Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 49
ÍSLANDSMEISTARAR Skaga- manna fóru í bæjarferð um síð- ustu helgi, einkum til að vera viðstaddir Uppskeruhátíð knatt- spyrnumanna á Broadway á föstudaginn, þar sem þeir upp- skáru svo sannarlega vel og ríku- lega. Fyrr um daginn brugðu dreng- irnir sér í Kringluna þar sem þeir notuðu tækifærið til að hitta fjöl- marga aðdáendur sína, leysa þá út með gjöfum og gefa þeim eig- inhandaráritanir. Á laugardaginn tók síðan hin stóra verslunarmiðstöðin við, Smáralindin, til þess að þeir gættu fyllsta hlutleysis á tímum ofsasamkeppni. Þar sýndu meist- ararnir fræknu á sér spánnýja og skemmtilega hlið þegar þeir komu fram á tískusýningu fyrir Vera Moda og sýndu nýjasta nýtt í herratískunni. Ekki hefur neinum sögum farið af því hvort gylliboð hafi borist frá umboðsskrifstofum fyrirsæta en drengjunum er margt til lista lagt, eins og kom í ljós í Smáralindinni, og því eins gott fyrir yfirstjórn knattspyrnu- mála á Skaganum að gera ráð- stafanir til að missa þá ekki á vit nýrra ævintýra í kastljósinu. Íslandsmeistarar í nýjustu tísku Íslandsmeistararnir vöktu óskipta athygli gesta í Smáralindinni fyrir fimlegar hreyfing- ar á sýningarpallinum. Morgunblaðið/Golli Ungir unnendur ÍA flykktust í Kringluna til þess að heilsa upp á goðin fræknu. Skagamenn fóru í helgarferð til höfuðborgarinnar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 49 Ótrúlegar tæknibrellur, brjáluð spenna og veisla fyrir augu og eyru. Þú hefur aldrei séð annað eins. Sýnd kl. 4. Íslenskt tal. Vit 265. Sýnd kl. 4. Íslenskt tal. Vit 245 Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 268  Kvikmyndir.com  Rás 2  Mbl Sýnd kl. 6 og 10. B. i. 12. Vit 270  Radíó X  HK DV  Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com  Mbl Sýnd kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.10. Vit 281 Sýnd kl. 6. Ísl tal. Vit 265. DV Strik.is strik.is kvikmyndir.isSýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 12. Vit 273 Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit nr. 278 Allir vilja þeir sneið af „glæpakökunni“ Nýjasta snilldar- verkið frá meistaranum Woody Allen. Með hreint út sagt úrvalsliði leikara: Hugh Grant , Tracey Ullman , Michael Rapaport og Jon Lovitz . Sýnd kl. 8 og 10.10. B i. 16. Vit 251  strik.is Mögnuð stuðmynd í nánast alla staði!  Kvikmyndir.is Beint á toppinn í USA www.skifan.is Sýnd kl. 5.40. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.  Tvíhöfði/Hugleikur  Hausverk.is  USA TODAY 1/2 NY POST  Kvikmyndir.com Hollywood í hættu Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Ertu tilbúin fyrir Jay og Silent Bob... því þeir eru gjörsamlega steiktir! Frá Kevin Smith, snillingnum sem gerði Clerks, Mallrats, Chasing Amy og Dogma kemur ein fyndnasta mynd ársins. Sýnd kl. 8 og10.10. Sýnd kl. 5.30 og 10.30. Nú býðst þér ótrúlegt tækifæri til þessarar heillandi borgar á ótrúlegu verði. Við eigum 20 sæti í vikuferð, 8 nætur, út þann 28. október, með heim- flugi þann 5. nóvember. Gist á Quality hótelinu, góðu 3ja stjörnu hóteli sem hefur verið afar vinsælt af farþegum Heimsferða síðustu 2 árin. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 47.970 Flug, gisting á Quality Inn hótelinu með morgunmat, skattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Forfallagjald kr. 1.800. Síðustu sætin til Prag í október Vikuferð til Prag 28. október frá kr. 49.970 Kynnisferðir með íslenskum fararstjórum Heimsferða BANDARÍSK neðanjarðartónlist er á mikilli siglingu um þessar mundir og hefur þarlent jaðarsveitarokk (Ryan Adams, Gillian Welch, Mark Olson) og síðrokkið (Trans Am, Tor- toise) notið töluverðra vinsælda hjá hérlendum jaðarrokkvinum að und- anförnu. Í allri þeirri umræðu reikar hugurinn ósjálfrátt til viðlíka gæða- sveita sem voru og eru nær glæp- samlega óþekktar, sveita eins og American Music Club, Thin White Rope og Giant Sand, sem eiga snilld- ina í búntum í öfugu hlutfalli við plötusölu og vinsældir. Sveitir sem eru dæmdar í hópdýrkunarflokkinn. Ein er sú sveit sem fyllir þennan flokk hæglega en það er hljómsveitin Red House Painters, að sönnu bandarísk líkt og þær sem taldar voru upp. Í seinni tíð fór hlutverk leiðtogans, gítarleikarans, söngvar- ans og lagahöfundarins Mark Kozel- ek að verða æ fyrirferðarmeira og í dag er sveitin í raun réttri einherja- verkefni hans. Tónlist Red House Painters er angurvær og innhverf, og fer þar fremst engilblíð falsetturödd Kozel- ek, en fyrsta plata sveitarinnar var gefin út af breska fyrirtækinu 4AD árið 1992. Snemma varð ljóst hvers- lags jarðveg sveitin hygðist pæla. Þunglyndisleg og gotnesk umslög; torræðir og harmljúfir textar; sveimkenndir og þokukenndir raf- gítarar – sem sagt, algerlega það sem nýbylgjuvænir unglingar í til- vistarkreppu þurfa. Fyrir stuttu voru gefnar út tvær nýjar afurðir frá Kozelek. Fyrsta ber að nefna nýja plötu sem eignuð er Red House Painters. Kallast hún Old Ramon og hefur að geyma upp- tökur sem eru búnar að bíða á hill- unni í nokkur ár. Sú síðari er um margt furðuleg en það er fyrsta „al- vöru“ sólóskífa Koselek. Platan, sem nefnist What’s Next to the Moon, inniheldur nefnilega… já, haldið ykkur… tíu lög sem öll voru upp- runalega flutt af AC/DC! Og eins og nærri má geta strípar okkar maður þau niður svo úr verða viðkvæmn- islegar kassagítarballöður. Þeir sem vilja það dimmt og drungalegt en um leið fallegt og ang- urvært: Leitið ei lengra. Lykilplötur: – RHP – Ocean Beach (1995) – RHP – Retrospective (1999) – Mark Kozelek – Rock’n’Roll Singer (2000) FORVITNILEG TÓNLIST Mark Kozelek/Red House Painters Mark Kozelek Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.