Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Námskeið í kristinni sálgæslu Fjölkirkjuleg sálgæsla Hollendingurinn Teovan der Veeleheldur þriggja daga námskeið um sál- gæslu í safnaðarheimili Laugarneskirkju á fimmtudag, föstudag og laugardag. Hann kemur til landsins á vegum þjóð- kirkjunnar, Hvítasunnu- safnaðarins, fríkirkjunnar Vegarins og KFUM og K. Yfirskrift námskeiðsins er Hjálpað með blessun og er það öllum opið. Að sögn Margrétar Scheving, aðstoðarmanns van der Veele á námskeið- unum, er hann mikill Ís- landsvinur. „Hann sótti Ís- land heim á árunum 1985 til 1991 og kenndi þá hér um sálgæslu og veitti hana. Hann kom upphaflega á vegum Ungs fólks með hlutverk.“ Hvaða maður er þetta? „Van der Veele er guðfræðing- ur og sálfræðingur; hefur BA-próf í guðfræði frá ICI í Brussel og MA gráðu í þvermenningarlegri þjónustu með þvermenningarlega sálgæslu sem aðalgrein frá Fuller í Pasadena í Bandaríkjunum. Eiginkona hans til 40 ára, Wil van der Veele, er listmálari. Þau störfuðu lengi vel í Taílandi sem kristniboðar og við hjálparstörf meðal holdsveikra þar. Einnig vann hann við þjálfun starfsfólks á vettvangi þvermenningarlegrar þjónustu en síðan 1982 hefur hann rekið einkaráðgjafarþjónustu og kennt áfallaráðgjöf í Hollandi og víðar í Evrópu, til dæmis á Norð- urlöndunum, í Sviss og Austur- ríki. Í Asíu hefur hann sinnt þessu starfi í Taílandi, Kambódíu og Kína og einnig í Afríkulöndunum Úganda og Rúanda. Árin 1992–1996 var hann í hlutastarfi við ráðgjöf fyrir starfs- lið geðsjúkrahúss fyrir fíkla í Hol- landi en nú sinnir hann aðallega kennslu og þjálfun áfallaráðgjafa á alþjóðavettvangi.“ Hvert er markmið námskeiða Hollendingsins? „Meginmarkmið hans er að þjálfa áhugasama leikmenn til hjálparstarfa, bæði á kirkjulegum vettvangi og utan hans. Hann kennir okkur ákveðna nálgun, sem hann hefur þróað og leitast við að mæta manneskjunni þar sem hún er tilfinningalega stödd, að finna perslurnar í lífi hennar og vinna út frá þeim. Í vinnu hans felst kristmiðlæg nálgun; Kristur er kjarninn í allri hans þjónustu og markmiðið í sálgæslunni er að fylgja skjólstæðingnum til Krists. Ég hef ekki kynnst neinu öðru sem hefur orðið til eins mikillar lækningar og blessunar fyrir fólk og þessi nálgun. Það að leiða fólk inn í nærveru og frið Guðs skiptir sköpum. Hann biður fyrir fólki og bless- ar það, og síðan er hreinlega eins og lifandi Guð komi og mæti ein- staklingnum í sársauka hans. Fólk hefur algjörlega stjórn á öllu sjálft; eftir þetta getur það farið aftur inn í frið Guðs út úr þessum erfiðu til- finningum og þannig vinnur það sig í gegnum sársauk- ann smátt og smátt. Hann vefur guðfræðinni og kærleika Guðs um fræðin um manninn, þannig að kennslan verður mjög lifandi.“ Hefur hann verið áður með námskeið hér á landi? „Já, á sínum tíma þegar hann kom hingað fyrst var hann með námskeið af svipuðum toga. Svo var hann hér aftur í vor þar sem áherslan var á sálgæslu við kyn- ferðislega misnotaða og svo síðast nú í september.“ Hverjir sækja þessi námskeið Hollendingsins? „Bæði fagmenn á sviði meðferð- ar og ráðgjafar, prestar og djákn- ar, svo og leikmenn sem eru starf- andi í kirkjulegi starfi við sálgæslu. En námskeiðin eru opin fyrir alla sem hafa áhuga, en fjöld- inn takmarkast við 40. Það er bæði hægt að skrá sig á Netinu; netfangið er blessun@post.com og upplýsingar eru líka gefnar í síma 866-9562 fyrir hádegi. Upp- lýsingar um námskeiðin er líka að finna á heimasíðunni www.sim- net.is/snotin/blessun.html.“ Hefur þú mikið nýtt þér þessa reynslu þína í starfi? „Já, þetta nám hefur mótað mig og ég stunda sálgæslu og fyrir- bæn fyrir fólki. Ég vann meðal annars á unglingageðdeild Land- spítalans og er nú starfandi sem sálgæsluþjónn í Laugarnes- kirkju.“ Hverjir eru það helst sem geta notfært sér þessa þjónustu? „Allir. Það er alveg sama hverj- ir það eru; þetta er ekki aðferð fyrir neinn sérstakan hóp. Þó er megináhersla hans á þá sem orðið hafa fyrir kynferðislegri misnotk- un og mér finnst rétt að það komi fram að hann er eini karlmaður- inn, mér vitanlega, sem hefur sér- menntað sig í meðferð og ráðgjöf fyrir þá sem orðið hafa fyrir kynferðislegri misnotkun,“ segir Mar- grét. Námskeiðið stendur frá kl. 17.30 til 22 á fimmtudag og föstudag en frá kl. 9 til 13.30 á laugardag. Framhalds- námskeið í nóvember, janúar, febrúar og apríl verða með sama sniði. Heildarverð fyrir öll nám- skeiðin er 85 þúsund krónur og er boðið upp á greiðsluskilmála, að sögn Margrétar. Auk kennslunn- ar er innifalið í verði 50 mínútna handleiðsluviðtal í hvert skipti og léttar veitingar. Margrét Scheving  Margrét Scheving fæddist 1944 í Vestmannaeyjum. Hún út- skrifaðist sem sjúkraliði og stúd- ent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Frá 1993 til 1999 stundaði hún fjarnám við skóla sem Teo van der Veele rekur í Danmörku; European School of Abuse (Sexual) Related Pastoral Counselling. Hún er sálgætir og ráðgjafi og starfar nú sem sál- gæsluþjónn í Laugarneskirkju. Eiginmaður Margrétar er Þor- valdur Halldórsson tónlist- armaður og eiga þau samtals sex börn. Skjólstæðing- unum er fylgt til Krists Svona, réttu mér svo farsímann, engin SMS-skilaboð heldur, góði ... UM 300 manns á hundrað Musso- og Korando-jeppum tóku þátt í haust- ferð Bílabúðar Benna sl. laugardag. Ekið var frá Þingvöllum inn á hluta Eyfirðingavegar sunnan Skjald- breiðar, að Hlöðufelli, suður með Högnhöfða og Rauðafelli og niður í byggð í Miðdal. Eftir stutta áningu á Þingvöllum þar sem Benedikt Eyjólfsson að- alfararstjóri benti bílstjórum á að létta svolítið á loftþrýstingi í hjól- börðum var haldið inn fyrir Þing- völl og um seinfarinn Eyfirð- ingaveg í austurátt að Hlöðufelli. Stillt var og bjart en lágskýjað í austrinu og viðbúið að úrkoma myndi gera vart við sig síðar um daginn. Fljótlega var ekið um snævi þakið landslagið en snjórinn var þessum bílaflota engin hindrun enda ekki svo mikill ennþá og margir á hækkuðum bílum með sæmilega verklega hjólbarða. Leiðin norðan við Lágafell og síð- an sunnan Skjaldbreiðar var mjög seinfarin enda slóðin ekki rudd nema á köflum og lá hún að mestu leyti yfir mela og móa. Síðasti áfanginn drjúgur Við skála Ferðafélagsins við Hlöðufell grilluðu Benni og sam- starfsmenn hans hundruð af ham- borgurum og pylsum ofan í mann- skapinn og síðan var lagt í síðasta áfangann niður í Miðdal sem átti eftir að verða drjúgur. Átti enn að egna fyrir ökumenn og farþega með góðgæti á Laugarvatni, nú með kakói og bakkelsi. Nokkuð þurfti að hafa fyrir þessum áfanga því að á leiðinni suður með Högnhöfða og Rauðafelli varð bæði snjór og hálka fyrir mönnum. Tók því talsverðan tíma fyrir jeppana hundrað að lesa sig upp brekkurnar. Þurfti fleiri en eina tilraun í þær sumar. Á meðan buldi snjókoman og þakti rúður og spegla. Var nokkuð ljóst líka að hér máttu sín meira bílarnir með stærri hjólbörðunum þótt hinir seigluðust þetta allt saman á endanum. Fengu bílstjórar þarna ágæta æfingu í að mjaka sér gegnum skafla, gera nokkrar tilraunir og komast einni bíllengd lengra í hverju skaki en einstaka sinnum varð að kippa þeim sem fremstur fór úr ógöngum. Allt fór líka vel að lokum og allir komu aftur, margir með nýja reynslu og áreiðanlega löngun til að nota hana frekar. Morgunblaðið/jt Benedikt fararstjóri Eyjólfsson fylgdist með að menn færu sem réttast í erfiðu köflunum sem voru víða á leið- inni og oft er skynsamlegast að setja í lága drifið og fara sem hægast. Á myndinni til vinstri má sjá hvar menn hleypa úr dekkjunum sem er þjóðráð áður en haldið er í mikinn snjó og aðrar torfærur. 100 jeppar í fjallaferð með Bílabúð Benna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.