði Þór- ólfur. Hann lagði áherslu á að við túlkun á þessum niðurstöðum beri að líta til þess að árin 1989–90 hafi dregið verulega úr neyslu vímuefna í efstu bekkjum grunnskóla og því séu töl- urnar frá 1992 þær lægstu sem hafa fengist úr sambærilegri könnun. Aukin neysla munn- og neftóbaks Einnig gefur rannsóknin til kynna að lítillega hafi dregið úr dag- legum reykingum nemenda milli þessara ára. Tæplega 19% þeirra reyktu árið 2000, en rúmlega 21% árið 1992. Athyglisvert er að notkun á munn- og neftóbaki er samanlagt orðin algengari en dagleg neysla reyktóbaks. Árið 2000 sögðust 20% 18 og 19 ára nemenda hafa notað neftóbak 20 sinnum eða oftar um ævina og 8% hafa notað munntóbak 20 sinnum eða oftar. Þetta sagði Þórólfur hafa verið þær niðurstöður sem komu honum hvað mest á óvart. Á sama tíma og dregur nokkuð úr ölvun eykst notkun ólöglegra vímu- efna. Árið 2000 höfðu 12% neytt hass þrisvar sinnum eða oftar, en þetta hlutfall var 7% árið 1992. Það er aukning um 5 prósentustig. Neysla amfetamíns eða spítts tvö- faldast á tímabilinu. Ár- ið 2000 höfðu 4% neytt amfetamíns a.m.k. þrisvar sinnum, en 2% árið 1992. Sama gildir um kókaín, árið 2000 höfðu 5% nemenda neytt kókaíns, en 2% árið 1992. „5% er ekki lág tala þegar kókaín er ann- ars vegar í íslenskum framhalds- skólum. Ég myndi telja að þetta væri há tala og því miður held ég að við stöndum frammi fyrir vanda sem við höfðum ekki í ríkum mæli hér áður. Ef við lítum til nágranna- landanna held ég að það sé eins gott fyrir okkur að bregðast hér strax við og fljótt,“ sagði Þórólfur. Mun færri höfðu sniffað t.d. lím í könnuninni 2000 en árið 1992. Þá höfðu 12% sniffað, en í fyrra var hlutfallið 5%. Þórólfur sagði að þessi neysla sveiflist mikið og því sé lítið mark á því að bera tölur saman milli ára. „Það er lítill hópur sem er í jafnri neyslu og það er mjög alvar- legt mál. Við megum ekki gleyma því hvað sniffið er óskaplega skað- legt og getur skaðað ungt fólk á mjög stuttum tíma. Við megum ekki sofna á verðinum hvað þetta varðar,“ sagði Þór- ólfur. 3% framhaldsskóla- nema sögðust hafa notað E-töflur og sagði Þórólf- ur að þessi tala verði að teljast ótrúlega lág miðað við þá um- fjöllun sem farið hefur fram undan- farið. „Ég átti von á miklu hærri tölu hér, ég átti von á að það væru fleiri en 3% sem væru að neyta E- taflna í framhaldsskólum og þá miða ég bara við umræðuna sem hefur verið í þjóðfélaginu,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist bæði telja það var- hugavert að ofmeta neyslu og að draga úr henni. Tíundi hver unglingur hafa tekið svefntöflur eða r í könnuninni sem gerð var sagði Þórólfur þetta vera legt hlutfall sem þurfi að s ur. Þá sögðust 4% ha sveppa. Tæp 40% nemenda sög neyta áfengis heima hjá ö sagðist 31% oft drekka útihátíð og 30% á framha balli. Athygli vekur að 24% oft drekka á skemmti- stað og 12% á bar eða kaffihúsi þrátt fyrir að um 16–19 ára unglinga er að ræða. 18% sögðust oft drekka áfengi í mið- bænum og 7% heima hjá sér. Þórólfur sagði hvorki ver mun á neyslunni þegar þes eru skoðaðar út frá búsetu Þó hafi hassneysla verið n gengari á höfuðborgarsvæ neysla ólöglegra efna ver meiri meðal drengja. Nú verður unnið úr þes urstöðum, að sögn Þórólfs síðan notaðar til að efla Könnun á vímuefnaneyslu 16–19 ára fram         # # # $# %# &# '# (# )# # ## *+       + " ' ( ) , ( #    % Dregið hefur úr isneyslu og reyk Neysla ólöglegra vímuefna meðal 16–19 ára haldsskólanema hefur aukist frá árinu 199 sama tíma og dregið hefur úr ölvun og reykin Mest er aukningin í hassneyslu og hefur tí hver nemandi notað svefntöflur eða róandi Morgunbl Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryg málaráðuneytinu, sagði að orrustan við fíkniefnin yrði aldre nema ungt fólk tæki þátt í henni. Morgunblaðið/Golli Færri höfðu neytt E-taflna en búist hafði verið við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.