Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR hafa nýlega greint frá því að forsvarsmenn KSÍ og gestir þeirra hafi gist á Hotel D’Angleterre í Kaupmannahöfn í tengslum við landsleik Íslendinga og Dana í knattspyrnu síðastlið- inn laugardag. Í Fréttablaðinu 12. október sl. reynir for- maður KSÍ að réttlæta þetta ráðslag með eft- irfarandi orðum: „Styrktaraðilar okkar eru að skila milljónum í rekstur sambandsins og með þessum hætti viljum við styrkja tengslin við þá og veita þeim nýja sýn á hvernig knatt- spyrnusambönd starfa.“ Það er skilj- anlegt að KSÍ kunni að telja það æskilegt að bjóða einhverjum fulltrúum styrktaraðila sinna á landsleik erlendis, en þarf að gera það með svona fínum hætti? KSÍ eru samtök innan íþrótta- hreyfingarinnar, sem þiggur veru- lega styrki frá opinberum aðilum, fyrirtækjum og einstaklingum, og þessir aðilar hljóta að gera þá kröfu að fyllsta aðhalds og útsjónarsemi sé gætt varðandi öll rekstrarútgjöld hreyfingarinnar. Allir sem ferðast til Kaupmanna- hafnar vita að kostnaður við gistingu þar er tiltölulega hár og Hótel D’Angleterre er óumdeilanlega eitt fínasta og dýrasta hótel borgarinnar. Ef forystu KSÍ hefur tekist að gera svo hagstæða samn- inga við Hotel D’Angle- terre og Flugleiðir um greiðslu gistingar og farmiða á saga class að það réttlæti þennan ferða- og gistimáta í samanburði við aðra valkosti er ekkert við þessu að segja. Ef menn eru hins vegar að tapa sér í einhverjum flottræfilshætti á kostnað KSÍ lítur málið öðruvísi út. Ég skora því á forystu KSÍ að birta upplýsingar um það opinberlega hvað hver gistinótt kostaði á Hotel D’Angleterre og hvað hver flugmiði umræddra aðila kostaði. Viltu gista á D’Angleterre? Jón Þorsteinn Gunnarsson Höfundur er rekstrarhagfræðingur og starfar sem framkvæmdastjóri. Ferðakostnaður Ég skora því á forystu KSÍ, segir Jón Þor- steinn Gunnarsson, að birta upplýsingar um það opinberlega hvað hver gistinótt kostaði á Hotel D’Angleterre. EFTIR því sem villtum laxi fækkar í ám sem falla í Atl- antshaf hafa sjómenn og stangaveiðimenn á þeim slóðum aðhyllst verndarsjónarmið og stefnu NASF (Vernd- arsjóðs villtra laxa- stofna), m.a. veiða-&- sleppa-aðferðina. Ekki vegna þess að veiða-&-sleppa sé tak- mark í sjálfu sér, heldur er það einfald- lega skynsamleg að- gerð í ljósi verndar- sjónarmiða. Með því leggjumst við á eitt með náttúrunni án þess að skerða tekjur bænda og ferðaþjónustu og drögum ekki úr ánægju við veiðar og útivist. Árið 1999–2000 var veiða-&- sleppa Barometer-listinn, sem hlutfall af stangarveiddum laxi, sem hér segir: Bandaríkin (1999) 100% Rússland 74% Kanada 53% England & Wales 42% Skotland 34% Ísland 10% Árið 2001 er áætlað að veiða-&- sleppa skili um 3.600 löxum í ís- lenskum ám þar sem villtur lax ræður ríkjum. Það gerir u.þ.b. 15% af heildarveiðinni í laxveiðiám landsins sem eru mjög eftirsóttar af innlendum sem erlendum stangaveiðimönnum. Gæði laxveiðiáa eru gjarnan metin annars vegar eftir fjölda laxa sem veiddir eru á flugu í fögru umhverfi á tilteknum tíma og hins vegar hlutfalli laxa sem stangaveiðimenn sleppa. Í þessu dæmi vegur umhverfið þungt. Laxá í Aðaldal er til dæmis metin í hæsta flokk fyrir fagra veiðistaði og sinn stóra lax. Borgarfjarðar- árnar gefa þó gjarnan fleiri laxa á dagstöng. Stangaveiðimenn vilja borga ríkulega fyrir fyrrgreinda sam- setningu. Lax sem veiddist og var merkt- ur 4. ágúst fyrir neð- an Æðarfossa í Aðal- dal veiddist aftur í Heiðarenda 8 dögum síðar og hafði á þeim tíma ekki látið sig muna um að stikla fossana! Hver eru svo verð- mætin sem þessir lax- ar skila? Valdimar Ármann rannsakaði þetta í tengslum við lokaritgerð sína frá viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands. Með framreikningi á fyrirliggjandi gögnum má leiða gild rök að því að hver stangveidd- ur lax skili um 100.000. krónum í þjóðarbúið. Af þeirri upphæð fær ríkið u.þ.b. 10.000 krónur í formi tekjuskatts, og 5.000–10.000 krónur í hvert sinn sem lax sem sleppt hefur ver- ið veiðist aftur. Ýmsar fleiri aðferðir eru not- aðar til að mæla umhverfisverð- mæti slepptra laxa. Ekki er það síður mikilvægt að hver lax sem sleppt hefur verið er hrein viðbót við hrygningarstofn árinnar miðað við það sem ella hefði orðið. Pétur Pétursson, leigutaki Vatnsdalsár, segir að mælingar í Vatnsdalsá sýni gífurlega fjölgun laxaseiða í ánni í samanburði við nágrannaárnar. Að sleppa 3.600 löxum jafngildir því að verið sé að stækka náttúrulega hrygningar- stofna á Íslandi um 10–30%. Þeir 3.600 laxar sem sleppt hefur verið í ár eru fleiri en heildarveiði sum- arsins í húnvetnsku ánum Mið- fjarðará, Laxá í Ásum, Blöndu, Víðidalsá og Svartá. Því miður er ekki til vísindaleg mælieining á gæði seiða en náttúran velur þau hæfustu. Ekki verður um það deilt að verðmæti Elliðaánna hefur minnk- að undanfarna áratugi. Umfangs- miklar rannsóknir hafa ekki leitt til neinna aðgerða og í seinustu kynningarskýrslu borgaryfirvalda lögðu sérfræðingar fram nýjar rannsóknaráætlanir í stað hug- mynda um nauðsynlegar úrbætur. Árleg veiði í Elliðaánum heldur áfram að daprast. Árleg veiði var um 1.256 laxar (meðalveiði 1974– 2000). Ætla má að veiði á villtum laxi í ánum sé ekki orðin nema um 250 laxar. Því jafnast heildarfjöldi slepptra laxa á þessu ári á við lax- veiðiverðmæti fjórtán Elliðaáa. Vistvæn verðmæti laxveiði- hlunninda má enn fremur skoða út frá verðgildi nokkurra jarða sem nýlega hafa verið seldar á almenn- um fasteignamarkaði. Magnús Leópoldsson hjá Fast- eignamiðstöðinni er einn helsti sérfræðingur á Íslandi í sölu fast- eigna og jarðahlunninda á lands- byggðinni. Samkvæmt upplýsing- um hans eru nýleg söluverðmæti laxveiðihlunninda um 1.000.000 kr. á hvern lax. Jörð sem gefur af sér 20 laxa árlega selst að öðru jöfnu á um 20 milljónir króna. Söluverð- mæti á mjólkurkvóta og kú, sem mjólkar árlega um 4.500 lítra, er um þessar mundir tæplega ein milljón króna eða líkt og hlunnindi af einum villtum laxi. Fjórtán Elliðaár – græn verðmæti Orri Vigfússon Laxveiði Heildarfjöldi slepptra laxa á þessu ári, segir Orri Vigfússon, jafnast á við laxveiðiverðmæti fjórtán Elliðaáa. Höfundur er formaður NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna. Á SÍÐUSTU vikum hefur öll athygli heimsins beinst að þeim válegu tíðindum sem urðu vestur í Bandaríkjunum nú ný- verið. Vonandi er, að áhrifin verði ekki lang- varandi og flest kom- ist sem fyrst í fyrra horf. Margir hafa lýst áhyggjum sínum yfir því, að mikil breyting eigi eftir að verða á ferðaþjónustu vegna þessara atburða. Spurning er hvernig þetta horfir við Íslandi og Íslend- ingum. Síðastliðin 10 sumur hef eg per- sónulega safnað reynslu sem leið- sögumaður af að umgangast erlent ferðafólk. Það er uppnumið ekki að- eins af fegurð og fjölbreytni í nátt- úru landsins, heldur einnig hversu íbúarnir eru friðsamir og vingjarn- legir. Þegar þessir ferðalangar heyra að íslenska þjóðin hafi aldrei tekið þátt í styrjaldarrekstri, ef undan eru skilin smáátök við Breta vegna landhelginnar, og að aldrei hafi ver- ið stofnaður her og þar með engin herskylda, átta margir sig á, að ey- lendi þetta byggir nokkuð óvenju- leg þjóð. Og þegar þeir heyra enn fremur, að Íslendingum hafi nægt að velta sér upp úr blóðugum bar- dagalýsingum í fornum sögum frá miðöldum, þar sem víða er ekki að- eins lýst af mikilli nákvæmni, held- ur einnig stundum jafnvel af miklu háði eins og þegar Kári heggur hausinn af Kol Þorsteinssyni brennumanni og hausinn heldur áfram að telja silfrið eftir að hafa orðið viðskila við búkinn, brosa gestirnir í kampinn. Af andlitum sumra má greina viðbjóð á athöfn- inni sem lýst er í sögunum. Og nú er fljótlegt að útskýra hvers vegna Íslendingar séu yfirleitt fráhverfir vopnaburði og vilji rækta með sér friðsamleg samskipti við aðrar þjóð- ir. Spurning er hvort friðsemdin og kyrrðin á Íslandi hafi jafnvel ekki orðið enn verðmætari eftir sept- embermorguninn skelfilega í Bandaríkjunum. Glæpir eru fremur fátíðir hér á landi sem betur fer og eru fyrst og fremst bundnir við höf- uðborgarsvæðið í tengslum við eit- urlyf og allar skelfingar sem þeim tilheyra. Nú skulum við aðeins líta yfir þróun ferðamála sl. hálfa öld. Fyrir 50 árum komu 4.000 ferða- menn til Íslands. Og fyrir 10 árum voru þeir 200.000 og í fyrra heim- sóttu okkur 300.000 sem var metár að þessu leyti. Og ekkert virðist stöðva áhuga ferðamanna á að koma til Íslands svo framarlega sem stjórnvöld fara ekki út í at- hafnir sem eru til þess fallnar að fæla ferðafólk frá landinu, t.d. með því að leggja steina í götu ferðaþjónustu. Ferðaþjónusta er nú í 2. sæti starfsgreina, næst á eftir fiski, sem færa mestar tekjur í íslenska þjóðarbúið. Spurning er hvenær 1. sætinu verður náð. Á Austurlandi eru mjög góð skilyrði til að byggja upp mikilvæga miðstöð ferðaþjónustu á Íslandi, einkum gagnvart Evrópu- markaðinum. Svo aug- ljóst sem það er, þá eru Austfirðir nær meginlandi Evrópu sem og Bretlandseyjum en nokkur annar landshluti. Munurinn er um 1⁄2 til 3⁄4 tímar í styttra flugi en til Keflavík- urflugvallar og ætti Austurlands- fjórðungur því að vera betur í stakk búinn og hafa betri skilyrði til að þróa og þroska ferðaþjónustu en aðrir landsfjórðungar. Mörg hótel og góðir gististaðir með frábærri þjónustu hafa verið byggðir og opnaðir á síðustu árum á Austurlandi, og boðið ferðafólki gistingu, mat og þægindi á ferðum þess um landið. Eftir 1990 hefur orðið gríðarleg breyting en fram undir aldamótin hafa Austfirðir því miður verið útúr ferðaleiðum flestra. Með bættum samgöngum hefur orðið mikil breyting á sem enn mætti breyta með skipulagn- ingu ferðaþjónustu með Egilsstaði sem þjónustumiðstöð. Unnt væri að markaðsetja Ísland þannig, að ekki væri um þessar hefðbundnu hraðhringferðir um landið að ræða. Fara má þennan hring í tveim eða fleiri áföngum. Skipuleggja má ferðir sem ein- göngu ná til Austurlands og kannski út í jaðrana sitt hvorum megin. Hvers vegna hefur ekki verið lögð meiri áhersla á uppbyggingu ferðaþjónustu á Austurlandi en raun ber vitni? Skortur á vilja og góðum hugmyndum? Skortur á fjármunum? Hafa sveitarstjórnir eystra lagt e–ð til þessara mála? Hvernig hefur Ferðamálaráð tekið á þessu? Hvernig kemur það að þessu mikilvæga málefni? Já, Ferðamálaráð Íslands. Ef það hefði fengið áþekka fjárhæð til ráð- stöfunar og Landsvirkjun á liðnum áratugum, þá væri hlutur ferða- þjónustu hérlendis áreiðanlega miklu stærri en hann er nú. Kannski stæði ferðaþjónusta jafn- fætis sjávarútveginum eða væri jafnvel orðin þýðingarmeiri ef notið hefði meiri skilnings og velvildar stjórnvalda á þessum mikilvæga at- vinnuvegi. Því miður verður að segja sem er, að það er eins og ráðamenn í stjórnarráði Íslands miði allt við að landsmenn séu ým- ist að veiða eða framleiða e–ð en ekki að selja eftirsótta þjónustu. Mjög mikil þörf væri á að fá bæði hagfræðilega og félagslega úttekt á þessum málum sem einnig væri fróðlegt að skoða í sögulegu sam- hengi. Spyrja mætti áleitinna spurninga á borð við þessar: Hverju skilar hver milljarður í fjárfestingu annars vegar í ferða- þjónustu og hins vegar stóriðju í þjóðarbúið? Hversu mörg störf verða til í hvorri þessara greina með sömu fjárfestingu? Stórt er spurt, en von- andi er einhver sem telur unnt að svara þessum áleitnu og mikilvægu spurningum. Ferðaþjónusta í nánustu framtíð Guðjón Jensson Höfundur er bókasafnsfræðingur og leiðsögumaður. Ferðaþjónusta Spurning er hvort frið- semdin og kyrrðin á Ís- landi, segir Guðjón Jensson, hafi jafnvel ekki orðið enn verðmæt- ari eftir september- morguninn skelfilega í Bandaríkjunum. Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. 4 stk. í pakka verð kr. 2.300. Kanna í stíl kr. 2.995. 5 mismunandi gerðir. PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 DARTINGTON GLÖS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.