Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Lag- arfoss og Selfoss sem fer aftur út ásamt Goða- fossi og Tjaldi. Hafnarfjarðarhöfn: Í gær kom Venus og í dag er Selfoss væntanlegt til Straumsvíkur. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofa sími 5514349, flóamark- aður, fataúthlutun og fatamóttaka sími 552- 5277 eru opin miðvikud. kl. 14-17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og postulín, kl. 13 vinnustofa og postulín. Námskeið í jóga byrjar í dag kl. 17. Árskógar 4. Kl. 9-12 baðþjónusta og opin handavinnustofan, kl. 13 spilað, kl. 13-16.30 opin smíðastofan, kl. 10 pútt- völlurinn opinn. Allar uppl. í síma 535-2700. Aldraðir í Bústaða- kirkju. Kl. 11 f.h. helgi- stund í kirkju. Súpa og brauð í hádeginu. Kl. 13- 16.30 handavinna, spil- að, föndrað og gam- anmál. Þeir sem vilja láta sækja sig láti kirkjuverði vita í síma 553-8500 eða Sigrúnu í síma 864-1448. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8- 12.30 böðun, kl. 9-12 vefnaður, kl. 9-16 handavinna, kl. 9-17 fótaaðgerð, kl. 10 banki, kl. 13 spiladagur, kl. 13- 16 vefnaður. Hallgrímskirkja, eldri borgarar. Opið hús í dag kl. 14-16. Gestur sr. Kristján Valur Ingólfs- son. Bílferð fyrir þá sem þess óska. Uppl. veitir Dagbjört í síma 510- 1034 og 510-1000. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13-16.30, spil og föndur. Jóga á föstud. kl. 13.30. Kóræfingar hjá Vorboð- um, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, á Hlað- hömrum á fimmtud. kl. 17-19. Uppl. hjá Svan- hildi í s. 5868014 kl. 13- 16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu, hárgreiðslu og fót- anudd, s. 566 8060 kl. 8- 16. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Í dag kl. 11.15 leikfimi, kl. 13 leikfimi, kl. 15 leshringur í Bóka- safni Álftanes, (24. okt., 7. nóv., 21. nóv., 5. des.) kl. 15.30 tölvunámskeið í Garðaskóla og trésmíði nýtt og gamalt kl. 16, bútasaumur í Garða- skóla. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 9-12 aðstoð við böðun, kl. 9- 16.45 hárgreiðslustofan og handavinnustofan opnar, kl. 10-10.45 leik- fimi, kl. 14.30 banki. Félag eldri borgara, Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15-16. Skrifstofan í Gullsmára 9 opin í dag kl 16.30-18. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 10-12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handa- vinna, Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli. Línudans með Sigvalda danskennara kl. 11. Myndlist kl. 13, pílukast kl. 13.30. Á morgun verður pútt í Bæj- arútgerðinni kl. 10 og glerskurður kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin frá kl. 10.00-13.00. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Miðvikudag, Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði Glæsibæ kl. 10. Söng- félag FEB kóræfing kl 17. Línudanskennsla Sigvalda kl. 19.15. Bridsnámskeið kl. 19.30. Fimmtudag, brids kl. 13. Námskeið í fram- sögn kl. 16.15. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB 25. okt. nk. kl. 10.30- 11.30, panta þarf tíma. Silfurlínan er opin á mánud.og miðvikud. frá kl. 10-12 fh. í síma 588- 2111. Skrifstofa félags- ins er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Uppl. á skrif- stofu FEB kl. 10-16 í síma 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9-16.30 fótaaðgerð og opin vinnustofa, postulín, mósaik og gifsafsteipur, kl. 9-13 hárgreiðsla, kl. 9-16 böðun. Opið alla sunnudaga frá kl. 14-16 blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, frá há- degi spilasalur opinn, myndlistarsýning Val- garðs Jörgensen stend- ur yfir. Mánudag 22. okt. kl. 13.30 „Hittumst heil“ Ágústa Sigrún Ágústsdóttir kemur í heimsókn og syngur lög af nýjum geisladiski eft- ir föður sinn, Ágúst Pét- ursson. Veitingar í veit- ingabúð. Uppl. á staðnum og í síma 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10-17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 16 hringdansar, kl. 17 bobb. Söngfuglarnir taka lagið kl. 15.15. Guð- rún Lilja með gítarinn. Gullsmári Gullsmára 13. Vefnaður kl. 9, leikfimi kl. 9.05, keramikmálun k. 13, Búnaðarbankinn með þjónustu í Gull- smára kl. 10 boccia kl. 14. Hraunbær 105. Kl. 9 op- in vinnustofa, handa- vinna, bútasaumur, kl. 9-12 útskurður, kl. 9-17 hárgreiðsla, kl. 11 banki, kl. 11 pútt, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58-60. Kl. 9 böðun, föndur/ klippimyndir, kl. 14 danskennsla, kl. 15 frjáls dans og 15 teiknun og málun. Fótsnyrting, hársnyrting. Sviðaveisla verður föstud. 19. okt. Húsið opnað kl. 18.30. Karlakórinn Kátir karl- ar koma og Ólafur Ólafsson spilar á harm- onikku. Miðaverð kr. 2.000. Pantanir í fé- lagsþjónustunni Hvassaleiti og í síma 588-9335. Miða þarf að greiða og sækja í dag fyrir kl. 16.30. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9-16 fótaaðgerðir, kl. 9-12 tréskurður, kl. 10 sögustund, kl. 13 banki, kl. 14 félagsvist, kaffi, verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.25 sund, kl. 9-16 fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 9.15- 16 postulínsmálun og myndmennt, kl. 13-14 spurt og spjallað, kl. 13- 16 tréskurður. Fimmtu- dagur 18. október kl. 10.30 er fyrirbænastund í umsjón séra Hjálmars Jónssonar dóm- kirkjuprests. Leirmótun hefst fimmtud. 18 okt. kl. 17-20. Uppl. og skráning í síma 562-7077. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 10 fóta- aðgerðir, morgunstund, bókband og bútasaum- ur, kl. 12.30 versl- unarferð, kl. 13 hand- mennt og kóræfing, kl. 13.30 bókband, kl. 15.30 kóræfing. Haustfagn- aður verður 18. okt. kl. 19. Skráning og uppl. í síma 561-0300. Kvenfélag Kópavogs. Fundur á morgun, fimmtudag, kl. 20.30 í Hamraborg 10. Anna Guðmundsdóttir kynnir íslenskar húðvernd- arvörur fyrir fjölskyld- una. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, ætla að hittast á morg- un, fimmtudag 18. okt. kl. 10 í keilu í Mjódd. Spiluð verður keila, spjallað og heitt á könn- unni. Allir velkomnir. Nánari uppl. veitir Þrá- inn Hafsteinsson í síma 545-4500. Úrvalsfólk. Haustfagn- aður verður á Hótel Sögu Súlnasal föstudag- inn 19. okt. kl. 19. Mat- ur, tískusýning, fjöl- breytt skemmtiatriði, aðgöngumiðar seldir hjá Rebekku og Valdís 585- 4000. Kvenfélagið Aldan. Að- alfundur verður haldinn í kvöld miðvikudag 17. okt. kl. 20.30 í Borg- artúni 18, 3. hæð. Stjórnin. Álftanes. For- eldramorgnar í Hauks- húsum kl. 10-12 í dag. Heitt á könnunni. Í dag er miðvikudagur 17. október, 290. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Jesús rétti út höndina, snart hann og mælti: „Ég vil, verð þú hreinn!“ Jafnskjótt varð hann hreinn af líkþránni. (Matt. 8, 3.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 gæði, 4 dý, 7 endar, 8 fim, 9 væl, 11 duglegu, 13 ósköp, 14 byr, 15 galdra- tilraunir, 17 bjartur, 20 viðvarandi, 22 stílvopn, 23 aflöng, 24 þvaðra, 25 reyna sig við. LÓÐRÉTT: 1 brekka, 2 fárviðri, 3 harmur, 4 hróp, 5 látni, 6 skynfærin, 10 guð, 12 reyfi, 13 ögn, 15 málmur, 16 þekktu, 18 flatur klett- ur, 19 bölva, 20 hlífa, 21 föst á fé. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 tjaldferð, 8 rófan, 9 róðan, 10 dóm, 11 skata, 13 asnar, 15 svans, 18 eldur, 21 ker, 22 riðla, 23 titra, 24 ruglingur. Lóðrétt: 2 jafna, 3 lenda, 4 ferma, 5 ræðin, 6 hrós, 7 knár, 12 tin, 14 sól, 15 sárt, 16 auðnu, 17 skafl, 18 ertan, 19 duttu, 20 róar. Fyrirspurn HVAÐA reglur þarf að uppfylla til að fá atvinnu- leyfi til aksturs leigubíls í Reykjavík? Hvaða reglur gilda þegar leigubílstjóri utan af landi flytur til Reykjavíkur og vill fá leyfi hér í Reykjavík? Hver er það sem sér um þessar veitingar? Helgi. Dýrahald Högni í óskilum í Lindarsmára GRÁBRÖNDÓTTUR rúmlega eins árs högni hef- ur verið í óskilum í Lind- arsmára í Kópavogi í ca. 6 vikur. Hann er ákaflega kelinn og vel vaninn. Eig- andi hringi í síma 554-6666. Þrílitur skógar- köttur týndist TVEGGJA ára læða, þrílit, svört, ljósbrún og hvít, norskur skógarköttur, týndist 12. okt. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 692-8083. Tapað/fundið Leikfimitaska týndist LEIKFIMITASKA týnd- ist í sundlaug Kópavogs föstudaginn 5. okt. milli kl. 13-14. Taskan er grá og brún og hægt að smella á skólatösku. Taskan er merk. Vinsamlega hafið samband í síma 554 1010 eða 864 0110. Kvenmannsúr týndist SILFUR kvenmannsúr, Fossil, týndist á Laugavegi 13. október. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 865 4145. Leðurhanskar týndust LEÐURHANSKAR týnd- ust á leiðinni niður Vitastíg á stuttri leið á Laugavegi. Uppl. í síma 568 7215. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... MIKIÐ er rætt um skipulagsmálhöfuðborgarinnar um þessar mundir og ekki síst út frá miðborg- inni og flugvellinum í Vatnsmýri og hvað gera skuli við þessi svæði. Þetta eru hálfgerð eilífðarmál enda verið að horfa áratugi fram í tímann og umræðunni lýkur því trúlega aldrei. Alltaf þarf að endurskoða skipulag jafnharðan og það er sam- þykkt. Þetta eru líka of flókin mál fyrir Víkverja og hann hættir sér því ekki út í að fjalla um þau. Eitt atriði leyfir hann sér þó að nefna sem tengist þessu óbeint en það er hugmynd um tónlistarhús sem virðist eiga að finna stað í mið- borginni. Mikið er búið að ræða og rita um réttmæti slíks húss, hvar það geti verið og hvað þar eigi ná- kvæmlega að fara fram í tónlist, t.d. ópera eða ekki ópera. Ekki ætlar Víkverji heldur að hætta sér í þá umræðu en leyfir sér að benda á hvort ekki megi nýta hús sem þegar er til í þessu skyni. Kom þetta fram í viðræðum sem hann átti við mætan borgarbúa nýverið sem átti erindi í Glæsibæ. Fannst honum sem húsið hefði mátt muna sinn fífil fegurri og virtist sem það væri nú illa nýtt og spurning hvort bæta mætti úr. Glæsibær var glæsilegt hús á sín- um tíma og þar voru þróttmiklar verslanir og vinsælar. Víkverji er ekki frá því að vinsældirnar hafi eitthvað dvínað og kannski ekkert skrýtið þótt 20-30 ára gömul versl- unarmiðstöð verði að láta undan síga fyrir Kringlum og Smárum eða Fenjum. En er ekki nógu hátt til lofts og vítt til veggja í Glæsibæ fyr- ir tónleikasali? Ef ekki ætti að vera næsta auðvelt að hækka húsið eins og nauðsynlegt er. Víkverji trúir eiginlega ekki öðru en þessi mögu- leiki hafi verið skoðaður og víst er Glæsibær ágætlega í sveit settur fyrir starfsemi tónleikahúss. Ef ekki verðum við bara að vona að eigendur Glæsibæjar taki sig til og hressi húsið og starfsemina þar við. Víkverji veit vel að þar er ým- islegt gott og gagnlegt að finna og verður áreiðanlega hægt að gera ráð fyrir því lengi enn – með eða án tón- listar. x x x ÚR því verið er að fjalla um versl-unarmiðstöðvar er ekki úr vegi að koma með ábendingu til forráða- manna Smáralindar. Væri ekki hægt að koma fyrir bekkjum á hin- um víðu göngum hússins? Þar gætu menn tyllt sér og horft á mannlífið eða beðið meðan aðrir versla. Á svona stað er alveg nauðsynlegt að geta áð hér og þar í húsinu og ekki er alltaf víst að menn geti gert það inni í verslunum (þótt þar sé kannski að finna sæti í einstökum búðum) og ekki varð Víkverji var við slík sæti á göngunum. Hann verður þó að viðurkenna að hann hefur ekki farið vandlega um allt húsið. x x x DAPURLEGT er að hryðjuverk,sem kannski eru unnin af til- tölulega fámennum hópi, skuli geta gert svo mikinn usla sem raun ber vitni varðandi voðaverkin í Banda- ríkjunum í síðasta mánuði. Afleið- ingarnar eru hrikalegar fyrir utan þann harmleik sem þeir hafa orðið fyrir sem misstu sína nánustu. Þær koma m.a. fram í minnkandi við- skiptum á öllum sviðum sem koma ekki síst fram í minni ferðalögum fólks. Þess vegna breyttist svo margt 11. september og langt í að heimurinn verði samur. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 VEGNA umræðunnar um afnám einkasölu Á.T.V.R. á áfengi var ég að velta fyrir mér áhrifunum sem þessar breytingar kynnu að hafa fyrir neytendur og samfélagið. Verð á áfengi mun hækka. Í fyrsta lagi munu innflytjendur þurfa að hækka sín verð til að mæta kostnaði vegna breyttra greiðsluskil- mála. Á.T.V.R. greiðir hálfsmánaðarlega fyrir sín vörukaup á meðan smásöluverslanir taka sér a.m.k. 45 daga. Þess utan er ólíklegt að versl- anirnar sætti sig við jafn- lága álagningu og Á.T.V.R. eða 7-13%. Vöruúrval í verslunum myndi minnka og stór- markaðirnir fleyta rjómann af magnsölunni, þ.e. bjór, brúsavodka og ódýr vín á kössum, sem þýðir að fólk sem vill njóta fjölbreyttra vína eins og standa nú til boða í verslunum Á.T.V.R. þyrfti að leita í sérversl- anir og borga mun hærra verð en í dag, einmitt vegna þess að stórmark- aðirnir væru búnir að taka til sín magnsöluna. Einnig þarf að líta til aðgengis ungmenna að veigunum, en smá- söluverslanir hafa ekki staðið sig of vel í að fram- fylgja tóbakslögunum, svo af hverju skyldum við ætla að betra eftirlit yrði með áfengissölu? Afleið- ingin er að fólk sem vill njóta góðra veiga þarf að hafa mun meira fyrir að nálgast þær og greiða fyrir þær mun hærra verð, á meðan aðgengi ógæfufólks og ungmenna batnar til muna. Í ljósi þessa vil ég skora á stjórnvöld að fara sér hægt í að breyta núver- andi fyrirkomulagi og styðja fremur við bakið á Á.T.V.R. sem á hrós skilið fyrir vöruframboð og þjónustu við neytendur. Daníel Helgason. Smásala áfengis Morgunblaðið/Billi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.